Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 46
LANDIÐ 46 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ isson framkvæmdastjóri sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd starfsmanna fyrirtækisins. Geca hf. sprotafyrirtæki ársins Atriði sem vega þyngst við val á Sprotafyrirtæki ársins eru vænleiki viðskiptahugmyndar, gildi nýj- ungar fyrir bæjarfélagið, frumleiki og áræði. Sprotafyrirtæki ársins var valið Geca hf. Þetta fyrirtæki er fjögurra ára gamalt og stofnað í kjölfar þróunarstarfs um nýja gerð húseininga. Unnið er með íblöndun þriggja efna sem ekki hafa verið notuð saman áður. Samblöndun sements, trjákurls og koltvísýrings eftir ákveðnum leiðum og eininga- framleiðsla er undirstaða starfsem- innar. Framtíðarsýn Geca byggir á því að fyrirtækið einbeiti sér að fram- ATVINNUMÁLANEFND Akranes- kaupstaðar tilkynnti nýlegaúrslit í vali á fyrirtæki ársins og sprotafyr- irtæki ársins á Akranesi. Var það fyrirtækið Vignir G. Jónsson hf. sem hlaut nafnbótina fyrirtæki árs- ins að þessu sinni. Sprotafyrirtæki ársins var valið Geca hf. Þetta fyr- irtæki er fjögurra ára gamalt og stofnað í kjölfar mikils þróun- arstarfs um nýja gerð húseininga. Alls voru 8 fyrirtæki sem hlutu til- nefningar. Á síðasta ári samþykkti bæjarstjórn Akraness að fela at- vinnumálanefnd bæjarins að standa fyrir valinu og fóru fyrirtæki sem til greina komu í viðamikla úttekt dómnefndar. Tilgangur með við- urkenningunum er sá að verðlauna starfsmenn fyrirtækja sem þykja skara fram úr og hvetja aðra til dáða. Vignir G. Jónsson hf. leiðandi í sinni grein Vignir G. Jónsson hf. er fjöl- skyldufyrirtæki sem stofnað var ár- ið 1970. Helstu framleiðsluvörur þess eru ýmsar afurðir unnar úr hrognum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða einni fullkomnustu fullvinnsluverksmiðju hrogna í heiminum. Ýmiskonar þró- unarvinna hefur verið snar þáttur í rekstri fyrirtækisins sem er með út- flutning til um 15 landa. Meðalfjöldi starfsmanna er um 20 manns en allt að 30–35 manns starfa hjá fyrirtæk- inu þegar vertíð stendur sem hæst. Fyrirtækið veltir um hálfum millj- arði króna á ári og er afkoma þess mjög góð. Það var Eiríkur Vign- leiðslu og útflutningi tækja í aðrar verksmiðjur sem byggi á fram- leiðsluaðferð þessari með einka- leyfi frá Geca hf. Hjá Geca starfa um 10 manns en allt bendir til þess að starfsmönnum muni fjölga og fyrirtækið allt vaxa verulega á allra næstu misserum. Að mati dóm- nefndar er framleiðsla Geca hf. at- hyglisverð nýjung sem vafalítið á eftir að vinda hratt utan á sig á allra næstu misserum. Það var Edg- ar Guðmundsson frumkvöðull sem veitti hvatningarverðlaununum við- töku fyrir hönd Geca hf. Verðlaunagripir voru hannaðir og framleiddir af Dýrfinnu Torfa- dóttur listamanni, en gripum þeim er ætlað að verða farandgripir til varðveislu hjá viðkomandi fyr- irtækjum þar til næst verða veittar samskonar viðurkenningar. Mogunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Gísli Gíslason bæjarstjóri afhendir Eiríki Vignissyni, framkvæmdastjóra Vignis G. Jónssonar hf. viðurkenningu sem fyrirtæki ársins á Akranesi. Vignir G. Jónsson hf. var valið fyrirtæki ársins Akranes Á DÖGUNUM samþykkti Hafnar- nefnd Húsavíkur breytta tilhögun framkvæmda við nýjan viðlegukant við Bökugarð. Samkvæmt fyrri áætl- unum var gert ráð fyrir 150 metra löngum viðlegukanti með allt að 10 metra dýpi og verklokum árið 2004. Við nánari skoðun á náttúrulegum aðstæðum á svæðinu kom í ljós að unnt er að ná allt að 12 metra dýpi við kantinn með dýpkunarfram- kvæmdum. Í tillögunni sem hafnarnefnd sam- þykkti verður dýpið 12 metrar en viðlegukanturinn styttist í 130 metra. Framkvæmdartími verksins lengist við þetta um eitt ár eða til ársins 2005. Í ár verður farið í dýpk- un ásamt því að sprengja og efnis- skipta í skurði fyrir þilið og efni í stálþilið verður síðan boðið út undir lok ársins. Stálþilið verður rekið nið- ur sumarið 2004 ásamt því að fyllt verður að því og kantbiti og pollar steyptir. Framkvæmdum lýkur síð- an eins og áður segir 2005 með því að þekjan verður steypt ásamt því að lögnum og lýsingu verður komið fyr- ir. Reinhard Reynisson bæjarstjóri sem jafnframt er hafnarstjóri Húsa- víkurhafnar segir að þó að lokafrá- gangur verksins verði ári síðar en áður var gert ráð fyrir komi á móti að verið er að byggja kant sem getur tekið á móti 20 þúsund tonna skipum í stað 10 þúsund tonna skipa, eins og raunin hefði verið með 10 metra dýp- ið. „Þarna eiga að geta lagst að allt að 170 