Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SJÁVARÚTVEGSMÁLIN eru á fleygiferð í umræðunni og er það vel. Kjarni málsins er rétt að brjót- ast upp á yfirborðið. Of margir virðast þó þeirrar skoðunar, að þorskur veiddur á einum stað þýði að þá verði að minnka veiðar annars staðar sem hinu sama nemur; þetta hefur leitt fólk í blindgötu og aukið þá þoku, sem hvílir á auðlegð náttúrunnar. En nú er farið að bítast um fiskinn á landsvísu og heyrst hefur í tog- araútgerðum, að breytingar á veiði- stjórnun séu hættulegar og muni bitna á landsbyggðinni; þá færist nú skörin upp í bekkinn. Ætli það séu ekki smáútgerðir, sem helst eru til þess hæfar að styrkja dreif- býli? Víðast hvar um heiminn hafa fiskveiðar minnkað og einstakir stofnar hafa hrunið algjörlega; í Kanada gerðist það fyrir 11 árum og veiðibann hefur ríkt síðan og enga ljósglætu er enn að sjá. Engin leið er að skýra þetta allt nema með úrkynjun; vistkerfisbreytingar á botni og ætisþurrð koma að ein- hverju leyti til greina, en það er enn óljóst. Rannsóknir hafa sýnt sýnt að stærðarval fiska með net- veiðarfærum getur leitt til breyt- inga á eiginleikum. Ef þeir stærstu eru teknir úr hópi fiska og sá minni látinn æxlast innbyrðis, þá hefur komið í ljós að vöxtur minnkar sí- fellt og fiskurinn breytist í laginu; auk þess færist kynþroski til yngri fiska og minni; tilraunir hafa sýnt að náttúrulegur dauði getur þá orð- ið mjög mikill í hrygningu. Úrkynjun vex Fæstum blandast hugur um að þorskurinn er í vondu ástandi og ekki ríkir eindrægni um ástæður; kvótinn er langt undir helmingi þess sem áður var veitt. Fiskifræð- ingar tönnlast á skýringunni of- veiði, en það hugtak hefur ekki ver- ið skilgreint vel; segja má að það sér ruslakista, sem þekkingar- og fiskskortur er settur í. Ef lögð er sú merking í orðið, að tiltekinn veiðiskapur leiði til minnkaðrar veiði eða rentu, má segja að það eigi við. Þetta þarf ekki að vera gagnrýni á fræðinga; þeir þekkja ekki hvern kopp og kima. Nýlega mátti lesa frétt í Morg- unblaðinu um togararallið sem var í mars, að vísitalan virtist hafa hækkað um 9% frá í fyrra, en það væri innan skekkjumarka; holdafar þorsksins væri þó áhyggjuefni. Ekki er unnt að reikna út veiði- stofninn í heild fyrr en þunginn hefur verið reiknaður og netarall (apríl) tekið með, en vísitalan er í raun hausatala árganga í vorralli togara en ekki magn eftir aldri. Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð vísitalna í vorralli tog- ara 2001, 2002 og 2003 (gögn Hafró). Skv. honum er smávægileg aukning 4-ára og lélegs 5-ára fisks frá 2002 (svartstrikótt svæði); þessi aukning er væntanlega skýring hækkunar vísitölunnar; eitthvert smáræði er líka um fisk 6+ um- fram það sem var í fyrra. Á móti kemur að minna er nú um góðan 5- ára og 3-ára fisk (rauðstrikótt); ennfremur er nú nánast engan 2- ára fisk að finna; það er í samræmi við væntingar því 1-árs fiskur var mjög lélegur í fyrra. Ef þetta reyn- ist verða þá er vísitalan á næsta ári minni en nú og eftir tvö ár nánast hrun því þá verður enginn 4-ára fiskur; þetta er harkalegri mótsögn við það sem haft var eftir Ólafi Karvel Pálssyni í Mbl. 8.4. s.l., en þar spáði hann 900 þ. tonna veiði- stofni á næsta ári. Meginskýringu á hækkun vísitölu á milli 2002 og 2001 (bleikstrikótt) má sjá til hægri. Allar tölurnar eru þó innan skekkjumarka. Myndin sýnir skýrt að fjöldi fiska hrynur eftir að 5–6 ára aldri er náð (60 cm) og það eru vonbrigði að 5- ára árgangurinn frá í fyrra er nú að miklu leyti upp urinn. Hér verð- ur þeim grunsemdum, að nátt- úrulegur dauði aukist mjög þegar kynþroskaaldri er náð, illa móti mælt og ekki bara veiðum í núinu um að kenna. Í þessu ljósi má virða fyrir sér greiningu Kristins Péturs- sonar