Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F/ SI A .I S H IR 2 11 05 0 5. 20 03 Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka Helga Jónsdóttir borgarritari Reykjavíkurborgar Fundirnir verða á 3ju hæð Háskólans í Reykjavík, hefjast kl. 12:05 og lýkur laust fyrir kl. 13:00. Léttar veitingar verða í boði. Sjá nánar á www.ru.is Umsóknarfrestur um MBA nám er til 28. maí. www.ru.is/mba MBA Dagana 12.–14. maí verða haldnir opnir hádegisfundir þar sem MBA útskriftarnemar kynna lokaverkefni sín og draga af þeim stærri ályktanir. Lykilaðilar úr viðskiptalífinu flytja inngangsorð og taka þátt í umræðum. Hádegisfundirnir verða hver með sínu þema; á mánudeginum verður kastljósinu beint að nýsköpun, á þriðjudeginum velta menn fyrir sér opinbera geiranum og þeim áskorunum sem stjórnendur þar standa frammi fyrir og á miðvikudeginum verða bankar og fjármál fyrirtækja til umræðu. Hádegisfundirnir eru öllum opnir og eru þeir kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér þær kenningar og hugmyndir sem efst eru á baugi varðandi stjórnun og stefnumótun – og hvernig þær eru notaðar við ólíkar aðstæður í íslenskum veruleika. Magnús Pálmi Örnólfsson Hildur Hörn Daðadóttir Hjörtur Eiríksson MBA nemendur: MBA nemendur: Hádegisfundir 12.–14. maí Fundirnir verða á 3ju hæð Háskólans í Reykjavík, hefjast kl. 12:05 og lýkur laust fyrir kl. 13:00. Léttar veitingar í boði. Þriðjud. 13. maí Samkeppnishæfni opinbera geirans Miðvikud. 14. maí Fjármálamarkaðir á tímamótum Rut Jónsdóttir Sævar Kristinsson Stefán Róbert Gissurarson FJÁRFESTINGAFYRIRTÆKIÐ Permira hefur gert óformlegt kauptilboð í bresku verslunarkeðj- una Debenhams. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða punda eða um 176 milljarða íslenskra króna. Það jafngildir því að Permira greiði 425 pens fyrir hvern hlut í Deben- hams eða sem nemur tæpum 500 ís- lenskum krónum á hlut. Sé miðað við lokagengi hluta- bréfa í Debenhams á föstudag felst 28 prósenta yfirverð í tilboðinu. Gengi bréfa í Debenhams var 330,75 pens á hlut við lokun mark- aða á föstudag en hækkaði um 24% vegna tíðindanna um hugsanleg kaup Permira á keðjunni. Lokagengi bréfanna í gær, mánudag, var 409,25 pens á hlut sem er um 480 íslenskar krónur. Ekki mun vera um formlegt kauptilboð að ræða af hálfu Permira en í frétt Reuters um mál- ið kemur fram að Debenhams hafi þegar skipað óháða nefnd yfir- manna til að fjalla um hugsanleg tilboð í verslunarkeðjuna. Fjármálasérfræðingar telja verð- ið sem Permira er tilbúið að greiða fyrir Debenhams sanngjarnt. Þó er talið mögulegt að fleiri tilboð ber- ist. Tölurnar 450–460 pens á hlut eru nefndar sem líkleg verðtilboð frá öðrum en Permina. Debenhams rekur 102 verslanir í Bretlandi og á Írlandi. Eina íslenska útibúið er verslun Baugs í Smáralind í Kópa- vogi. Baugur hefur umboð fyrir Debenhams á öllum Norðurlönd- unum en á ekki hlut í keðjunni sjálfri. Debenhams-keðjunni hefur gengið betur að fóta sig á þessu ári en mörgum öðrum breskum smá- sölukeðjum. Hagnaður á fyrri helmingi uppgjörsársins nam 96,5 milljónum punda eða ríflega 11 milljörðum króna og jókst um 4,8% frá sama tíma árið áður. Permira er verðbréfafyrirtæki sem hefur yfir 17 fjárfestinga- sjóðum að ráða. Á undanförnum þremur