Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 19

Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 19 „SVÆÐIÐ þykir áhugavert. Við höfum þegar fundið aukinn áhuga innlendra fyrirtækja til að setja þarna upp starfsemi. Þá höfum við fengið fyrirspurnir frá er- lendum stórfyrirtækjum sem vilja skoða möguleikana,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um hafnar- og iðnaðarsvæðið við Helguvík sem Reykjanes- höfn er að kynna sem framtíðaratvinnusvæði bæjarins. Verið er að deiliskipuleggja 55 hektara iðnaðarsvæði við Helguvíkurhöfn, leggja vegi og grófjafna lóðir og kynna möguleika svæðisins fyrir innlendum og erlend- um fyrirtækjum. Árni Sigfússon segir að það hafi verið gert í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja og Fjárfest- ingarstofuna. „Í kynningu sýnum við fram á að iðn- aðarsvæðið er vel staðsett á milli hafnar og flugvallar og þar er hægt að útvega ódýra og umhverfisvæna orku,“ segir Árni. Hann segir að sérstök áhersla sé lögð á flugsækinn og hafnsækinn rekstur og starfsemi sem þarf á mikilli orku að halda. Töluverð starfsemi er þegar við höfnina, loðnu- bræðsla og loðnuflokkunarstöð, steypustöð og sem- entsinnflutningur, svo nokkuð sé nefnt. Verið er að byggja flokkunar- og sorpbrennslustöð fyrir Suður- nesin og sprengja lóð fyrir stálröraverksmiðju sem er- lendir aðilar hyggjast byggja þarna. Þá verður lítilli ál- bræðslu komið fyrir í hluta mjölskemmu loðnu- verksmiðjunnar. Atvinnustarfsemi beint á svæðið Reykjanesbær hefur fallið frá áformum um að út- hluta lóðum fyrir atvinnustarfsemi ofan Vallahverfis í Keflavík. Kom fram hjá Árna á íbúafundi á dögunum að óþarfi væri að klæða íbúðarbyggðina með iðnaðar- svæðum þegar bærinn hefði yfir að ráða þessu góða at- vinnusvæði við Helguvíkurhöfn. Jafnframt kom fram að hugmyndin er að koma upp útivistarsvæði á milli at- vinnusvæðisins í Helguvík og íbúðarbyggðarinnar í Keflavík, til þess að minnka hættu á árekstrum þar á milli. Reykjaneshöfn markaðssetur iðnaðarsvæðið við Helguvík Guðmundur Jónsson arkitekt sem starfar í Noregi sér fyrir sér að þannig geti Helguvíkursvæðið litið út í framtíð- inni, þegar það hefur verið byggt upp, þar verði nokkurs konar iðnaðarborg. Uppbygging á svæðinu er þegar hafin. Aukinn áhugi innlendra og erlendra stórfyrirtækja Helguvík AKUREYRI „ÞESSI upplýsingamiðstöð er mjög mikilvæg fyrir svæðið og staðsetning hennar er góð. Bókasafnið er mið- stöð upplýsinga í bænum og aðstaða hér því góð og sterk,“ sagði Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, við opnun Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness sl. laugardag, en hún er staðsett í Bókasafni Reykjanesbæj- ar í Kjarna. Reykjanesbær mun annast rekst- ur stöðvarinnar í samvinnu við Ferðamálaráð Íslands. Hlutverk Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness er að annast upplýsingastarf um ferðamál á Reykjanesi, en auk þess er upplýsingamiðstöð í Leifsstöð, sem þjónar öllum landshlutum og er því eins konar landamærastöð. Magnús Oddsson, framkvæmda- stjóri Ferðamálaráðs, sagði við opn- unina að það skipti sköpum að ferða- menn fengju góðar upplýsingar. „Hátt í 70% ferðamanna sem koma til landsins eru á eigin vegum og leita sér því sjálfir upplýsinga. Til þess að ferðamennirnir viti um þá þjónustu sem er í boði á svæðinu verða þeir að fá um hana greinargóðar upplýsing- ar. Með því móti eykst gjaldeyris- streymið um svæðið.