í sjónvarpi. Hann sagði meiri áhættu fólgna í að geyma fiskinn í sjónum nú heldur en að veiða hann (náttúrulegur dauði); þetta er gilt sjónarmið ef þess er gætt sér- staklega, að aukning veiða í kjölfar rallsins verði með krókum eða öðr- um veiðiskap, sem er ekki veljandi því í 4–6 ára fiskinum er að finna foreldra framtíðar; fisk sem verður seinna kynþroska en 5–6 ára. Togast um fiskinn Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri ræðir 13.4. við Morgunblaðið og varar við kúvendingu í veiði- stjórn og segir: „Kallar á ómældar hörmungar yfir landsbyggðina. Í raun hafa stjórnmálamenn á Íslandi ekkert leyfi til að íhuga slíkar að- gerðir og hvað þá framkvæma slík skemmdarverk á atvinnulífinu nú þegar komið er fram á 21. öldina.“ Í þessu felast margar þversagnir. Það er ekki toppurinn á tilverunni, og því síður tækninni, að stunda botnvörpuveiðar á ísfiski og ein- hæfa færibandavinnu á frystum fiskflökum og blokk. Auðvitað verða alla tíð einhverjar botnvörpu- veiðar á ísfiski, en það er meg- inháttar verkefni að breyta hlut- föllum í veiðiskap. Einmitt botnvarpa hefur víða leitt til „hörmunga“ af öðru tagi, fiskhruns. Hremmingar Þórólfs eru smámunir miðað við það sem gerst hefur um allt, hrun í þorski, ýsu, grálúðu, lýs- ingi, kola og ýmsum öðrum botn- fiski. Ástæðan er oftast sögð of- veiði, en er nánast örugglega vegna úrkynjunar að hluta og breytinga á eiginleikum. Einmitt dreifbýlisveiði með krókum og takmörkuðum net- um getur styrkt atvinnu í dreifbýli, ekki aukin verksmiðjuvinna í kaup- stöðum. Kapphlaup í stærð skipa, tæpu hráefni, blokkaframleiðslu og einhæfri færibandavinnu er nánast komið í þrot. Frysting er ekki úr sögunni heldur fremur stórfrysting, en veiðar smáskipa eru færastar til að auka fiskafla. Þorskur eða ekki þorskur Eftir Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. VEGNA þess að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur stjórnað mennta- málaráðuneyti mjög lengi hafa mörg brýn verkefni setið á hakanum. Eitt þeirra er að skapa nýtt tækifæri til náms fyrir þá sem ekki hafa lokið grunn- eða fram- haldsskólanámi. Ríkisvaldinu ber skylda til að skapa þeim, sem horfið hafa frá námi t.d. vegna takmarkaðrar þjónustu menntakerfisins eða persónulegra erfiðleika, nýtt tækifæri til náms. Jöfn tækifæri til náms alla ævi Nýtt tækifæri til náms á að byggj- ast á aðgengilegu grunn-, fram- halds- og/eða starfsnámi auk náms- tilboða fyrir þá sem vilja bæta við fyrri menntun eða hasla sér völl á nýjum sviðum. Þannig má jafna tækifæri til náms, stuðla markvisst að því að allir nýti tækifæri sín og virkja þann auð sem hvað mestu skiptir þ.e. mannauðinn. Mikil áhersla hefur verið lögð á símenntun undanfarin ár og margt gott verið gert í þeim efnum. Komið hefur í ljós að þeir sem minnsta menntun hafa nýta sér slík námstækifæri síður en aðrir. Nauðsynlegt er undir forystu rík- isvaldsins að samtök launafólks, at- vinnulífs og sveitarfélaga taki hönd- um saman um þjóðarátak í menntun þeirra sem ekki hafa lokið námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Þannig má hækka menntunarstig þjóðarinnar, skapa nýtt tækifæri til náms og auðvelda fólki að taka aftur upp þráðinn í námi þar sem frá var horfið. Átakið á að taka mið af þörf- um þeirra sem minnsta menntun hafa og skapa þeim aðgengileg tæki- færi til náms. Þarfir einstaklinga þurfa að hafa forgang, námstilboð þurfa að vera opnari og sveigjanlegri en verið hef- ur hingað til og fjölbreytni þarf að vera meiri. Tengja þarf saman nám og vinnustaði, taka fullt tillit til þeirrar reynslu sem einstaklingar hafa aflað sér utan hins hefðbundna skólakerfis og meta hana sem hluta af námi. Slíkt er bæði hvatning til að bæta við þekkingu og til að nýta