Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
um hillupláss í verslunum enda flokk-
ast gosdrykkir sem skyndikaupavara
og því er þýðingarmikið að ná athygli
neytandans strax. Okkar keppikefli
hefur verið að fá að standa jafnfætis
keppinautnum með hillupláss. Oftast
er hilluplássið tengt hlutfalli af sölu
enda reyna verslanir að stjórna sinni
framstillingu miðað við vinsældir ein-
stakra vara. Einnig hafa í gegnum tíð-
ina tíðkast samningar, sem festa
ákveðið pláss í verslunum gegn íviln-
unum, en við höfum verið að berjast
gegn slíkum viðskiptaháttum þar sem
við teljum að staðsetning varanna í
verslunum eigi miklu fremur að fara
eftir vali neytenda en taka mið af
kjörum framleiðenda. Sem betur fer
hefur þessi aukna samkeppnisharka
einnig komið neytendum til góða á
þann veg að framleiðendur hafa verið
duglegir við að koma fram með nýj-
ungar,“ segir Jón Diðrik.
Að sögn forstjóra Ölgerðarinnar er
markaðsstaða fyrirtækisins í gos-
drykkjum um 40%. „Við erum stærri í
appelsíndrykkjum og erum með um
70% markaðshlutdeild í kolsýrðu
vatni með Egils Kristal. Hins vegar
er kólamarkaðurinn á Íslandi mjög
stór og þar er Vífilfell með Coca Cola
númer eitt og Pepsí Cola í öðru sæti.
Fyrirtækin tvö, Ölgerðin og Vífilfell,
eru svo með svipaða markaðsstöðu í
sykurlausum cola-drykkjum. Hvað
bjórinn varðar erum við með 35%
markaðshlutdeild, en við framleiðum
sjálf Egils gull, Spegils og Tuborg og
flytjum síðan inn Grolsch, Holstein,
Budweiser, Löwenbräu og Guinn-
ess.“
Starfsfólk skilar góðu starfi
Ölgerðin hlaut titilinn Markaðsfyr-
irtæki ársins 2002 frá ÍMARK, sam-
tökum markaðsfólks. Einnig reynd-
ust viðskiptavinir Ölgerðarinnar
ánægðastir viðskiptavina þeirra 25
fyrirtækja, sem vegin voru í Íslensku
ánægjuvoginni fyrir árið 2002. Það
var annað árið í röð sem Ölgerðin
hlaut þá viðurkenningu. Jón Diðrik
segir að verðlaunin séu hvatning til
þess að gera enn betur. Það að við
fáum þessa viðurkenningu annað árið
í röð er staðfesting á því að við erum á
réttri leið og að starfsfólk okkar er að
skila góðu starfi. Það hefur ávallt ver-
ið eitt af aðalsmerkjum Ölgerðarinn-
ar að hafa á að skipa góðu starfsfólki
og margir hafa unnið nánast alla
starfsævina hjá fyrirtækinu. Þegar
níutíu ára afmælisins var minnst á
dögunum í hófi starfsmanna, fengu á
annan tug þeirra viðurkenningu fyrir
tveggja áratuga starfsaldur, en sá
sem lengst hefur unnið hjá Ölgerðinni
á fjörtíu ára starfsamæli á þessu ári.
Fjölbreyttir framtíðarmöguleikar
Jón Diðrik telur að fá fyrirtæki hafi
jafnmikla vaxtarmöguleika og Öl-
gerðin og í stefnumótun, sem unnin
var síðla árs 2001, hafi verið lögð
áhersla á að gera fyrirtækið að einu
besta sölu- og markaðsfyrirtæki
landsins. Til að ná fram þessum há-
leitu markmiðum segir forstjórinn að
byggt verði á þeirri hefð, sem fyrir sé
í Ölgerðinni, svo menn missi ekki
sjónar á sögunni í bland við nýja
framtíðarsýn. „Til að geta orðið best á
Íslandi berum við okkur saman við
það besta sem gerist á erlendum
mörkuðum. Fyrirtækið hefur að auki
farið í gegnum ákveðnar skipulags-
breytingar, sem felast m.a. í því að
framkvæmdastjórar sex sviða hafa
fengið aukin völd og aukna ábyrgð í
því skyni að tryggja hraða og sveigj-
anleika í rekstri.
