Morgunblaðið - 11.05.2003, Side 19

Morgunblaðið - 11.05.2003, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 19 ÁRIÐ 1940 útskrifaðist égúr Verslunarskólanum ogseinni hluta sumars ferég að vinna á Morgun- blaðinu sem aðstoðargjaldkeri og fannst mér ég hafa gott kaup, og pabbi minn átti afmæli í október, svo ég ætlaði að gefa honum virki- lega góða afmælisgjöf, þannig að hann gæti orðið hreykinn af mér og við kannske náð saman. Í Austurstræti rétt hjá Morg- unblaðshúsinu hafði meistari Kjar- val vinnustofu sína, en hann stóð oft í dyrum hússins þegar hann tók sér hlé frá vinnu sinni, fékk sér ferskt loft og talaði við fólk. Ávallt er ég gekk fram hjá honum tók hann „ofan“ fyrir mér og sagði „góðan daginn“. Svo var það einn daginn að ég bið vinkonu mína að koma með mér upp í vinnustofu Kjarvals, ég ætli að panta hjá hon- um mynd til að gefa pabba í af- mælisgjöf (ég var 18 ára). Fórum við upp og banka ég og kemur Kjarval til dyra og býður okkur inn, segi ég honum erindi mitt, hann verður hugsi, en spyr hvað pabbi minn geri og segi ég honum að hann hafi verið sjómaður. Segir þá Kjarval „þá skal ég sýna þér mynd af fallegu skipi,“ fer á bak við tauhengi sem rúmið hans var á bak við og sækir þangað mynd sem hékk við rúm hans, var þetta úrklippa úr Morgunblaðinu inn- römmuð í gulllitan ramma og prentað undir, „skútan Björgvin, eigandi og skipstjóri Ellert Kr. Schram“. Verður mér að orði, „en skrýtið, þetta er afi minn.“ Horfir þá Kjarval á mig og segir „út, ver- ið sælar“. Vissi ég ekki hvað hafði skeð. „Viltu brjóstsykur?“ Liðu svo nokkrir dagar, en þá kemur Kjarval upp á loft í gamla Morgunblaðshúsinu. Hann vissi að ég vann þar, opnar allar dyr, rit- stjóranna, blaðamannanna og að lokum þar sem ég sit við skrif- borðið mitt. Hann sagði ekki neitt við mig annað en „viltu brjóstsyk- ur“ svo fór hann. Varð mikil kátína á ritstjórn út af þessu, ég sagðist ekki vita hvað ylli. En svo þegar hann fór að endurtaka brjóstsyk- ursferðirnar, sagði ég blaðamönn- unum að ég hefði pantað málverk hjá Kjarval. Þeir hlógu að mér og stríddu mér og spurðu hvort ég vissi á hvað hann seldi svona myndir. Kvað ég nei við. En þeir sögðu að ég yrði mörg ár að vinna fyrir myndinni, runnu nú á mig tvær grímur. Svo kemur að því að Kjarval kemur og biður mig að koma út til sín eftir vinnu. Ég fékk engan til að koma með mér og var dauð- kvíðin að fara. En þegar ég kem, hafði hann raðað hringinn í kring- um vinnustofuna nýmáluðum myndum, margar þeirra voru af skipum. Segir nú Kjarval að ég eigi að velja þá sem mér finnist fallegust. Að athuguðu máli bendi ég á eina (Sálnaflutning). Hann segir „þú valdir vel“. Segir hann mér nú að myndin heiti „Sálna- flutningur“ og bendir mér á stór- an boga, eins og hlið lengst til vinstri og segir að þetta sé „Gullna hliðið til himna“ og bát- urinn á myndinni hafi siglt í gegn með mennina eða sálirnar í bátn- um, en bendir svo á eina veru sem stendur á klettum við ströndina og segir „þetta er vond sál, sem ekki fékk far“. „Þú átt ekkert að borga“ Líða svo enn nokkrir dagar og kemur þá Kjarval með málverkið innrammað og innpakkað og réttir mér. Ég fer hreinlega að titra en get komið út úr mér, að ég hafi heyrt að hægt væri að semja um greiðslur og hvort hann vilji semja. Þá segir hann „þú átt ekk- ert að borga, þú gafst mér in- spiration, ég hef ekki málað skip í mörg ár, og hefði ekki málað þess- ar myndir ef ég hefði ekki hitt þig.“ Varð ég yfir mig ánægð og létti mikið hvað varðaði peningana. Hlakkaði ég til að gefa pabba myndina. En þegar að því kom, varð ég harmi lostin því hann sagði bara „kallar þú þetta skip, ég hef aldrei séð skip með svona stafn, og svo eru þetta engir menn, farðu bara með myndina upp í herbergi þitt ef þér þykir þetta fallegt“. Elsku pabbi hafði mjög marga kosti, en skilning á list hafði hann ekki. Eignaðist afi minn Ellert gjöf frá Kjarval úrklippuna innrömm- uðu af skútunni, ásamt kvæðabók- um eftir Kjarval. Pabbi gaf mér þá mynd en hafði gleymt því og hana gaf hann svo syni mínum Árna Tómasi, sömu myndina. En mál- verkið gaf ég Kristjáni Tómasi syni mínum m.a. sem þakklæti fyr- ir allt sem hann og kona hans gerðu fyrir mig og föður hans. Morgunblaðið/Sverrir Að sögn Kjarvals sýnir myndin Gullna hliðið til himna og bát sem siglt hafi í gegn með sálirnar. Jónína Vigdís Schram reyndist Kjarval innblástur. Sálnaflutningur Margar sögur eru til tengdar Jóhannesi S. Kjarval listmálara, enda setti hann verulega mark sitt á íslenskt menningar- og listalíf á 20. öldinni. Jónína Vigdís Schram segir hér frá sam- skiptum sínum við listamanninn og aðdraganda þess að hún eignaðist málverkið „Sálnaflutning“ eftir Kjarval. Höfundur er fyrrverandi læknaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.