Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN einn flokka í þessu landi á stefnu sem boðar fráhvarf frá sósíalistískri mið- stýringu heilbrigðismála. Í sjálfstæð- isstefnunni er virðingin fyrir einstak- lingnum, sjálfstæði hans og frelsi aðalatriði en forræðishyggja, mið- stýring og ríkisrekstur eru andstæð- ur hennar. Stefna flokksins í heil- brigðismálum hefur mótast á Landsfundum gegnum árin með eft- irfarandi aðalatriði meir en áratug: Dregið verði úr miðstýringu og rekstri á vegum heilbrigðisráðuneyt- isins. Heilbrigðisútgjöld verði að- greind frá öðrum útgjaldaliðum rík- issjóðs. Sjúkratryggingar einstaklinga verði endurvaktar. Kostnaður við alla heilbrigðisþjón- ustu verði ljós. Skipulagning og fjár- hagsleg ábyrgð færist frá ríki til stofnananna sjálfra. Aukin fjöl- breytni verði í rekstrarfyrirkomu- lagi. Valfrelsi einstaklinga verði tryggt. Ónotuð stefna Sá er þó galli á að stefna flokksins hefur ekki verið notuð. 12 ára ríkis- stjórnarforysta Sjálfstæðisflokksins hefur þar ekki dugað til. Meirihluti heilbrigðisþjónustunnar, sá langdýr- asti, þ.e. sjúkrahúsin en einnig heilsu- gæslan, hefur verið í ánauð ríkisrek- innar miðstýringar í áratugi. Er það umfangsmesti ríkisrekstur í landinu. Orðið ánauð er sterkt orð en þó við hæfi. Minnast má hins „skelfilega ástands“ stofnanabundinni þjónustu barna- og unglingageðlækninga sem nýlega blasti við fréttaljósum. For- stjóri ríkisspítalanna hafði þó löngum reynt að fela ástandið með einskonar fjölmiðlabanni á yfirlækna. Langir biðlistar af ýmsu tagi umkringja rík- isspítalana. Aðrir biðlistar innan spít- alanna. Heilsugæslustöðvakerfið, áð- ur óskabarn, er í vanda, víða lamað og lemstrað af ofstjórn miðstýringar. Nýjustu fréttir um hina úreltu rík- iseinokun greina frá ársbið eftir heyrnartækjum hjá viðkomandi rík- isstofnun. Fyrirtæki við hliðina getur stytt biðina í fáar vikur en þar nýtur sjúklingurinn ekki niðurgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins. Meðan ríkisreknu þjónustukerfin virka seint eða ekki eru það sjálfstætt starfandi stofur og stofnanir sér- fræðilækna og annarra heilbrigðis- starfsmanna sem æ oftar bjarga mál- um og halda uppi þjónustustiginu. Þar er hinn raunverulegi vöxtur og framþróun í heilbrigðisþjónustunni síðari ár. Þjónusta þessi getur kostað almenning talsvert þrátt fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga en er afar ódýr hvað varðar opinbert fé. Kostar aðeins rúm 4% af því skattfé sem fer til allra heilbrigðismála. Þjónustan er persónuleg og þótt hún anni sjaldnast vaxandi eftirspurn er hún þjónustumiðuð og aðgengileg og það hefur fólk metið. Ríkisforsjá er aldrei treystandi Haustið 2001 kynnti fjármálaráð- herra fjárlagafrumvarp með 18 millj- arða tekjuafgangi ríkissjóðs og brosti. Forsætisráðherra sagði að miðað við þá góðu stöðu væri ástæða til að hyggja að heilbrigðismálum og sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu. „Enginn sér eftir því fé sem fer til heilbrigðismála.