Morgunblaðið - 07.05.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 07.05.2003, Síða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUR í Varmárskóla í Mosfellsbæ litu í heim- sókn á sögusýningu lögreglunnar sem sett hefur ver- ið upp í húsnæði ríkislögreglustjóra í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá stofnun einkennisklæddrar lög- reglu á Íslandi. Sveinn Bjarki Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá emb- ætti ríkislögreglusstjóra, t.v., og Karl Hjartarson, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sýndu nem- endum ýmis tæki og tól, búninga og annað, sem lög- reglan hefur notast við í gegnum tíðina og var ekki annað að sjá en að þeir fengju óskipta athygli nem- endanna. Þess má geta að sýningin er opin alla daga frá kl. 11–17 og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Júlíus Skólakrakkar skoða sögusýningu lögreglunnar í húsnæði ríkislögreglustjórans. Á sögusýningu lögreglunnar AÐALSTEINN Krist- inn Jónsson Thoraren- sen, fyrrverandi kenn- ari og húsgagnasmíða- meistari, er látinn, 77 ára að aldri. Aðalsteinn var fædd- ur 25. júní 1925 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Thor- arensen prestur og Vilhelmína Tómasdótt- ir. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík 1942–45 og við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn 1947–48. Að auki sótti hann fjölda námskeiða hér- lendis og í Kaupmannahöfn. Aðal- steinn starfaði sem kennari við Iðn- skólann í Reykjavík frá 1961–1995 og hélt fjölmörg námskeið í sínu fagi ásamt því sem hann samdi kennslugögn um yfir- borðsmeðferð viðar sem var hans sérgrein. Hann var alla tíð virkur í félagsstörfum og átti m.a. sæti í stjórn Kennarafélags Iðnskólans og var for- maður þess 1980 og 81. Aðallega helgaði hann þó krafta sína kristi- legu starfi, einkum fyrir KFUM og þjóðkirkjuna. Að- alsteinn lætur eftir sig eiginkonu, Hrönn Thorarensen, og fjögur upp- komin börn. Andlát AÐALSTEINN THORARENSEN ÁKVEÐIÐ hefur verið að að leggja niður hágæsludeild Land- spítalans í Fossvogi í sparnaðar- skyni. Yfirstjórn spítalans tók ákvörðunina í síðustu viku en deildinni verður lokað 1. júlí, að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrun- arforstjóra. Á deildinni eru sjö rúm en þar dvelja veikustu sjúk- lingar lyflækningadeildanna. Anna segir að deildin hafi verið sett á fót sem eins árs tilrauna- verkefni og alltaf hafi staðið til að endurskoða starfsemina eftir árið. Í ljós hafi komið að rekstur deild- arinnar hafi verið fjárhagslega erf- iður. „Hér var góð fagleg þjónusta en reksturinn hefur reynst lyf- lækningasviði I þungur. Við verð- um að gera breytingar til að minnka hallarekstur. Hún segir að sviðsstjórum lyflækningasviðs I og svæfinga-, gjörgæslu- og skurð- lækningasviðs hafi verið falið að gera tillögur til yfirstjórnar um hvernig koma eigi til móts við þarfir lyflækningasviðs I vegna bráðveikra sjúklinga. Eitt af því sem komið hafi til tals sé að færa starfsemina á gjörgæsludeild spít- alans. Miklar áhyggjur af skjólstæðingum deildarinnar Anna Sigríður Þórðardóttir, deildarstjóri hágæsludeildar, seg- ist hafa miklar áhyggjur af skjól- stæðingum deildarinnar og ástand- inu sem geti skapast þegar henni verður lokað. „Við vitum að ástand er erfitt á öðrum deildum lyflækn- ingasviðs og illa hægt að taka við eins veikum sjúklingum og eru hér.