Morgunblaðið - 11.05.2003, Page 35
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 35
RAÐHÚS
Dalsel - m. aukaíbúð Glæsilegt
raðhús m. aukaíbúð í kjallara. Á miðh. er
forst., snyrting, hol, stór stofa, eldhús og
búr. Á efri hæð eru 3 herb., baðh. og
hol. Í kj. er sér 3ja herb. íbúð. Húsið hef-
ur allt meira og minna verið endurnýjað.
Lóðin er mjög falleg, m.a. ný stein-
hleðsla og heitur pottur. V. 19,9 m. 3332
HÆÐIR
Miðbær - útsýnisíbúð Stór-
glæsileg 162 fm „penthouse“-íbúð á
tveimur hæðum. Mikil lofthæð, einstakt
útsýni, tvennar svalir, lútað parket og
flísar. Einstök íbúð með miklum stór-
borgarbrag, tvö einkabílastæði. V. 28,5
m. 3302
4RA-6 HERB.
Miðleiti - glæsilegt 4-5 herbergja
glæsileg 127 fm endaíbúð á 3. hæð
ásamt stæði í bílageymslu sem er innan-
gengt í. Íbúðin skiptist í hol, stofu, borð-
stofu, eldhús, þv.h., baðh. og 3 herb.
Ákv. sala. V. 18,9 m. 3321
Fálkagata Snyrtileg og björt 4ra her-
bergja íbúð ásamt sérgeymsluí kjallara.
Íbúðin skiptist í hol, þrjú herbergi, eld-
hús, baðherbergi og stofu. Mjög fallegt
útsýni. V. 12,9 m. 3292
Flúðasel - 4-5 herb. Vorum að fá
í sölu fallega 4ra-5 herb. 116 fm íbúð á
2. hæð í nýlega standsettu fjölbýli. Íbúð-
in skiptist m.a. í stórt hol, stofu, borð-
stofu og 3-4 herbergi. Yfirbyggðar svalir.
Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. V.
14,3 m. 3054
3JA HERB.
Skaftahlíð - rúmgóð Vorum að
fá í sölu mjög góða 95 fm íbúð á 1. hæð
í litlu fjölbýli. Endurnýjað eldhús. Svalir til
suðurs. V. 12,9 m.3320
Frostafold - bílskúr Falleg 80 fm
3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinn-
gangi og sérgarði með verönd við Frost-
afold auk 20 fm bílskúrs. Íbúðinni fylgir
bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, hol,
eldhús, þvottahús/búr, baðherbergi, her-
bergi og stofu. Sérgeymsla í kjallara og
sameiginlegt þvottahús. V. 12,9 m. 3265
Kleppsvegur - útsýni Vorum að
fá í sölu mjög fallega 77 fm 3ja herb.
íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Góðar suður-
svalir. Mjög fallegt útsýni er úr íbúðinni
til norðurs og suðurs. V. 10,9 m. 3312
Fífulind Mjög falleg 3ja herbergja
u.þ.b. 90 fm íbúð á 2. hæð á þessum
eftirsótta stað. Eignin skiptist m.a. í
stofu, borðstofu, tvö herbergi, baðher-
bergi og eldhús. Sólríkar suðursvalir.
Gott skipulag. Eftirsóttur staður. V. 13,5
m. 3309
Dyrhamrar - glæsilegt útsýni
3ja herb. mjög falleg um 100 fm íb. á 2.
hæð m. sérinng. af svölum. Íbúðin skipt-
ist í stóra stofu m. útskotsglugga, tvö
stór herb., stórt eldhús, stofu m. út-
skotsglugga o.fl. V. 13,4 m. 3247
Naustabryggja Ný, glæsileg 87 fm
3ja herbergja íbúð á jarðhæð með stórri
verönd (25 fm) auk stæðis í bílageymslu
í nýju húsi sem tekið hefur verið í notkun
í Naustabryggju. Eignin skiptist í hol,
stofu, eldhús, baðherbergi og tvö her-
bergi. Allar hurðir, innréttingar og gólf-
efni eru úr eik. 3325
2JA HERB.
Keilugrandi Falleg 52 fm 2ja her-
bergja íbúð á jarðhæð sem skiptist í for-
stofu, stofu, baðherbergi, svefnherbergi
og eldhús.Þvottaherbergi er í sameign á
jarðhæðinni. V. 8,9 m. 3272
Skeljagrandi - sérinng. Vorum
að fá í sölu mjög fallega 66 fm íbúð á 3.
hæð í fjölbýli. Íbúðinni fylgir stæði í bíla-
geymslu. Sérinngangur af svölum. Góð-
ar suðursvalir. V. 10 m. 3313
Gullsmári - eldri borgarar
Vorum að fá í einkasölu fallega 62 fm
íbúð á 6. hæð í nýlegu lyftuhúsi. Mikið
útsýni. Svalir til vesturs. Tvær lyftur.
Þjónusta er í húsinu. Íbúðin er laus strax.
