Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Sæmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 21. sept- ember 1942. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut 29. apríl síðast- liðinn. Foreldrar Önnu eru hjónin Guð- laug Karlsdóttir, f. 23.6. 1919, og Sæ- mundur Þórðarson kaupmaður, f. 19.10. 1903, d. 26.1. 1998. Systkini Önnu eru: 1) Þórður, f. 25.3. 1940, kvæntur Drífu Sigur- bjarnardóttur, börn þeirra eru Guðlaug Dís, Kristín og Sæmund- ur, 2) Þorsteinn Ívar, f. 21.4. 1945, kvæntur Magneu Stefánsdóttur, börn hans af fyrra hjónabandi eru Sigursteinn Ívar og Helma, 3) Guðrún, f. 25.3. 1953, gift Viðari Sig- urðsyni, d. 9.2. 1991, börn þeirra eru Sonja Ýr og Karl Dan og 4) Sjöfn, f. 9.9. 1954, dóttir hennar er Íris Huld. Anna bjó í Reykja- vík til tólf ára aldurs en þá fluttist fjöl- skyldan til Hafnar- fjarðar þar sem hún bjó síðan. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólan- um í Hafnarfirði og vann lengst af við verslunarstörf í tískuversluninni Laufinu. Síðustu sex árin vann hún á sjúkraþjálf- unardeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Önnu var gerð í kyrrþey, að hennar ósk. Elsku systir og frænka. Með klökkum huga þig ég kveð, ég þakka allt sem liðið er, Guð okkur verndi og blessi. Það er sárt að kveðjast við dauðans dyr. En svona er lífið og dauðinn ei spyr, hvort finnist oss rétti tíminn til, dauðinn hann engum sleppir. Við skynjum yfirleitt dauðann sem kaldan og dapran. Víst er dauðinn napur og dapur en hann er eins eðlilegur og fæðingin. Við verðum að reyna að sætta okkur við að dauðinn knýi dyra. Dauðinn kemur hvort sem við viljum eða ekki. Allur missir skapar sorg. Reynum að sættast við það sem ekki verður umflúið. (Ingimar Guðmundsson.) Já, þetta ljóð segir svo margt um lífið og tilveruna sem við fáum ekki breytt, en með söknuði kveð ég elskulega systur mína og þakka Önnu hversu vel hún hefur reynst mér og minni fjölskyldu jafnt í gleði og á sorgarstundum. Öll eig- um við góðar minningar um þig frá Merkó og margar eru minning- arnar frá sumarbústaðaferðunum sem eru ógleymanlegar og sú síð- asta nú um páskana. Sérstaklega þakka ég þér, elsku Anna mín, hversu góð og skemmtileg frænka þú varst Viðari litla. Elsku mamma, Sjöbba, Íris, bræður og aðrir ástvinir. Guð blessi ykkur og veiti styrk í sorginni og kraft til að halda áfram í kærleika Drottins. Saknaðarkveðja, Guðrún og Karl. Elsku frænka. Þar sem ég sit hérna í herberg- inu mínu rifjast upp allar minning- arnar um þig. Hérna við skrif- borðið fannst þér svo gott að lesa blöðin og fylgast með því sem var að gerast í götunni, út um gluggann. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil og þú náðir í mig á Hörðuvelli á hjólinu. Líka þegar ég fékk að vera með þér í vinnunni og svo fórum við út í bakarí og heim í strætó á Merkó. Ég man líka það sem þú sagðir mér um dauðann þegar kötturinn okkar hún Drusla dó. Þú sagðir að núna væri hún á góðum stað og liði loks- ins vel eftir að hafa verið svo lasin. Núna vona ég að þið séuð saman hjá Guði og vakið yfir okkur hin- um með bros á vör. Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og munt halda áfram að gefa í gegnum góðu minningarnar. Ég hefði ekki getað fengið betri frænku og verndarengil. Þín, Íris Huld. Hún hafði þennan sérstaka augnsvip og horfði gjarnan á við- mælanda sinn ofurlítið á ská, glettnisleg og hýr. Anna kom til starfa hjá okkar á endurhæfingardeild Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir u.þ.b. 6 árum, sem sundlaugar- og baðvörður. Því starfi gegndi hún vel og dyggi- lega á meðan hún var frísk og um tíma eftir að hún veiktist. Að vinna með fólki er krefjandi og þá eru t.d. jákvæðni, þolinmæði og umburðarlyndi góðir kostir. Þessir eiginleikar, og margir fleiri, prýddu Önnu og komu vel í ljós, bæði gagnvart heimilisfólki á Hrafnistu, sem og starfsfólki. Hún naut sín vel við umönnun sinna skjólstæðinga og var ákaflega vin- sæl af gamla fólkinu sem hún var einstaklega hlý og natin við. Um sundlaugina og umhverfi hennar hugsaði hún sem sitt eigið, og skipaði þar fastan sess, á meðan aðrir starfsmenn komu og fóru. Sem samstarfskona okkar hinna á deildinni var hún góður félagi og vinur og tók þátt í lífi okkar sem slík. Anna var kraftmikil og dugleg kona og hafði sitt skap og sínar skoðanir. Hún kom alltaf gangandi til vinnu sinnar frá heimili sínu niðri í bæ, sama hvernig viðraði. Þessi dugnaður kom vel í ljós í veikindum hennar. Í baráttunni við krabbameinið ætlaði hún sér sigur. Hún fór reglulega út að ganga meðan hún gat og notaði öll ráð til að styrkja sig og efla. Hún unni vorinu, gróðri og garðrækt og einmitt nú, þegar allt er springa út og farfuglarnir að