Til þess að byggja á styrkleika fyr-
irtækisins, sem við teljum að séu öfl-
ug vörumerki, þarf að leggja kapp á
sölu- og markaðsmál í gegnum skiln-
ing á þörfum neytandans. Halda þarf
áfram að þróa vörur, sem henta neyt-
andanum, auk þess sem þjónusta þarf
viðskiptavinina svo varan komist á
eðlilegan hátt til neytenda. Slagsmál-
in eiga sér í raun stað úti á mark-
aðnum í dag.“
Aðspurður hvaða skref Ölgerðin
hafi tekið í þessa átt segir Jón Diðrik
að öll vöruþróun og þjónustukerfið
hafi verið endurskoðuð auk þess sem
fyrirtækið hafi lagt áherslu á mark-
aðsrannsóknir til að skilja þarfir neyt-
enda. „Við teljum að þörf sé á að
leggja aukna áherslu á vatn og syk-
urlausa drykki þar sem fólk sé orðið
mun meðvitaðra um hollustuhætti nú
en áður. Við ætlum okkur auðvitað að
taka þátt í þessari þróun og munum
að auki verða dugleg við að koma
fram með alls kyns nýjungar á mark-
aðinn. Við teljum nefnilega að fólk sé
hætt að festa sig í ákveðnum bragð-
tegundum og vilji fremur fá nýjung-
ar. Í því sambandi höfum við til að
mynda komið fram með árstíða-
bundna drykki inn á markaðinn, svo
sem sérstaka sumardrykki, jóla-
drykki og páskadrykki.“
Sykurskattur á vatn
Fram kom í nýlegri og umfangs-
mikilli könnun Manneldisráðs á mat-
aræði landsmanna stóraukin gos-
drykkjaneysla. Jón Diðrik segist afar
ósáttur við framsetningu niðurstaðna,
sem sýni að þrátt fyrir aukningu í allri
gosdrykkjaneyslu sé neyslan að
miklu leyti að færast yfir á sykurlausa
drykki og vatn. „Vinsældir vatnsins,
hvort sem það er keypt eða úr krana,
fóru úr fjórða sæti í það fyrsta, og
finnst mér sérstök ástæða til að fagna
vinsældum vatnsins. Neysla sykur-
lausra drykkja hefur verið að aukast
gífurlega á síðustu árum og neysla
sykraðra drykkja hefur verið að
aukast minna á Íslandi en í flestum
nágrannalöndunum. Á hinn bóginn er
í könnun Manneldisráðs ekki skilið á
milli sykraðra og sykurlausra
drykkja í túlkun talna.
Að sama skapi er sú neyslustýring,
sem birtist í skattastefnu stjórnvalda,
mjög óeðlileg að mínu mati þegar
kemur að drykkjarvörumarkaðnum
því svokallaður sykurskattur er lagð-
ur á vatn og aðra sykurlausa drykki.
Auk þess er 24,5% virðisaukaskattur
af vatni, en 14% af sykruðum goslaus-
um svaladrykkjum og djúsi. Allt
neyslumynstur hefur breyst mjög
mikið frá því að sykurskatturinn var
settur á gosdrykki og sælgæti fyrir
fjölmörgum árum, en nærri lætur að
um 35% af gosdrykkjasölu okkar sé
nú í formi sykurlausra gosdrykkja.
Svo ræðir Manneldisráð um að auka
skattheimtuna.“
Góð blanda
Um helmingur af veltu Ölgerðar-
innar byggist á eigin vörumerkjum,
en hinn helmingurinn byggist á fram-
leiðslu sem fyrirtækið er að framleiða
eða flytja inn í samstarfi við aðra að-
ila. „Ég tel þetta vera góða blöndu.
Við teljum okkur kunna mjög vel inn
á íslenska markaðinn, en viljum læra
af erlendum samstarfsaðilum í að-
ferðafræði og viljum starfa með er-
lendum aðilum þegar kemur að útrás
á aðra markaði. Erlendu samstarfs-
aðilarnir eiga með okkur vörumerki,
sem fara á erlenda markaði, og fjár-
magna þeir alfarið þá markaðssókn.
Með þessu fyrirkomulagi erum við að
fría okkur áhættu á sama tíma og við
getum einbeitt okkur af kappi að ís-
lenska markaðnum, þar sem sóknar-
færin eru fjölmörg.“ Dótturfyrirtæki
Ölgerðarinnar, Catco í Borgarnesi,
framleiðir íslenskt brennivín, Eldur-
ís- og Pölstar-vodka, og fer um helm-
ingur þeirrar framleiðslu til útflutn-
ings, aðallega til Bretlandseyja. Öl-
gerðin keypti síðan vörumerki
Þórsbrunns á síðasta ári og flytur út
goslaust vatn undir vörumerkinu Ice-
land Spring til Svíþjóðar og Banda-
ríkjanna.
Jón Diðrik er þess fullviss að Öl-
gerðin þurfi ekki að kvíða framtíðinni.
Allt stefni í að fyrirtækinu muni tak-
ast að auka hlutdeild sína í ljósi þeirr-
ar þróunar, sem sjáist víða um heim
og birtist í því að innlend vörumerki
hafi í fullu tré í samkeppninni við al-
þjóðleg vörumerki.
„Rekstur Ölgerðarinnar í fyrra
gekk mjög vel og var árið 2002 eitt
besta rekstrarár í sögu fyrirtækisins.