árum hefur fyrirtækið sett fjárfestingar á smásölumarkaði á oddinn. Meðal arðsamra viðskipta Permira eru kaup á heimilis- vörukeðjunni Homebase af J. Sainsbury fyrir 750 milljónir punda árið 2000. Þegar Permira seldi Homebase í nóvember síðastliðnum fékk fyrirtækið um 900 milljónir punda fyrir sinn snúð. Miklar hræringar hafa verið á breskum smásölumarkaði og hafa samrunar og yfirtökur aukist. Mörg fyrirtæki hafa lækkað í verði. Gengi bréfa í Debenhams hefur þó ekki verið hærra í eitt og hálft ár. Yfirtöku- tilboð í Deben- hams Reuters Samningar við þekkta tískuhönnuði – eins og Jasper Conran sem sýndi á tískuviku í London fyrr á árinu – eru taldir eiga stóran þátt í velgengni Debenhams. Fjárfestingafyrirtækið Permira er tilbúið að greiða 28% yfir- verð fyrir hlutabréf smásölukeðjunnar. STJÓRN Selfridges hefur sam- hljóða ákveðið að samþykkja tillögu kanadíska milljarðamæringsins, Galon Weston, um yfirtökutilboð sem hljóðar upp á 598 milljónir punda (70,2 ma.kr.) í peningum eða 392,25 pens á hvern hlut. Tillagan felur í sér að 387 pens verði greidd út auk þess sem greiddur verði 5,25 pensa arður. Þá yfirtaki Weston 30 milljóna punda skuld frá Selfridges. Tilboðið sem lagt er til er nokkru hærra en búist hafði verið við en get- gátur voru uppi um að boðin yrðu um 375 pens á hlut eða alls 570 milljónir punda (tæpir 70 ma.kr.). Talsmenn fyrirtækisins hafa lýst ánægju sinni með tillöguna. Haft er eftir stjórnarformanninum á FT.com að hún sé sanngjörn og endurspegli styrk fyrirtækisins. Jafnframt hefur forstjóri þess, sem fór fyrir öðrum hópi áhugasamra kaupenda, sagst vera ánægður og ætla að starfa áfram. Hér er þó ekki um bindandi tilboð að ræða enda tíðkast í Bretlandi að leggja hugsanlegt tilboð fyrst fyrir stjórn fyrirtækis og fá samþykki hennar og meðmæli áður en form- legt tilboð er lagt fram til hluthafa. Baugur Group á um 0,5% hlut í Selfridges síðan í janúar sl. Meðal- gengi í þeim viðskiptum var um 233 pens á hlut. Beðið eftir viðbrögðum Nú eru aðrir áhugasamir að íhuga hvort þeir eigi að bjóða hærra verð en Weston. Skoski frumkvöðullinn Tom Hunter hefur verið þeirra á meðal en talið er líklegt að hann muni draga sig í hlé. Hins vegar bíða menn átekta eftir því hvað íranski fasteignabaróninn Robert Tcheng- uiz gerir en þess er jafnvel vænst að hann muni biðja hluthafa um að hinkra við þar til tilboð berst frá honum. Ennfremur segir BBC fréttavefurinn frá því að sögur hafi gengið á fjármálamarkaði í London þess efnis að Baugur væri að setja saman tilboð í fyrirtækið. Galen Weston á m.a. keðju tísku- verslana á Írlandi og tólf deildar- skiptar lúxusstórverslanir í Kanada. Gengi hlutabréfa í Selfridges hækkaði um 12% í Kauphöllinni í London í gær og var lokaverð þeirra 398 pens. Stjórn Selfridg- es samþykkir yfirtökutillögu AFKOMA af rekstri Afls fjár- festingarfélags var 94,8 millj- ónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Afkoma fé- lagsins á sama tímabili árið 2002 var rúmar 276 milljónir króna. Nam innleystur hagnað- ur 54,5 milljónum og óinnleyst- ur hagnaður 40,2 milljónum króna. Hlutafé félagsins var 1.888 milljónir króna í lok mars. Eig- ið fé nam samtals 3.230 millj- ónum króna sem er meira en á sama tíma í fyrra. Eiginfjár- hlutfall