Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 46

Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 46
LANDIÐ 46 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ isson framkvæmdastjóri sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd starfsmanna fyrirtækisins. Geca hf. sprotafyrirtæki ársins Atriði sem vega þyngst við val á Sprotafyrirtæki ársins eru vænleiki viðskiptahugmyndar, gildi nýj- ungar fyrir bæjarfélagið, frumleiki og áræði. Sprotafyrirtæki ársins var valið Geca hf. Þetta fyrirtæki er fjögurra ára gamalt og stofnað í kjölfar þróunarstarfs um nýja gerð húseininga. Unnið er með íblöndun þriggja efna sem ekki hafa verið notuð saman áður. Samblöndun sements, trjákurls og koltvísýrings eftir ákveðnum leiðum og eininga- framleiðsla er undirstaða starfsem- innar. Framtíðarsýn Geca byggir á því að fyrirtækið einbeiti sér að fram- ATVINNUMÁLANEFND Akranes- kaupstaðar tilkynnti nýlegaúrslit í vali á fyrirtæki ársins og sprotafyr- irtæki ársins á Akranesi. Var það fyrirtækið Vignir G. Jónsson hf. sem hlaut nafnbótina fyrirtæki árs- ins að þessu sinni. Sprotafyrirtæki ársins var valið Geca hf. Þetta fyr- irtæki er fjögurra ára gamalt og stofnað í kjölfar mikils þróun- arstarfs um nýja gerð húseininga. Alls voru 8 fyrirtæki sem hlutu til- nefningar. Á síðasta ári samþykkti bæjarstjórn Akraness að fela at- vinnumálanefnd bæjarins að standa fyrir valinu og fóru fyrirtæki sem til greina komu í viðamikla úttekt dómnefndar. Tilgangur með við- urkenningunum er sá að verðlauna starfsmenn fyrirtækja sem þykja skara fram úr og hvetja aðra til dáða. Vignir G. Jónsson hf. leiðandi í sinni grein Vignir G. Jónsson hf. er fjöl- skyldufyrirtæki sem stofnað var ár- ið 1970. Helstu framleiðsluvörur þess eru ýmsar afurðir unnar úr hrognum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða einni fullkomnustu fullvinnsluverksmiðju hrogna í heiminum. Ýmiskonar þró- unarvinna hefur verið snar þáttur í rekstri fyrirtækisins sem er með út- flutning til um 15 landa. Meðalfjöldi starfsmanna er um 20 manns en allt að 30–35 manns starfa hjá fyrirtæk- inu þegar vertíð stendur sem hæst. Fyrirtækið veltir um hálfum millj- arði króna á ári og er afkoma þess mjög góð. Það var Eiríkur Vign- leiðslu og útflutningi tækja í aðrar verksmiðjur sem byggi á fram- leiðsluaðferð þessari með einka- leyfi frá Geca hf. Hjá Geca starfa um 10 manns en allt bendir til þess að starfsmönnum muni fjölga og fyrirtækið allt vaxa verulega á allra næstu misserum. Að mati dóm- nefndar er framleiðsla Geca hf. at- hyglisverð nýjung sem vafalítið á eftir að vinda hratt utan á sig á allra næstu misserum. Það var Edg- ar Guðmundsson frumkvöðull sem veitti hvatningarverðlaununum við- töku fyrir hönd Geca hf. Verðlaunagripir voru hannaðir og framleiddir af Dýrfinnu Torfa- dóttur listamanni, en gripum þeim er ætlað að verða farandgripir til varðveislu hjá viðkomandi fyr- irtækjum þar til næst verða veittar samskonar viðurkenningar. Mogunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Gísli Gíslason bæjarstjóri afhendir Eiríki Vignissyni, framkvæmdastjóra Vignis G. Jónssonar hf. viðurkenningu sem fyrirtæki ársins á Akranesi. Vignir G. Jónsson hf. var valið fyrirtæki ársins Akranes Á DÖGUNUM samþykkti Hafnar- nefnd Húsavíkur breytta tilhögun framkvæmda við nýjan viðlegukant við Bökugarð. Samkvæmt fyrri áætl- unum var gert ráð fyrir 150 metra löngum viðlegukanti með allt að 10 metra dýpi og verklokum árið 2004. Við nánari skoðun á náttúrulegum aðstæðum á svæðinu kom í ljós að unnt er að ná allt að 12 metra dýpi við kantinn með dýpkunarfram- kvæmdum. Í tillögunni sem hafnarnefnd sam- þykkti verður dýpið 12 metrar en viðlegukanturinn styttist í 130 metra. Framkvæmdartími verksins lengist við þetta um eitt ár eða til ársins 2005. Í ár verður farið í dýpk- un ásamt því að sprengja og efnis- skipta í skurði fyrir þilið og efni í stálþilið verður síðan boðið út undir lok ársins. Stálþilið verður rekið nið- ur sumarið 2004 ásamt því að fyllt verður að því og kantbiti og pollar steyptir. Framkvæmdum lýkur síð- an eins og áður segir 2005 með því að þekjan verður steypt ásamt því að lögnum og lýsingu verður komið fyr- ir. Reinhard Reynisson bæjarstjóri sem jafnframt er hafnarstjóri Húsa- víkurhafnar segir að þó að lokafrá- gangur verksins verði ári síðar en áður var gert ráð fyrir komi á móti að verið er að byggja kant sem getur tekið á móti 20 þúsund tonna skipum í stað 10 þúsund tonna skipa, eins og raunin hefði verið með 10 metra dýp- ið. „Þarna eiga