Morgunblaðið - 13.05.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.05.2003, Qupperneq 1
ÞINGFLOKKAR Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins veittu í gær formönnum sínum, Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni, umboð til viðræðna um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna. Formennirnir gera sér vonir um að þær viðræður taki ekki langan tíma. Áhugi er á því í þingflokki sjálfstæðismanna að Davíð Odds- son leiði næstu ríkisstjórn og hjá framsóknar- mönnum er áhugi fyrir því að Halldór Ásgríms- son verði næsti forsætisráðherra. Halldór sagði við fréttamenn eftir fund fram- sóknarmanna að það hefði verið algjör einhugur meðal þingmanna flokksins um að veita honum umboð til að hefja formlegar viðræður við Sjálf- stæðisflokkinn um ríkisstjórn. „Það voru allir þingmenn sem studdu þá tillögu mína,“ sagði hann. Inntur eftir því hvaða málefni hann hygðist leggja áherslu á í þeim viðræðum sagði hann of snemmt að segja til um það. „Við erum ekki farin að undirbúa það. En við munum að sjálfsögðu leggja áherslu á þau málefni sem við vorum að kynna í okkar kosningabaráttu.“ Halldór svaraði því til aðspurður að margir framsóknarmenn hefðu áhuga á því að hann yrði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn „og mér þyk- ir vænt um það,“ sagði hann. Spurður hvort hann myndi setja það sem skilyrði, að hann yrði for- sætisráðherra, sagðist hann ekki ætla að tjá sig meira um það á þessu stigi. „Ég mun leggja áherslu á málefnin og að við náum saman vel starfhæfri ríkisstjórn. Það er aðalatriðið.“ Áhugi á heilbrigðisráðuneytinu Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblað- ið eftir þingflokksfund sjálfstæðismanna að sam- þykkt hefði verið samhljóða að veita honum um- boð til að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og formann hans. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn myndu gera kröfu um ákveðin málefni sagði Davíð að á þing- flokksfundinum hefðu allir þingmenn verið beðn- ir um að leggja fram sínar skoðanir. „Menn komu þar fram með sín sjónarmið og sín viðhorf og ég punktaði hjá mér þær áherslur sem í þingflokkn- um voru. Það verður vegarnesti fyrir mig.“ Davíð sagði að ekki hefði komið fram krafa um að setja framsóknarmönnum skilyrði í þessum efnum „enda vita menn hér í þessum þingflokki að mér líst ekki á slíkan framgang; að mæta með skilyrði og stilla mönnum upp við vegg“. Davíð sagðist hafa fundið að hann nyti fulls trausts í þingflokknum til að ræða við framsókn- armenn um þessi málefni. „Ég verð síðan að koma til baka með niðurstöðuna til þingflokksins, til að fá hana samþykkta, hver sem hún verður.“ Davíð leiði ríkisstjórnina Davíð sagði að á þingflokksfundinum hefði ver- ið rætt um hugsanlega skiptingu ráðuneyta milli flokkanna. „Menn lögðu fram sínar áherslur í þeim efnum,“ sagði hann. „Það voru ýmsir sem mæltu fyrir því að við sæktumst frekar eftir einu ráðuneyti frekar en öðru og svo framvegis.“ Dav- íð sagði að rætt hefði verið hvort heilbrigðisráðu- neytið ætti nú að koma í hlut sjálfstæðismanna. „Það var eitt af því sem var nefnt núna og reynd- ar fleiri, þannig að þetta er allt opið.“ Davíð sagði að Halldór Ásgrímsson hefði ekki nefnt þann möguleika að hann færi í forsætisráð- herrastól: „Nei, hann hefur ekki nefnt það við mig, ennþá a.m.k.“ Davíð sagði að á fundinum hefði komið fram mikill vilji til að hann leiddi stjórnina áfram. „Ég hygg að flestir þingmenn sem hafi tjáð sig hafi talað fyrir því, en eins og ég segi, það er eðlilegt að allt sé uppi á borðinu.“ Davíð og Halldór hittast á ríkisstjórnarfundi í dag, þriðjudag, og segja að þar verði ákveðið hve- nær þeir muni hittast til að hefja formlega við- ræður um stjórnarsamstarf. Davíð og Halldór fá umboð til viðræðna um óbreytt stjórnarsamstarf Stefnt að því að viðræð- ur taki ekki langan tíma Fyrstu þing- flokksfundirnir NOKKRIR nýir þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sátu fyrsta þingflokksfund sinn í gær en alls munu 18 nýir menn setjast á þing. Á efri myndinni má sjá (frá vinstri) sjálf- stæðismennina Sigurð Kára Kristjánsson, Birgi Ármannsson, Guðlaug Þór Þórðarson, Guðjón Hjörleifsson og Bjarna Benediktsson. Til hliðar fagna framsóknarmennirnir Siv Friðleifsdóttir og Birkir Jón Jónsson, en hann er yngsti þingmaðurinn, fæddur árið 1979, og er í Norðausturkjördæmi. Á milli þeirra sést í annan ungliða framsóknarmanna í Norðaust- urkjördæmi, Dagnýju Jónsdóttur. Einhugur meðal þingflokka beggja stjórnarflokka Morgunblaðið/Kristinn STOFNAÐ 1913 128. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Drottning línudansins Söngveisla í Íslensku óperunni í kvöld Listir 22 Meistara- baráttan Staða liða við upphaf knatt- spyrnuvertíðar Íþróttir C1—16 BANDARÍKJAMENN tilkynntu í gær að fyrrverandi yfirmað- ur lífefnahernaðar- áætlunar Íraka, kona að nafni Rihab Rash- id Taha, stundum kölluð „dr. Sýkill“, hefði verið handtek- inn. Fyrr í mán- uðinum var önnur kona er gegndi lyk- ilhlutverki í lífefnavopnaáætlun Íraka handtekin. Sú hafði verið uppnefnd „frú Miltisbrandur“. Taha er ekki á listanum yfir þá 55 Íraka sem Bandaríkjamönnum er mest í mun að hafa uppi á – en 19 þeirra hafa nú náðst – en hún er talin geta veitt mikilvægar upplýsingar um það hvort stjórn Saddams Husseins hafi unnið að þróun ólöglegra vopna. Taha er 47 ára og lærði örverulíffræði í Bretlandi og var hátt ett í Baath-flokki Saddams. Bandaríkjamenn hafa sagt að hún hafi stjórnað tilraunum Íraka til að nota banvæna miltisbrandsbakteríu sem vopn. „Dr. Sýkill“ handtekinn Bagdad. AFP. Rihab Rashida Taha, eða „dr. Sýkill“. Mætur á Mozart FÉLAGAR í Írska lýðveldishernum (IRA) kröfðust í gær að hafin yrði rannsókn innan samtakanna eftir að í ljós kom að yfirmaður innra öryggis þeirra var í 20 ár breskur njósnari. Að sögn írskra fjölmiðla óttast IRA-liðar að fleiri breskir njósnarar hafi náð viðlíka frama innan IRA. Njósnarinn sem gekk undir dulnefninu „Stakeknife“ er talinn tengjast allt að 40 morðum. Nokkur bresk og írsk dagblöð greindu frá réttu nafni mannsins á sunnudag. Hann mun heita Alfredo Scappaticci og er sagður hafa ver- ið flugumaður bresku herleyni- þjónustunnar er hann reis til æðstu metorða innan IRA. Þar hafi hann starfað í rúm 20 ár og þegið rúmar níu milljónir króna á ári að launum frá breskum stjórnvöldum. Sagt er að Scappaticci hafi verið fluttur á laun frá Norður-Írlandi á sunnu- dag nokkrum tímum áður en nafn hans var birt. Í gær var þó haft eft- ir ættmennum hans að hann væri enn á Norður-Írlandi og óstað- festar fregnir hermdu að til hans hefði sést í Belfast. Hlutverk „Stakeknife“ hjá IRA var að hafa uppi á, yfirheyra, pynta og drepa IRA-liða sem veittu Bretum upplýsingar. Sagði í fyrrnefndum blöðum að hann hefði sem slíkur tengst um 40 morðum. Til að ekki kæmist upp um hann er breski herinn sagður hafa leyft að- ild hans að morðunum, sem flest voru framin á N-Írlandi. „Stake- knife“ er sagður hafa verið „öfl- ugasta tækið“ í 30 ára stríði breskra stjórnvalda við Írska lýð- veldisherinn og veitt ómetanlegar upplýsingar. Talsmenn Norður-Írlandsmála- ráðuneytis bresku ríkisstjórnar- innar neituðu að tjá sig um málið en þjóðernissinnar á N-Írlandi kváðust í gær hafa farið formlega fram á skýringar Breta. Upplýs- ingar um starfsemi Scappaticci voru sagðar „mjög alvarlegar“. Krafist var upplýsinga um njósnir breskra stjórnvalda á Norður- Írlandi og hugsanlega vitneskju þeirra um hefndarmorð innan IRA. Ónefndur viðmælandi írska blað- ins The Irish Times sagði í gær ótta ríkjandi innan IRA um að fleiri hátt setta flugumenn Breta væri að finna innan samtakanna. „Rann- saka þarf hvernig þessi maður náði slíkum frama, hver hækkaði hann í tign og hver tryggði að hann gat gegnt þessari stöðu svo lengi án þess að grunsemdir vöknuðu,“ sagði þessi viðmælandi blaðsins. Fleiri breskir njósnarar innan IRA? Breskur njósnari starfaði í 20 ár innan Írska lýðveldishersins Sprenging- ar í Riyadh Riyadh, Washington. AP, AFP. FJÓRAR öflugar sprengjur sprungu í Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu, í gær- kvöldi, og að sögn þarlendra öryggismála- fulltrúa slösuðust að minnsta kosti fimmtíu manns. Talið er að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Bandaríska utanríkisráðuneytið kvaðst hafa heimildir fyrir því að þetta hefðu verið bílsprengjur, þrjár hefðu sprungið við húsaþyrpingar þar sem vestrænir ríkis- borgarar byggju og ein við höfuðstöðvar bandarísk-sádí-arabísks fyrirtækis. Nánari upplýsingar lágu ekki fyrir í gærkvöldi um hvort einhverjir hefðu látist eða hverra þjóða hinir slösuðu væru. Í byrjun mánaðarins varaði bandaríska utanríkisráðuneytið Bandaríkjamenn við því að fara til Sádí-Arabíu því að njósn hefði borist um að hryðjuverkahópar væru að undirbúa tilræði við vestræna ríkisborgara þar. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Riyadh í dag. ♦ ♦ ♦ Scooter Lee hyggst leika listir sínar á Íslandi Fólk 53

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.