sér ný námstækifæri. Þá þarf átakið að tryggja að einstaklingarnir hverfi ekki af vinnumarkaði þótt þeir afli sér viðbótarmenntunar. Náms- og starfsráðgjöf Mikilvægt er að allir eigi kost á raunverulegri náms- og starfs- ráðgjöf, en nú hefur sá hópur sem hér er fjallað um nánast engan að- gang að ráðgjöf. Ráðgjöfin þarf að felast í hvatningu og stuðningi til náms og mati á þörfum fólks. Enn fremur þarf að veita fólki upplýs- ingar um námsframboð og leiðbein- ingar um vinnubrögð í námi. Byggja þarf upp ráðgjöf sem snið- in verði að þörfum þeirra sem ekki hafa lokið formlegri menntun. Venj- an er sú að meta fólk út frá formlegu námi en á tímum símenntunar, þeg- ar fólk aflar sér þekkingar eftir ýms- um leiðum bæði formlega og óform- lega, er afar brýnt að öll þekking og reynsla verði metin á viðeigandi hátt. Þetta er eitt þeirra fjölmörgu mik- ilvægu verkefna sem bíða nýrra stjórnenda í menntamálaráðuneyt- inu. Nýtt tækifæri til náms Eftir Einar Má Sigurðarson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. ÞEGAR ég hóf laganám haustið 1997, beint eftir stúdentspróf, var ég hvorki viss um hvort þetta væri það nám sem ég vildi stunda, né hafði ég trú á að ég yrði ein af þeim fáu sem næðu hinni almennu lög- fræði. Lagði ég mig því engan veginn nægilega fram. Haustið eftir vissi ég fyrir víst að ég vildi læra lögfræði og hafði fulla trú á að ég gæti náð prófinu og lærði því að krafti. Árangurinn skilaði sér og náði ég prófinu með glæsibrag. Það er nefnilega lykillinn að velgengni að vita hvað maður vill, hafa trú á sjálfum sér og ætla sér að ná langt. Að segja við sjálfan sig ég vil, get, ætla og skal. Mikið er talað um jafnrétti kynjanna þessa dag- ana. Það er alveg ljóst að ánægjan af að ná hinni al- mennu lögfræði hefði engan veginn verið sú sama ef ég hefði náð prófinu en strákur með sömu einkunn og ég hefði ekki fengið að fara upp á annað ár, af því að hann er strákur. Jafnrétti snýst ekki um að mismuna fólki eftir kynferði, það snýst um að veita fólki jafnan að- gang. Því eiga stjórnmálamenn að leggja áherslu á að til að mynda einstæðir foreldrar, fatlaðir og fátækir hafi jafnan rétt til náms og starfa og aðrir. Konur eiga engan veginn að óttast það að verða undir í þjóðfélaginu. Konur hafa menntað sig í ríkara mæli en áður og eru hæfar til að takast á við hvaða verkefni sem er. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur gefið sig út fyrir að vera eina von kvenna. Það verð- ur að teljast móðgun við konur að hlýða á hróp Ingibjargar Sólrúnar. Ætlar hún með nokkrum pennastrikum að koma konum til valda? Hef- ur hún ekki meiri trú á íslensku kvenþjóðinni? Við konur þurfum ein- göngu að vita hvað við viljum, hafa trú á okkur sjálfum og ætla okkur að ná langt og þannig, án aðstoðar Ingibjargar, eru okkur allir vegir færir. Móðgun við konur Eftir Sigþrúði Ármann Höfundur er laganemi í HÍ. INNAN nokkurra daga göngum við til Alþingiskosninga. Í þessum kosningum verður kosið um hvort núverandi stjórn- arflokkar starfa áfram eða ekki. Við sem erum komin yfir sextugt vitum hvernig kjör okkar hafa versnað undir stjórn núverandi stjórn- arherra. Við viljum breytingu, við þurfum að efla Sam- fylkinguna til áhrifa á öllum sviðum, ekki síst til að bæta kjör okkar sem komin erum á efri þroskaaldur, eins ég vil gjarnan segja. Við þurfum að huga að efl- ingu hjúkrunarrýmis fyrir eldra fólk, við þurfum að lækka skatta á eftirlaun, við þurfum að efla heima- hjúkrun. Við þurfum að efla húsnæðiskerfið í þágu eldri borgara; menn geti minnkað við sig, nægt framboð sé af húsnæði fyrir eldri borgara, hvort sem er eignarhúsnæði eða leiguhúsnæði. Lyfjakostnaður hefur stórhækkað, skattar hafa hækkað almennt, við þurfum að tryggja að eldra