Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 24
Konunglega kapellan. um herbergjanna breytt til annara nota og þegar konungsfjölskyldan hætti að búa í höllinni á 18. öld var hluta eldhúsanna breytt í íbúðir fyrir starfsfólk, sem fékk ókeypis húsnæði gegn því að sjá um viðhald á höllinni og görðum hennar. Árið 1991 voru eldhúsin síðan færð aftur í uppruna- legt horf og er borðbúnaður þeirra til að mynda frá 16. öld. Eldhúsunum var þá á sínum tíma skipt niður í 15 deildir, m.a. krydddeild, kökudeild, brauðdeild og svo mætti lengi telja, en starfsfólk þeirra vann á neðri hæð- inni og svaf á þeirri efri. Upphaflega var suðuherbergið svo nefnda stærðarinnar herbergi, en á 17. öld var því skipt niður í minni her- bergi. Kjötherbergið er fyrst þessara nýju herbergja, en þar eru nú geymd uppstoppuð dýr. Næst kemur suðu- herbergið og má þar finna stærðar- innar koparpott, sem tekur 300 lítra af vatni, en potturinn var notaður til að búa til soð og sjóða kjöt. Í fisk- herberginu var fiskurinn síðan geymdur í tunnum sem voru fylltar upp með þörungum. En fiskeldi var einnig iðkað í vötnum garða hallar- innar og var fiskurinn þá veiddur þegar átti að elda hann. Fiskur var til að mynda á borðum á páskaföstunni, á föstudögum og stundum á miðviku- dögum. Yfirkokkurinn var ábyrgur fyrir eldhúsunum í heild sinni, en hann hafði 12 undirkokka og 12 aðstoðar- menn á sínum snærum. Stóru eldhús- unum er skipt í þrjú herbergi og geymir það fyrsta hellur frá 19. öld, en þeim var komið fyrir í arni sem var í herberginu eftir að eldhúsunum hafði verið breytt í vistarverur. Í mið- herberginu er annar arinn og er sá ekki upprunalegur. Grillið er hins vegar upprunalegt frá 17. öld líkt og kolahellurnar og vélrænu spjótin eru sömuleiðis upprunaleg. Þriðja her- bergið er það elsta og er það frá 1514. Þegar komið er út úr stóru eldhús- unum er gengið inn í þjónustuher- bergið, en þar má sjá inn í krydd- unarherbergið þar sem mikilvægasti maturinn var kryddaður og skreyttur áður en hann var borinn á borð. Úr þjónustuherberginu var maturinn síðan borinn á borð í borðstofunni og líffvarðasalnum. Í kjallarunum voru svo m.a. vín- og bjórgeymslur hall- arinnar, en um 300 tunnur af bjór og álíka magn af víni var drukkið í Hampton Court árlega. Íbúðir konungs Íbúðir konungs voru gerðar fyrir Vilhjálm III í lok 17. aldar, en áður voru þetta vistarverur Hinriks VIII. Upphaflega vildi Vilhjálmur láta rífa Hampton Court og reisa þar nýtísku- legri byggingu en til þess skorti bæði tíma og peninga og voru íbúðir kon- ungs og drottningar þess í stað gerð- ar upp í suður- og austurálmum hall- arinnar. Í dag eru íbúðirnar eins og þær voru gerðar upp fyrir Vilhjálm. Veggmyndir í breiðstiga hallarinn- ar eru verk ítalska málarans Antonio Verrio og eru frá því um 1700. Í líf- varðarherbergi konungsins sá kon- unglega lífvarðasveitin en liðsmenn hennar eru betur þekktir undir heit- inu „Beefeater“, um að „hvorki ókunnugir, flækingar né illviljaðir“ kæmust inn í íbúðir konungs. Verð- irnir voru 100 talsins og voru 40 á vakt á mismunandi vöktum. Í lífvarð- arherberginu eru 3.000 vopn og tré- listaverkin á veggjunum eru verk Grinling Gibbons. Dagstofa konungs var stundum notuð sem áheyrnarherbergi, þótt yf- irleitt hafi áheyrnir farið fram í einkaherbergi konungs. Í dagstof- unni