Við náðum gífurlegri veltuaukningu
með miklum markaðsátökum. Á hinn
bóginn fórum við líka í gegnum mikið
breytingaskeið, sem er fylgifiskur
eigenda- og skipulagsbreytinga. Það
skiptir auðvitað miklu máli að hafa
náð tökum á samrunanum. Við erum
þess líka fullviss að það muni skipta
miklu máli að geta boðið viðskiptavin-
unum upp á heildarlausnir í drykkjar-
vöru, sé klakinn undanskilinn. Maltið
verður þó ávallt hjarta fyrirtækisins.“
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa í gegnum tíðina talið að Ölgerðin hafi borið
gæfu til að hafa úrvalsstarfsfólk, sem borið hafi hag þes fyrir brjósti.
Bragðað á brugginu.
Hjónin Einar F. Kristinsson og Ólöf Októsdóttir eru núverandi eigendur Ölgerð-
arinnar og er sonur þeirra, Októ Einarsson, stjórnarformaður.
join@mbl.is
ÞEGAR þessi orð birtast á prenti eru kosningaúrslit ogviðbrögð við þeim upp um alla dálka ef að líkum læt-ur og kjósendur ýmist að kætast yfir að hafa veðjað áréttan hest, eða að reyna að sætta sig við hið gagn-stæða.
En það er ekkert slíkt sem mér er efst í huga þessa stund-
ina. Það er hins vegar gleðin yfir því að hafa upplifað það ný-
verið að 45 þúsund manns, allt svokallað fullorðið fólk, samein-
aðist um það eitt í meira en þrjá klukkutíma að njóta nærveru
miðaldra manns sem spilar á gítar og bassa og hefur ágæta,
bjarta söngrödd.
Að vísu hefur maðurinn samið fleiri, frægari og minnisstæð-
ari lög og texta en gengur og gerist og þar að auki verið ásamt
þremur vinum sínum í fyrstu og kannski einu popphljómsveit-
inni sem markað hefur veruleg spor í mannkynssöguna, en
þetta er nú samt „bara“ popp. Ég er auðvit-
að að tala um Paul McCartney sem skemmti
þessum mikla mannfjölda í Parken í Kaup-
mannahöfn fyrir tæpum tíu dögum.
Það er óneitanlega eitthvað sérstakt í
gangi þegar til dæmis fimm danskir, hálfrar
aldar gamlir karlmenn standa saman í mann-
þröng og bresta í söng og allt að því í dans frá fyrsta atkvæði í
„Close Your Eyes and I’ll Kiss You“ og stoppa ekki fyrr en
þetta þremur tímum síðar. Það getur bara ekki verið allt við
það sama á endurskoðunarskrifstofunni daginn eftir.
Og það er merkileg upplifun að sjá tárin streyma niður
skeggjaða vangana á miðaldra körlum þegar vörðurnar af mis-
jafnlega auðrataðri lífsheiðinni skjóta upp kollinum hver af
annarri, í sinni upprunalegu og forkláruðu mynd. Frá „Can’t
Buy Me Love“ til „Let it Be“, frá „I Saw Her Standing there“
til „Fool On the Hill“.
Það er ávallt ánægjulegt að verða vitni að því að fjöldi fólks
geti sameinast um eitthvað annað en hagsmuni eða hatur, í
nafni þjóðarstolts, undir fánum flokka eða félaga, eða í harmi
andspænis hroðalegum atburðum. Þetta magnaða föstudags-
kvöld í Parken var fólk ekki að berjast fyrir einu eða neinu sér
til handa, eða tjá álit sitt á einhverju, ekki að belgja sig út af
þjóðernismonti, eða að taka þátt í keppni um bikara eða at-
kvæði og sem betur fer vildi svo til að fólkið var ekki sameinað
í sorg. Það er mun fremur hægt að orða það svo að þessar
klukkustundir hafi fólk verið sameinað í gleði yfir því að hafa
lifað, séð og fundið til í þessari hraðfara veröld sem svo iðulega
virðist fremur sundra okkur en tengja hvert við annað.
Þótt vissulega megi deila um hvað lög og textar Bítlanna séu
merkileg út frá hinum og þessum sjónarmiðum var það eft-
irminnileg reynsla að sjá hvað eitthvað saklaust og jákvætt, en
sannarlega ekki innihaldslaust eða bitlaust, átti rík ítök í fjöl-
mennum og sundurleitum hópi fólks.
Að einhverju leyti var kvöldið með Paul og öllu þessu sátta
og þakkláta fólki vottur þess hvað listsköpun sem mannleg
tjáning í hvaða mynd eða miðli sem er getur verið fallegur og
mikilvægur hluti af tilverunni.
Það skiptir ekki öllu máli hvort sú list sem hrífur okkur í
hvert sinn er 2. sinfónía Mahlers, Heimsljós, Guernica, La
Strada, eða Blackbird, eða Hey Jude. Öll erum við betri
manneskjur í hvert sinn sem við leyfum okkur að hrífast og
minnast þess þannig að við erum það sem við höfum lifað, er-
um heil veröld hvert um sig, en ekki bara neytendur,
þjóðfélagsþegnar, eða kjósendur. Og það sem kannski er mest
um vert, við eigum það öll sameiginlegt. Guði sé lof fyrir
listina.
Vörður á
heiði lífsins
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson