Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 13 HAGNAÐUR Marels nam 665 þús- undum evra, sem svarar til 56 millj- óna króna, fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagn- aður félagsins 485 þúsundum evra. Hagnaðurinn hefur því aukist um 37% á milli tímabila. Rekstrartekjur Marels á fyrsta ársfjórðungi voru 24,1 milljón evra sem er um 8% minnkun frá fyrra ári. Fjárfestingar Marels voru í lág- marki eða 400 þúsund evrur saman- borið við 4,6 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Handbært fé frá rekstri var 3,1 milljón evra. Samanburður á milli ár- anna 2003 og 2002 mótast af áhrifum gengisþróunar íslensku krónunnar. Þannig var meðalgengi evru um 5,3% lægra á fyrsta ársfjórðungi 2003 en 2002, Bandaríkjadalur um 22,7% lægri nú og gengisvísitala krónunnar um 11,5% hærri. Samdrátt í veltu má að mestu leyti skýra með veikingu dollars gagnvart evru en óvenjustór hluti tekna samstæðunnar á tíma- bilinu var í dollurum, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Starfsmönnum fjölgar á næstunni „Verkefnastaða fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi er með besta móti. Sala á ýmsum nýjungum sem kynntar voru á síðasta ári hefur gengið vel, sérstaklega hefur sala á nýrri tegund flokkunarkerfa fyrir alifuglavinnslu gengið betur en gert hafði verið ráð fyrir. Sölutregða er þó á ýmsum mörkuðum félagsins sem mótast af efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum og Evrópu. Sala í alifuglaiðnaði hefur verið umfram áætlun en sala til kjöt- og fiskiðnaðar hefur verið minni en gert var ráð fyr- ir það sem af er árinu. Í maímánuði voru kynntar fjölmargar nýjar vörur samstæðunnar, m.a. á sjávarútvegs- sýningunni í Brussel, og eru bundnar vonir við að þær glæði sölu til fiskiðn- aðar. Styrking íslensku krónunnar hef- ur aftur á móti mjög neikvæð áhrif á rekstur móðurfélags Marels á Ís- landi eins og annarra útflutningsfyr- irtækja. Brugðist verður við því með áframhaldandi hagræðingaraðgerð- um og leitað er leiða til þess að draga úr kostnaði í íslenskum krónum,“ að því er segir í tilkynningu. Gert er ráð fyrir að starfsmönnum samstæðunnar fjölgi aftur á næstu mánuðum samfara aukningu í sölu. Um síðustu áramót störfuðu 820 manns hjá Marel-samstæðunni en nú í lok mars voru þeir 751 talsins. Starfsmönnum mun aðallega fjölga í erlendum dótturfélögum fyrirtækis- ins. Hagnaður Marels eykst um 37% JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gagnrýndi nýja stefnu bresku matvörukeðjunnar Iceland í breskum fréttamiðlum í gær en Baugur ID er stærsti hluthafi í Big Food Group sem á Iceland. Iceland stefnir að því að færa sig til á markaðnum í átt frá lágverðsendanum. Þetta segir Jón Ásgeir vera mistök. Hann segir Iceland vera að fara í öfuga átt og eiga eftir að finna fyrir því hversu erfitt verði að keppa við Tesco og Sainsbury’s. Hið sama segir hann eiga við um Somerfield. Enn- fremur segir hann marga breska smásala vera of upptekna af vexti fremur en að leggja áherslu á sjóð- streymi og hagnað. Iceland sagði hann að ætti að halda sig við sölu á frosnum matvælum. Keðjan hefur hins vegar tilkynnt að farið verði í endurbætur á öllum 760 verslunum hennar til þess að skapa aukið rými m.a. fyrir ferska matvöru. Jón Ásgeir efast um að þær fjárfest- ingar eigi eftir að skila sér, hvort sem er hjá Iceland eða Somerfield. Baugur á rúman 22% hlut í Big Food Group, sem á Iceland-keðjuna og Booker heildsöluna. Jón er sagður hafa gefið stjórnendum Iceland álit sitt á málinu en verið tekið fálega. Sérfræðingar á breskum markaði telja að þetta geti orðið til þess að Baugur reyni að selja sinn hlut í fyr- irtækinu. Jón Ásgeir gagnrýnir Iceland-keðjuna Morgunblaðið/Kristinn Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gagnrýndi nýja stefnu Iceland- keðjunnar í viðtali við breska fjölmiðla nú um helgina. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 3.5 í samþykktum félagsins. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: Heimilisfang Baugs Group hf. verði að Túngötu 6, Reykjavík. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 100.000.000 kr., eitthundraðmilljónirkróna að nafnverði, sem nota skal til sameiningar eða kaupa á hlutum í öðrum félögum, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna hækkunarinnar, verði framlengd til 31. maí 2004. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 10.000.000 kr., tíumilljónirkróna að nafnverði, sem nota skal til sölu hlutabréfa til stjórnenda og starfsmanna samkvæmt kaupréttaráætlun stjórnar, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna hækkunarinnar, verði framlengd til 31. maí 2004. Tillaga um heimild stjórnar félagsins til kaupa á hlutabréfum í félaginu. Umræður og afgreiðsla um önnur málefni sem löglega eru upp borin. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B A U 2 07 70 05 /2 00 3 Aðalfundur Baugs Group hf. verður haldinn á Hótel Nordica þriðjudaginn 20. maí 2003 kl . 14.00. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins auk annarra gagna munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Túngötu 6, 101 Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. a. b. c. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1 2 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.