Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 41MORGUNBLAÐIÐ þannig viðraði. Fjöldi þessara sum- argesta hefur haldið tryggu sam- bandi við húsbændurna á Ökrum og komu mörg þeirra þangað í heim- sóknir með börnin sín og rifja upp ánægjustundirnar frá dvölinni þar. Ólafur var góður bóndi og var öll vinna hans við búskapinn vel skipu- lögð og skilaði búið góðum árangri. Hann var ákaflega laginn og hafði yfigripsmikla þekkingu á öllum bú- vélum og tækjum. Hann gerði sjálf- ur við allar sínar vélar og hélt þeim í góðu ásigkomulagi. Á Ökrum stendur mjög gömul kirkja sem er sóknarkirja sveitar- innar. Ólafi var ákaflega annt um kirkjuna sína og eru ótaldar allar þær stundir sem að hann varði til þess að kirkjan mætti ávallt líta sem best út og ekki taldi hann eftir sér að veita öllum þeim liðsinni sem þangað þurftu að sækja, bæði sókn- arbörnum og prestum og í lang- flestum tilfellum voru allir kirkju- gestir velkomnir að þiggja veitingar hjá þeim hjónum að loknum athöfn- um í kirkjunni. Það varð Ólafi til sérstakrar ánægju að sjá kirkjuna sína jafn fallega útlítandi eins og hún er nú í dag, en á síðustu árum hefur farið fram meiri háttar við- gerð og endurnýjun á kirkjunni bæði utan og innan og átti hann drjúgan þátt í því að sú viðgerð komst í framkvæmd. Ólafur hafði mikið yndi af hljóm- list og söng. Hann hafði fágaða bariton rödd sem naut sín mjög vel í samsöng. Hann var einkar háttvís maður í framkomu og hlýr í viðmóti. Hann var fastur fyrir í skoðunum og lét aldrei hrekja sig af leið sann- færingar sinnar, en var viðræðu- góður og rökfastur. Nú er Ólafur vinur minn allur. Á bak við fátæklegan búning þessara kveðjuorða minna eru geymdar hugsanir og tilfinningar sem ekki er auðvelt að setja á blað, en eftir lifir minninginn um sérstakan persónu- leika og drengskaparmann sem ávallt var köllun sinni trúr. Þegar hann er horfinn af sjónarsviðinu er- um við öll sem næst honum stóðu fátækari og söknum góðs vinar. Jón Þór Jóhannsson. Þegar ég sest niður núna þegar hann Óli er dáinn koma margar minningar upp í hugann frá æsku- árum mínum á Ökrum. Ég kynntist Óla þegar ég var aðeins 7 ára göm- ul. Þau hjónin Inga og Óli ráku sumardvalarheimili fyrir börn á Ökrum ásamt búskap og var ég eitt þeirra lánsömu barna sem þar dvöldust á hverju sumri. Við feng- um að taka þátt í bústörfum og man ég sérstaklega hve Óli var þolin- móður að dröslast með okkur krakkana á heyvagninum fram og til baka í miðjum heyskap. Og með- an brúsapallurinn var og hét leyfði hann okkur oft að koma með sér þegar hann fór með mjólkina. Á haustin þegar sumardvölinni lauk spurði hann mig hvort ég kæmi ekki aftur næsta sumar. Mér þótti vænt um þá kveðju. Þegar ég var orðin unglingur vann ég á sumrin við bústörfin og mér til mikillar gleði treysti Óli mér, borg- arbarninu, til að sjá um mjaltir og fara í leitir. Þetta eru aðeins örfá brot af þeim góðu minningum sem ég á um Óla. Óli var afskaplega dagfarsprúður og rólegur maður. Hann fór aldrei með neitt fleipur, var traustur sam- ferðamaður og góður bóndi. Að leið- arlokum vil ég þakka Óla fyrir alla þá hlýju og alúð sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Ég votta Ingu eiginkonu hans og fjölskyldu samúð mína. Guð blessi þig elsku Óli minn og varðveiti minningu þína. Kveðja Oddný. hógværð en þó reisn í fasi. Björg bjó um langt skeið við dvínandi heilsu sem reyndi mjög á þrek hennar en eiginmaðurinn reyndi af fremsta megni að létta henni lífið, stytta henni stundirnar, hlúa að henni og hjúkra á allan hátt, sem gerði henni mögulegt að dveljast heima nánast til hinstu stundar. Ég vil að lokum þakka Björgu kynnin góðu og bið henni blessunar á nýju tilverustigi um leið og ég votta eiginmanni, börnum, systkin- um og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Eyþór Ólafsson. Í dag er 29. mars. Það sem maður hafði hálft í hvoru búist við í mörg ár gerðist svo snögglega að ekkert okk- ar hafði áttað sig fyrr en öllu var lok- ið. Hverju var heldur við að búast þar sem amma var annars vegar? Búin að sigrast á krabbameini í tví- gang, fyrir utan allt annað, og ég held að ég hafi hálft í hvoru verið farin að líta á hana sem einhvern órjúfanlegan hluta af tilverunni. En allt hefur sinn endi og núna var ég að koma heim eftir kveðju- stund á spítalanum. Eitthvað er samt öðruvísi en það ætti að vera, sólin skín eitthvað svo óvenju skært og bræðir ekki bara snjóinn heldur mildar líka sorgina. Einhvern veginn finnst mér að þetta einstaklega fal- lega veður sem er í dag sé að minna mig á það, að í stað þess að syrgja ætti ég frekar að gleðjast ömmu vegna fyrir að hafa hlotið hvíldina. Vegna veikinda hennar undanfar- ið sáumst við ekki eins oft og báðar hefðum kosið. Ég veit að