Morgunblaðið - 07.05.2003, Page 13

Morgunblaðið - 07.05.2003, Page 13
Samfylkingin hefur það mjög sér til ágætis að vera fyrsti raunverulegi möguleikinn í áratugi til að verða verulegt afl, verulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og ofurvald hans í íslenskri pólitík. Samfylkingin hefur það líka sér til ágætis að hafa upp á að bjóða forystumann sem enginn getur efast um að myndi vel valda því hlutverki að leiða ríkisstjórn á Íslandi – en Sjálfstæðisflokkurinn vill telja okkur trú um að erfiðara starf sé ekki til í heiminum og engum treystandi fyrir því nema Davíð. Ef hans nyti ekki við tæki bara við kollsteypa, gott ef ekki plágurnar tólf. Það má að vísu vera að Samfylkingin hafi verið full værukær í kosningabaráttunni og því tapað nokkru frumkvæði – en þetta eru nú samt þeir kostir sem hún hefur upp á að bjóða. Og væri vissulega í sjálfu sér mikið fagnaðarefni í íslenskri pólitík ef hér myndaðist slíkt afl til mótvægis við Sjálfstæðisflokkinn. Illugi Jökulsson Ísland í bítið, 6. maí 2003 Tækifærið er núna!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.