Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
UMBOÐ TIL VIÐRÆÐNA
Formenn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins fengu í gær
umboð sinna þingflokka til að hefja
viðræður um áframhaldandi sam-
starf í ríkisstjórn. Formennirnir
gera sér vonir um að þær viðræður
taki ekki langan tíma.
Embættismenn hækka
Kjaradómur hefur úrskurðað að
frá 1. maí hækki laun embættis-
manna um allt að 19%. Laun alþing-
ismanna hækka um 18,7%, laun for-
sætisráðherra um 19,3% en laun
forseta Íslands hækka ekki. Þetta er
þriðja hækkunin sem Kjaradómur
úrskurðar um á tólf mánuðum.
Sprengingar í Riyadh
Fjórar öflugar sprengjur sprungu
í Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu, í
gærkvöldi. Talið er að um hryðju-
verk hafi verið að ræða. Ekki höfðu í
gær borist upplýsingar um mann-
tjón, en sjónarvottar sögðu marga
hafa slasast.
Ingibjörg varaformaður?
Margrét Frímannsdóttir vill að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taki við
af henni sem varaformaður Samfylk-
ingarinnar á landsfundi flokksins
næsta haust. Össuri Skarphéðins-
syni, formanni flokksins, líst vel á
hugmyndina.
Fjörutíu farast í Tétsníu
Fjörutíu manns að minnsta kosti
létust í sprengjutilræði í bænum
Znamenskoye í rússneska sjálf-
stjórnarhéraðinu Tétsníu í gær-
morgun. Óttast er að tala látinna
eigi eftir að hækka. Er þetta mann-
skæðasta tilræðið í Tétsníu síðan
uppreisnarmenn þar hétu því í mars
að berjast gegn friðaráætlunum
Rússlandsforseta.
„Dr. Sýkill“ handtekinn
Bandaríkjamenn sögðust í gær
hafa handtekið konu er gegndi lyk-
ilhlutverki í lífefnavopnaþróun Íraka
í stjórnartíð Saddams Husseins.
Konan, er nefnd hefur verið „dr.
Sýkill“, er talin geta veitt upplýs-
ingar um meinta framleiðslu Íraka á
ólöglegum vopnum.
Þriðjudagur
13. maí 2003
Prentsmiðja
Morgunblaðsins blað C
Fyrir
heimilið
Ólíkir
hagsmunir
Heppilegur
verkfærakassi 19
Píanóleikur
í fjölbýli 42
Óendanlegir
möguleikar
w
w
w
.f
rj
a
ls
i.
is
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur
komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent
tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan
hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa
fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem
veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign.
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00%
5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200
15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700
30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta.
Frjálsa fjárfestingarbankans
Fasteignalán
Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar
ÝMSIR byggingaraðilar sýna nú
bæði Egilsstöðum og Fjarðabyggð
meiri áhuga en áður og væntingar
vegna fyrirhugaðra stórfram-
kvæmda eru þegar farnar að hafa
áhrif á fasteignamarkaðinn á þessu
svæði.
Byggingaraðilarnir eru bæði frá
Egilsstöðum og annars staðar að á
Austfjörðum og eins frá Akureyri og
höfuðborgarsvæðinu. Margir frá
Egilsstöðum eru líka þegar farnir að
vinna við virkjunarframkvæmdirnar.
Áhrifin af Kárahnjúkavirkjun eru
þannig þegar farin að segja til sín.
Fasteignaverð á Egilsstöðum hef-
ur yfirleitt verið talsvert hærra en í
Fjarðabyggð en líklegt þykir, að það
eigi eftir að jafnast.
Þetta kom fram í viðtali við Magn-
ús Leópoldsson, fasteignasala í Fast-
eignamiðstöðinni, en hann er nú með
til sölu stóra landspildu eða 100 hekt-
ara lands úr jörðinni Egilsstaðir.
Óskað er eftir tilboðum.
„Landið liggur á milli Fagradals-
vegar og Eyvindaráss frá Hálslæk að
Illamel,“ segir Magnús Leópoldsson.
„Landið er mjög fallegt, vaxið skógi
og kjarri með flötum á milli og við ána
er gljúfur með klettum og klöppum.“
Meiri hreyfing
Magnús kvað talsverða uppbygg-
ingu hafa átt sér stað að undanförnu
á Egilsstöðum og í nýju hverfi við
göturnar Litluskóga og Kelduskóga
væri búið að reisa mörg hús og þegar
flutt inn í sum þeirra. Þá væru fram-
kvæmdir hafnar við sjö hæða fjöl-
býlishús, sem eflaust yrði mjög
glæsileg bygging, er setja mundi svip
á umhverfi sitt.