“ Menn glöddust, sumir gætilega en þóttust þó greina fyrirheit í einlægni þessara orða. Leiðari Morgunblaðsins fagnaði. Ein- hverjir liðir höfðu þó ekki ratað inn í fjárlagadæmið og skömmu síðar rann upp hinn frægi 11. september með eftirmálum sínum, m.a. kröfum um ríkisábyrgðir á stórhækkuðum tryggingum flugfélaga. Um sama leyti var geðdeildum á ríkisspítölum lokað í allstórum stíl sem hefði getað verið í lagi hefði eitthvað komið í stað- inn. Svo var ekki. Vandræði geð- sjúkra jukust og dreifðust um sam- félagið. Í niðurskurði á fjárlaga- frumvarpinu var undir áramót ákveðið að hækka komugjöld (minnka tryggingar) sjúklinga sem leituðu þjónustu hjá læknum utan spítala til að létta með því byrðar rík- isins. Eftir áramótin krafðist ASÍ lækkunar á framfærslukostnaði sem kominn var yfir ,,rauða strikið“ og voru þá komugjöld sjúklinganna lækkuð aftur til að bjarga vísitölunni. Þessi saga segir einfaldlega að heil- brigðiskerfið ríkisrekna er notað sem hagstjórnartæki hvenær sem er. Tryggingar í höndum ríkisins eru engar öruggar tryggingar. Fjöl- skylda í fjárþröng hefði ekki skorið niður tryggingar sínar og öryggi. Sagan lýsir einfaldri afstöðu stjórn- málamanna sem líta á heilbrigðismál sem útgjöld, ölmusukerfi, ,,velferð“. Þá lýsir hún barnslegri trúgirni á rík- isforsjána sem alltaf bregst. Barns- trúnni á jólasveininn. Trúin á ,,rétt- læti“ og forsjá að ofan er sterk. Minnir á meðvirk börn vanhæfra for- eldra vön endalausum vanefndum. Tryggingar eða ríkiseinokun og skömmtun Sjúkratryggingar okkar, áður nefndar sjúkrasamlög, stóðu eitt sinn að mestu undir öllum kostnaði við heilbrigðismál. Eru þær nú svipur hjá sjón. Þær nutu áður persónulegr- ar ábyrgðar eigenda sinna, einstak- linganna, sem greiddu til þeirra beint þriðjung kostnaðar, sveitarfélagið annan, ríkið þann þriðja. Fólk greiddi þau gjöld jafnan fyrst allra gjalda. ,,Sjúkrasamlögin komu eins og send- ing af himnum ofan fyrir fátækt fólk,“ sagði dr. Bjarni Jónsson á Landakoti en dr. Bjarni var ungur læknir í Reykjavík þegar þau komust á. Ekki verður rakið hér hvernig Íslendingar glutruðu forræði þessara trygginga úr höndum sér alla leið niður í rík- issjóð vegna oftrúar á opinbera forsjá. Sjúkratryggingar okkar eru vissu- lega ennþá til með takmarkað hlut- verk þó en mjög mikilvægar til að auðvelda fólki greiðslur fyrir heil- brigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Þær eru varðveittar í Trygginga- stofnun ríkisins. Tryggingahugtakið hefur varðveist í aðalatriðum. En framlög til sjúkratrygginga okkar eru óskilgreint skattfé skammtað okkur til baka með fjárlögum. Skammturinn er venjulega búinn löngu fyrir áramót. Upphefjast þá deilur um hvort fólk skuli hætta að veikjast, sjálfstætt starfandi læknar skuli hætta að vinna, gefa afslátt eða vinna ókeypis til áramóta. Fólk sem hefur komið sér upp alls- konar tryggingum, lífeyrissjóðum og heyrir daglega auglýstar líf- og sjúkdómatryggingar fyrir alla fjöl- skylduna hlýtur að spyrja æ oftar: ,,Hver er trygging mín í þessu kerfi sem ég er alltaf að borga í gegnum skatta og sagt er kosta 100 milljarða á ári? Á ég einungis rétt á biðlistum? Fæ ég aldrei heimilislækni aftur? Get ég orðið öruggari? Myndu auka- tryggingar virka? Get ég keypt mér viðbótartryggingu við eitthvað sem breytist sífellt og enginn samningur er til um? Mikilvægustu verkefni stjórnmála- manna þegar kemur að heilbrigðis- þjónustu eru einkum