“ Anna segir skrítið að sparnaður sé alltaf fyrst og fremst látinn bitna á hjúkrun sjúklinga. Ákvörð- unin hafi verið tilkynnt með afar stuttum fyrirvara og að ekki gefist nógur tími til að undirbúa breyt- ingarnar. Fyrst hafi staðið til að loka deildinni strax 1. júní en síðan hafi lokuninni fengist frestað til 1. júlí. Hágæsludeild lögð niður vegna sparnaðar MATTHÍAS Guðmundsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs hf. Matthías, sem áður var fjár- málastjóri fyrirtækisins, tekur við af Jónatan S. Svavarssyni, sem mun láta af störfum hjá fyrirtækinu á næstu mánuð- um. Þá var á hluthafafundi í síð- ustu viku kosin ný stjórn fyrir félagið. Sem kunnugt er fluttu nokkrir yfirmenn hjá Búnað- arbanka sig yfir til Lands- banka. Meðal þeirra er Yngvi Örn Kristinsson sem setið hef- ur í stjórn Reykjagarðs fyrir hönd Búnaðarbanka, en bank- inn á enn nokkurn hlut í fyr- irtækinu. Nýja stjórn Reykjagarðs skipa Jakob Bjarnason frá Búnaðarbankanum og Stein- þór Skúlason og Hjalti H. Hjaltason frá Sláturfélagi Suð- urlands. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Stein- þór formaður stjórnar, Jakob varaformaður og Hjalti ritari. Nýir yfirmenn hjá Reykja- garði LÖGMAÐUR stjórnar Lífeyrissjóðs Austurlands, Atli Gíslason, ætlar að fara fram á það við ríkissaksóknara að hann hnekki þeirri ákvörðun rík- islögreglustjóra að hafna beiðni um aðgang að kæru sem fjórir sjóðs- félagar lögðu fram á hendur stjórn- inni og fyrrum framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu 10. apríl sl. hafa fjórir sjóðs- félagar í lífeyrissjóðnum krafist op- inberrar rannsóknar á störfum stjórnarinnar og fyrrverandi fram- kvæmdastjóra og endurskoðanda. Eru þessir aðilar kærðir fyrir meinta ólöglega meðferð á fjármunum sjóðsins á sínum tíma og endurskoð- un sem uppfyllir ekki kröfur laga. Atli sagði við Morgunblaðið að rík- islögreglustjóri hefði hafnað beiðn- inni á þeirri forsendu að rannsókn málsins væri ekki hafin. Atli sagði það ekki viðunandi að stjórnarmenn væru bornir þungum sökum í fjöl- miðlum en fengju ekki aðgang að kærum á hendur þeim. Meginreglan væri sú að þeir sem væru bornir þungum sökum ættu rétt á að kynna sér efni slíkra ásakana. Lífeyrissjóður Austurlands Stjórnarmenn fá ekki að sjá kæru Opinn fundur með Geir Haarde í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokks- ins í Glæsibæ í dag, miðvikudaginn 7. maí, kl. 18. Allir velkomnir. Fundur með Samfylkingunni í Þjórsárveri. Frambjóðendur Sam- fylkingarinnar bjóða til spjallfundar í félagsheimilinu Þjórsárveri, Vill- ingaholtshreppi, kl. 12 fimmtudag- inn 8. maí. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð efnir til baráttufundar í kosn- ingamiðstöðinni í gömlu TF-búðinni í Fellabæ miðvikudagskvöldið 7. maí klukkan 20.30. Fjölbreytt menningardagskrá er á boðstólum og þrír efstu menn lista VG í Norðausturkjördæmi, Stein- grímur, Þuríður og Hlynur, verða á staðnum. Stúdentaráð Kennaraháskóla Ís- lands í samvinnu við Starfsmanna- félag KHÍ hefur ákveðið að bjóða til kosningafundar miðvikudaginn 7. maí. Fundurinn hefst klukkan 15 og verður í Bratta, sal skólans. Þeir flokkar sem bjóða fram á landsvísu senda fulltrúa. Munu þeir hafa framsögu og gefst áheyrendum tækifæri til að bera upp spurningar að því loknu. Fulltrúar: B Björn Ingi Hrafnsson, D Björn Bjarnason, F Margrét Sverrisdóttir, U Kolbrún Halldórsdóttir, N Jón Magnússon, S Ágúst Ólafur Ágústsson, Fund- arstjóri: dr. Ingvar Sigurgeirsson prófessor. STJÓRNMÁL SJÁLFSTÆÐISKONUR fóru í siglingu úti fyrir Hafn- arfjarðarhöfn í gærkvöld á bátnum Húna. Leikin var harmónikkutónlist um borð og gafst farþegum færi á að spjalla við frambjóðendur. Að lokinni siglingu snæddu konurnar kvöldverð á Fjörukránni. Yfirskrift ferðarinnar í gær var Stelpurnar á sjóinn! Morgunblaðið/Arnaldur Sjálfstæðiskonur á siglingu BORGARRÁÐ samþykkti í gær tillögu skipulags- og bygg- ingarsviðs Reykjavíkur um að falla frá hugmynd um að byggja bensínstöð við Hóla- brekkuskóla í Breiðholti. Var þetta gert í ljósi athuga- semda frá íbúum í Breiðholti, mótmæla frá foreldrafélagi Hólabrekkuskóla og undir- skrifta þar sem bensínstöðinni var mótmælt. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og frjálslyndra fögnuðu ákvörðuninni. Hætt við að byggja bensínstöð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.