„Ég finn fyrir ört vaxandi áhuga á
góðu byggingarlandi á Austurlandi
og það er að komast mikil hreyfing á
allt á þessu svæði, ekki bara á
Egilsstöðum og í Fjarðabyggð,“
sagði Magnús Leópoldsson. „Þeir
eru margir, sem hafa hug á að vinna
við virkjanaframkvæmdirnar, eins og
fram hefur komið í atvinnuum-
sóknum að undanförnu.
Eftirspurn eftir húsnæði hlýtur því
að aukast. Það er hins vegar enn allt
of snemmt að spá með neinni vissu,
hve mikil áhrif fyrirhugaðar stór-
framkvæmdir eiga eftir að hafa á
mannfjöldaþróun á þessu svæði og þá
um leið á eftirspurn eftir íbúðarhús-
næði og öðrum fasteignum. Enn eitt
er víst. Áhrifin verða mikil og senni-
lega varanleg.
Þetta land við Egilsstaði, sem ég er
með til sölu, gæti hentað vel fyrir
margvíslega uppbyggingu, bæði fyrir
íbúðarhús, atvinnuhúsnæði og opin-
berar byggingar.“
Ört vaxandi áhugi á bygg-
ingarlandi á Austurlandi
Horft yfir Egilsstaði. Hjá Fasteignamiðstöðinni eru nú til sölu um 100 hektarar
lands úr jörðinni Egilsstaðir, rétt fyrir austan kauptúnið. Óskað er eftir til-
boðum. „Þetta land gæti hentað vel fyrir margvíslega uppbyggingu,“ segir
Magnús Leópoldsson fasteignasali.
ÍBÚAR í Þorlákshöfn eru nú nær
1.400 og fer fjölgandi. Vaxandi bær
kallar á nýbyggingar og nú er að
hefjast úthlutun á lóðum í nýju
hverfi, Búðahverfi. Beðið hefur ver-
ið eftir þessu hverfi, en það er ná-
lægt grunnskólanum og leikskól-
anum og einnig í grennd við
sundlaugina og íþróttahúsið.
Athygli vekja gatnaheiti í þessu
nýja hverfi, en þau eru tengd nöfn-
um Skálholtsbiskupa. Aðalgatan
inn í hverfið heiti Biskupabúðir, en
síðan koma Brynjólfsbúð, Finnsbúð,
Gissurarbúð, Ísleifsbúð, Klængs-
búð, Pálsbúð, Vídalínsbúð og Ög-
mundarbúð.
Í fyrsta áfanga verða byggðar
rúml. 50 íbúðir af blandaðri gerð,
raðhús, einbýli, parhús og fjórbýlis-
hús. Gatnagerð á að vera að hluta
til lokið fyrir 1. október nk.
„Það er þegar búið að sækja um
lóðir fyrir þrjú raðhús með fjórum
íbúðum hvert og fyrir tvö einbýlis-
hús,“ segir Sigurður Jónsson,
skipulags- og byggingarfulltrúi í
Þorlákshöfn. / 26
Þorlákshöfn
!"!#$!
% "
#$
&'(
)*+
&'(
) *+
!
"#
$#!"%%&
-%.$/#$
%"/++%
01%23+
456#0!+
(1+1/7+ !+
8+ 23+
'%" 9+
"
! :$+;
% ":$+;
$!+%.+
! :$+;
% ":$+;
'
(%<) "%"+$
+$ 1+=""+)>>>1+
?"/@+AB
*
*
*
*
" " "# " $ %
()
*" /@AB
$,
&
$
-.
--
"
%
-&%
-#$$%
-/01
--
-"-0,
--0-
B
2! 3
! # 1#
--#!"%%&
8%"+#$!
&"
%""+
#
##
6+B
# #
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Gólfhiti
ísókn
Spurt og
svarað 11
2003 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÁRANGUR LIÐA Í MEISTARABARÁTTUNNI FRÁ 1993 / B8, B9
BARÁTTAN um Íslandsmeistaratitilinn í knatt-
spyrnu er að hefjast og verður eins og undan-
farin ár eflaust hart barist. Fimm Reykjavík-
urlið verða nú með í baráttunni – nýliðar Vals
og Þróttar ásamt bikarmeisturum Fylkis, Fram
og Íslandsmeisturum KR. Síðast voru fimm
Reykjavíkurlið í efstu deild 1998 – ÍR, Þróttur,
Valur, Fram og KR – og þar áður 1993 – Vík-
ingur, Fylkir, Valur, Fram og KR.
Önnur lið sem leika í efstu deild í ár eru ÍA,
ÍBV, KA, Grindavík og FH en þau lið sem féllu
úr deildinni síðastliðið keppnistímabil eru
Keflavík og Þór á Akureyri.
