Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10. B.i.14 ára. VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA! SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi, Michael Caine í stórbrotinni kvikmynd sem byggð er á sígildri skáldsögu Graham Greene. Michael Caine var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Stevie Sýnd kl. 6  1/2 SV MBL  SG DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.  1/2 Roger Ebert Sýning til styrktar Umhyggju hefst kl. 20 Miðasala opnar kl. 13. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16.   Kvikmyndir.is kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i.14. / kl. 5.50, 8 og 10.10. b.I. 14. / kl. 8 og 10. B.i. 14. / kl. 10. B.i. 14. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12 ára.   JÁTVARÐUR prins, yngsti sonur Elísabetar Englandsdrottningar, og kona hans, Sophie Rhys-Jones, eiga von á fyrsta barni sínu að því er kemur fram í tilkynningu, sem Buckinghamhöll sendi frá sér í gær. Er von á barninu í desember. „Drottningin og hertoginn af Ed- inborg (Filippus prins), og meðlimir fjölskyldnanna beggja, eru himin- lifandi yfir þessum fréttum,“ segir í tilkynningunni. Talsmaður greifynjunnar af Wessex, en þann titil ber Sophie, sagði að þau hjónin væru afar glöð og eftirvæntingarfull. Sophie, sem er 38 ára, hefur gengist undir glasafrjóvgunarmeðferð. Sophie fékk utanlegsfóstur fyrir tveimur árum og var hún flutt í skyndingu á sjúkrahús þar sem gerð var á henni aðgerð. Elísabet drottning á sex barna- börn en Karl Bretaprins, Anna prinsessa og Andrés prins eiga tvö börn hvert. Fjölgun í bresku konungsfjölskyldunni AP Játvarður og Sofffía eiga von á barni TÓNLIST er aldrei langt undan í verkum Nicks Hornbys, sjá til að mynda High Fidelity, og því kemur ekki á óvart í sjálfu sér að hann skrifi bók eins og þá sem hér er gerð að umtals- efni, 31 songs, sem segir frá 31 lagi sem Hornby hefur mikið dálæti á og/eða hefur skipt hann miklu í lífinu. Í inngangi að bókinni segist Hornby ekki ætla að segja frá lögunum í ævisögulegu sam- hengi heldur að draga fram það sem hann telur að geri viðkomandi lag ein- stakt eða í það minnsta svo sérstakt að það standi undir kafla í bókinni. Það gengur þó ekki alltaf eftir, því sum tónlist hefur skírskotun í æsku hans, eins og gengur, og önnur teng- ist einhverfum syni hans svo dæmi séu tekin. Tónlistarval Hornbys kemur ekki svo mjög á óvart; það er löngu ljóst að hann er forpokaður í tónlistarsmekk sínum, fastur í ákveðnum tíma/ stemmningu eins og obbinn af tónlist- aráhugamönnum, og þótt hann sé á köflum að hampa því sem hann segir nýja tónlist þá er það jafnan ný tónlist sem hljómar eins og það sem hann hreifst af í þá daga. Lögin sem Hornby velur eru meðal annars með Teenage Fanclub, Bítl- unum, Bob Dylan, Patti Smith, Greg Isaacs (barnalag), Bruce Spring- steen, Santana, Led Zeppelin, Rod Stewart, Van Morrison, Badly Drawn Boy (nema hvað, hann samdi nú einu sinni tónlistina við About a Boy), J Geils Band (svo!), Ani DiFranco, Aim- ee Mann, Ben Folds Five, The Bible, Butch Hancock og Marce LaCouture; allt vel þekktir listamenn nema kannski tveir þeir síðustu – Butch Hancock er nýkántrýsöngvari og Marce LaCouture cajunsöngkona. Fátt í þessu vali kemur á óvart og ekki heldur það sem hann velur ný- stárlegra, til að mynda Röyksopp sem er meinlaus danstónlist fyrir mið- aldra, The Avalanches, sem er einmitt eitthvað fyrir tónlistargrúskara, og Radio Soulvax-mixið af No Fun/Push it; líka nokkuð fyrir grúskara. Allir þekkja einhvern sem er sífellt að reyna að fá fólk til að hlusta: „hlustaðu á þetta“, „þetta er frá- bært“, „heyrirðu snilldina“; gott og blessað og alltaf gaman að heyra eitt- hvað nýtt, en á móti er alltaf jafn leið- inlegt að heyra eitthvað gamalt og þurfa að auki að hlusta á leiðinlegar sögur um viðkomandi lag. Eitt er að Nick Hornby hafi leiðinlegan tónlist- arsmekk og annað að hann skuli vera svo leiðinlegur þegar hann er að segja frá sjálfum sér. Gömul og gamaldags tónlist 31 Songs, bók eftir Nick Hornby. Viking / Penguin gefur út 2003. 