Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR eru eflaust margir semminnast rúgbrauðslyktar-innar, sem fyllti vitin þegargengið var framhjá Öl-gerðinni Agli Skalla- grímssyni við Njálsgötu, Frakkastíg og Grettisgötu þar sem brugghús fyr- irtækisins hafa lengst af verið til húsa, eða allar götur frá árinu 1917 og sum allt til ársins 2001 þótt megin- hluti starfseminnar hafi um miðjan níunda áratuginn verið fluttur upp á Grjótháls þar sem höfuðstöðvarnar eru nú. Lyktina mátti rekja til brugg- unar malts, sem í huga Íslendinga er fyrir löngu orðið ómissandi við hátíð- leg tækifæri og þá sér í lagi í bland við Egils appelsín, sem talin er séríslensk hátíðarblanda. Segja má að maltið sé samofið sögu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímsson- ar því maltið var fyrsti drykkurinn sem Tómas Tómasson, stofnandi Öl- gerðarinnar, bauð til sölu vorið 1913. Fyrirtækið, sem formlega átti 90 ára afmæli hinn 17. apríl síðastliðinn, fagnaði tímamótunum með starfs- mönnum um síðustu helgi og mun fagna með viðskiptavinum á næstu mánuðum. Bláfátækur sveitarómagi Frumkvöðullinn Tómas Tómasson fæddist í Miðhúsum í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 9. október 1888 og var aðeins 24 ára að aldri þegar hann lagði grunn að rekstri sínum árið 1913 sem hann sjálfur stýrði í sextíu ár. Hann var yngstur níu systkina, en fjögur þeirra dóu úr barnaveiki áður en hann fæddist, öll í sömu vikunni. Faðir hans lést úr lungnabólgu þegar drengurinn var á öðru ári og neyddist bláfátæk móðirin til þess að gefa barnið frá sér. Tómas varð sveitar- ómagi, sem flæktist á milli bæja og bjó við misjafna vist, allt þar til hann komst til Ingimundar Benediktsson- ar í Kaldárholti á þrettánda ári enda mun hann ávallt hafa litið á hann sem velgjörðarmann sinn. Þegar Tómas hafði vit til einsetti hann sér að við þær aðstæður, sem hann bjó við í æsku, skyldu hvorki hann né afkom- endur hans þurfa að búa. Tómas kom til Reykjavíkur árið 1905, þá sautján ára. Hóf fyrst störf við hafnargerðina en ári síðar réðst hann til starfa hjá Gísla Guðmunds- syni í gosdrykkjaverksmiðjunni Sani- tas á Seltjarnarnesi og var þar orðinn yfirmaður stuttu síðar. Þegar Tómas hóf maltextraktframleiðsluna hlaut hún svo góðar viðtökur að fyrirtækið óx út úr kjallaranum í Þórshamri, þar sem hann hóf reksturinn, og flutti yfir í Thomsenshúsið við Hafnarstræti. Malt mun hafa verið þekkt bæði frá Danmörku og Þýskalandi, en Tómas lagaði uppskriftina að eigin smekk. Þar sem maltið taldist til munaðar- vöru á sínum tíma tóku aðdáendur þess upp á því að blanda það með gos- drykkjum til að drýgja það, en eftir að appelsínið kom á markaðinn um 1955 fannst mönnum það fara einkar vel með maltinu. Vinsældir maltsins hafa að sama skapi löngum tengst hollustu og var hér á árum áður vinsælt að færa sjúk- lingum maltflösku til að dreypa á. Eitt sinn fyrirskipaði Hollustuvernd ríkisins Ölgerðinni þó að strika út af flöskumiðanum, sem verið hefur óbreyttur frá upphafi, orðin: „nær- andi og styrkjandi, gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna“. Sú krafa var hins vegar látin niður falla þegar forsvarsmenn fyrirtækisins harðneituðu að breyta miðanum nema því aðeins að dómstólar mæltu svo um, enda þessi áritun nátengd sögu vörunnar. Fjölskyldufyrirtæki