“ Með opnun Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness eru upplýsingamið- stöðvar fyrir ferðamenn á Íslandi nú orðnar 44. Upplýsingamiðstöðin verður opin virka daga frá kl. 10 til 20 og á laugardögum kl. 10 til 16. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Árni Sigfússon og Magnús Oddsson klipptu á borða til að staðfesta formlega opnum upplýsingamiðstöðvarinnar. Hulda Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins, og Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri héldu í borðann. Upplýsingamiðstöð Reykjaness opnuð á bókasafninu „Skiptir sköpum að upplýsingar séu góðar“ Reykjanesbær ATVINNUÁSTAND í Eyjafirði hefur verið óvenjuslæmt í vetur að mati Björns Snæbjörnssonar for- manns Einingar-Iðju og telur hann að horfur um sumarvinnu skólafólks séu með dekkra móti. Hann segir augljóst að skapa verði atvinnutæki- færi fyrir ófaglært fólk í Eyjafirði og kveðst öfunda Austfirðinga af væntanlegum stóriðjuframkvæmd- um. „Þetta var slæmur vetur, en fer hægt batnandi,“ sagði Björn. Hann sagði að ástandið hefði versnað bæði í Hrísey og Dalvík- urbyggð. Þannig væru um 10 til 20 manns án atvinnu í Hrísey og nú ný- lega hefði starfsfólki fækkað nokkuð hjá Íslensku sjávarfangi. Óvissa væru um framhaldið, en ekki væri mikið um laus störf í Hrísey. Á Dal- vík hefur að sögn Björns verið heil- mikið atvinnuleysi í vetur, meira en oft áður. Við það bætist svo óvissa um hvort rekstur Íslandsfugls, sem varð gjaldþrota síðla vetrar, verður endurreistur. „Það er ennþá von og verður á meðan varphænunum er haldið á lífi,“ sagði Björn. Um síð- ustu mánaðamót voru um 40 manns á atvinnuleysisskrá í Dalvíkurbyggð og hafði fjölgað um 20 milli mán- aðamóta. „Þetta er mjög mikið at- vinnuleysi miðað við það sem vana- lega er í þessu byggðalagi,“ sagði Björn. Í Ólafsfirði voru um mánaða- mótin mars og apríl ríflega 30 manns á atvinnuleysisskrá en það er svipað og verið hefur undanfarin 2 ár að sögn formanns Einingar-Iðju. Hann sagði að einnig væri mikill fjöldi fólks á atvinnuleysiskrá á Ak- ureyri þó eitthvað hefði fækkað frá því mest var á liðnum vetri. Nefndi Björn að mikið væri um ungt fólk á atvinnuleysisskrá og útlitið væri alls ekki gott. „Mér sýnist sem útlitið sé ekki gott fyrir þetta unga fólk með sumarvinnu. Ég heyri að margir ætli að draga saman ráðningar og jafnvel loka um einhvern tíma,“ sagði Björn. „Ég dauðöfunda Austfirðinga að fá stóriðju, það er eitthvað sem okk- ur vantar á Eyjafjarðarsvæðið ef við ætlum að rétta atvinnulífið á svæð- inu af. Það hefur margt verið vel gert og auðvitað gleðilegt að margir hafa fengið atvinnu í tengslum við Háskólann og sjúkrahúsið, en það vantar atvinnu fyrir ákveðna hópa.