metra löng skip og dýpið við viðlegukantinn það mesta sem þekk- ist í höfnum hér norðanlands og ávinningurinn af þessum breyting- um því mikill,“ sagði Reinhard. Breytt tilhögun framkvæmda við Bökugarð Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík STÓRT skref var stigið fram á við í þjónustu við aldraða á Þórshöfn þeg- ar undirritaður var samningur um viðbyggingu við hjúkrunar- og dval- arheimilið Naust. Undirritunin fór fram í setustofu heimilisins og stað- festi heilbrigðisráðherra, Jón Krist- jánsson, samninginn af hálfu heil- brigðisráðuneytisins en Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Þórshafn- arhrepps, og Jóhannes Sigfússon, oddviti Svalbarðshrepps, af hálfu Þórshafnar- og Svalbarðshrepps. Fyrir lá yfirlýsing frá fjármálaráð- herra, Geir H. Haarde, um staðfest- ingu fyrir hönd fjármálaráðuneytis- ins. Tveggja ára undirbúningsvinnu er nú lokið með undirskrift þessa samnings og er unnið að lokafrá- gangi útboðsgagna en stefnt er að því að útboð geti átt sér stað fyrir lok maí. Miðað við grófa verkáætlun er gert ráð fyrir því að á þessu ári verði unnin jarðvinna, botnplata og að uppsteypu verði lokið. Árið 2004 er gert ráð fyrir því að ljúka öllum frá- gangi að utan og að frágangur að innan verði hafinn en á fyrri hluta árs 2005 er gert ráð fyrir því að verk- inu verði að fullu lokið. Eftir þessar breytingar verður boðið upp á 11 hjúkrunarrými og 6 dvalarrými á Nausti en það er aukn- ing um 6 rými frá því sem er núna til staðar. Einnig verða unnar gagnger- ar breytingar á eldhúsi og aðrar end- urbætur á eldra húsnæði. Fyrir starfsfólk og heimilisfólk á Nausti verður bylting á allri aðstöðu og stigið stórt skref fram á við í þjón- ustu við aldraða á svæðinu. Vonir standa til þess að með þessu verði hægt að anna eftispurn eftir rýmum í framtíðinni og að aldraðir eigi þann sjálfsagða rétt að geta nýtt sér þjón- ustu og umönnun í heimabyggðinni þegar degi tekur að halla eftir langa starfsævi þar. Byggingin eins og hún lítur út séð frá suðri. Stórt skref í þjón- ustu við aldraða Þórshöfn Byggt verður við Dvalarheimilið Naust á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Merkum áfanga náð í þjónustu við aldraða á svæðinu; tekist í hendur að lokinni undirritun samnings, Jóhannes Sigfússon, t.v., Jón Kristjánsson ráðherra og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Þórshafnarhrepps. FAGFÓLKI í hjúkrun var ný- lega boðið að Heilsustofnun til að taka þátt í málþingi um lang- varandi verki. Frummælendur voru starfs- menn Heilsustofnunarinnar, þau Kristján Guðmundsson yfir- læknir sem talaði um meðferð langvinnra verkja; Hulda Sigur- lína Þórðardóttir hjúkrunarfor- stjóri sem ræddi um það hvernig hægt er að lifa með verkjum. Hún sagði m.a. að það að missa heilsuna skipti sköpum í lífi fólks og til að bataferlið gæti hafist þyrfti fólk að vinna með tilfinn- ingar sínar og fá tækifæri til að syrgja sitt fyrra líf. Íris J. Svavarsdóttir sjúkra- þjálfari sagði frá sjúkraþjálfun í verkjahóp, Alma Oddsdóttir tal- aði um verkjaslökun. Út frá sál- fræðinni talaði Margrét Arn- ljótsdóttir um hugarfar og verki, hvernig jákvætt hugarfar getur hjálpað. Að endingu sagði Sig- rún Vala Björnsdóttir sjúkra- þjálfari frá niðurstöðum rann- sóknar sem gerð var á Heilsustofnun veturinn 2001– 2002 um árangur verkjameð- ferðar. Verkjameðferð Heilsustofnun- ar lýtur að því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að fólk geti spjarað sig sjálft. Lagður var spurningalisti fyrir 36 aðila – mikill meirihluti þeirra var kon- ur. Spurningalistinn nefndist Heilsutengd lífsgæði og var lagður fyrir við upphaf meðferð- ar, við lok meðferðar, sem stóð í fjórar vikur, og loks sex mán- uðum frá dvöl. Að sögn hjúkr- unarforstjórans Huldu Sigurlínu lofa niðurstöðurnar góðu fyrir Heilsustofnun. „Þetta gefur okkur vísbend- ingu um að við séum á réttri leið. Við erum að taka heildrænt á þessum verkjum og bjóðum upp á m.a. líkamsbeitingu, hreyf- ingu, líkamsvitund – það að læra að þekkja líkamann upp á nýtt, hópmeðferð, viðtalsmeðferð, slökun, hugleiðslu, fræðslu t.d. um sorg, hamingju, áföll o.fl. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fólk upplifi meiri vellíðan og gleði og þá erum við svo sann- arlega á réttri leið,“ sagði Hulda. Fólki kennt að lifa með verkjum Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hulda Sigurlína Þórðardóttir flutti erindi um það hvernig er að lifa með verkjum. Hveragerði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.