Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 61

Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 61
GESTIR á sýningu systranna Ingibjargar, Þór- unnar og Hjördísar Elínar (Dísellu) Lárusdætra á tónlistardagskrá þeirri sem þær buðu uppá á skemmtistaðnum NASA sl. laugardag og að kvöldi síðasta vetrardags, voru sannarlega allt annað en sviknir. Dagskráin, sem þær kalla einfaldlega „Þrjár systur – bland í poka“ og er auk þeirra flutt af tónlistarmönnunum góðkunnu Jóni Ólafssyni, Friðrik Sturlusyni og Jóhanni Hjörleifssyni, er skemmtileg blanda af lögum úr ýmsum áttum, innlendum sem erlendum, mörg hver í framandi og forvitnilegum útsetningum. Má þar nefna svo ólík lög sem „Swinging Shepherd’s Blues“ (sem kvað vera uppáhaldslag Lúðrasveitar Mosfellsbæjar, þar sem systurnar hlutu sína þjálfun í trompetleik), „Einskonar ást“ í óvæntri pólýglott-útfærslu, „Scatman“ í út- setningu að fyrirmynd dönsku djasssveitarinnar Axel Boys Quartet, „Life on Mars“ eftir David Bowie, ABBA-klassík á borð við „Dancing Queen“, og loks lög eins og „Lady Marmalade“, og Sister Sledge-lagið „We Are Family“. Tónlistar-, söng- og sviðshæfileikarnir, sem systrunum eru greinilega í blóð bornir, nutu sín til fulls þar sem þær ýmist spiluðu á trompet (og reyndar margvísleg önnur hljóðfæri), sungu af innlifun sem hreif áheyrendur upp úr stólunum, og fóru með gamanmál á milli laga. Hvað söng- Þrjár systur heilla Morgunblaðið/Jim Smart Þeim systrum er margt til lista lagt. inn varðar leyndi sér reyndar ekki, að Dísella er sú þeirra systra, sem mesta áherzlu hefur lagt á að þjálfa þann hæfileika. Á frumsýningunni var stemmningin orðin slík í lokin, að áheyrendur slepptu flytjendunum ekki fyrr en eftir tvö auka- lög, og hefðu viljað meira. Næsta sýning tónlistardagskrár Þriggja systra verður á NASA sunnudagskvöldið 4. maí næstkomandi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 61 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 16. kl. 2 og 4. ísl. tal / kl. 6. ísl. tal / kl. 2. ísl. tal. Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 2. HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af! EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 2. ísl. tal. ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 4. / Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 4 ÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. / kl. 5.20, 8 og 10.30. B.i. 14. / kl. 10. B.i. 14. / kl. 10. B.i. 14.kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14. / kl. 5.50, 8 og 10.10. / kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. / kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Tilboðkr. 500 ÁLFABAKKI  Radio X  Kvikmyndir.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.