Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 33 huga við upphaf umræðna þeirra á föstudags- kvöldið. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði þar frá því að fyrir kosningar hefðu fulltrúar flokkanna hitzt og rætt um að takmarka auglýsingakostnaðinn. Lagt hefði verið til að sleppa auglýsingum í sjón- varpi og Sjálfstæðisflokkurinn hefði fallizt á það. Sumir aðrir flokkar hefðu hins vegar ekki verið tilbúnir í slíkt. Það hlýtur að vera skynsamlegt fyrir flokkana, af öllum ofangreindum ástæðum, að koma sér saman um einhverjar takmarkanir á auglýsingaflóðinu fyrir kosningar í framtíðinni og að leggja hver fyrir sig meiri áherzlu á mál- efni og innihald í kosningabaráttu en ímynd og umbúðir. Kjördæma- breytingin og staða Alþingis Í kosningunum sem fram fara í dag, laug- ardag, er í fyrsta sinn kosið eftir nýjum kosningalögum, í sex kjördæmum í stað hinna gömlu átta. Yfirlýst markmið kjördæma- breytingarinnar var að jafna vægi atkvæða. Það skref var ekki stigið til fulls; áfram vega atkvæði íbúa í landsbyggðarkjördæmunum þremur allt að helmingi meira en atkvæði þeirra, sem búa í þéttbýlinu á suðvesturhorninu. Það er því hætt við að þetta verði ekki síðasta kjördæmabreyt- ingin, vegna þess að sjálfsagðar réttlætiskröfur um jafnt atkvæðavægi munu ekki hljóðna á með- an þessi munur er við lýði. Raunar stefnir í það strax á nýju kjörtímabili að eitt þingsæti flytjist úr Norðvesturkjördæmi í Suðvesturkjördæmi vegna þess að munurinn á atkvæðavægi í kjör- dæmunum tveimur er orðinn meiri en breytt stjórnarskrá leyfir; þ.e.a.s. kjósendur að baki hverjum þingmanni í Suðvesturkjördæmi eru orðnir meira en tvöfalt fleiri en kjósendur að baki hverju þingsæti í Norðvesturkjördæminu. Fyrir þingmenn hinna þriggja nýju lands- byggðarkjördæma þýðir kjördæmabreytingin að þeir þurfa að sinna miklu víðfeðmari kjördæm- um en áður, ferðast meira og verja meiri tíma til þess, vilji þeir halda sama sambandi við kjós- endur sína og áður. Margir þurfa þeir auk þess að kynnast nýjum héruðum og byggðarlögum, nýjum aðstæðum og nýju fólki. Nefnd á vegum forsætisráðherra undir for- ystu Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns lagði fyrir þremur árum til að þessu yrði mætt með því að þingmenn fái aðstoðarmenn sem hafi skrifstofu í heimakjördæmum þeirra og sinni því hlutverki að rækta sambandið við kjósendur. Til- lagan gerði ráð fyrir að fyrsti þingmaður hvers flokks fengi aðstoðarmann í fullu starfi, en síðan bættist við hálfur starfsmaður fyrir hvern þing- mann til viðbótar. Þannig var gert ráð fyrir að um 20 aðstoðarmenn yrðu í fyllingu tímans ráðn- ir fyrir landsbyggðarþingmennina 30 en nefndin gerði ráð fyrir að tillögur hennar yrðu fram- kvæmdar í áföngum. Á núverandi fjárlögum eru ætlaðar 35 milljónir „til stjórnmálaflokka með hliðsjón af nýrri kjördæmaskipan og breyttum aðstæðum þingmanna af þeim sökum.“ Nefndin taldi ekki ástæðu til að gera breyt- ingu á aðstoð við þingmenn á höfuðborgarsvæð- inu. „Verið er að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast þegar kjördæmin á landsbyggðinni eru stækkuð og þingmönnunum þar fækkar. Hið gagnstæða gerist á höfuðborgarsvæðinu. Kjör- dæmin, hvert um sig, minnka og þingmönnum fjölgar,“ sagði Einar K. Guðfinnsson þegar hann útskýrði tillögurnar í samtali við Morgunblaðið 12. september árið 2000. Fjölgun aðstoðarmanna landsbyggðarþing- manna er góðra gjalda verð, ekki sízt í ljósi kjör- dæmabreytingarinnar. Hins vegar orkar það mjög tvímælis ef ekki eru nein áform um að bæta starfsaðstöðu þingmanna