Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 3 7 6 Fyrsta heimilið www.bi.is NÝ kynslóð hefur valizt í bankastjóra- stóla í öllum stóru viðskiptabönkunum. Með ráðningu Sigurjóns Þ. Árnasonar, sem er tæpra 37 ára, í starf banka- stjóra Landsbankans í síðustu viku er meirihluti bankastjóra viðskiptabank- anna undir fertugu. Bjarni Ármanns- son, sem varð forstjóri Íslandsbanka er hann sameinaðist FBA árið 2000, er 35 ára. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings banka og verðandi forstjóri sameinaðs banka Búnaðar- bankans og Kaupþings, er 32 ára. Allir Vökumenn Keppinautarnir þrír hafa þekkzt frá því á háskólaárum sínum fyrir rúmum áratug, en þá voru þeir samherjar í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúd- enta. „Ég kynntist Sigurjóni og Bjarna fyrst þegar ég hóf nám í Háskólanum en þar voru þeir í forsvari fyrir Vöku og Stúdentaráð. Við unnum allir tölu- vert saman í undirbúningi fyrir kosn- ingar til Stúdentaráðs árið 1991. Ég held að við höfum allir haft mjög gam- an af starfinu í Vöku og lært margt af því, árangur okkar varð þó ekki betri en svo að Vaka tapaði kosningunum eftir margra ára sigurgöngu,“ segir Hreiðar Már í viðtali við Morgunblaðið í dag. Einnig birtast viðtöl við þá Sig- urjón og Bjarna. Ný kyn- slóð bank- ar upp á  Harðsnúið lið/14–16 STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að skoða þurfi að hvaða marki hugmyndir um hálendisvegi samræmist verndun hálendisins. „Við höfum alla fyrir- vara á hugmyndum um að fara í heilsársvegagerð með uppbyggðum vegum yfir hálendið,“ segir Stein- grímur í viðtali við Morgunblaðið í dag. „Eins og málin standa eru mörg miklu brýnni verk í samgöngum sem þarf að ráðast í.“ Hann segir að ákveða þurfi hvern- ig menn sjái fyrir sér framtíðartil- högun mála á hálendinu. „Að hvaða marki uppbygging vega er samrým- anleg verndun hálendisins. Við tök- um ekki undir áform um vegagerð fyrr en fyrir liggur hvað menn ætla með stofnun þjóðgarða á hálendinu og framtíðarskipan mála þar.“ Steingrímur segist frekar reikna með að á hálendinu verði lagðir snyrtilegir vegir sem liggja í landinu og varðveita „karakter“ óbyggðanna sem myndi glatast með hraðbrautum og sjoppum. VG efins um heilsársvegi  Fólkið krefst/12 Hugmyndir um gerð uppbyggðra þjóðvega á hálendinu LÖG íslensku rokkhljómsveitarinnar Quarashi hafa talsvert verið notuð í er- lendum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum og tölvuleikjum að und- anförnu. Lag hljómsveitarinnar, „Stick’em up“, hljómar m.a. í bandarísku kvikmyndinni 2 Fast 2 Furious sem vænt- anleg er í kvikmyndahús og er framhald The Fast and the Furious, sem sló í gegn í kvikmyndahúsum árið 2001. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg með það á hreinu hvar lögin okkar hafa verið notuð, en það eru a.m.k. nokkrir sjónvarpsþættir, kvikmyndir og auglýsingar,“ segir Sölvi Blöndal Quar- ashi-liði í samtali við Morgunblaðið. Lög frá hljómsveitinni eru í a.m.k. þremur tölvuleikjum þessu til viðbótar. Lög Quarashi notuð í kvik- myndir og sjónvarpsþætti  Hafa þetta lag/58 UNGIR einstaklingar, sumir talsvert innan við tvítugt, hafa þurft meðferð á geðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss vegna geð- raskana sem rekja má til notkunar á vefauk- andi (anabólískum) sterum sem gjarnan eru notaðir af vaxtarræktarmönnum. Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspít- alans, segir að áreiðanlegar upplýsingar skorti um hversu útbreidd neyslan sé hér á landi. Ekki liggi fyrir nýlegar rannsóknir um ólöglega steranotkun en slíkar rannsóknir séu erfiðar í framkvæmd og túlkun. Fæstir vilji t.d. viðurkenna notkunina fyrir sínum nán- ustu eða fyrir heilbrigðisstarfsfólki fyrr en notkun sé lokið eða sönnunargögnin blasi við, nema ef alvarlegar aukaverkanir komi upp og þeir neyðist til að segja frá steranotkuninni. „Þetta er því í raun falið vandamál,“ segir hann. Sá hópur sem noti stera viti oft talsvert um hættur sem fylgi neyslu og forðist í lengstu lög að leita sér læknishjálpar á rétt- um forsendum. „Hingað hafa komið einstak- lingar sem þverneita að hafa tekið stera eða neytt ólöglegra fæðubótarefna svo sem „ripp- er annars vegar skammtarnir sem menn taka og hins vegar lundarfar notenda. Þeir sem hafa mjög viðkvæma eða sveiflótta lund eru í meiri hættu en jafnlyndir einstaklingar, segir Engilbert. Í tilraunum sem gerðar hafa verið erlendis kemur í ljós að sögn Engilberts að hætta á geðrænum vandamálum margfaldast þegar skammtar stera eru auknir úr fjórföldum uppbótarskammti í meira en áttfaldan upp- bótarskammt, eða úr 4% í 19%. Aðspurður segir Engilbert að hann telji algengast að menn komist í tæri við efnin hjá fólki sem þeir hitti á líkamsræktarstöðvum og vísar þar m.a. til ummæla einstaklinga sem hafa við- urkennt slíka neyslu í meðferð og í fjöl- miðlum. Þegar leitað var eftir upplýsingum um dreifingu og sölu á sterum hjá Ásgeiri Karls- syni, yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, sagði hann að slík mál kæmu af og til inn á borð hjá lögreglu. Dæmi væru um að sterar hefðu fundist á líkamsræktarstöð en hann vildi ekki tjá sig frekar um það mál. ed fuel“ með efedr- íni. Svo kemur allt annað í ljós síðar þegar þeir ákveða að leggja spilin á borðið,“ segir hann. Sturlun og þunglyndi Þau geðrænu vandamál sem fylgja notkun vefaukandi stera eru margþætt. Notendur verða gjarnan örir og stundum viðskotaill- ir og erfiðir í sam- skiptum. Þunglyndi og sturlunareinkenni eru einnig þekktur fylgifiskur steranotkunar. Það sem ræður mestu um áhrifin á geðhag manna Ungir steraneytendur hafa þurft meðferð á geðdeild Halda neyslunni leyndri í lengstu lög LÖGREGLAN víða um land opnaði hús sín fyrir almenningi á lögregludeginum í gær, sem haldinn er í tilefni 200 ára afmælis hinnar einkennisklæddu lögreglu 15. apríl síðastliðinn. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra setti lögregludaginn formlega kl. 11 við húsnæði ríkislögreglustjórans við Skúla- götu og strax í kjölfarið sýndu sjö vopn- aðir sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra færni sína er þeir réðust til inngöngu í Lögreglukórinn var ekki langt undan og tók lagið fyrir gesti og gangandi, en þess má geta að kórinn hefur nýlokið við tón- leikaferðir út á land og vortónleika á höf- uðborgarsvæðinu. Þá var efnt til mynda- samkeppni á meðal barna sem kynnt hefur verið í grunnskólum borgarinnar. Víða á landinu var margt um manninn á lögreglustöðvum, þar sem menn gátu kynnt sér starfið en ýmist var opnað fyrir gestum kl. 11 eða 13. bygginguna með því að hraðsíga úr þyrlu Landhelgisgæslunnar og síðan niður eftir húsveggjum áður en þeir fóru inn. Þá var fangageymsla lögreglustöðv- arinnar við Hverfisgötu höfð til sýnis og almenningi enn fremur gefinn kostur á að skoða ökutæki lögreglunnar. Börnum og fullorðnum var boðið að setjast á lögreglu- mótorhjól og inn í lögreglubíla, heilsa upp á lögregluhunda og skoða margvísleg tól og tæki lögreglunnar. Sérsveitin sýnir kunnáttuna Morgunblaðið/Sverrir Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra umkringd vígalegum sérsveitarmönnum. Þörf er á að verja siglínurnar með teppi. Opið hús hjá lögregluembættum um land allt á lögregludaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.