tvö. Annars vegar að ákvarða með lögum hver skuli vera lágmarksskyldutrygging hvers íslensks ríkisborgara. Hins vegar að skilgreina hverjar trygging- ar okkar eru svo að fólk viti hvað það hefur og geti bætt við sig tryggingum af skynsemi ellegar tryggt sig hjá öðrum en ríkinu. Hvernig eru raunverulegar sjúkratryggingar? Sá sem hefur raunverulega sjúkra- tryggingu hefur skýran rétt. Hann hefur tryggt sér rétt til að fá lækn- ishjálp, hjúkrun, sjúkraflutning og sjúkrahúsvist án tafar og eftir þörf- um sé slíkt yfirleitt fáanlegt þar sem hann er staddur á jörðinni. Trygging- arkort hans er hliðstætt viðskipta- kortum. Hann er neytandi með rétt og fjárhagslegt vægi. Ekki réttlaus þurfamaður á biðlista eða sjúklingur úti á gangi á yfirfullum spítala. Trygging þessi hlýtur að vera tak- mörkuð að einhverju leyti, innihalda sjálfsábyrgð eða tilgreinda takmark- aða ábyrgð á annan hátt, en samn- ingar þar um eiga að vera skýrir eins og í alvöru viðskiptum. Kosningar Nú boða allir flokkar lækkun skatta, sumir minni ríkisútgjöld. En allir vita að betur þarf að gera í sam- göngumálum, félagsmálum, land- helgis-, fangelsis-, dóms- og lögreglu- málum, mennta- og menningarmál- um og sannarlega í vanræktum heilbrigðismálum. Ófyrirséð mál gætu komið upp og krafist forgangs. Heilbrigðismál í höndum ríkisins og án raunverulegra trygginga eru óvar- in í þessari samkeppni. Nýjung ASÍ Svonefnd velferðarnefnd ASÍ, ger- ir ráð fyrir miðstýringu áfram og reiðir sig mjög á heilsugæsluna til að auka hagkvæmni, séstaklega til að minnka kostnað og vöxt hinnar vin- sælu þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Vill nefndin vekja upp gamlan draug, tilvísanaskylduna. Þarna gætir þekkingarleysis á þeirri staðreynd hve hagkvæm sérfræði- þjónustan er sem og á þeirri hörðu staðreynd að heilsugæslan er víða fjarri því að ráða við verksvið sitt. Til- vísanaskylda myndi þýða meiri vinnu heilsugæslunnar, tafir og snúninga fyrir sjúka og aukinn kostnað allra. Þarna er þó merk nýjung á ferð. Valfrjálst stýrikerfi nefnist sú hug- mynd velferðarnefndarinnar að efn- aðra fólk og þeir sem ekki geta beðið megi komast framhjá draugnum beint til sérfræðinga með því að af- sala sér tryggingarétti sínum. Þótt þetta sé skrítið réttlæti er hér með fellt úr gildi það heilaga boðorð mið- stýringarmanna að enginn megi stytta biðröð með því að kaupa sig út úr henni öllum til hagsbóta. Tillögur sjálfstæðismanna Í nýrri stjórnmálaályktun segir svo um heilbrigðismál. „Landsfundur leggur áherslu á að allir landsmenn búi við jafnrétti og valfrelsi og njóti fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Ríkisvaldið skal tryggja öllum landsmönnum þennan rétt og bera ábyrgð á fjármögnun heilbrigðisþjón- ustu.