V. 12,9 m. 3282
Nökkvavogur Falleg 2ja herbergja
íbúð í kjallara í tvíbýlishúsi við Nökkva-
vog. Gott skipulag. Eftirsóttur staður.
Stór garður. Húsið lítur vel út að utan. V.
8,4 m. 3323
Hlíðasmári 1-3
Til leigu/sölu
Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smáranum í
Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm.
Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bílastæði. Frábært útsýni. Sér-
lega vönduð og fullbúin sameign.
Allar nánari uppl. gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu.
STJÓRN Leikfélags Reykjavíkur
hefur viðurkennt að ákveðin mistök
hafi verið gerð þegar samningur við
borgina til næstu 12 ára var und-
irritaður í janúar 2001. Borgaryf-
irvöld hafa farið yfir rekstur LR og
viðurkenna að í Borgarleikhúsinu sé
ekki bruðlað með fé. ,,Það er enginn
að tala um að það sé einhver óráðsía
í þessum rekstri, það er vel haldið
um spilin. Menn telja eyrinn og
menn vita nákvæmlega hvaða tölur
eru í gangi,“ segir borgarstjóri.
(Visir.is 8. maí 2003) Er þá ekki ein-
faldlega ljóst að borgin lagði fram
óraunhæfa upphæð í reksturinn
miðað við þær skyldur sem LR hef-
ur á herðum skv. áðurnefndum
samningi? Hvað telur borgin eðli-
legt að rekstur Borgarleikhússins
kosti miðað við þá starfsemi sem
þar hefur verið undangengin ár?
Allir geta tekið undir þá skoðun
borgarstjóra að ekki er fýsilegur sá
kostur að LR komi árlega og biðji
um aukið framlag. LR seldi hlut
sinn í Borgarleikhúsinu í janúar
2001 fyrir rúmar 200 milljónir og
nýtti alla þá upphæð til að greiða
upp gamlar skuldir. Skýtur sú stað-
reynd ekki enn frekari stoðum undir
það álit að LR hefur aldrei, þrátt
fyrir umtalsvert sjálfsaflafé, hlotið
þann stuðning frá borginni sem vera
skyldi?
Að reka leikhús á viðskiptagrund-
velli. Það hefur verið reynt að reka
hér markaðsleikhús með stuðningi
Reykjavíkurborgar og eftir það æv-
intýri sátu fjölmargir listamenn eft-
ir með sárt ennið og margra mánaða
ógreidd laun. Leikhúsrekstur getur
ekki lotið hreinum og klárum við-
skiptalögmálum. Leikhússtjóri legg-
ur til ákveðið verkefnaval og á því
eru byggðar áætlanir um kostnað og
áætlaða innkomu. Áætlanir. Óvissu-
þættirnir eru margir. Leikhúsið get-
ur að sjálfsögðu staðið við áætlun
um kostnað en þá er það hitt veiga-
mikla atriðið, koma áhorfendur?
Fást tekjur upp í kostnað? Marg-
sinnis hefur það gerst að sýningar
sem voru álitnar gangsýningar fá
litla aðsókn og sýningar sem ekki
var reiknað með að nytu almenn-
ingshylli eru sýndar lengur en
bjartsýnustu menn þorðu að vona.
Þetta er og verður áhættusamur
rekstur og því verður að koma til
styrkur frá opinberum aðila því
sjálfsaflafé er upphæð sem stundum
er skv. áætlun, stundum meira,
stundum minna. Það ætti líka að
vera íhugunarefni fyrir borgaryfir-
völd að í stað þess að greiða LR út
árlegan styrk í skömmtum fengi
Leikfélagið allan styrkinn 1. janúar
ár hvert og gæti þá notið vaxta af
heildarupphæðinni. Auðvitað verður
LR að standa og falla með sínum
áætlunum en styrkur borgarinnar
er einfaldlega of lítill. Er ekki ein-
falt mál að fara yfir nokkur rekstr-
arár LR aftur í tímann og sjá út
hvað vantar uppá til að dæmið gangi
og komast þannig að því hvert raun-
hæft framlag borginnar ætti að
vera? Borgarstjóri talar um betri
nýtingu hússins, ég hef þá trú að
nýting Borgarleikhússins verði ekki
öllu meiri, þarna er LR með allar
sínar leiksýningar, Íslenski dans-
flokkurinn hefur þarna aðstöðu fyrir
æfingar og sýningar, frjálsir leik-
hópar koma inn í húsið, að ótöldum
öllum þeim sem leigja sali og að-
stöðu leikhússins fyrir fundi, ráð-
stefnur, fyrirlestra, tónleika, dans-
sýningar, hárgreiðslusýningar,
vörukynningar og svo mætti lengi
telja. Ef borgarstjóri kemur auga á
frekari nýtingarmöguleika þá tekur
stjórn LR þeim ábendingum áreið-
anlega fegins hendi.