195 síður innb. Kostar 2.395 í Máli og menningu. Erlendar bækur Árni Matthíasson HÆGLÁTI Ameríkumaðuinn er gerð eftir skáldsögu sem Graham Greene skrifaði árið 1955. Hún ger- ist árið 1952 þegar kommúnistar og Frakkar, sem enn álitu Indókína sína nýlendu, rifust um Víetnam. Í kvikmyndaaðlögun Mankiewicz frá árinu 1958 er Kaninn víst gerður að góða gæjanum, en í þess- ari útgáfu Noyce er farið eftir bók- inni og utanríkisstefna Bandaríkja- manna er gagnrýnd, og það svo harkalega, að ekki var víst þorandi að frumsýna hana fyrr en löngu eft- ir 11. september. En það er einmitt markverðast í myndinni og vekur hjá manni áhuga á að fræðast meira um þetta tímabil og hvert var í raun upphafið að Ví- etnamstríðinu sem svo mikið hefur verið kvikmyndað og fjallað um. Hér segir sem sagt frá blaða- manninum Thomas Fowler, eldri Breta leiknum af Michael Caine, sem hefur komið sér þægilega fyrir í Víetnam. Þar lifir hann letilífi ásamt ungri og fallegri ástkonu sinni Phuong. En hreyfing kemst á letilífið þegar ungur og hæglátur Ameríkumaður kemur inn í það. Brendan Fraser leikur Pyle, barns- lega einlægan mann sem vill láta gott af sér leiða og bjarga fólki í þriðja heiminum. Þegar hann ógnar Fowler með að falla fyrir Phuong, og Fowler er beðinn um að koma heim til Englands, fer Fowler loks af stað að leita uppi fréttir og fer þá að gruna Pyle um að vera ekki allur þar sem hann er séður. Stemmningin í myndinni er áhugaverð og hvernig tekið er á ýmsum siðgæðisspurningum þegar barist er um hjarta og landsvæði fólks á fjarlægum slóðum. Hægláti Ameríkumaðurinn er ósköp klass- ísk stríðsástarsaga, þar sem Phoung verður á athyglisverðan hátt samlíking eða tákn fyrir landið sitt. Caine smellpassar í hlutverk sitt sem heimsmaðurinn afslappaði sem lítið pælir í tilfinningum sínum þar til þeim er ógnað. Fraser er líka fínn sem Pyle, alla vegana til að byrja með, eða þar til sakleysis- gríman fer að renna af honum. En mitt í öllum þessum ágætis- og merkilegheitum tókst mér að láta mér leiðast. Útlit myndarinnar var mér mikil vonbrigði, og langar stundir fóru í að velta fyrir mér „augljósri“ lýsingunni og greini- legum tökuverum. Hvernig gat Chritopher Doyle, tökumaður einn- ar flottustu myndar seinustu ára In the Mood for Love, eiginlega gert mér þetta? Mér fannst myndin líka of hæg, dempuð og eiginlega flöt. Þetta er saga af ástríðum, líkamlegum og vitsmunalegum, en því miður var þeim ekki fyrir að fara í þessari settlegu mynd. Ég skildi ekki að styrinn stóð um Phuong. Þótt vissu- lega væri hún fögur á að líta, fannst mér hún ekki hafa mikið aðdrátt- arafl. Heldur fannst mér ekki sjást á þeim félögum að þeir væru sér- lega ástfangnir af henni. Og ef þeir voru það, hvar var þá spennan á milli þeirra? Jafnvel þótt einn sé Breti og hinn „hæglátur“ þá hafa þeir tilfinningar og vita hvað þeir vilja og fyrir því vil ég finna. Áhugaverð ástríðuleysa KVIKMYNDIR Háskólabíó og Sambíóin Álfabakka Leikstjórn: Philip Noyce. Handrit: Christ- opher Hampton og Robert Schenkkan eftir samnefndri skáldsögu Graham Greene. Kvikmyndataka: Aðalhlutverk: Michael Caine, Brendan Fraser, Do Thi Hai Yen, Rade Serbedzija, Tzi Ma og Ro- bert Stanton. 101 mín. BNA/Þýs./Ástr. Miramax Films 2002. HÆGLÁTI AMERÍKUMAÐURINN/THE QUIET AMERICAN  Pyle og Fowler á átakastundu. Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.