“ Þessar inngangssetningar virðast í fljótu bragði bjóða upp á miklar van- efndir ríkisins ef ekki ,,ánauð mið- stýringar“ áfram. Ríki sem hefur tek- ist á hendur að veita öllum íbúum alla mögulega heilbrigðisþjónustu hefur tekið að sér bæði óskynsamlegt og óendanlegt verkefni. Upplýstir ein- staklingar geta flestir og eiga að bera ríka ábyrgð á eigin heilsu og trygg- ingum. Óhollur lífsstíll kostar heilsu og endalausa heilbrigðisþjónustu. Fjöldi hugmynda fylgir þó í álykt- uninni og ganga flestar í þá átt að minnka ríkisrekstur og dreifa ábyrgð. Lagt er til að öll stig öldr- unarþjónustu færist yfir til sveitarfé- laga. Þar geta þau mál notið eðlilegr- ar ábyrgðar og skynsemi heima- manna. Sama ætti að gilda um heilsugæslu. Í ályktun um tryggingamál segir: ,,Landsfundur leggur áherslu á það grundvallaratriði að allir borgarar eigi jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. Fundurinn telur að breyta þurfi kerfi sjúkratrygginga á þann veg að ljóst sé að um raunverulegt trygginga- kerfi sé að ræða þar sem menn njóta tiltekinna skilgreindra réttinda til heilbrigðisþjónustu sem þeir hafa greitt fyrir með iðgjöldum. Skattar lækki sem nemi iðgjöldum til sjúkra- trygginga. Í stað fastra fjárlaga verði rekstur í heilbrigðisþjónustu fjár- magnaður með greiðslum fyrir unnin verk og þjónustu. Réttindi þeirra sem ekki geta greitt iðgjöld verði tryggð. Hvatt er til þess að einstaklingsfram- takið verði nýtt á sem flestum sviðum í rekstri heilbrigðisþjónustu til þess að sem mestri hagkvæmni verði náð, sjúklingum til hagsbóta.“ Samhjálparhugsjónin og sjálfstæð- isstefnan fara hér saman. Sjúklingar, neytendur með rétt Neytendur heilbrigðisþjónustu þurfa að vera sjúkratryggðir. Aðeins þannig hafa þeir rétt og valfrelsi. Sem handhafar raunverulegra, skil- greindra sjúkratrygginga hafa sjúk- lingar fjárhagslegt vægi og sjálfstæði og eru ekki einungis skattgreiðendur og réttlitlir þiggjendur á biðlistum fjárvana ríkisrekinna stofnana. Slík stefna varðveitir virðingu og sjálf- stæði einstaklingsins þótt hann verði sjúkur. Stuðlar að sjálfstæði heil- brigðisstofnana og styrkir samfélag- ið. Slík stefna getur staðið undir nafni sem sjálfstæðisstefna í heilbrigðis- málum. SJÁLFSTÆÐISSTEFNA Í HEILBRIGÐISMÁLUM Eftir Ingólf S. Sveinsson „Meirihluti heilbrigð- isþjónust- unnar, sá langdýrasti, þ.e. sjúkrahúsin en einnig heilsugæslan, hefur verið í ánauð ríkisrekinnar mið- stýringar í áratugi.“ Höfundur er læknir í Reykjavík. Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is Barmahlíð 46 Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 15.00 Erna og Haraldur taka vel á móti ykkur. Er- um með mjög góða 94 fm miðhæð ásamt bílskúr í góðu steinsteyptu húsi. Tvö góð herbergi, stofa og borðstofa. Fallegt mer- bau-parket á gólfum. Suðursvalir. Skipt verður um þakjárn á kostnað seljanda. Áhv. 8,5 millj. húsb. og bygg.sj. Verð 15,9 millj. Frábærlega staðsett einbýlishús með bílskúr gegnt Akureyri með útsýni um allan Eyjafjörð. Húsið er 220 fm með 200 fm verönd í kringum húsið, heitir pottar inni og úti. Þetta er hús fyrir vandláta, stórar fj, vinahóp eða stéttarfélög. Myndir á holl.is Akureyri EKRA EYJAFIRÐI Vilhelm Jónsson Fasteignasalan Hóll Hafnarstræti 83 600 Akureyri s. 461 2010 & 891 8363 GSM 896 8232 LANGAMÝRI 28 - GBÆ Björgvin og Hrönn taka á móti áhuga- sömum í dag og sýna glæsilega +85 fm íbúð á 2. hæð auk 23,4 fm bílskúrs. Parket og flísar á gólfum, góð lofthæð, góðar svalir. Mjög vandaðar sérsmíðaðar inn- réttingar. Björt og góð íbúð á frábærum stað rétt hjá skóla og íþróttasvæði. Algjör draumastaður fyrir krakkana. Verið velkomin. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.