er stærðarinnar málverk frá 1701 eftir Sir Godfrey Kneller af Vil- hjálmi III á hestbaki og yfir arninum er málverk af James Hamilton eftir Daniel Mytens frá um 1624, en Ham- ilton gegndi ýmsum störfum fyrir Jakob I (1603–1625). Á veggjum má þá finna tvö af mikilvægustu vegg- teppum Hampton Court, en þau lét Hinrik VIII gera fyrir Whitehall höll- ina í kringum 1540. Vilhjálmur III flutti veggteppin síðan til Hampton Court árið 1700. Í borðstofunni snæddi Vilhjálmur III stundum ásamt hirðmönnum sín- um og þegar konungur borðaði þar var komið þar fyrir stóru borðstofu- borði. Í einkaherbergi konungsins voru síðan haldnar aðalathafnirhall- arinnar, en þar var m.a. tekið á móti sendiherrum og hirðathafnir fóru þar fram. Einkaherbergi konungs eyði- lagðist næstum því algjörlega í elds- voðanum árið 1986, en þó náðist að bjarga húsgögnunum áður en loftið féll og hefur herbergið nú verið gert upp að nýju. Veggteppin sem það prýða lét Hinrik VIII gera og sýna þau sögu Abrahams, en málverkið yf- ir arninum er af Elísabetu drottningu Bohemíu, dóttur Jakobs I og systur Karls I (1625–1649), og er verk Gerr- itt van Honthorst. Í hinu stóra svefn- herbergi konungs var konungur síð- an klæddur á hverjum morgni í viðurvist hirðmanna sinna. Svefnher- bergið er prýtt gylltum húsgögnum, loftið myndskreytt af Antonio Verrio og speglarnir teljast þeir fallegustu í vistarverunum. Kertastjakarnir á veggjum herbergisins eru þá eftir- mynd hinna upprunalegu kerta- stjaka, sem nú eru geymdir í Buck- ingham-höll. Hið litla svefnherbergi konungs var algengari svefnstaður fyrir konung en stóra svefnherberg- ið. Á hillu yfir arninum er kínverskt og japanskt postulín, sem Maria II (1689–1694) safnaði og loftið mynd- skreytti Antonio Verrio. Í vinnuher- bergi konungs tók konungur síðan á móti ráðherrum, en skrifborðið til- heyrði Vilhjálmi III og á borðinu eru skjöl undirrituð af honum. Til vinstri við herbergið er 17. aldar salerni, sem að öllum líkindum var notað af Karli II (1649–85). Einkastigi Vilhjálms III var breið- ur stigi sem leiddi niður til vistarver- anna á neðri hæðinni, en þegar komið er niður stigann má sjá lítið herbergi sem geymir muni tengda Vilhjálmi III og hirð hans. Í litla herberginu austanmegin dvaldi hins vegar greif- inn af Albemarle þegar Vilhjálmur III var fjarverandi. Málverkin í því herbergi eru frá tímum Vilhjálms III, en í litla miðherberginu eru einnig Svefnherbergi konungs. Borðstofan. 24 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kynning á matsskýrslum Landsvirkjun kynnir skýrslur um mat á umhverfisáhrifum virkjana í Þjórsá við Urriðafoss og Núp í opnu húsi í Brautarholti á Skeiðum, að Laugalandi í Holtum og í stjórnstöð Landsvirkjunar í Reykjavík. Í Brautarholti á Skeiðum þann 13. maí frá kl. 14 til kl. 22 Að Laugalandi í Holtum þann 14. maí frá kl. 14 til kl. 22 Í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg þann 15. maí frá kl. 14 til kl. 20 Í opnu húsi verða kynntar niðurstöður mats á umhverfisáhrifum. Einnig gefst tækifæri til að ræða við fulltrúa Landsvirkjunar og ráðgjafa fyrirtækisins. Virkjanir í Þjórsá við Urriðafoss og Núp og breytingar á Búrfellslínum 1 og 2 Matsskýrslur ásamt sérfræðiskýrslum eru aðgengilegar á heimasíðu Landsvirkjunar: www.lv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.