Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 9 HÚN er stolt móðir, kindin Skíma í Kollafjarðarnesi, með nýfæddu fjórlembingana sína. Skíma er fimm vetra gömul og hefur verið frjósöm eins og hún á kyn til. Sjálf er hún ein af þremur lömb- um móður sinnar sem varð þrisv- ar sinnum þrílembd og tvisvar sinnum fjórlembd. Bú þeirra Sig- ríðar Jónsdóttur og Sigurðar Marinóssonar í Kollafjarðarnesi hefur verið afurðagott og það að fæðist fjórlembingar hefur verið árlegur viðburður hjá þeim mörg undanfarin ár. Morgunblaðið/Arnheiður GuðlaugsdóttirFrjósama ærin Skíma í Kollafjarðarnesi með lömbin sín fjögur. Fjórlembdar ær á hverju ári BISKUP Íslands hefur auglýst emb- ætti sóknarprests í Ingjaldshóls- prestakalli í Snæfellsnes- og Dala- prófastdæmi laust til umsóknar frá 1. september. Af embætti lætur séra Lilja Kr. Þorsteinsdóttir sem hefur verið sóknarprestur í Ingjaldshólspresta- kalli frá árinu 2000. Ingjaldshóls- prestakall laust ÚTBLÁSTUR gróðurhúsaloftteg- unda á Íslandi var 7% meiri árið 2000 en árið 1990 samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðu- neytinu. Spár um útblástur fram til ársins 2020 benda til þess að útblástur muni ekki aukast um- fram þau 10% sem Kyotobókunin heimilar á skuldbindingartímabili bókunarinnar 2008–2012. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Ísland hefur skilað inn til Rammasamn- ings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, en í skýrsl- unni er gerð grein fyrir stöðu mála hér á landi hvað varðar út- blástur gróðurhúsalofttegunda og stefnumörkun til að takmarka út- blástur. Þá er einnig fjallað um hver gætu orðið áhrif loftslags- breytinga hérlendis, yfirlit gefið yfir rannsóknir og vöktun og stuðning Íslands við fátækari ríki. Samkvæmt Kyotóbókuninni skal útblástur gróðurhúsaloftteg- unda frá Íslandi ekki aukast um meira en 10% til 2012 miðað við árið 1990. Að auki er heimilt, upp að vissu marki, að telja fram sér- staklega útblástur koltvíoxíðs frá nýrri stóriðju eða stækkun eldri stóriðju sem fellur undir sérstaka ákvörðun aðildarríkjaþings lofts- lagssamningsins, sem hér á landi hefur verið nefnd „íslenska ákvæðið“. Árið 2000 voru tvö verkefni sem uppfylla skilyrði ákvæðisins og útblástur koltvíox- íðs frá þessum verkefnum er því ekki innifalinn í heildartölum heldur talinn fram sér. Þessi verkefni voru stækkun ALCAN og járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Innan marka Kyoto-bókunar- innar þrátt fyrir stóriðju Í skýrslunni er gerð grein fyrir útblástursspá fram til ársins 2020. Spáin er reiknuð út fyrir tvö tilvik. Í fyrra tilvikinu er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum stór- iðjuverkefnum öðrum en þeim sem þegar hafði verði ákveðið að ráðast í þegar spáin var fram- kvæmd. Í síðara tilvikinu er gert ráð fyrir þremur nýjum stóriðju- verkefnum (Fjarðarál í Reyðar- firði, stækkun álversins á Grund- artanga og frekari stækkun ALCAN í Hafnarfirði). Í báðum tilfellum gera spár ráð fyrir að Ísland verði innan marka Kyoto- bókunarinnar. Í spánni er gengið út frá þeirri forsendu að 10% bensínnotkunar færist yfir í dísil- olíu vegna fyrirhugaðrar breyt- ingar í skattlagningu á dísilbílum. Þá er gert ráð fyrir að starfandi fyrirtækjum í áliðnaði takist að halda útstreymi perflúorkolefna (PFCs) í 0,22 tonnum CO2-ígilda á hvert framleitt tonn af áli og að sambærileg tala fyrir ný fyrir- tæki í áliðnaði verði 0,14 tonn. Einnig er gert ráð fyrir að olíu- notkun á aflaeiningu minnki þótt heildarafli fiskiskipaflotans muni aukast. Að síðustu er stefnt að því að auka bindingu kolefnis með ræktun. Þessar forsendur eru í sam- ræmi við stefnumörkun íslensku ríkisstjórnarinnar í loftslagsmál- um sem samþykkt var í mars 2002. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu umhverfisráðuneytisins að úttektarnefnd á vegum samnings- ins er væntanleg til Íslands í september. Ísland skilar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna um útblástur gróðurhúsalofttegunda Útblásturinn talinn innan settra marka Skólavörðustíg 8 Sími/fax 511 3555 Myndlistarsýning Bjarni Ragnar Þri. 13/5: Karrýpottur a la Harry Potter m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mið. 14/5: Fylltar pönnukökur m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fim. 15/5: Ítalskt ratatoui og polenta m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fös. 16/5: Brokkolíbakstur og fennelsósa m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Helgin 17.-18/5: Indónesískt góðgæti m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mán. 19/5: Moussaka og fetasalat m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Matseðill www.graennkostur.is Bankastræti 14, sími 552 1555 Úrval af fallegum buxum í mörgum litum Gott verð Ný sending - kvartbuxur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Fatnaður í úrvali Hör, bómull, viskos Ný sumarhattasending Fataprýði Verið velkomnar Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán-fös. frá kl. 10-18Laugard. frá kl. 10-14 Teinóttar dragtir Síðir og stuttir jakkar Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Full búð af fallegum undirfötum Elegant Bæjarlind 12 • 201 Kópavogur. Sími 512 2200 Vönduð garðhúsgögn sem koma á óvart! Bolir - Stuttbuxur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun Gardeur strets- gallabuxur iðunn Laugavegi 66, sími 552 5980 Verslunin hættir 28. maí Stærðir 32—38 Aðeins 4 verð: 500 — 1.900 — 4.900 — 9.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.