Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 29
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F/
SI
A
.I
S
H
IR
2
11
05
0
5.
20
03
Bjarni Ármannsson
forstjóri Íslandsbanka
Helga Jónsdóttir
borgarritari Reykjavíkurborgar
Hannes Smárason
aðstoðarforstjóri Decode
Fundirnir verða á 3ju hæð Háskólans í Reykjavík,
hefjast kl. 12:05 og lýkur laust fyrir kl. 13:00.
Léttar veitingar verða í boði. Sjá nánar á www.ru.is
Umsóknarfrestur um MBA nám er til 28. maí.
www.ru.is/mba
MBA
Dagana 12.–14. maí verða haldnir opnir hádegisfundir þar sem MBA útskriftarnemar kynna
lokaverkefni sín og draga af þeim stærri ályktanir. Lykilaðilar úr viðskiptalífinu flytja inngangsorð
og taka þátt í umræðum.
Hádegisfundirnir verða hver með sínu þema; á mánudeginum verður kastljósinu beint að nýsköpun,
á þriðjudeginum velta menn fyrir sér opinbera geiranum og þeim áskorunum sem stjórnendur þar
standa frammi fyrir og á miðvikudeginum verða bankar og fjármál fyrirtækja til umræðu.
Hádegisfundirnir eru öllum opnir og eru þeir kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér þær kenningar
og hugmyndir sem efst eru á baugi varðandi stjórnun og stefnumótun – og hvernig
þær eru notaðar við ólíkar aðstæður í íslenskum veruleika.
Magnús Orri
Schram
Sævar
Kristinsson
Ása Richardsdóttir
Stefán Róbert
Gissurarson
Stéfán
Hjörleifsson
Magnús Pálmi
Örnólfsson
Hildur Hörn
Daðadóttir
Guðbjörg
Pétursdóttir
Hjörtur Eiríksson
Rut Jónsdóttir
MBA nemendur: MBA nemendur: MBA nemendur:
Hádegisfundir
12.–14. maí
Fundirnir verða á 3ju hæð Háskólans í Reykjavík,
hefjast kl. 12:05 og lýkur laust fyrir kl. 13:00. Léttar veitingar í boði.
Mánud. 12. maí
Er vit í
nýsköpun?
Þriðjud. 13. maí
Samkeppnishæfni
opinbera geirans
Miðvikud. 14. maí
Fjármálamarkaðir
á tímamótum
GUÐRÚN Friðgeirsdóttir
kveðst hafa skrifað þessar
bernskuminningar fyrir börn sín.
Ritgerð um sama efni, sem færði
henni dálítil verðlaun, hafi síðan
orðið sér hvatning til að gefa þetta
út. Í inngangi þakkar hún mörgum
sem aðstoðuðu hana á einn eða
annan hátt við samantekt bókar-
innar. Fleiri stoðum er því skotið
undir frásögnina en minni hennar
einu saman. Fjöldi fólks kemur við
sögu. Víðast hvar er nafni, sem
nefnt er, fylgt eftir með fáorðri
mannlýsingu auk annars konar
fróðleiks um hagi viðkomandi.
Flest er það á jákvæðu nótunum.
Þótt líf söguhetjunnar, sem ólst
upp með einstæðri móður norður á
Húsavík, hafi ekki einatt verið tek-
ið út með sældinni, verður dagur
hver bjartur í endurminningunni.
Nágrannar, venslafólk og aðrir,
sem við sögu koma, reynast henni
undantekningarlítið vel, eru góðir
og hjálpsamir, áreiðanlegir og um-
talsfrómir. Lýsingar Guðrúnar á
þessu góða fólki eru því fremur
einhæfar; lofsamlegu ummælin
minna hver á önnur. Þar af leiðir
að saga hennar getur kallast breið
en ekki sérlega djúp. Það er eins
og vanti skuggana til að skerpa
drættina í myndinni. Sumar eitt
lenti hún hjá vondu fólki, að vísu.
Ekki segir hún margt af innræti
þess og útliti en því fleira af fram-
ferði þess gagnvart sér, ellefu ára
barninu. En hún lætur hjá líða að
nefna það með nafni. Og það er
miður. Höfundur á að standa eða
falla með orðum sínum.
Móðir Guðrúnar var verkakona.
Hún varð því að strita myrkranna
á milli til að sjá fyrir sér og börn-
um sínum tveim. Afrakstur vinn-
unnar gerði samt ekki meira en
hrökkva fyrir brýnustu nauðþurft-
um þar sem kaup kvenna var þá
miklu lægra en karla. Eitt sinn
vakti hún telpuna um miðja nótt til
að aðstoða sig við jólabaksturinn.
Vinnuálags og annarra aðstæðna
vegna varð það verk ekki unnið á
öðrum tímum sólarhrings. Þrátt
fyrir annríkið lét móðirin þó eftir
sér að syngja í kvennakór og sam-
neyta fólki.