á ný Tómas naut engrar formlegrar skólagöngu, en fór árið 1915 til náms í ölgerð við Bryggeriet Stjernen í Kaupmannahöfn og sótti sér auk þess fræðslu til Þýskalands í stjórnun öl- gerða. Eftir heimkomuna 1917 keypti Tómas lóð við Njálsgötu, reisti þar ölsuðuhús, gerjunar- og átöppunar- aðstöðu og hóf að brugga Egils pilsn- er samhliða maltextrakt og hvítöli. Næstu árin keypti Tómas fleiri fast- eignir og lóðir á svæðinu, byggði og breytti eftir því sem efni stóðu til. Upp úr 1930 yfirtók Ölgerðin Egill Skallagrímsson svo Ölgerðina Þór hf., sem hafið hafði framleiðslu tveimur árum áður við Rauðarárstíg, auk nokkurra smærri gosdrykkjaverk- smiðja. Tómas leiddi félag sitt í gegn- um þrengingar kreppunnar, velmeg- un stríðsáranna, haftatímabil eftirstríðsáranna og inn í upphaf verslunarfrelsis viðreisnaráranna eft- ir 1960. Eftir að Tómas féll frá rúmlega ní- ræður að aldri 1978 ráku synir hans tveir og erfingjar, þeir Jóhannes og Tómas Agnar, fyrirtækið í tæpan ald- arfjórðung, Jóhannes Tómasson hafði reyndar nokkrum árum áður tekið við sem forstjóri og Tómas Agnar var lengst af stjórnarformaður. Þeir bræðurnir ákváðu hins vegar að selja fyrirtækið árið 2000 og leituðu eftir tilboðum frá fjórum fjármálastofnun- um í Ölgerðina í lokuðu útboði. Í árs- lok 2000 var samið við Íslandsbanka- FBA og fjárfestingarfélagið Gildingu um kaup, en við sameiningu Búnaðar- bankans og Gildingar í árslok 2001 eignaðist bankinn hlut Gildingar. Eigendaskipti urðu síðan í apríl 2002 þegar áfengisheildsalan Lind, dóttur- félag heildverslunarinnar Danól, keypti Ölgerðina af bönkunum og má því með sanni segja að Ölgerðin sé á ný orðin að fjölskyldufyrirtæki því Danól er í eigu Einars Friðriks Krist- inssonar og eiginkonu hans Ólafar Októsdóttur. Byltingar á Grjóthálsi Þar sem þenslumöguleikar í mið- borginni voru takmarkaðir hófust framkvæmdir við uppbyggingu nýrra höfuðstöðva við Grjótháls 7–11 í Reykjavík árið 1979 og var fyrirtækið að mestu flutt þangað árið 1985. Síðan hefur átt orðið stöðugar tæknivæð- ingar og telur núverandi forstjóri fyr- irtækisins, Jón Diðrik Jónsson, bruggverksmiðjuna eina þá fullkomn- ustu sem til sé í heiminum. „Umbúða- byltingin yfir í plastflöskur og dósir á seinni hluta níunda áratugarins kall- aði á aukinn vélakost. Áfengt öl á al- mennan markað árið 1989 kallaði á aukinn tankafjölda með nýjustu tæknieiginleikum. Gæðastjórnun kallaði á fullkomna rannsóknarstofu til eftirlits með allri framleiðslu og síðast en ekki síst kallaði síaukin sam- keppni á fyrsta flokks markaðs- og sölukerfi og metnað til að standa í far- arbroddi.“ Þrátt fyrir að Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafi verið stofnuð ut- an um ölgerð hafa Íslendingar aðeins „mátt“ drekka áfengt öl nú á allra síð- ustu árum eftir að banni við ölgerð á Íslandi var aflétt 1. mars 1989. Bann við sölu á áfengi tók gildi í ársbyrjun 1915, en aðflutningsbann hafði tekið gildi þremur árum áður. Það varð því hlutskipti Ölgerðarinnar að vera lengst af umsvifamest í framleiðslu gosdrykkja. „En í dag byggjum við nokkuð jafnt á áfengi, bjór og gos- drykkjum auk þess sem vatnið bætt- ist við sem fjórða hjólið undir vagn- inn, en nærri lætur að vatn sé um 10% af heildarframleiðslunni. Mun meiri breidd er orðin í rekstri fyrirtækisins en áður enda sjáum við sóknarmögu- leikana felast í þróun á nýjum vöru- flokkum.