Að hafa tvö stór leikhús í borginni
sem bæði hafa á sínum snærum
ákveðinn fastan kjarna og svo laus-
ráðið fólk er sá grundvöllur sem
leikarar og aðrir leikhúslistamenn
byggja starfsöryggi sitt á. Fjöldi
fólks fer árlega í háskóla og
menntar sig sem leikarar, leik-
mynda- og búningahönnuðir, leik-
stjórar og leikhúsfræðingar, hvers
vegna styrkir hið opinbera slíkt nám
ef það liggur ljóst fyrir að engin
vinna er fyrir þetta fólk að námi
loknu? Er litið á þessa háskóla-
menntun sem tómstundagaman og
þessu fólki sé best að finna sér „al-
mennilega“ vinnu að námi loknu,
hitt sé hægt að dunda við í frístund-
um? Oft hafa heyrst raddir sem
segja „Það er ekkert mál að setja
upp leiksýningar fyrir eina milljón“.
Ég er sammála, það er ekkert mál
ef fólk er tilbúið til að gefa vinnuna
sína, en það fyrirkomulag gengur
aðeins í stuttan tíma, á meðan þú
ert ungur, barnlaus og með engar
fjárhagslegar skuldbindingar á bak-
inu. Ef við viljum listamenn með
reynslu þá verða þeir að hafa að ein-
hverju að hverfa, von um launaða
vinnu, það vinnur enginn í sjálfboða-
vinnu alla starfsævina. Samningur
LR við borgina segir að LR sé skylt
að hýsa ákveðinn fjölda frjálsra leik-
hópa á ári hverju. Stóru leikhúsin
tvö hafa einnig ýtt undir starfsemi
frjálsu leikhópanna því það er vel
þekkt staðreynd að innan frjálsu
leikhópanna starfa gjarnan leikarar
sem eru líka í verkefnum hjá stóru
leikhúsunum, ýmist sem fast- eða
lausráðnir og hafa þá laun þaðan og
það gerir þeim kleift að starfa með
frjálsum leikhópum sem svo sann-
arlega auðga menningu okkar og
listalíf. Stuðningur borgar og ríkis
við þá hópa er efni í annan pistil.
Varðandi eldri leikara er það nú
svo að leikhúsbókmenntirnar bjóða
uppá flest hlutverk fyrir leikara á
aldrinum 25–50 ára. Á þessu aldurs-
bili eru einnig mun fleiri hlutverk
fyrir karla en fyrir konur. Þegar
fimmtugsaldri er náð finnur leikar-
inn að eftirspurnin minnkar, hann
er enn í fullu fjöri og vill gjarnan
leika en hlutverkin eru fá og því
verður það erfitt fyrir leikarann að
uppfylla vinnuskyldu sína. Á þessu
máli var tekið í síðasta kjarasamn-
ingi LR og FÍL þar sem leikhúsinu
er heimilt að nýta leikarann til ann-
arra starfa innan leikhússins en
bara að æfa og leika. Leikhúsið hef-
ur því alla möguleika til að hafa leik-
arann áfram í vinnu þó svo hann
leiki ekki eins mörg hlutverk hann
gerði þegar hann var 35 ára. Und-
anfarin ár hefur LR staðið fyrir öfl-
ugu barnastafi í þágu grunnskóla-
barna í Reykjavík og umsjón með
því starfi hefur haft „eldri leik-
kona“. Þetta, eins og svo margt ann-
að, lenti undir hnífnum þegar LR
sagði upp fólki um síðustu mánaða-
mót.
Viðræður milli borgaryfirvalda og
stjórnenda LR hafa staðið yfir lengi,
starfshópar hafa verið gerðir út af
örkinni til að leita lausna og ég er
þess fullviss að LR-stjórnendur
gera allt til að geðjast borgaryfir-
völdum svo samningar náist, en á
meðan er öll starfsemi LR í upp-
námi, enginn veit hvað verður og
áhyggjur mínar snúa að því að um-
talsverður fjöldi listamanna og ann-
arra leikhússtarfsmanna, s.s. sýn-
ingarstjórar, ljósa- og hljóðmenn,
hárgreiðslu- og förðunarfólk, smiðir,
sviðsmenn og starfsmenn sauma-
stofu, hafi misst vinnu sína til fram-
búðar. Ég hvet borgarstjóra til að
hraða samningaviðræðum við LR
svo að þessari óvissu verði eytt. Það
er gott að heyra að borgaryfirvöld
kunna að meta það starf sem unnið
er í Borgarleikhúsinu en spurningin
er engu að síður sú – hvað er borgin
tilbúin til að borga þannig að sá fag-
legi metnaður og gæði menningar-
starfsemi í Borgarleikhúsinu sem
borgaryfirvöld meta svo mikils
(Þórólfur Árnason Mbl. 9. maí
2003), fái áfram glatt hug og hjarta
Reykvíkinga og landsmanna allra.
HUGLEIÐINGAR VEGNA
SVARS BORGARSTJÓRA
TIL FORMANNS FÍL
Eftir Hrafnhildi
Theodórsdóttur
„Ég hvet
borgarstjóra
til að hraða
samninga-
viðræðum
við LR svo að þessari
óvissu verði eytt.“
Höfundur er framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra leikara.
VIÐSKIPTI mbl.is