Morgunblaðið - 11.05.2003, Page 39

Morgunblaðið - 11.05.2003, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 39 IÐJUÞJÁLFAR í heilsugæslu gætu sinnt eftirfylgd frá sjúkrahúsi og endurhæfingu í daglegum athöfn- um í heimahúsi og nærumhverfi í ná- inni samvinnu við heimahjúkrun, fé- lagsþjónustuna og sjúkraþjálfara og þannig komið í veg fyrir endurinn- lagnir. Það sem hvatti okkur til að skrifa þessa grein er vöntun á eftirfylgni og gætu endurinnlagnir verið ein af or- sökum þess. Vegna skorts á úrræð- um úti í þjóðfélaginu er sjúklingur útskrifaður heim meðan hann bíður eftir frekari endurhæfingu og engin þjálfun tekur við í athöfnum daglegs lífs í heimahúsi. Hættir þá sjúklingn- um til að missa tileinkaða færni. Eft- irfylgni í nágrannalöndum okkar hefur skilað sér í aukinni færni skjól- stæðinga við iðju og lægri kostnaði samfélagsins. Aldraðir eiga að hafa aðgang að þjónustu iðjuþjálfa samkvæmt lög- um um heilbrigðisþjónustu nr. 97 frá 1990 í grein 19.1. Sannreynt er að aldraðir geta ver- ið lengur heima sé þeim veitt viðeig- andi þjónusta og stuðningur. Í lögum um málefni aldraða 1999 nr. 125 er kveðið á um að styðja skuli aldraða til að búa heima eins lengi og kostur er og að þeir njóti þjónustu sem samræmist þörfum þeirra. Enn hafa ekki náðst samningar við heilsu- gæslustöðvarnar um að ráða iðju- þjálfa til að sinna hluta af þessari eft- irfylgni. Aðeins einn iðjuþjálfi er ráðinn við heilsugæsluna í Reykjavík. Ástandið er aðeins betra á landsbyggðinni. Ávinningur af heimatengdri endurhæfingu Endurhæfing sem fer fram á heimili skjólstæðings og nærum- hverfi veitir öryggi, eykur áhuga- hvöt og skjólstæðingurinn horfist í augu við viðfangsefnið í réttum að- stæðum. Þekkt umhverfi er sérstak- lega vel til þess fallið að vinna með vitræna skerðingu. Nálgunin er skjólstæðings- og iðjumiðuð þar sem tilgangur endurhæfingar verður augljósari og möguleiki á að vinna markvissar að málefnum hvers og eins. Markmiðið er að efla og við- halda færni skjólstæðingsins svo hann verði sem mest sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs, s.s. eigin umsjá og (heimilis)störf/innkaup. Iðjuþjálf- ar kanna einnig áhugasvið skjól- stæðinga sinna og koma að tóm- stundaiðkun þeirra. Hópur eldra fólks verður fyrir því óláni að brjóta sig heimafyrir og í nærumhverfi og verður hræddur við að hreyfa sig og brotna enn frekar. Fólkið einangrar sig félagslega, hreyfir sig sem minnst, sem aftur leiðir til þess að líkamleg og fé- lagsleg færni þess skerðist enn frek- ar. Þarna er eftirfylgd og endurhæf- ing í daglegum athöfnum í heimahúsi nauðsynleg og gæti komið í veg fyrir endurinnlagnir. Að líta á skjólstæð- inginn sem iðjuveru með hlutverk í stað þess að gera hann vanvirkan viðtakanda þjónustu. Í Danmörku héldu iðjuþjálfar námskeið með starfsmönnum fé- lagsþjónustunnar til að fræða þá um skjólstæðinginn sem iðjuveru og gefa þeim innsýn í mikilvægi þess að hvetja hann til að vera virkur þátt- takandi í eigin lífi og daglegri iðju í stað þess að gera hann vanvirkan viðtakanda þjónustu. Iðja gerir okk- ur að því sem við erum – iðja gefur lífinu gildi. Framtíðarsýn okkar varðandi eftirfylgd Á Norðurlöndunum vinna flestir iðjuþjálfar sem sjá um eftirfylgd hjá sveitarfélagi. Við sjáum fyrir okkur iðjuþjálfa starfa í heilsugæslunni. Heimatengd endurhæfing er það sem koma skal og getur verið liður í meðferðarúrræðum utan stofnan- anna. Einstaklingur gæti útskrifast fyrr heim og þyrfti ekki að liggja eins lengi á bráðasjúkrahúsi og staðan er í dag, þar sem færni hans skerðist og hann einangrast félagslega Í útskriftaráætlun teymis yrði tenging við heimahjúkrun, fé- lagsþjónustu, sjúkraþjálfara og iðju- þjálfa. Iðjuþjálfi myndi sjá um endurmat og þjálfun og veita ráðgjöf um áhrif sjúkdóma, t.d. heilabilunar, og færn- iskerðingu skjólstæðings við