þéttbýliskjördæmanna að sama skapi. Aðstoðarmennirnir munu ekki einvörðungu hjálpa þingmönnum að halda sam- bandi við kjósendur. Þeir munu vafalaust veita þeim aðstoð við undirbúning þingmála, létta af þeim vinnu við að fara yfir skýrslur og laga- frumvörp o.s.frv. Slíka aðstoð vantar einmitt sár- lega fyrir alla þingmenn – ekki bara landsbyggð- arþingmenn. Það verður að teljast hæpið að störfum hlaðin þingmálaskrifstofa Alþingis geti með núverandi mannskap veitt höfuðborgar- þingmönnunum sambærilega aðstoð. Til þess að Alþingi haldi sínu gagnvart fram- kvæmdavaldinu er brýn þörf á að styrkja sér- fræðiþekkingu þingsins og aðstoð við þingmenn yfirleitt. Til þessa hefur þingið í alltof miklum mæli þurft að reiða sig á sérfræðinga fram- kvæmdavaldsins og ýmissa hagsmunaaðila við faglega yfirferð lagafrumvarpa. Slíkt auðveldar þinginu ekki að mynda sér sjálfstæða skoðun og vera þannig nauðsynlegt mótvægi við fram- kvæmdavaldið – sem samkvæmt stjórnskipan- inni sækir umboð sitt til Alþingis. Það eykur líka hættuna á að alls konar mistök séu gerð við laga- setningu sem geta orðið ríkisvaldinu dýr vegna málarekstrar fyrir dómstólum og jafnvel skaða- bótakrafna. Því miður eru allnokkur dæmi slíks frá síðari árum enda verður lagasetning æ flókn- ari og yfirferð hennar vandasamari. Vinnulag þingsins, að hrúga upp málum þar til komið er í tímahrak rétt fyrir þinghlé, stuðlar heldur ekki að vandaðri meðferð þingmála. Þar ber fram- kvæmdavaldið sína sök og er sjálfsagt að Alþingi geri þá kröfu til ráðherra að þeir komi með mál sín tímanlega inn í þingið, auk þess sem það verður að taka eigin vinnubrögð til endurskoð- unar. Þingmennirnir sextíu og þrír, sem kjörnir verða í dag, munu væntanlega allir fá sómasam- lega skrifstofu, en ekki eru mörg ár síðan sumir þingmenn þurftu að hírast í hálfgerðum skápum í allsendis óviðunandi húsnæði. Aðstaða þingsins hefur batnað til muna en hún jafnast enn ekki á við það sem gerist víðast í nágrannalöndum okk- ar og ekki heldur á við það sem tíðkast í ráðu- neytum og stofnunum framkvæmdavaldsins. Bætt starfsaðstaða þingsins kostar að sjálf- sögðu peninga. En vandaðri löggjöf getur líka sparað peninga, af framangreindum ástæðum. Og Alþingi á og verður að halda virðingu sinni. Þingmenn hafa sjálfir fjárveitingarvaldið og geta séð til þess að þingið sé betur sett að þessu leyti. Svo upphæðir séu settar í samhengi blasir það við að stjórnmálaflokkarnir nota hluta þeirra skattpeninga sem þeim eru fengnir vegna sér- fræðiaðstoðar við þingflokka til að fjármagna kosningabaráttu sína, Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, hafði a.m.k. orð á því í sjónvarpsumræðunum í gærkvöldi, er rætt var um kostnað við kosningabaráttuna, að hans flokki væru skammtaðir minni peningar frá rík- inu en stærri þingflokkum. Á fjárlögum ársins renna u.þ.b. 50 milljónir króna til sérfræðilegrar aðstoðar við þingflokka. Hvaða upphæð ætli flokkarnir verji samtals í auglýsingar? Það eru áreiðanlega einhverjir tugir milljóna. Getur ekki verið að þeim peningum sé betur varið í innihald en umbúðir? Að þeir séu nýttir í málefnavinnu, stefnumörkun og undirbúning vandaðrar laga- setningar fremur en í ímyndarráðgjöf og auglýs- ingar? Morgunblaðið/Kristinn Líflegir krakkar úr Langholtsskóla í skólasundi. „Svo aftur sé gripið til samlíkingarinnar við neytendamark- aðinn átta kjós- endur sig fljótt á því ef varan er bara um- búðir og markaðs- setning. A.m.k. heppnast slík mark- aðsherferð bara einu sinni.“ Laugardagur 10. maí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.