Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 47 MIKIÐverðurgamanaðupplifa næstu fjögur árin, mið- að við allt sem lofað hefur verið í kosn- ingaslag liðinna vikna. Nú verða orðin sett í framkvæmd, tekið á brotalömum í sam- félaginu og allt gert betra og fegurra og réttlátara en verið hef- ur. Það sögðu að minnsta kosti allir flokkar, og engin ástæða til að ætla, að það verði svikið. Þetta er reynd- ar skrifað fimmtudaginn 8. maí, þannig að ég veit ekkert um úr- slit. En það skiptir engu máli, því sigurvegari kosninganna 2003 hlýtur að vera þjóðin öll. Lífskjör munu batna stórlega, atvinnuleysi heyra sögunni til, biðlistum ungs fólks og aldraðra eftir sómasamlegri þjónustu verður útrýmt, og fátæktinni meira að segja líka, þeirri mestu í Evrópu, vel að merkja, að því er fréttir herma. Nú geta landflótta Íslendingar brátt snúið heim aft- ur og alið börn sín upp hér, í stað þess að verða að dúsa í öðrum löndum, með sorg í hjarta og ygglda brún. Og mæður á öllum aldri fagna þessum degi sínum í meiri gleði en ella. Hlutur þeirra mun nefnilega einnig verða rétt- ur, loksins. Hvílík breyting! Ætti ég hatt, myndi ég í snarhasti taka hann ofan og bugta mig. Að vísu rifust frambjóðendur dálítið og skömmuðust í kosn- ingabaráttunni, töldu hina á villi- götum og allt það, í hinum ná- kvæmari útlistunum á leiðunum að gósenlandinu, en það gleymist vafalaust fljótlega, því hver og einn sá jafnframt, að eitthvað róttækt yrði að gera í skiptingu þjóðarkökunnar, til að allir fengju sanngjarnan hlut. Og það skiptir jú öllu máli. Það markmið hlýtur líka að verða áfram sam- eiginlegt, vil ég trúa, þegar inn í sali Alþingis kemur á haustdög- um. Að ætla annað væri að gera lítið úr þeim, sem mælt hafa. Ekki ætla ég að vera í þeim hópi. Já, það er rétt sem orðtakið forna geymir, batnandi fólki er vissulega best að lifa. Ef fer sem horfir erum við að sjá hér á eyj- unni okkar litlu í norðurhöfum eitthvað í líkingu við það sem í helgri bók, nánar tiltekið í 11. kafla Jesaja, er lýst á þennan veg: Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pard- usdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra. Kýr og birna munu vera á beit saman og kálfar og húnar liggja hvorir hjá öðrum, og ljónið mun hey eta sem naut. Brjóstmylkingurinn mun leika sér við holudyr nöðrunnar, og barnið nývanið af brjósti stinga hendi sinni inn í bæli horn- ormsins. Nú verða allir í landinu vinir. Og hvað er þá að óttast? Ef maður staldrar aðeins við og hugleiðir þessi undur og stór- merki, umbreytinguna, ham- skiptin, jákvæðnina sem hefur verið í garð alls á Íslandi á síð- ustu vikum, einkum þó hins smáa og veika, er ég samt ekki alveg frá því, að affærasælla hefði ver- ið fyrir landsmenn að hafa þetta örlítið minna og jafnara, í stað þess að fá allan kærleikann núna, eins og holskeflu. Slíkt getur ver- ið erfitt að höndla, eftir tómlæti fyrri áratuga. En eflaust mun þetta breytast líka og renna í þann farveg á komandi tímum, þegar augu stjórnmálamanna hafa nú loks opnast jafn rækilega og orð þeirra bera vitni um. Í 6. kafla Matteusarguðspjalls er þetta að finna: Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur. En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hví- líkt verður þá myrkrið. Í 2. kafla Orðskviðanna segir aukinheldur um ráðvendnina og grandvarleikann: Son minn, ef þú veitir orðum mínum við- töku og geymir boðorð mín hjá þér, svo að þú ljáir spekinni athygli þína, hneigir hjarta þitt að hyggindum, já, ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin, ef þú leitar að þeim sem að silfri og grefst eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum, þá munt þú skilja, hvað ótti Drottins er, og öðlast þekking á Guði. Því að Drottinn veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi. Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna, er skjöldur þeirra, sem breyta grandvarlega, með því að hann vakir yfir stigum réttarins og varðveitir veg sinna guðhræddu. Þá munt þú og skilja, hvað réttlæti er og réttur og ráðvendni, í stuttu máli, sérhverja braut hins góða. Því að speki mun koma í hjarta þitt, og þekking verða sálu þinni yndisleg. Og í 21. kafla sömu bókar er ritað: Sá sem ástundar réttlæti og kærleika, hann öðlast líf, réttlæti og heiður. Allt er þetta gott veganesti og hollt inn á þá brautir, sem fram- undan liggja og senn verða troðnar glaðbeittum fótum allra þingmanna, hvar í flokki sem þeir kunna að eiga heima, til betrumbóta á velferðarkerfinu okkar. Eitt samt að lokum. Ef svo ólíklega vildi til, að einhver hafi gerst of yfirlýsingaglaður í kosn- ingabaráttunni, hafi í ógáti misst sig í æsingi þessa leiks, sem póli- tíkin er, eða m.ö.o. stundað óá- byrgt hjal í eyru kjósenda, er rétt að minna á, að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Til hamingju með daginn, Ís- lendingar! Og sérstakar kveðjur til ykkar, mæður! Nú verður sko gaman að lifa! Loforðin Þá eru kosningar búnar og íslenskt þjóðlíf tekur senn að færast í eðlilegt horf á ný. Sigurður Ægisson er á mæðradeginum glaður í bragði yfir að þessi orrahríð er nú afstaðin og lítur á fyrirheitin sem gefin voru og munu að sjálfsögðu efnd. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Engilbert Aron Kristjánsson 435 0145 690 2918 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 HUGVEKJA ÞAÐ voru hressir krakkar úr leiksólanum Austurborg sem heimsóttu Morgunblaðið og kynntu sér starfsemina. Krakk- arnir eru allir á 6. aldursári og eru að fara í skóla næsta vetur. Krakkar úr Austurborg í heimsókn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.