Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í AFGREIÐSLUNNI grípur stúlkan til Örþrifaráða, bókar úr Rauðu seríunni. Annars er allt með kyrrum kjörum. – Hvað varð um fiskabúrið, spyr blaðamaður mann sem er að hlaupa aftur út í stressið. – Komstu hingað síðast í gagnfræðaskóla? svarar hann og brosir. Lætur nærri. Þá voru krakkarnir óskaplega heillaðir af stóru og miklu fiskabúri við innganginn að Vesturbæjarlauginni – heilli furðuver- öld. Nú er búið að sleppa fiskunum eins og Keikó. En þó fiskarnir svamli ekki lengur í fiskabúrinu, þá svamlar fólkið ennþá í lauginni og breiðir úr sér í heitu pottunum. Það nýtur kvöldsólarinnar og segir fátt. Langur vinnudagur er að baki. Unga konan við hliðina á blaðamanni er voðalega ánægð með nýja heilsuræktarátakið. Þetta er reyndar fyrsta sundferðin, en hún er búin að kaupa sér árskort. Fyrir Íslendingum jafnast það á við ábyrgð- arskírteini að reglulegri heilsurækt. Og nánast aukaatriði að mæta. Hópur af skólastúlkum stendur upp úr heita pottinum og gengur að kvennaklefanum. Þegar sú síðasta fer úr pottinum snúa strákarnir sér við og mæna á eftir þeim. Blaðamaður ákveður að skella sér aðeins í gufuna. Hann gengur inn og hlammar sér makindalega á stólinn. – Æ, hvað þetta er gott. Svo lítur hann á manninn við hliðina á sér og segir: – En það er nú ekkert voðalega heitt hérna. Maðurinn brosir og blaðamaður áttar sig á því að hann er ekki kominn lengra en í anddyri gufunnar. Í gufunni er heitt. Og stórhættulegt að lenda í sam- ræðum. Blaðamaður er svo vitlaus að láta það henda sig. Og kemst að því í miðri sögu sessunautarins að hann eigi eftir að stikna úr hita komist hann ekki út úr gufunni. Sögumaðurinn er hinsvegar í essinu sínu. Og jafnvel stystu setningar ætla aldrei að klárast. Nokkru síðar kemst blaðamaður að því að lítill drykkjar- brunnur fyrir utan gufuna er þar ekki fyrir tilviljun; hann er fyrsta hjálp. Gestirnir eru kallaðir upp úr lauginni klukkan tíu. Eins og kallað var upp úr skólasundinu í gamla daga. Og skóladrengirnir þurrkuðu sér á upphækkuðum palli í karlaklefanum. Margar hildir voru háðar um að halda sínum sessi á pallinum, án þess að nokkur leiddi hugann að því hvort betra væri að þurrka sér hátt uppi. Stemmningin er allt önnur á morgnana en á kvöldin. Á morgnana eru menn nývaknaðir og upplagðir fyrir átök dagsins. Þess gætir í samræð- unum í heita pottinum, auk þess sem myndast hafa hópar fastagesta sem þekkjast vel og taka smá skens ekki nærri sér. Þess vegna ákveður blaðamaður að skella sér líka í sund í býtið morguninn eftir. Það rennur sundlaugarvatn um æðarnar á Íslendingum. Í það minnsta á manninum í sturtunni. Hann dásamar sundlaugarnar á Ís- landi og líkir þeim við rauðvínið í Frakklandi og krárnar í Bretlandi. Svo flýtir hann sér í pottana. Hann er með seinni skipunum og vill ekki fyrir nokkra muni missa af öllum körlunum og kerlingunum. Ekki þegar kosningar eru í nánd. Sundið má bíða. Í pottinum er þröngt um manninn og orðið dettur sjaldan dautt niður. – Sáuð þið hvað Ingibjörg Sólrún var glæsileg í auglýsingunni, segir einn. Hún var í hvítu og veggirnir hvítir – allt hvítt. – Nema sálin, skýtur annar inn í. Ein kvennanna ýjar að því að við búum við einræði á Íslandi. Og er greinilega að vísa til valdatíðar Davíðs Oddssonar. – Ég held við séum bara sljó fyrir því, segir hún. – Hefurðu einhvern tíma komið í einræðisríki? er hún spurð. – Nei, svarar hún. – Þá væri búið að loka þig inni núna. Þannig ganga orðahnippingarnar fyrir sig, þar til einn pottverja segir: – Æ, hættið nú, ég er kominn með í herðarnar. Blaðamaður er hinsvegar kominn með rúsínuhendur. Sem lítil dóttir hans uppgötvaði í fyrsta skipti í baðinu í síðustu viku. Henni krossbrá. Hún lyfti höndum og sagði lengi á eftir með grátstafinn í kverkunum: – Mamma – þurrka. Mamma – þurrka. Morgunblaðið/Arnaldur Sund í sólarlaginu SKISSA Pétur Blöndal fór í Vesturbæjar- laugina HANDVERKSTÆÐIÐ Ásgarður sem er verndaður vinnustaður fyrir þroskahefta flutti í nýtt hús- næði í Álafosskvosinni í Mos- fellsbæ á föstudag. Rekstur Ásgarðs