félagsins 31. mars var 86,2% en var 99,4 sama dag 2002. Framsetningu rekstrar- reiknings hefur verið breytt frá fyrra reikningsári en í tilkynn- ingu frá félaginu segir að breyt- ingin hafi ekki áhrif á eigið fé eða niðurstöðu rekstrarreikn- ings. Heildarhagnaður á hverja krónu hlutafjár á tímabilinu frá janúar til mars sl. nam 0,05 en í fyrra var sama tala 0,15. Hlut- hafar í lok mars 2003 voru 3.400 og áttu þrír hluthafar yfir 10% hlut. Landsbanki Íslands hf. og Þorsteinn Vilhelmsson eiga 19,5% hlut hvor og Ránarborg ehf. á 15,3%. Stærsti eignarhlutur Afls þessa stundina er 10,2% hlutur í Granda hf. Afl með 95 milljóna afkomu GERT er ráð fyrir að hundruð hlut-hafa mæti á fund með stjórnendum hins hollenska Ahold í dag. Fundur- inn er sagður vera fyrsta tækifæri hluthafa til að láta í ljós reiði sína vegna bókhaldssvika sem fyrirtækið varð uppvíst að í febrúar síðastliðn- um. Ofmetnar tekjur þessa þriðja stærsta matvörufyrirtækis heims nema um 64 milljörðum íslenskra króna, eða um 880 milljónum dollara, samkvæmt fréttavef BBC. Meðal eigna fyrirtækisins er hollenska mat- vörukeðjan Albert Heijn, sem er sögð jafnstór hluti af daglegu lífi og menn- ingu í Hollandi og vindmyllur og túl- ípanar. Hollenskir hluthafar eru sér- lega óánægðir enda eru hlutabréf í Ahold ein þau útbreiddustu í Hol- landi. Bókhaldssvikin voru þó helst í gegnum bandaríska matardreifingar- fyrirtækið U.S. Foodservice sem er í eigu Ahold. Tveir af yfirmönnum þess fyrirtækis hafa þegar verið látnir fara. Ekki er ljóst í hverju breyting- arnar sem boða á á fundinum í dag felast. Stjórnendur eru sagðir ætla að kynna viðamiklar breytingar á stjórn- kerfi fyrirtækisins. Í frétt FT um fundinn segir að stokka verði duglega upp í framkvæmdastjórn fyrirtækis- ins og yfirstjórn þess, eigi að takast að endurvinna traust hluthafa. Ef- laust hafa hluthafar mestan áhuga á að fá skýringar á því hvers vegna fyr- irtækið ofmat tekjur sínar í þrjú ár og hvernig fyrirtækið ætlar að stuðla að hækkun virðis hlutabréfanna. Gengi bréfa í Ahold var tvöfalt hærra en það er nú áður en upp komst um svikin. Ahold fund- ar í dag VELTA breska verslunarfyrirtækis- ins Somerfield, sem Baugur á tæpan 3% hlut í, var umfram væntingar á fjárhagsárinu sem lauk 26. apríl sl., að því er fram kom í tilkynningu frá fé- laginu fyrir helgi. Heildarveltan, sem hefur verið áætluð 5 milljarðar punda, jókst um 0,7%, velta Somerfield-keðjunnar jókst um 0,9% og velta Kwik Save- keðjunnar jókst um 1,3%. Salan á seinni helmingi fjárhagsársins var heldur meiri en á þeim fyrri. Stjórn Somerfield hafnaði nýlega yfirtökutilboði í félagið en talið er að sömu aðilar muni gera aðra tilraun til yfirtöku. Nú verði boðnar 600 millj- ónir punda (70 ma.kr.) í stað 510 (60 ma.kr.) áður eða 110-120 pens á hlut í stað 103 pensa. Sérfræðingar á bresk- um markaði telja að slíkt tilboð gæti fengið hljómgrunn hjá stjórninni. Talsmenn Somerfield segja mikil tækifæri vera til hagræðingar víðs vegar um fyrirtækið, lækkunar á kostnaði og aukinnar skilvirkni. Þeir hafa einnig gefið í skyn að selja eigi nokkuð af fasteignum félagsins og í sumum tilvikum verði húsnæðið leigt af kaupendum. Aukin velta Somerfield
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.