Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 15 Laugavegi 63, sími 551 4422 Fallegar sumarkápur Maura CLARE Short, ráðherra þróunarað- stoðar í bresku stjórninni, sagði af sér embætti í gær vegna óánægju með þá afstöðu forsætisráðherrans, Tonys Blairs, að ætla ekki að krefjast þess að ný ályktun öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna kvæði á um hlutverk SÞ við stjórn Íraks. Short sakaði Blair um það í afsagn- arbréfi sínu að hafa svikið loforð um að sjá til þess að SÞ færu með stjórn mála í Írak, nú þegar ríkisstjórn Saddams Husseins hefur verið steypt af stóli, en ekki Bandaríkja- menn. Þá sakaði hún Blair og Jack Straw utanríkisráðherra um að hafa „leynilega“ lagt drög að nýrri álykt- un öryggisráðsins sem væri í hróp- legu ósamræmi við loforð sem gefin hefðu verið í þinginu. Talsmenn forsætisráðherrans vís- uðu ásökunum Short hins vegar á bug og sögðu Blair engin loforð hafa gefið henni. Sögðu þeir einnig að af- staða stjórnarinnar hefði aldrei verið sú að SÞ færi fyrir málum í Írak, heldur að um samstarf hlutaðeigandi aðila yrði að ræða. Amos tekur við Short hafði áður hót- að afsögn en hún var afar ósátt við herför Breta og Bandaríkja- manna í Írak. Blair hefur þegar skipað arf- taka hennar í embætti, Amos barónessu. Hún er fyrsta blökkukonan til að taka sæti í ríkis- stjórn á Bretlandi. Hefur hún setið í lávarðadeild breska þingsins frá 1997. Clare Short sagði af sér London. AFP. Clare Short Amos barónessa UM 46 þúsund bæjarstarfsmenn í 60 borgum og bæjum í Stokkhólmi hófu vikulangt verkfall í gær. Þetta er fjórða verkfall bæjarstarfsmanna í Svíþjóð á einum mánuði og hafa þau haft áhrif á sjúkrahús, dagheimili og sorphirðu. Til þessa hafa þó aðeins nokkur hundruð manns lagt niður vinnu í viku í senn en verkföllin hóf- ust eftir að slitnaði upp úr viðræðum milli fulltrúa verkalýðsfélaga og samninganefndar sveitarstjórna í Svíþjóð hinn 23. apríl. Sum sjúkrahús urðu að loka deild- um í gærmorgun og fresta aðgerð- um. Sjúkraliðar, almennir starfs- menn og aðstoðarmenn á rann- sóknarstofum lögðu niður vinnu en gjörgæsludeildir og neyðarmóttökur störfuðu eðlilegar. Engir læknar eða hjúkrunarfræðingar hafa tekið þátt í verkfallsaðgerðunum. Verkfallsmennirnir, sem eru fé- lagar í bandalagi bæjarstarfsmanna þar sem eru um 600 þúsund fé- lagsmenn, krefjast 5,5% launahækk- unar en vinnuveitendur hafa boðið 3,2%. Samningafundir fóru fram um helgina fyrir milligöngu sáttasemj- ara en hvorki gekk né rak. Göran Persson forsætisráðherra hefur sagt að hann hafi skilning á kröfum bæjarstarfsmannanna en ríkisstjórnin ætli ekki að leggja fram fé til að greiða fyrir launahækkun- um. Um 46.000 sænsk- ir bæjarstarfs- menn í verkfalli FILIP Vujanovic vann öruggan sig- ur í forsetakosningum sem haldnar voru í Svartfjallalandi um helgina, fékk meira en 65% greiddra at- kvæða. Vujanovic er núverandi for- seti þingsins í Svartfjallalandi og liðsmaður Lýðræðisflokks sósíal- ista, sem fer með stjórn mála í land- inu um þessar mundir. Þetta er í þriðja skipti á sex mán- uðum sem kjósendur í Svartfjalla- landi gera tilraun til að velja for- seta en tvær þær fyrri, í desember sl. og í febrúar á þessu ári, mistók- ust vegna þess að kjörsókn reyndist ekki nægilega mikil til að nið- urstöður teldust gildar. Raunar var kjörsókn aðeins um 48% að þessu sinni, en lögum hefur nú verið breytt þannig að krafan um meira en 50% kjörsókn hefur verið felld niður. Boðar þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði Vujanovic, sem er 49 ára, er bandamaður Milos Djukanovic for- sætisráðherra og raunar var Vuj- anovic sjálfur forsætisráðherra Svartfjallalands í eina tíð. Þeir eru báðir hlynntir fullu sjálfstæði Svartfjallalands – en landið er í ríkjasambandi við Serbíu – og í gær sagði Vujanovic í viðtali við Assoc- iated Press að innan þriggja ára myndi hann láta fara fram þjóð- aratkvæðagreiðslu í landinu um það hvort ríkjasambandinu yrði viðhaldið, eða hvort lýsa ætti Svart- fjallaland sjálfstætt ríki. Vujanovic kjörinn for- seti í Svartfjallalandi Podgorica. AFP. APFilip Vujanovic fagnar sigri á sunnudag. ÞAÐ var ungverskur stjórnarerind- reki að nafni Vilmos Böhm sem upp- lýsti sovésku leyniþjónustuna um samvinnu Raouls Wallenbergs við Bandaríkjamenn og Breta, eftir að Rauði herinn hafði hertekið Ung- verjaland í janúar 1945. Þetta kom fram í frétt vefútgáfu sænska dag- blaðsins Dagens Nyheter í gær. Wallenberg notaði Böhm sem milligöngumann sinn við bandamenn í vestri en Böhm var hins vegar tvö- faldur í roðinu og kom upplýsingun- um áfram til sovésku leyniþjónust- unnar. Það var svo snemma á sjöunda áratugnum sem sænska leyniþjónustan komst að því að Böhm hefði verið njósnari fyrir Sov- étríkin þrátt fyrir að tengja njósna- starfsemi hans ekki við Wallenberg. Að því er fram kemur í nýrri bók sænska öryggismálasérfræðingsins Wilhelms Agrell, sem frétt Dagens Nyheter byggist á, hefur líklega ver- ið mikilvægara fyrir sænsk yfirvöld á dögum kalda stríðsins að hylma yf- ir samstarf landsins við Bandaríkin en upplýsa það. Samstarfs- maður sveik Wallenberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.