hefur verið á hrakhólum síðan húsnæði þess í Lækjarbotnalandi í Kópavogi brann í desember 2001 en síðan þá hefur starfsemin verið í hús- næði á gamla Kópavogshælinu. „Við erum ánægð með húsið og starfsmenn allir spenntir og glað- ir,“ segir Þór Ingi Daníelsson, forstöðumaður Ásgarðs, og bætir við að allir taki þátt í að skipu- leggja nýja vinnustaðinn. Ásgarður hefur verið starf- ræktur frá 1993 og þar vinna nú 20 þroskaheftir starfsmenn. Eft- irspurn eftir starfi þar er tölu- verð, að sögn Þórs. Aðal- framleiðslan er tréleikföng sem m.a. eru seld á leikskóla. „Við reynum að hafa leikföngin úr ís- lenskum veruleika, þau tengjast gjarnan sjávar- og bændalífi.“ Líflegt og skemmtilegt Óskar Albertsson hefur unnið í Ásgarði í tíu ár og Birgir Örn Björnsson í fjögur. Þeim líkar báðum afar vel í vinnunni þar sem þeir smíða leikföng. „Þetta er svo líflegt og skemmtilegt hérna,“ segir Óskar og bætir við að gott sé að vera kominn í nýtt hús. Þeir segja að nú taki við mikil vinna áður en sumarfrí hefjast en þá ætla starfsmenn- irnir saman til Svíþjóðar þar sem þeir munu sýna leikritið Draum á jónsmessunótt. Birgir segir vinn- una eiga hug sinn allan en Óskar hefur önnur áhugamál, hefur t.d. gefið út ljóðabók. En um hvað yrkir hann? „Bara…sólina, vorið, fuglasöng, ástina og lífið,“ svarar hann. Báðir hafa fylgst grannt með kosningaumræðunni og ætluðu að fylgjast með fram á nótt þar til síðustu tölur liggja fyrir. Ásgarður flytur í nýtt húsnæði í Mosfellsbæ Framleiða leikföng úr íslenskum veruleika Morgunblaðið/Kristinn Starfsmenn Ásgarðs við nýja húsið með sýnishorn af framleiðslunni. LANDSVIRKJUN hefur lagt fram skýrslu til Skipulagsstofnunar sem inniheldur tillögu að matsáætlun fyrir Bjarnarflagsvirkjun í Mý- vatnssveit í S-Þingeyjarsýslu og Bjarnarflagslínu 1, 132 kV há- spennulínu milli Bjarnarflagsstöðv- ar og Kröfluvirkjunar. Ráðgerir Landsvirkjun að reisa 90 MW jarð- varmavirkjun í Bjarnarflagi þar sem hver áfangi yrði af stærðinni 20–40 MW. Samkvæmt tillögunni er þessum framkvæmdum ætlað að mæta aukinni raforkuþörf á al- mennum markaði og vegna áforma um aukna sölu á raforku til stóriðju á næstu árum. Vinna við mat á umhverfisáhrif- um fyrirhugaðrar Bjarnar- flagsvirkjunar og Bjarnarflagslínu 1 er unnin samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000. Stuðst er við fyrri matsskýrslu frá árinu 2000 sem unnin var sam- kvæmt eldri lögum um mat á um- hverfisáhrifum. Þá var miðað við 40 MW jarðvarmavirkjun í Bjarnar- flagi. Skipulagsstjóri ríkisins úr- skurðaði framkvæmdirnar í frekara mat með úrskurði sínum í júní árið 2000 og segist Landsvirkjun ætla að hafa úrskurðarorðin til hliðsjónar í þessari matsvinnu. Ákvarðanir um áfangastækkanir virkjunarinnar ráðast af viðbrögð- um jarðhitakerfisins við orkuvinnsl- unni og áhrifum fyrri áfanga á um- hverfið, að því er segir í skýrslunni. Orkugeta hvers áfanga er áætluð 160–320 gígavattstundir á ári sem samsvarar 8.100 klukkustunda rekstrartíma á fullu afli. Háspennulínan er lögð til að tengja virkjunina raforkuflutnings- kerfi Landsvirkjunar. Mismunandi útfærslur eru á legu línunnar og verða þær bornar saman í mats- skýrslu. Er talið líklegt að línan verði að hluta loftlína og að hluta jarðstrengur. Þá verða í mats- skýrslu skoðaðir þrír staðir fyrir stöðvarhús og önnur mannvirki í grennd við Kísiliðjuna í Mývatns- sveit, sem á meðfylgjandi korti eru merktir sem kostir A, B og C. Úrskurður í haust Framkvæmdir í Bjarnarflagi eru háðar leyfi frá nokkrum aðilum, þ.e. iðnaðarráðherra, sveitarstjórn og heilbrigðisnefnd Skútustaðahrepps og Umhverfisstofnunar, en tillögu að matsáætlun er hægt að kynna sér nánar á vefsíðu Landsvirkjunar. Gert er ráð fyrir að drög að mats- skýrslu fari til Skipulagsstofnunar í sumar og að úrskurður stofnunar- innar liggi fyrir í lok október næst- komandi. Tillaga komin að matsáætlun fyrir Bjarnarflagsvirkjun Áform um 90 MW jarð- varmavirkjun í áföngum                TENGLAR ..................................................... www.lv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.