fólk geti sem lengst haldið heimili sjálft. Til að þessum markmiðum sé náð þarf að tryggja að Samfylkingin fá sem besta niðurstöðu í Alþingiskosningunum 10. maí n.k. Setjum X við S 10. maí. Við viljum breytingu Eftir Jón Kr. Óskarsson Höfundur skipar 7. sæti á lista Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi. ÞAÐ þarf ekki að koma neinum á óvart að andstæðingar Samfylk- ingarinnar standi fast saman og hamri á því að allt fari í ógöngur ef hún nær þeirri stöðu að annað reynist ómögulegt en að veita henni umboð til stjórn- armyndunar að loknum kosningum. Samt verð ég að viðurkenna að það kemur mér á óvart að áróðurinn virðist hafa áhrif, ef marka má skoðanakann- anir í byrjun kosningavikunnar. Ég velti fyrir mér hvað veldur. Er það virkilega vilji meirihluta kjósenda að ríkisstjórnin haldi velli? Við búum í allsnægtaþjóðfélagi, samt sem áður eru sumir mjög fá- tækir. Við borgum ekki mjög háa skatta í samanburði við nágranna- þjóðir, samt sem áður borga þeir sem lægstar hafa tekjur háa skatta og þeir sem eru að færast úr lágum tekjum í miðlungstekjur, eiga börn og eru að kaupa íbúð borga him- inháa skatta. Við eigum gjöful fiskimið, samt sem áður er það að- eins brot þjóðarinnar sem hirðir af þeim arðinn. „Ríkisstjórn stöðugleikans“ eins og þeir vilja kalla sig ber ábyrgð á því að hlutum er þannig komið. En ríkisstjórnin ber ekki ábyrgð á alls- nægtunum, það gerum við fólkið í landinu sem vinnum og þeir sem reka fyrirtækin. Fyrirtækin vinna nú við betri aðstæður en áður, það er ekki ríkisstjórninni að þakka, það er EES-samningnum að þakka. Þessi ríkisstjórn gerði ekki þann samning, sumir í henni eru ekki einu sinni mjög hrifnir af Evrópu- samstarfinu en sitja samt uppi með það. „Ríkisstjórn stöðugleikans“ vill hins vegar ekki viðurkenna að það sé fátækt í landinu og gerir því ekkert til að uppræta hana. „Rík- isstjórn stöðugleikans“ ber ábyrgð á því að við borgum nú hærri skatta en við gerðum þegar hún tók við og hún ber líka ábyrgð á því að skattar á lægstu tekjur eru alltof háir og að ungt fólk lendir í óþolandi skattagildru. „Ríkisstjórn stöðugleikans“ gaf okkur ekki gjöf- ul fiskimið, það gerði náttúran eða sá sem öllu ræður, ríkisstjórnin gaf okkur ekki heldur kvótakerfið sem fiskveiðistjórnunartæki, en hún ber ábyrgð á því að það kerfi hefur verið skrumskælt á þann veg að örfáir Íslendingar eru nú orðnir auðugir af þeirri gráðu sem við höfum ekki áður þekkt. „Rík- isstjórn stöðugleikans“ ber líka ábyrgð á því að reyna að telja fólk- inu í landinu trú um að niðurstaða auðlindanefndarinnar, sem átti að ná sátt í þessum efnum, hafi verið einhvers virði. Ef kjósendur ákveða ekki nú í vikulok að breyta til þá mun rík- isstjórnin ríkja stöðug áfram, hinir ríku verða stöðugt ríkari og þeir fátæku stöðugt fátækari, stöðug átakapólitík verður rekin, fólki og fyrirtækjum verður stöðugt skipt í lið eftir því sem valdhöfunum þókn- ast, fólk sem ekki hefur réttar skoðanir verður stöðugt kallað á teppið. Við blasir tækifæri til að láta nýja vinda blása. Við blasir að þjóðin getur fengið til starfa fyrir sig fólk sem veit að þeirra hlutverk er að þjóna okkur en ekki við þeim. Við blasir tími þar sem áhersla verður lögð ásamráð og samvinnu, að ná samkomulagi með orðræðu í stað þess aðhunsa allar skoðanir nema sínar eigin. Til að þessi tækifæri verði að raunveruleika þarf Samfylkingin að verða nógu sterk til að hún hafi ótvírætt umboð til stjórnarmynd- unar. Þá fengjum forystu sem væri óhrædd við að neita Kínaforseta um að fela okkur og falun-gong þegar hann er í heimsókn og Bandaríkjaforseta um stuðning þegar hann ræðst á Írak. Ríkisstjórn stöðugleikans Eftir Valgerði Bjarnadóttur Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.