Guðrún segir að jafnan hafi ver-
ið svarað óljóst þegar talið barst
að viðkvæmum fjölskyldumálum.
Mátti sú nærgætnin heita meira
en skiljanleg þar sem hún var þá
barn að aldri. Ljóst er að hún hef-
ur upp frá því tileinkað sér þessa
gætni því samur er háttur hennar
sjálfrar í þessum bernskuminning-
um sínum. Hún hefur lag á að
segja einungis hálfa söguna. Læt-
ur þá lesandanum eftir að draga
sínar ályktanir.
Fyrstu árin á Húsavík var
kreppan hvað hörðust eftir að Ís-
lendingar höfðu – ofan á annað –
misst saltfiskmarkaðinn á Spáni
sem fleytt hafði þjóðinni upp úr
dýpsta öldudalnum. Þrátt fyrir
óáran þessa kveður Guðrún Hús-
víkinga hafa sloppið öðrum skár
þar sem þeir hafi þá getað nýtt
fleiri úrræði sér til bjargar. Verka-
lýðsmálin voru þá mjög á dagskrá.
Víkur Guðrún að þeim í sérstökum
kafla án þess þó að rekja þá sögu í
þaula. Í öðrum kafla rifjar hún upp
skólamálin, svo í héraði sem á
landsvísu.
Á sumrin var telpan send í sveit
eins og þá var altítt. Búskapar-
hættir og híbýlahættir til sveita
voru þá víða með fornfálegu sniði.
Og sjálfsþuftarbúskapurinn út-
heimti enn sem fyrr stanslausan
þrældóm. Að venju voru börn höfð
til snúninga og léttari starfa undir
eins og þau höfðu aldur og krafta
til. Misjafnt var hvernig sumar-
dvalarbörn tóku erfiðinu. Guðrún
litla hefur verið nógu viljug og létt
í lund til að samlagast umhverfinu
og njóta tilbreytingarinnar. Raun-
ar verður þess sjaldan vart á þess-
um árum að hún hafi ekki sætt sig
við kjör sín og aðstæður.
Stríð og hernám færðu svo með
sér peninga og ný úrræði. Unga
stúlkan komst í menntaskóla.
Sumarið áður hafði hún að sönnu
lagt lykkju á leið sína, og það held-
ur betur, verið vinnukona á reyk-
vísku efnaheimili, fimmtán ára
gömul. Þá er líka komið að nafn-
gift bókarinnar: Norðanstúlka. Og
það heiti getur aðeins átt við þenn-
an eina kafla. Ennfremur bendir
það til hliðsjónar af Atómstöðinni
sem gerist í Reykjavík um sömu
mundir. Atómstöðin fól í sér
snarpa og neyðarlega þjóðfélags-
ádeilu. Sama má segja um þennan
kafla í bók Guðrúnar sem ber yf-
irskriftina: Í vist hjá fínu fólki.
Sárindin ber hún enn eftir með-
ferðina, tæpum sextíu árum síðar.
En þarna gafst henni svo sann-
arlega færi á að skyggnast inn í
veröld sem var. Það sem kom
henni fyrir sjónir sem hroki og yf-
irlæti var aðeins gamli tíðarandinn
frá Evrópu sem fyrirfólk hafði
tamið sér hér sem annars staðar.
Guðrún þraukaði þarna sinn til-
skilda tíma. Að því loknu hélt hún
aftur norður yfir heiðar, frelsinu
fegin. Og þar með lýkur þessari
sögu Norðanstúlku.
Um hæfileika Guðrúnar til að
skrifa góðan texta þarf varla að
efast. Hún hefur prýðisgott vald á
íslensku máli. Og frásögn hennar
er yfirhöfuð ljós og skýr. Og að
lesa sögu bláfátækrar stúlku sem
rís úr öskustó af eigin rammleik
og lýkur magistersnámi við er-
lendan háskóla er ævintýri sem
engan lætur ósnortinn. Hins vegar
hefði slík atorkukona mátt skipu-
leggja verk sitt með meiri yfirsýn
og kostgæfni þegar hún tók að
færa í letur þessar endurminning-
ar sínar. Sumt er þarna ofsagt,
annað vansagt. Bókin hefði að
skaðlausu mátt vera fimmtíu til
hundrað síðum lengri. Og nafna-
skrá hefði að sjálfsögðu aukið vægi
hennar til mikilla muna.
Bernskuárin blíð
BÆKUR
Endurminningar
bernskusaga eftir Guðrúnu Friðgeirs-
dóttur. 153 bls. Útg. höfundur. Prentun:
Gutenberg. 2002.
NORÐANSTÚLKA
Erlendur Jónsson
Moggabúðin
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Moggabúðin
Músarmotta, aðeins 450 kr.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111