að geta lagst að allt að 170 metra löng skip og dýpið við viðlegukantinn það mesta sem þekk- ist í höfnum hér norðanlands og ávinningurinn af þessum breyting- um því mikill,“ sagði Reinhard. Breytt tilhögun framkvæmda við Bökugarð Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík STÓRT skref var stigið fram á við í þjónustu við aldraða á Þórshöfn þeg- ar undirritaður var samningur um viðbyggingu við hjúkrunar- og dval- arheimilið Naust. Undirritunin fór fram í setustofu heimilisins og stað- festi heilbrigðisráðherra, Jón Krist- jánsson, samninginn af hálfu heil- brigðisráðuneytisins en Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Þórshafn- arhrepps, og Jóhannes Sigfússon, oddviti Svalbarðshrepps, af hálfu Þórshafnar- og Svalbarðshrepps. Fyrir lá yfirlýsing frá fjármálaráð- herra, Geir H. Haarde, um staðfest- ingu fyrir hönd fjármálaráðuneytis- ins. Tveggja ára undirbúningsvinnu er nú lokið með undirskrift þessa samnings og er unnið að lokafrá- gangi útboðsgagna en stefnt er að því að útboð geti átt sér stað fyrir lok maí. Miðað við grófa verkáætlun er gert ráð fyrir því að á þessu ári verði unnin jarðvinna, botnplata og að uppsteypu verði lokið. Árið 2004 er gert ráð fyrir því að ljúka öllum frá- gangi að utan og að frágangur að innan verði hafinn en á fyrri hluta árs 2005 er gert ráð fyrir því að verk- inu verði að fullu lokið. Eftir þessar breytingar verður boðið upp á 11 hjúkrunarrými og 6 dvalarrými á Nausti en það er aukn- ing um 6 rými frá því sem er núna til staðar. Einnig verða unnar gagnger- ar breytingar á eldhúsi og aðrar end- urbætur á eldra húsnæði. Fyrir starfsfólk og heimilisfólk á Nausti verður bylting á allri aðstöðu og stigið stórt skref fram á við í þjón- ustu við aldraða á svæðinu. Vonir standa til þess að með þessu verði hægt að anna eftispurn eftir rýmum í framtíðinni og að aldraðir eigi þann sjálfsagða rétt að geta nýtt sér þjón- ustu og umönnun í heimabyggðinni þegar degi tekur að halla eftir langa starfsævi þar. Byggingin eins og hún lítur út séð frá suðri. Stórt skref í þjón- ustu við aldraða Þórshöfn Byggt verður við Dvalarheimilið Naust á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Merkum áfanga náð í þjónustu við aldraða á svæðinu; tekist í hendur að lokinni undirritun samnings, Jóhannes Sigfússon, t.v., Jón Kristjánsson ráðherra og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Þórshafnarhrepps. FAGFÓLKI í hjúkrun var ný- lega boðið að Heilsustofnun til að taka þátt í málþingi um lang- varandi verki. Frummælendur voru starfs- menn Heilsustofnunarinnar, þau Kristján Guðmundsson yfir- læknir sem talaði um meðferð langvinnra verkja; Hulda Sigur- lína Þórðardóttir hjúkrunarfor- stjóri sem ræddi um það hvernig hægt er að lifa með verkjum. Hún sagði m.a. að það að missa heilsuna skipti sköpum í lífi fólks og til að bataferlið gæti hafist þyrfti fólk að vinna með tilfinn- ingar sínar og fá tækifæri til að syrgja sitt fyrra líf. Íris J. Svavarsdóttir sjúkra- þjálfari sagði frá sjúkraþjálfun í verkjahóp, Alma Oddsdóttir tal- aði um verkjaslökun. Út frá sál- fræðinni talaði Margrét Arn- ljótsdóttir um hugarfar og verki, hvernig jákvætt hugarfar getur hjálpað. Að endingu sagði Sig- rún Vala Björnsdóttir sjúkra- þjálfari frá niðurstöðum rann- sóknar sem gerð var á Heilsustofnun veturinn 2001– 2002 um árangur verkjameð- ferðar. Verkjameðferð Heilsustofnun- ar lýtur að því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að fólk geti spjarað sig sjálft. Lagður var spurningalisti fyrir 36 aðila – mikill meirihluti þeirra var kon- ur. Spurningalistinn nefndist Heilsutengd lífsgæði og var lagður fyrir við upphaf meðferð- ar, við lok meðferðar, sem stóð í fjórar vikur, og loks sex mán- uðum frá dvöl. Að sögn hjúkr- unarforstjórans Huldu Sigurlínu lofa niðurstöðurnar góðu fyrir Heilsustofnun. „Þetta gefur okkur vísbend- ingu um að við séum á réttri leið. Við erum að taka heildrænt á þessum verkjum og bjóðum upp á m.a. líkamsbeitingu, hreyf- ingu, líkamsvitund – það að læra að þekkja líkamann upp á nýtt, hópmeðferð, viðtalsmeðferð, slökun, hugleiðslu, fræðslu t.d. um sorg, hamingju, áföll o.fl. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fólk upplifi meiri vellíðan og gleði og þá erum við svo sann- arlega á réttri leið,“ sagði Hulda. Fólki kennt að lifa með verkjum Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hulda Sigurlína Þórðardóttir flutti erindi um það hvernig er að lifa með verkjum. Hveragerði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.