“ Kom frá keppinautnum Jón Diðrik Jónsson tók við for- stjórastarfi Ölgerðarinnar á haust- mánuðum 2001 eftir að hafa verið starfsmaður Coca Cola-fyrirtækisins undangengin tólf ár, þar af tíu ár er- lendis. Eftir að hafa útskrifast með verslunarmenntapróf frá Verslunar- skóla Íslands nam hann markaðs- fræði og alþjóðaviðskipti við háskóla í Bandaríkjunum og var ráðinn til Coca Cola beint úr háskóla og starfaði m.a. á mörkuðum á Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, Rússlandi, Singapúr, Malasíu og Póllandi. Hann var svo starfandi fyrir Coca Cola í Slóveníu þegar hann fékk atvinnutil- boð frá Ölgerðinni. Jón Diðrik, sem er fertugur að aldri og Gaflari í húð og hár, segist ekki hafa séð eftir einni einustu mínútu enda hafi hann fljótt séð að hér væri komið skemmtilegt tækifæri til að starfa í fyrirtæki, sem veitti mönnum frelsi til að þróa sterkt íslenskt vörumerki á borð við Egils áfram. Sú þróun hafi verið að eiga sér stað víða í Evrópu að heima- fyrirtækin, sem menn hafi haldið að væru nánast útdauð, voru farin að vaxa á ný og veita harða samkeppni eftir mikla og sterka stöðu alþjóðafyr- irtækja í langan tíma. „Þetta var auð- vitað hálfpartinn eins og að skipta um trúarbrögð,“ svarar Jón Diðrik þegar hann er inntur eftir því hvernig til- finning það hafi verið að kveðja Coca Cola og fara yfir til keppinautarins. Stóraukin samkeppnisharka Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrstu maltflöskurnar voru seldar í borginni. Vörunúmer Ölgerð- arinnar eru nú samtals um 780 og eru starfsmenn fyrirtækisins 153 talsins. Eftir samrunann við Lind bættist við úrval af víni og sterku áfengi, en af öllum þeim drykkjum, sem Ölgerðin hefur á boðstólum, stendur Egils app- elsínið upp úr sem vinsælasti drykk- urinn. „Ég tel líklegt að hvergi sé eins óvægin samkeppni og í gosdrykkja- geiranum og má segja að aukin harka hafi færst í hana á undanförnum tveimur árum. Menn reyna allt til að koma sinni vöru á framfæri og slást Maltið verður ávallt hjarta fyrirtækisins Níutíu ár eru liðin frá því að frumkvöðullinn Tómas Tómasson lagði grunn að fyrirtæki sínu Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni með bruggun á malti. Til að gera langa sögu stutta naut maltið slíkra vinsælda meðal þjóðarinnar að fyrirtækið varð á fáeinum árum stór- fyrirtæki á íslenskan mælikvarða og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan. Jóhanna Ingvarsdóttir for- vitnaðist um söguna og fékk sér Egils Kristal með for- stjóranum, Jóni Diðriki Jónssyni, sem sagði sókn- arfærin fjölmörg þótt samkeppnin á drykkjarvörumarkaðnum væri geysihörð. Morgunblaðið/Kristinn Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson. Tómas Tómasson stofnaði Ölgerðina Egill Skallagrímsson fyrir níutíu árum með framleiðslu á maltöli. Umbúðir maltsins hafa þróast með Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni í gegnum 90 ára sögu fyrirtækisins án þess að innihaldið hafi tekið breytingum. Hér má sjá þrjár af átta flöskutegundum, sem Maltið hefur verið selt í. Nýjasta flaskan er endurvinnanleg og er að koma á markaðinn þessa dagana, en sú elsta var á markaði í kringum 1960.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.