Morgunblaðið - 07.05.2003, Page 25

Morgunblaðið - 07.05.2003, Page 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 25 HEILBRIGÐISSTOFNUN Þingey- inga hefur á síðustu árum getað boðið upp á mjög góða þjónustu á sviði meltingarsjúkdóma. Bæði er starf- andi sérfræðingur með þetta sérsvið við stofnunina og eins hefur tækja- búnaður og öll aðstaða verið til fyr- irmyndar. Svo hefur verið frá því Styrktarfélag Sjúkrahúss Þingey- inga, með dyggum stuðningi bæjar- stjórnar Húsavíkur, gekkst fyrir því að koma henni upp á árinu 1998. Að sögn Friðfinns Hermannsson- ar, framkvæmdastjóra HÞ, hefur ver- ið mikil og góð nýting á þeim tækja- búnaði sem tengist þessari þjónustu. Í lok síðasta árs var ljóst að nauðsyn- legt væri að endurnýja hann, að miklu leyti, þar sem bæði væri þörf á nýjum maga- og ristilspeglunartækjum. Það var því auðséð að um mikla fjárfest- ingu yrði að ræða. Það er skemmst frá því að segja að ýmsir velunnarar HÞ voru tilbúnir að styðja þetta mál. Til að mynda Lionsklúbbur Húsavík- ur sem hélt mikla fjáröflunarsam- komu á Hótel Húsavík í samstarfi við Kveðanda, félag hagyrðinga í Þing- eyjarsýslum. Þingeyingar og aðrir gestir troðfylltu hótelið og skemmtu sér konunglega og söfnuðu í leiðinni 400.000 krónum, Lionsmenn bættu síðan sjálfir 100.000 krónum við og færðu því HÞ, ásamt Kveðanda 500.000 krónur. Kvenfélag Húsavíkur kom færandi hendi með 100.000 krón- ur til verkefnisins og Félag Soroptim- ista á Húsavík lét sömu upphæð af hendi rakna. Krabbameinsfélag S- Þingeyinga styrkti þetta einnig mjög myndarlega með því að leggja 1.000.000 króna til kaupa á ofan- greindum speglunartækjum. Styrkt- arfélag Sjúkrahúss Þingeyinga legg- ur málinu síðan lið með því að sjá um kaup á þessum tækjum og fá niður- felldan af þeim virðisaukaskatt. Allar þessar gjafir gera það að verkum að hægt er að kaupa tækin ásamt því að heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið veitti fé fyrir því sem upp á vantaði. „Þessar gjafir skipta stofnunina miklu máli, en ekki skiptir minna máli fyrir starfsmenn hennar að finna þann hlýhug og stuðning sem fylgir þessum góðu gjöfum. Slíkur stuðningur og sam- hugur er okkur ómetanlegur og herð- ir okkur í baráttunni fyrir öflugri heil- brigðisstofnun til hagsbóta fyrir alla Þingeyinga,“ sagði Friðfinnur að lok- um. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ásgeir Böðvarsson yfirlæknir og Guðlaug Sigmarsdóttir, deildarhjúkr- unarfræðingur á HÞ, ásamt Lionsmönnunum Árna Vilhjálmssyni t.v. og Birgi Þórðarsyni, á milli þeirra stendur Ósk Þorkelsdóttir frá Kveðanda. Heilbrigðisstofnun Þingey- inga fær rausnarlegar gjafir Húsavík SAMNINGUR um gerð sérstaks menningarvefjar ferðaþjónust- unnar var undirritaður af sam- gönguráðherra, Sturlu Böðv- arssyni, og forstöðumanni Snorrastofu, Bergi Þorgeirssyni, á Hótel Reykholti í vikunni. Snorrastofa mun byggja upp og reka þennan vef sem hefur þann tilgang að gera upplýsingar um menningararf þjóðarinnar og menningarviðburði á öllu landinu aðgengilegar innlendum og er- lendum ferðamönnum. Viðburðir verða með reglubundnum hætti skráðir og kynntir, og upplýs- ingum miðlað um bókmenntir og menningu landsins. Til viðbótar þessu mun vefurinn bjóða upp á flokkað safn krækja inn á aðra menningarvefi. Samgönguráðuneytið leggur til 3,5 milljónir á árinu samkvæmt samningi iðnaðarráðherra og samgönguráðherra um eflingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem undirritaður var á Ísafirði 14. apríl sl. En Ferðamálaráð mun, f.h. samgönguráðuneytis, veita faglega ráðgjöf um það hvernig menningarvefurinn megi koma íslenskri ferðaþjónustu að sem mestum notum. Fram kom hjá forstöðumanni Snorrastofu að vefurinn falli vel að markmiðum stofnunarinnar, sem bæði sinni miðaldafræðum og miðlun efnis til ferðamanna. Morgunblaðið/Sigríður Kristinsd. Samningur um menning- arvef ferða- þjónustunnar Reykholt Úrval-Úts‡n hefur nú teki› yfir sölu á Paraiso de Albufeira á Íslandi Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn í íbú› me› einu svefnherbergi og stofu í 2 vikur. 49.967 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na í íbú› me› svefnherb. og stofu í 2 vikur. 69.855 kr.* Tvær vikur á ver›i einnar í eftirtaldar fer›ir: Sérstakt kynningarver› á nokkrum íbú›um í 1, 2 e›a 3 vikur. 20. maí / 10. og 24. júní / 8. og 22. júlí / 5., 19. og 26. ágúst. Ver› frá Ver› frá Paraiso de Albufeira er 4ra stjörnu íbú›ahótel í göngufæri vi› Laugaveginn og íbú›ahótelin Paladim og Brisa Sol. Á hótelinu er veitingasta›ur, bar og gó› a›sta›a fyrir börn. Hótelgar›urinn er glæsilegur me› gó›ri sólba›sa›stö›u, sundlaug, barnalaug, veitingasta› og bar. Vel búnar íbú›ir taka 2 til 7 gesti og eru loftkældar me› eldhúsi, sjónvarpi og síma. Innifali›: Flug, gisting, flugvallarskattar og akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 10 76 05 /2 00 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.