streyma til landsins, kvaddi hún sitt jarðneska líf. Henni þökkum við samveruna um leið og við vottum móður hennar og systkinum okkar ein- lægu samúð. Samstarfskonur á end- urhæfingardeild Hrafnistu, Hafnarfirði. ANNA SÆMUNDSDÓTTIR Kæra Anna. Það var svo gaman þegar ég kom með mömmu í vinn- una og þú leyfðir mér alltaf að fara í sund. Ég man líka þegar við fórum niður í þvottahús að setja óhrein föt og taka hrein. Takk fyr- ir allt hárskrautið sem þú gafst mér. Ég man þegar þú gerðir eitt- hvað flott í hárið á mér. Þú sagðir að ég væri með svo sítt og bylgjótt hár. Þú varst alltaf svo góð við mig. Þín Anna Sofía. HINSTA KVEÐJA Þegar ég var lítil stelpa, fór ég stundum í pössun til Kristínar ömmu og Kristjáns afa á meðan foreldrar KRISTÍN LILJA HANNIBALSDÓTTIR ✝ Kristín LiljaHannibalsdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 17. ágúst 1907. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykjavík 24. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 7. maí. mínir voru erlendis vegna vinnu. Ég á margar góðar minn- ingar um ömmu frá þessum tíma. Hún var alltaf ljúf og góð, og leyfði mér að dútla það sem mig langaði, hvort sem það var að búa til dúkkuhús undir kommóðunni á gangin- um, leika í skáktölv- unni hans afa eða föndra. Og ef þannig stóð á, gaf hún mér tyggjókúlur úr búðinni hans afa. Stundum sagði hún mér sögur frá því þegar hún var lítil, eða þegar hún flutti til Reykjavíkur til að vinna og frá því þegar hún kynntist afa. Hún kenndi mér líka ýmislegt hún amma, svo sem að spila vist, og spiluðum við oft við eldhúsborðið. Hún lagði líka sitt af mörkum við að kenna mér að trúa á Guð. Ég fékk að fara með henni á samkomur þar sem fólk vitnaði um kærleika Guðs. Á hverju kvöldi áður en amma og afi fóru að sofa, þá settust þau við borðstofuborðið í stofunni og lásu saman upphátt uppúr Biblí- unni og báðu bænir. Þetta fannst mér alveg stórmerkilegt og mjög hátíðlegt, og fannst mér gaman að fá að taka þátt í þessum stundum. Amma kenndi mér líka hvað það er að vera sannur í sinni trú og talaði oft um Guð og Jesú. Hún trúði því í einlægni að allt gott væri frá Guði komið og ekki kvartaði hún yfir neinu. Og þegar heilsan fór að versna, þá var hún bara þakklát fyrir að hún væri ekki verri. Það var enginn efi í ömmu um að hún fengi góðar móttökur þegar hún hyrfi héðan, og hlakkaði hún mjög til að fá að fara „heim“. Ég kveð þig, amma, að lokum með kvæðinu hans afa sem þú hjálpaðir mér að læra utanað. Það er ekki verðlaust að vaka ef vel er að stundinni gætt, og fara ekki fetið til baka ef Frelsarinn hefir oss mætt. (Kristján Kristmundsson.) Auður S. Arndal. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLÍNU HÓLMFRÍÐAR KRISTINSDÓTTUR (Lólý). Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild K-1 á Landspítalanum Landakoti. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Magnússon, Una Magnúsdóttir, Ómar Sigurðsson, Bolli Magnússon, Elsa Stefánsdóttir, Árni Magnússon, Guðlaugur Magnússon, Jóhanna M. Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR EGGERTSDÓTTUR söngkonu. Sérstakar þakkir til starfsfólks K2 Landspítala Landakoti. Páll Þorsteinsson, Einar Ólafur Pálsson, Katrín Guðjónsdóttir, Eggert Pálsson, Salvör Nordal, Valur Pálsson, Laura Marie Stephenson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Heiðvangi 7, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 3. hæðar hjúkrunarheimilisins Sólvangs Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Ólafur Maríusson, Jón Magni Ólafsson, Sigríður H. Magnúsdóttir, Gunnar Ólafsson, Rannveig Sturlaugsdóttir, Símon Ólafsson, María Júlía Alfreðsdóttir, Hanna Ólafsdóttir, Einar Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR JÓNSDÓTTUR, Köldukinn 11, Hafnarfirði. Ásgeir Kr. Sörensen, Renate Sörensen, Jón Aðalsteinsson, Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og úför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBRANDS BENEDIKTSSONAR, elliheimilinu Grund, áður til heimilis á Staðarbakka 28. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund við Hringbraut fyrir góða umönnun. Einnig þakkir til starfsfólks við Félagsmiðstöð aldraðra í Gerðubergi. Katrín Guðbrandsdóttir, Pétur Aðalsteinsson, Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Magnús Jóhannsson, Benedikt Guðbrandsson, Jónína Róbertsdóttir, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýjan hug við andlát móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR JAKOBSDÓTTUR frá Holti, áður húsfreyja á Víkingavatni. Ragna S. Sveinsdóttir, Sólveig A. Sveinsdóttir, Ágúst H. Bjarnason, Benedikt Ó. Sveinsson, Gerður Ebbadóttir, Jakob L. Sveinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.