daglega iðju ásamt notkun hjálpartækja til aðstandenda, félagsþjónustunnar og heimahjúkrunar. Einnig varðandi vinnuumhverfi, líkamsbeitingu, ferli/ flutning og orkusparandi vinnuað- ferðir við aðhlynningu. Þetta gæti dregið úr tíðum mannaskiptum í heimaþjónustu sem er einkar áber- andi á heimilum sjúklinga með mikla andlega og/eða líkamlega færn- iskerðingu, aukið vellíðan, öryggi og ánægju starfsmanna. Tíð manna- skipti í heimaþjónustu valda álagi bæði á sjúkling og aðstandendur. (Hanna Lára Steinsson, Öldrun – 21. árg. 1. tbl. 2003.) Hvernig gæti þjónusta iðjuþjálfa skilað sér í lægri samfélagslegum kostnaði? Jú, því meira sjálfbjarga sem skjólstæðingurinn er við dag- lega iðju því minna þarf hann á þjón- ustu heimahjúkrunar og félagsþjón- ustunnar að halda og þannig er hægt að auka þjónustu við þá sem þurfa á hjálp að halda. Með nánari samvinnu fagstéttanna teljum við að hægt yrði að spara tíma, peninga og auka gæði þjónustunnar við sjúklinga og að- standendur. Hlutverk iðjuþjálfa á bráðasjúkrahúsi felst fyrst og fremst í því að meta færni sjúklinga og út frá því þörf fyrir hjálpartæki og frekari endurhæfingu og er eftir- fylgni því ekki í þeirra höndum.Til- boð um þjónustu iðjuþjálfa utan sjúkrastofnana þekkist varla og er það grófleg mismunun að okkar mati. Nú eru kosningar í nánd, hvetj- um við því ráðamenn þjóðarinnar til að skoða þennan málaflokk. Eftir Birgitte Korsgaard, Hafdísi Sverrisdóttur og Lindu E. Pehrsson „Tilboð um þjónustu iðjuþjálfa utan sjúkra- stofnana þekkist varla og er það grófleg mismunun að okkar mati.“ Höfundar eru iðjuþjálfar á LSH, Fossvogi. Samvinna fagstétta, lægri samfélagslegur kostnaður, betri þjónusta HafdísBirgitte Linda E. Veitingahúsið DINER-INN, Ármúla 21, er til sölu Opnunartími hefur verið frá kl. 7.30-17 alla virka daga. Morgunmat- ur og hádegismatur. Einnig bakkamatur í hádeginu. Staðurinn er vel búinn tækjum og búnaði. Fullkomið veislueldhús. Allt er til stað- ar fyrir minni samkvæmi, afmæli o.fl. Þetta er gullið tækifæri fyrir gott verð. Verð aðeins kr. 6,5 milljónir. Allar upplýsingar gefur Halldór á fasteignasölunni Hóli í síma 595 9095. Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Þjóðgarðurinn Þingvöllum Sumarhús á vatnslóð Sölusýning í dag, sunnudag, frá kl. 13-18 Afar vel staðsett sumarhús niður við Þingvallavatn innan þjóðgarðs Þing- valla. Húsið er í landi Kárastaða við Neðristíg nr. 11 og stendur á 5.000 fm grónu landi á einstökum stað og nýtur mikils útsýnis frá húsinu. Húsið er 60 fm alls með um 40 fm verönd. Gríðarlega fallegt og stórbrotið umhverfi. Bátaskýli og bátur fylgja. Verð 20,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-18. Verið velkomin. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Glæsileg húseign. Nýkom- in í einkasölu glæsileg húseign á tveimur hæð- um, samtals 505 fm. Um er að ræða húsnæði Nýja viðskipta- og tölvuskólans í Hafnarfirði. 1. hæð, jarð- hæð, 287 fm fullinnréttað skrifstofuhúsnæði. Efri hæð 216 fm fullinnréttuð skrifstofuhæð. Vel staðsett eign örstutt frá Fjarðarkaup-um og Bæjarhrauninu. Góð aðkoma og næg bílastæði. Selst í einu eða tvennu lagi. Verð 43 millj. Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Hólshraun 2 - Hafnarfirði - skrifstofuh. Opið hús Gullsmári 8 3ja herb. 89 fm íbúð á 5. hæð Til sýnis og sölu sérlega glæsileg og björt 89 fm, 3ja herbergja útsýnisíbúð á fimmtu hæð í mjög góðu lyftu- húsi á þessum eftirsótta stað. Verð 13,9 millj. Áhv. 4,0 millj. Stefán verður með heitt á könnunni og tekur vel á móti þér og þínum í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 18.00 (bjalla 501). Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar, sími 511 1555. www.fotur.net Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. Alltaf á þriðjudögum Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.