“ Björn taldi að áhrif stóriðjufram- kvæmda myndu eflaust ná norður í land þegar liði á árið, einkum varð- andi ýmiskonar þjónustu, en ómögu- legt að segja nú hve mikil þau yrðu. Þá nefndi hann að uppbygging á Ak- ureyri, t.d. við öldrunarstofnanir, myndi skapa atvinnu, einkum fyrir konur. Mikil atvinna er á Grenivík og sagði Björn það ljósa punktinn hvað atvinnuástand í Eyjafirði varðar. „Þetta er sá staður sem upp úr stendur, það er gróska í atvinnulíf- inu þar og menn eru að horfa á ýmsa vaxtarbrodda í atvinnulífinu sem er mjög jákvætt,“ sagði Björn. Atvinnuleysisbætur verða að hækka Björn nefndi að vinna þyrfti bug á atvinnuleysinu, en mörg dæmi væru þess að fólk hefði verið án atvinnu í 1 til 2 ár og slíkt hefði afar slæmar afleiðingar, ekki bara fyrir fjárhag þess heldur líka fyrir samfélagið. „Það er skelfilegt að horfa upp á að fólk er að fá 77.500 krónur í at- vinnuleysisbætur á mánuði. Að mínu mati ætti fyrsta verk nýrrar ríkis- stjórnar að vera það að hækka at- vinnuleysisbæturnar,“ sagði Björn og benti á að yfir 40% þeirra sem sækja félagslega aðstoð hjá sveit- arfélögum væri atvinnulaust fólk. Víða óvenjuslæmt atvinnuástand Horfur á sum- arvinnu skóla- fólks dökkar SUMARSTARFIÐ hefst í gamla bænum í Laufási á morgun, 15. maí. Frá og með þeim degi verð- ur opið alla daga fram á haust frá kl. 10–18. Þema opnunar- dagsins er vinnuhjúaskildagi, sá dagur sem vinnufólk í árs- vist kom í vistina áður fyrr eða fór úr henni. Vinnuhjúa- skildagi var fyrst lengi vel hinn 3. maí en fluttist síðan yf- ir á 14. maí. Á sýningu í Laufási á opn- unardaginn verða munir, dæmigerðir fyrir þá sem vinnukonur áttu og höfðu með sér á milli vista. Einnig verður lesið valið efni um vinnuhjú, störf þeirra og félagslega stöðu. Dagskráin verður flutt klukkan ellefu að morgni og síðan endurtekin klukkan tvö og fimm síðdegis. Veitinga- og minjagripasala í þjónustuhúsi staðarins verð- ur opnuð sama dag. Sumarstarf- ið í Laufási að hefjast Vortónleikar deilda Tónlistarskól- ans á Akureyri verða haldnir næstu dag. Þannig verða tónleikar píanó- deildar haldnir í Laugarborg á morgun, 14. maí, kl. 18.30. Tónleikar blásaradeildar verða á sal Tónlistar- skólans kl. 18 fimmtudaginn 15. maí. Tónleikar slagverksdeildar verða í Giljaskóla kl. 17 laugardaginn 17. maí og á sunnudag, 18. maí, verða vortónleikar skólans þar sem yngri nemendur koma fram kl. 14 og þeir eldri kl. 16. Boðið verður upp á kaffi- veitingar milli tónleika. Aðgangur að öllum þessum tónleikum er ókeypis og allir velkomnir. Á NÆSTUNNI Laufey Brá Jónsdóttir leikkona fjallar um leiklist og börn á mömmu- morgni sem verður í Akureyr- arkirkju á morgun, miðvikudag, kl. 10 til 12. Dagskráin er liður í Kirkju- listaviku sem hófst í kirkjunni á sunnudag. Á MORGUN STAÐA jafnréttisfulltrúa var til um- fjöllunar á fundi stjórnsýslunefndar Akureyrarbæjar. Þar kom fram að Oktavía Jóhannesdóttir og Valgerð- ur H. Bjarnadóttir hefðu lagt fram tillögu á fundi bæjarstjórnar nýlega, um að flutningur jafnréttis- og fjöl- skyldumála og þess starfsmanns sem þeim sinnir, yfir á félagssvið, sé í andstöðu við þróun í átt að sam- þættu jafnréttis- og kynjasjónar- miða í allt starf sveitarfélagsins. Þá er í tillögunni lagt til að 100% staða jafnréttisráðgjafa verði stað- sett beint undir bæjarstjóra, við hlið bæjarlögmanns, eins og staðan var upphaflega á árunum 1991-1998. Bæjarstjórn vísaði tillögunni til stjórnsýslunefndar en þar var af- greiðslu hennar frestað. Jafnréttisráð- gjafi heyri undir bæjarstjóra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.