Nýtt nafn hefur verið tekið upp á efstu deild
og heitir hún nú Landsbankadeildin.
Liðin sem leika í efstu deild eru kynnt hér í
blaðinu og er þar að finna ýmsar fróðlegar upp-
lýsingar.
Fimm lið frá
Reykjavík
Meistarabaráttan 2003
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Jökull Elísabetarson, varnarmaðurinn ungi hjá KR, og Sævar Þór Gíslason, markahrókur Fylkisliðsins, í baráttu um knöttinn.
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 28
Viðskipti 12/13 Viðhorf 32
Erlent 14/16 Minningar 32/38
Höfuðborgin 17 Bréf 40
Akureyri 18 Dagbók 42/43
Suðurnes 19 Sport 44/47
Landið 20 Fólk 48/53
Neytendur 21 Bíó 50/53
Listir 22 Ljósvakar 54
Umræðan 24/27 Veður 55
* * *
VERULEGA hefur dregið úr sitj-
andafæðingum í gegnum leggöng á
Kvennadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss og eru nær öll börn sem
eru í sitjandastöðu tekin með keis-
araskurði. Í rannsókn sem Margrét
Kristín Guðjónsdóttir læknanemi
gerði í samvinnu við Þóru Stein-
grímsdóttur kvensjúkdómalækni
kom í ljós að sitjandafæðing um leg-
göng eykur ekki hættuna á alvar-
legri súrefnisþurrð hjá barninu við
þær tilteknu aðstæður sem ríktu á
Kvennadeild LSH á árunum 1996–
2000 en yfir það tímabil náði rann-
sóknin.
Rannsóknarhópurinn var allar
konur sem fæddu fullburða einbura
úr sitjandastöðu á Kvennadeildinni
á rannsóknartímanum en þær voru
353 talsins.
Þóra, sem kynnti rannsóknarnið-
urstöðurnar á vísindadögum Land-
spítala – háskólasjúkrahúss í gær,
sagði að hugsanlega hefðu reglur
deildarinnar haft þau áhrif að rann-
sóknarniðurstaðan fór á þennan
veg, en aðeins um 14% sitjandafæð-
inga á rannsóknartímanum voru
fyrirhuguð í gegnum leggöng. Af
þeim enduðu 17% í bráðakeisara-
skurði. Að sögn Þóru er misjafnt
eftir löndum og jafnvel milli fæðing-
ardeilda innan hvers lands, hvaða
viðmið eru sett um hvort kona skuli
fara í sitjandafæðingu um leggöng
eða hvort gerður er keisaraskurður.
Áhrifamikil grein í Lancet
Þóra sagði að haustið 2000 hefðu
sitjandafæðingar um leggöng nær
alfarið lagst af á Kvennadeildinni og
víðar um heim eftir að grein sem
birtist í blaðinu Lancet greindi frá
rannsóknarniðurstöðum um skaðleg
áhrif slíkra fæðinga.
Þóra sagði að alltaf ætti að líta á
keisaraskurð sem neyðarúrræði.
Þróunin nú benti til að konur sem
gengju með barn í sitjandastöðu
ættu ekkert val lengur, þær færu
allar í keisaraskurð. Þá sagði Þóra
hugsanlegt að með fækkun sitj-
andafæðinga um leggöng væri
hætta á að sú sérstaka tækni sem
læknar þurfa að tileinka sér til að
auðvelda sitjandafæðingar um leg-
göng væri að hverfa. „En það er
áfram þörf á þessari kunnáttu,“
sagði Þóra.
Þóra sagði að lokum að bera
þyrfti saman fæðingar barna í höf-
uðstöðu og sitjandafæðingar til að
fá úr því skorið hvort einhver mun-
ur væri á slíkum fæðingum hvað
varðar afdrif barnanna.
Sitjandafæðingar um leggöng næstum
aflagðar á Kvennadeild LSH
Kunnáttan má
ekki hverfa
VEGAGERÐIN hefur auglýst útboð
á smíði tveggja brúa yfir Skaftá.
Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í
júní og því ljúki í desember en til-
boð verða opnuð 2. júní. Áætlaður
heildarkostnaður við brúa- og
vegagerð er 103 milljónir króna.
Að sögn Jakobs Hálfdánarsonar,
minjavarðar hjá Vegagerðinni,
verða nýju brýrnar fjórða kynslóð
brúa yfir Skaftá en áin var brúuð í
fyrsta sinn fyrir einni öld, árið
1903. Þá var byggð trébrú með
boga yfir ána sem árið 1924 vék fyr-
ir stálgrindarbrú með trégólfi. Sú
brú stóð í tæp 30 ár, þar til byggðar
voru steinsteyptar, einbreiðar brýr
yfir ána árið 1953 sem standa enn í
dag, hálfri öld síðar. Að sögn Jak-
obs hafa þær staðist tímans tönn
ágætlega en eru þó orðnar dálítið
lúnar enda margbúið að gera við
þær. Þær munu í sumar víkja fyrir
nýju brúnum sem brúadeild Vega-
gerðarinnar hefur hannað. Önnur
brúin verður 20 metra löng og hin
26 metrar. Heildarbreidd brúnna
verður 10,7 metrar.
Tölvumynd/Vegagerðin
Skaftárbrýr verða tvíbreiðar með gangbraut og grjótvörn til að verjast vatnavöxtum.
Skaftá brúuð í fjórða sinn
STÚLKAN sem lést í bílslysi í
Vestmannaeyjum um helgina
hét Anna Ragnheiður Ívars-
dóttir og var til heimilis að Búa-
staðabraut 5. Hún var á
sautjánda aldursári og nem-
andi í Framhaldsskólanum í
Vestmannaeyjum.
Lést
í bílslysi
MAÐURINN sem lést eftir
fall fram af klettum við Hell-
issand aðfaranótt föstudags
hét Matthías Kristjánsson, til
heimilis að Hábrekku 6, Ólafs-
vík.
Matthías var 27 ára gamall,
fæddur þann 23. september
1975. Hann lætur eftir sig unn-
ustu, þrjú börn og einn fóst-
urson.
Að sögn lögreglunnar í
Ólafsvík féll hann um 7–8
metra ofan í stórgrýtta fjöru
en ekki 11 metra eins og sagði
í Morgunblaðinu á sunnudag.
Lögregla segir tildrög slyssins
í rannsókn.
Lést eftir
fall í
klettum
HÁLENDISVEGIR landsins eru
óðum að opnast og eru sumir vegir
nú þegar orðnir jeppafærir. Að sögn
Björns Svavarssonar, eftirlitsmanns
hjá Vegagerðinni, er útlit fyrir að vel
flestir vegir verði orðnir færir í lok
maí sem er um hálfum mánuði fyrr
en vant er en vegirnir hafa verið að
opnast um og eftir miðjan júní und-
anfarin ár. Björn segir að þakka
megi þetta óvenju mildum og snjó-
léttum vetri.
„Það er til dæmis orðið fært fyrir
jeppa um Kjalveg að norðan og veg-
urinn vestan Jökulsár á Fjöllum er
opinn að hluta,“ segir Björn. Hann
segist búast við því að fleiri vegir
opnist þegar líða tekur á mánuðinn
og nefnir sem dæmi Fjallabaksleið
og Kjalveg að sunnan.
Vegagerðin hefur byrjað vikulega
útgáfu á kortum um færð á fjallveg-
um á slóðinni www.vegagerd.is.
Sýna þau að hvaða marki hálendis-
vegir eru opnir fyrir umferð en
ástand vega getur breyst mjög ört á
þessum tíma árs.
Björn segir að umferð um fjallvegi
hafi aukist mikið síðustu ár en engar
nákvæmar mælingar séu þó til um
bílafjölda. Aðspurður segir Björn að
þótt vegirnir séu nær eingöngu ætl-
aðir jeppum og hærri bílum sé alltaf
eitthvað um að menn fari á fjöll á
fólksbílum.
Hálendis-
vegir opn-
aðir fyrr en
vanalega
UMSÓKNARFRESTUR rann út um
helgina um störf hjá ítalska verktaka-
fyrirtækinu Impregilo við gerð stíflu
og aðrennslisganga Kárahnjúkavirkj-
unar. Alls bárust 2.762 umsóknir um
þau tæplega 200 störf sem í boði eru
að þessu sinni.
Að sögn Ingibjargar Óðinsdóttur,
ráðgjafa hjá Mannafli, sem vinnur úr
umsóknunum í samstarfi við ráðning-
arvefinn Vinnu.is, er ekki ljóst hve
margir sóttu um einstök störf en vitað
er að margir sóttu um fleiri en eitt og
fleiri en tvö störf. Einkum var um að
ræða störf við stjórnun vinnuvéla,
sem krefjast iðnmenntunar, og störf
sem ekki krefjast fagmenntunar.
Ingibjörg segir að mikil vinna bíði
við að fara í gegnum umsóknirnar.
Niðurstöðurnar verði birtar á vefnum
vinna.is, þangað sem umsóknir bár-
ust, eins fljótt og mögulegt er.
2.762 um-
sóknir um
200 störf