Morgunblaðið - 13.05.2003, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 9
HÚN er stolt móðir, kindin Skíma
í Kollafjarðarnesi, með nýfæddu
fjórlembingana sína. Skíma er
fimm vetra gömul og hefur verið
frjósöm eins og hún á kyn til.
Sjálf er hún ein af þremur lömb-
um móður sinnar sem varð þrisv-
ar sinnum þrílembd og tvisvar
sinnum fjórlembd. Bú þeirra Sig-
ríðar Jónsdóttur og Sigurðar
Marinóssonar í Kollafjarðarnesi
hefur verið afurðagott og það að
fæðist fjórlembingar hefur verið
árlegur viðburður hjá þeim mörg
undanfarin ár.
Morgunblaðið/Arnheiður GuðlaugsdóttirFrjósama ærin Skíma í Kollafjarðarnesi með lömbin sín fjögur.
Fjórlembdar ær á hverju ári
BISKUP Íslands hefur auglýst emb-
ætti sóknarprests í Ingjaldshóls-
prestakalli í Snæfellsnes- og Dala-
prófastdæmi laust til umsóknar frá
1. september.
Af embætti lætur séra Lilja Kr.
Þorsteinsdóttir sem hefur verið
sóknarprestur í Ingjaldshólspresta-
kalli frá árinu 2000.
Ingjaldshóls-
prestakall laust
ÚTBLÁSTUR gróðurhúsaloftteg-
unda á Íslandi var 7% meiri árið
2000 en árið 1990 samkvæmt
upplýsingum frá umhverfisráðu-
neytinu. Spár um útblástur fram
til ársins 2020 benda til þess að
útblástur muni ekki aukast um-
fram þau 10% sem Kyotobókunin
heimilar á skuldbindingartímabili
bókunarinnar 2008–2012.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu sem Ísland
hefur skilað inn til Rammasamn-
ings Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar, en í skýrsl-
unni er gerð grein fyrir stöðu
mála hér á landi hvað varðar út-
blástur gróðurhúsalofttegunda og
stefnumörkun til að takmarka út-
blástur. Þá er einnig fjallað um
hver gætu orðið áhrif loftslags-
breytinga hérlendis, yfirlit gefið
yfir rannsóknir og vöktun og
stuðning Íslands við fátækari
ríki.
Samkvæmt Kyotóbókuninni
skal útblástur gróðurhúsaloftteg-
unda frá Íslandi ekki aukast um
meira en 10% til 2012 miðað við
árið 1990. Að auki er heimilt, upp
að vissu marki, að telja fram sér-
staklega útblástur koltvíoxíðs frá
nýrri stóriðju eða stækkun eldri
stóriðju sem fellur undir sérstaka
ákvörðun aðildarríkjaþings lofts-
lagssamningsins, sem hér á landi
hefur verið nefnd „íslenska
ákvæðið“. Árið 2000 voru tvö
verkefni sem uppfylla skilyrði
ákvæðisins og útblástur koltvíox-
íðs frá þessum verkefnum er því
ekki innifalinn í heildartölum
heldur talinn fram sér. Þessi
verkefni voru stækkun ALCAN
og járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga.
Innan marka Kyoto-bókunar-
innar þrátt fyrir stóriðju
Í skýrslunni er gerð grein fyrir
útblástursspá fram til ársins
2020. Spáin er reiknuð út fyrir
tvö tilvik. Í fyrra tilvikinu er ekki
gert ráð fyrir neinum nýjum stór-
iðjuverkefnum öðrum en þeim
sem þegar hafði verði ákveðið að
ráðast í þegar spáin var fram-
kvæmd. Í síðara tilvikinu er gert
ráð fyrir þremur nýjum stóriðju-
verkefnum (Fjarðarál í Reyðar-
firði, stækkun álversins á Grund-
artanga og frekari stækkun
ALCAN í Hafnarfirði). Í báðum
tilfellum gera spár ráð fyrir að
Ísland verði innan marka Kyoto-
bókunarinnar. Í spánni er gengið
út frá þeirri forsendu að 10%
bensínnotkunar færist yfir í dísil-
olíu vegna fyrirhugaðrar breyt-
ingar í skattlagningu á dísilbílum.
Þá er gert ráð fyrir að starfandi
fyrirtækjum í áliðnaði takist að
halda útstreymi perflúorkolefna
(PFCs) í 0,22 tonnum CO2-ígilda
á hvert framleitt tonn af áli og að
sambærileg tala fyrir ný fyrir-
tæki í áliðnaði verði 0,14 tonn.
Einnig er gert ráð fyrir að olíu-
notkun á aflaeiningu minnki þótt
heildarafli fiskiskipaflotans muni
aukast. Að síðustu er stefnt að
því að auka bindingu kolefnis
með ræktun.
Þessar forsendur eru í sam-
ræmi við stefnumörkun íslensku
ríkisstjórnarinnar í loftslagsmál-
um sem samþykkt var í mars
2002.
Fram kemur í fréttatilkynn-
ingu umhverfisráðuneytisins að
úttektarnefnd á vegum samnings-
ins er væntanleg til Íslands í
september.
Ísland skilar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna
um útblástur gróðurhúsalofttegunda
Útblásturinn talinn
innan settra marka
Skólavörðustíg 8
Sími/fax 511 3555
Myndlistarsýning
Bjarni Ragnar
Þri. 13/5: Karrýpottur a la Harry
Potter m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Mið. 14/5: Fylltar pönnukökur
m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Fim. 15/5: Ítalskt ratatoui og polenta
m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Fös. 16/5: Brokkolíbakstur og
fennelsósa m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Helgin 17.-18/5: Indónesískt góðgæti
m. fersku salati, hrísgrjónum
og meðlæti.
Mán. 19/5: Moussaka og fetasalat
m. fersku salati, hrísgrjónum
og meðlæti.
Matseðill
www.graennkostur.is
Bankastræti 14, sími 552 1555
Úrval af fallegum buxum
í mörgum litum
Gott verð
Ný sending - kvartbuxur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347
Fatnaður í úrvali
Hör, bómull, viskos
Ný sumarhattasending
Fataprýði
Verið velkomnar
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán-fös. frá kl. 10-18Laugard. frá kl. 10-14
Teinóttar dragtir
Síðir og stuttir jakkar
Laugavegi 4, sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Full búð
af fallegum
undirfötum
Elegant
Bæjarlind 12 • 201 Kópavogur.
Sími 512 2200
Vönduð
garðhúsgögn sem
koma á óvart!
Bolir - Stuttbuxur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Kringlunni, sími 588 1680.
Seltjarnarnesi, sími 561 1680.
tískuverslun
Gardeur
strets-
gallabuxur
iðunn
Laugavegi 66, sími 552 5980
Verslunin hættir
28. maí
Stærðir 32—38
Aðeins 4 verð:
500 — 1.900 — 4.900 — 9.900