Morgunblaðið - 07.05.2003, Page 41

Morgunblaðið - 07.05.2003, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 41 Þeir urðu í efstu sætunum á Íslandsmótinu í tvímenningi. Talið frá vinstri: Þorlákur Jónsson, Ásmundur Pálsson, Sigurbjörn Haraldsson, Anton Haraldsson, Guðmundur Páll Arnarson og Jón Baldursson. Anton og Sigurbjörn Har- aldssynir Íslandsmeistarar Bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir sigruðu í 40 para úr- slitakeppni um Íslandsmeistaratitil- inn sem fram fór í húsi Bridssam- bandsins um helgina. Þeir bræður komust í efsta sætið í 22. umferð og þaðan varð þeim ekki þokað þrátt fyrir góðan vilja and- stæðinganna. Lokastaða efstu para varð annars þessi: Anton – Sigurbjörn 431 Ásmundur Pálss. – Guðm. Páll Arnarson 352 Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 275 Eiríkur Hjaltason – Hjalti Elíasson 239 Bjarni Einarsson – Þröstur Ingimarss. 216 Daníel Már Sigss. – Heiðar Sigurjónss. 210 Hermann Friðrikss. – Runólfur Jónsson 189 Félag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 29. apríl var spilaður Mitch- ell-tvímenningur hjá bridsfélagi eldri borg- ara í Hafnarfirði. Meðalskor var 168. Norður/suður-riðill Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 204 Jón Pálmason – Ólafur Ingimundarson 188 Hans Linnet – Bjarnar Ingimarsson 181 Austur/vestur-riðill Friðrik Hermannss. – Ólafur Gíslason 216 Sverrir Gunnarsson – Sigurður Hallgr. 200 Árni Bjarnason – Þorvarður S. Guðm. 181 Árleg árshátíð bridsspilakvenna Nú er komið að því og í þetta skipti í Kópvoginum. Eins og ákveðið var á síðustu árshátíð í Keflavík sjá brids- konur í Kópavogi um árshátíðina í ár. Hún verður haldin 17. maí nk. í Gler- salnum í Salahverfi í Kópavogi. (Uppi í Nettóhúsinu, Salavegi 2.) Hátíðin hefst kl. 11.30 f.h. með sameiginlegum hádegisverði og síð- an tekur við létt spilamennska fram eftir degi með fjölda verðlauna. Allar spilakonur eru hjartanlega velkomn- ar en vegna skipulags er nauðsyn- legt að þær konur sem ætla að mæta tilkynni sig. Hægt er að tilkynna sig í eftirfarandi síma: Elín Jóhannsd., s. 899-4227, Esther Jakobsd., s. 564-2496, Freyja Sveinsd., s. 569-3752 og Hertha Þorsteinsd., s. 822-7053. Bikarkeppni Bridssam- bandsins – skráning hafin Bikarkeppnin verður með hefð- bundnum hætti í ár. Hægt er að skrá sig í bikarinn til sunnudagsins 25. maí kl. 14.00 og dregið verður í 1. umferð sama dag. Fyrirliðum er bent á að við skráningu verður að til- kynna sérstaklega ef sveit á rétt á að sitja yfir í 1. umferð. Keppnisgjald er kr. 4.000 fyrir hverja umferð. Skrán- ing www.bridge.is eða s. 587 9360. Síðasti spiladagur hverrar um- ferðar: 1. umf. sunnudagur 22. júní 2. umf. sunnudagur 20. júlí 3. umf. sunnudagur 17. ágúst 4. umf. sunnudagur 14. sept. Undanúrslit og úrslit verða spiluð 27. og 28. sept. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13–16.30. Handavinna, spilað, föndr- að. Gestur frá Kirkjukór. Bílaþjónusta í símum 553 8500, 553 0448 og 864 1448. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Krakka- klúbbar í safnaðarheimilinu: 9–10 ára börn kl. 16–17 og 11–12 ára kl. 17.30– 18.50. www.domkirkjan.is. Grensáskirkja. Samvera aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10– 12. Fræðsla: Samskipti við börn fyrstu æviárin og málþroski þeirra. Guðrún Bjarnadóttir sálfræðingur. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð. Allir velkomnir. Kl. 12.30 súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borgara. Fjölbreytt dagskrá. Söngstund, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffi- sopi o.fl. Þeir sem ekki komast af sjálfs- dáðum eru sóttir. Hafið samband við kirkjuvörð í síma 520 1300. Laugarneskirkja. Kl. 10.30 gönguhópur- inn Sólarmegin alla mið. og föst. kl. 10.30. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 14.10. Síðasti fundur starfsársins. (Sjá síðu 650 í Textavarpinu.) Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Barnaheill – velferð og réttindi barna. Um- sjón Kristín Jónasdóttir framkvæmda- stjóri. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíufræðsla kl. 17. Rætt verður um Hriðisbréfin. Umsjón sr. Frank M. Hall- dórsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Fríkirkjan í Reykjavík. Alfa–námskeið í safnaðarheimilinu kl. 20. Kyrrðar- og bænastund í kapellu safnaðarins í safn- aðarheimilinu, Laufásvegi 13, 2. hæð, kl. 12. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir og íhugun. Kl. 13–16 opið hús. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Braga- son. Allir velkomnir. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12 spora námskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn- um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn- um TTT á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfund- ur fyrir unglinga 14–15 ára kl. 20. Bibl- íulestraröð Seljakirkju kl. 19.30 annan hvern miðvikudag. Næsti lestur er 7. maí. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt- umst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borg- ara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hitt- ast, spjalla saman, spila og njóta góðra veitinga. Verð velkomin. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 fundur og kaffi fyrir atvinnulausa í safn- aðarheimili Landakirkju. Vilborg Þorsteins- dóttir fjallar um styrki sem konum með góðar hugmyndir standa til boða frá Jó- hönnu/Pálssjóði. Kl. 20 opið hús í KFUM&K fyrir æskulýðsfélagið. Hulda Lín- ey Magnúsdóttir og leiðtogarnir. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð, frá kl. 10–12. Umsjón hafa Arndís L. Bern- harðsdóttir og Þuríður D. Hjaltadóttir. AA- fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu í dag kl. 10.30 í umsjá Jónínu, Kötlu og Petrínu. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Fjáröflunarsamkoma hjá Kristniboðsflokki KFUK í kvöld kl. 20. Ræðumaður sr. Frank M. Halldórsson. Sönghópur, happdrætti. Kökusala eftir samkomuna. Allir velkomn- ir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10– 12. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börnin. Safnaðarstarf NÚ höldum við okkar síðustu sam- veru á þessum vetri, eldri borgarar í Laugarneskirkju. Að þessu sinni mun hópur ferm- ingarstúlkna, sem allar eru nem- endur í Laugalækjarskóla, syngja og sýna dans. Þá munu átta konur úr Kvöldvökukórnum syngja nokkur lög auk þess sem konur úr hópnum munu flytja lítinn söngleik. Verður gaman að njóta þessara atriða allra og svo bíða okkar kaffi- veitingar í umsjá kirkjuvarðar og þjónustuhóps kirkjunnar, en sókn- arpresturinn mun stýra samverunni. Samvera eldri borgara í Laug- arneskirkju Morgunblaðið/Brynjar GautiLaugarneskirkja KIRKJUSTARF S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.