samt sem áður saknaði hún þess að sjá ekki mig og krakkana, sérstaklega hana nöfnu sína, og afa, sem hún var svo stolt af. En núna getur hún bara „kíkt við“ þegar hana langar til án þess að spyrja kóng eða prest. Amma var oft veik síðustu árin en það er þó ekki þannig sem ég mun muna hana. Það sem upp úr stendur í minningunni er amma í sólskins- skapi, syngjandi eða raulandi yfir hverju því sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var handa- vinna eða eitthvert húsverk. Hún óskaði þess að verða jörðuð í kyrrþey, þannig að ég er nú ekki al- veg viss um hvernig henni myndi líka þessi opinberu blaðaskrif mín en … verð ég ekki bara að stóla á að „markvörðurinn“ í strákahópnum fái fyrirgefningu? Elsku Ari afi og langafi, eða langi-afi (risastóri afi, eins og strákarnir skildu það einu sinni). Við vitum að það er tómlegt í húsinu núna, en ég vona að við Stef- án og langafabörnin þín getum fyllt eitthvað upp í það tómarúm, þó ekki væri nema að hluta til. Sigurlaug. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR NARFHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Tjarnargötu 22, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 12. maí kl. 14.00. Kransar og blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Blindrafélagið. Ingi Þór Jóhannsson, Ásrún Ingiþórs Ingadóttir, Ingvi Ingiþórs Ingason, Ágúst Ingiþórs Ingason, Borgný Seland, Jóhann Ingiþórs Ingason, Sigríður Óskarsdóttir, Þórir Gunnar Ingason, Jónína Sigríður Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON, Snorrabraut 56, Reykjavík, sem lést föstudaginn 2. maí verður jarðsunginn frá Bústaðarkirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Jón Magnússon, Þuríður Gísladóttir, Rósa Magnúsdóttir, Brynjólfur Heimisson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Agnar Guðlaugsson, Magnús Björn Magnússon, Svala Hafsteinsdóttir, Ingibjörg Herta Magnúsdóttir, Halldór Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar og afi minn, ÓLAFUR JÓNSSON, sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 1. maí, verður jarðsung- inn frá kapellunni í Fossvogi mánudaginn 12. maí kl. 15.00. Unnur Ósk Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Eygló Jónsdóttir, Óli Garðar Jónsson, Agnes Baldvinsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN THORARENSEN fv. kennari, Háholti 23, Hafnarfirði, sem lést þriðjudagsins 6. maí, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. maí kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hins látna, láti KFUM og K njóta þess. Hrönn Thorarensen, Sigríður Rut Thorarensen, Þórhallur Sigurðsson, Kristján S. Thorarensen, Málfríður Vilhelmsdóttir, Friðrik J. Thorarensen, Vilhelmína S. Thorarensen, Ingimar Þ. Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir þá vináttu og hlýhug, sem okkur hefur verið sýndur við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Hjallabraut 33. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Þór Garðarsson, Grétar Már Garðarsson, Soffía Karlsdóttir, Kristinn Garðarsson, María Sigurðardóttir, Særún Garðarsdóttir, Magnús Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ELLIÐI ÞORSTEINSSON, Hringbraut 48, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 13. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Erla F. Sigurbergsdóttir, Inger Linda Jónsdóttir, Davíð Baldursson, Oddný Indíana Jónsdóttir, Birgir Hrafnsson, Bryndís Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Brynjar Steinn Jónsson, Bylgja Dís Erlingsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma ELÍN MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR, Skjöldólfsstöðum, sem lést sunnudaginn 4. maí sl., verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, eru beðnir að láta Sjúkrahúsið á Egilsstöðum njóta þess. Jarðsett verður í Hofteigskirkjugarði. Bergþóra S. Sölvadóttir, Víkingur Guðmundsson, Jóhanna A. Lúðvígsdóttir, Vilhjálmur Þ. Snædal, Ásta Sigurðardóttir, Elín Þ. Snædal, Anna Sigríður Þ. Snædal, Þorkell Þ. Snædal, Þorsteinn Þ. Snædal, Ágústa Axelsdóttir, ömmubörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og frænka, ÞÓRANNA RÓSA JENSDÓTTIR, lést á Lions Gate sjúkrahúsinu í Vancouver, Kanada, mánudaginn 5. maí. Minningarathöfn verður í Fella- og Hólakirkju mánudaginn 12. maí kl. 17.00. Ómar Kristján Sykes, Stefán Þór Sykes, Pétur Benjamin Roy, Kristjana Lillian Roy, Sigurbjörg Schram Kristjánsdóttir, Sigurður Ágúst Jensson, Renae Jensson, Sigrún Jensdóttir Larson, Gordon Larson, Ásdís Jensdóttir, Ísleifur Ingimarsson, Kristjana Ragna Jensdóttir, Guðjón Hjartarson, Viðar Jensson, Inga Lára Birgisdóttir, Guðbjörg Jensdóttir, Ragnar Antonsson og frændfólk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.