Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 20

Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                     !  ! "    !   # #$ %     # #$ %  AÐALFUNDUR Rauðakrossdeild- ar Árnessýslu fyrir árið 2002 var haldinn nýlega á Flúðum. Fram kom í skýrslu formannsins, Tómasar Þóris Jónssonar, að deildin sinnir flestum þáttum rauðakross- starfs eins og gert er á landsvísu. Deildin sinnir öldruðum með virku heimsóknarstarfi og mörg námskeið um skyndihjálp eru haldin, m.a. með barnfóstrum og nemendum í níunda og tíunda bekkjum grunnskóla. Neyðarvörnum er einnig sinnt og var námskeið fyrir fjöldahjálpar- stjóra haldið á síðastliðnu ári. Þá er alþjóðastarfið ofarlega á verkefna- listanum og hafa Sunnlendingar og Suðurnesjamenn sameinast á þeim vettvangi en verkefnin eru aðallega í Júgóslavíu. Blóðsöfnun hefur farið fram á Selfossi og fatasöfnun er eitt af mörgum verkefnum deildarinnar. Þá kom m.a. fram í skýrslu for- mannsins að tveir sjúkraflutninga- bílar eru staðsettir í Árnessýslu en deildin sinnir sjúkraflutningum í sýslunni og þriðji bíllinn er til staðar í eigu heilsugæslustöðvanna á svæð- inu sem hægt er að grípa til í neyð- artilfellum. Það er krafa deildarinnar að hún fái tvo nýja sjúkrabíla á árinu, það er að endurnýja eldri bílinn sem fyrir er og bæta við nýjum bíl til að anna því álagi sem hvílir á sjúkraflutning- um í sýslunni. Það er skýlaus krafa deildarinnar að endurnýja sjúkrabif- reiðarnar reglulega. Hér getur mannfjöldinn orðið allt að 60 þúsund um helgar yfir sumartímann en hér eru margir fjölsóttustu ferðamanna- staðir landsins. Of fáir sjúkra- bílar Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Núverandi stjórn Rauðakrossdeildar Árnessýslu, f.v. Guðný Sigurðar- dóttir, Marianne Brandsson Nielson, Tómas Þórir Jónsson formaður og Skarphéðinn Haraldsson. Á myndina vantar Eirík Jóhannsson. KASSAKLIFUR er að verða vinsæl íþrótt en ungmenni á Þórshöfn spreyttu sig á henni í íþrótta- miðstöðinni Verinu um helgina. Skátafélagið Goðar stóð fyrir klifr- inu og reyndu krakkarnir að kom- ast sem hæst upp en urðu að hætta í 26 kassa hæð af þeirri einföldu ástæðu að ekki voru til fleiri kass- ar. Það tókst því ekki að slá Íslands- metið sem er 36 kassar þegar síðast var vitað. Þetta þótti hin besta skemmtun en er þó varla fyrir þá sem þjást af lofthræðslu. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Sigurður Kári komst upp á 26 kassa en fleiri kassar voru ekki til. Kassaklifur í Verinu Þórshöfn FYRSTU helgina í maí héldu for- stöðumenn eldhúsa heilbrigðis- stofnana á Íslandi aðalfund sinn í Vestmannaeyjum. Forstöðumenn eldhúsanna tveggja í Vestmanna- eyjum, Eðvarð Þór Jónsson, hjá Heilbrigðisstofnun Vestmanna- eyja, og Tómas Sveinsson, hjá Dvalarheimili aldraðra, Hraunbúð- um, höfðu veg og vanda af komu hópsins til Vestmannaeyja. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru flutt fræðsluerindi og þá kynntu birgjar vörur sínar og þjónustu fyrir forstöðumönnunum. Hópnum var boðið til vörukynn- ingar hjá Höllinni í Vestmanna- eyjum þar sem Grímur kokkur kynnti vörur þær sem Höllin fram- leiðir fyrir neytendamarkað. Þá fór hópurinn ásamt mökum í hefð- bundnar skoðunarferðir um Heimaey og siglingu hringinn í kringum Eyjar. Félag yfirmanna eldhúsa heil- brigðisstofnana á Íslandi er fimm ára og eru stofnanirnar 60 talsins. Hópurinn allur með mökum setti því töluverðan svip á bæinn þá daga sem fundurinn stóð. Á fund- inum var María Bergvinsdóttir, forstöðumaður eldhúss Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, endur- kjörin formaður. Ársfundur yfirmanna eld- húsa heilbrigðisstofnana Vestmannaeyjar ÍTÖLSKU sendiherrahjónin á Ís- landi, Marilena og A.G. Mochi Onory di Saluzzo, gerðu nýlega stuttan stans á Hellnum á ferð sinni um Snæfellsnes. Mochi Onory hef- ur verið sendiherra Ítalíu á Íslandi í tæp fjögur ár með aðsetur í Ósló. Hann sagði að hann kæmi hingað til lands ekki sjaldnar er fjórum til fimm sinnum á ári, en á öðrum tím- um sinnti Pétur Björnsson ræðis- maður málum sendiráðsins. Mochi Onory sendiherra sagði að tengsl Ítalíu og Íslands hefðu auk- ist á síðustu fjórum árum, bæði á sviðum viðskipta, menningar og ferðaþjónustu. Stærstu viðskipta- tengslin væru auðvitað vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ítalska fyrirtækið Impregilo mun sjá um stóra verkþætti þar. Í tengslum við þá framkvæmd munu margir Ítalir dvelja hér á landi í skemmri eða lengri tíma. Aðspurð- ur um það hvort ekki þyrfti þá að kenna Austfirðingum ítölsku, brosti sendiherrann við og sagði að ítalska ríkisstjórnin hefði látið duga að kosta lektor í ítölsku við Háskóla Íslands en það væri aldrei að vita hvað gerðist fyrir austan. Stjórnmálalega segir sendiherr- ann að samskiptin séu góð. For- sætisráðherrar beggja landa hafi skipst á heimsóknum og þekkist því persónulega. Jafnframt segir hann að á alþjóðlegum ráðstefnum sé ekki óvanalegt að fulltrúar Ítalíu og Íslands sitji hlið við hlið og því hafi myndast góð tengsl milli landanna og fulltrúa þeirra. Ítalir áhugasamir um Ísland Sendiherrann sagði að sífellt fleiri Ítalir sæktust eftir því að koma til Íslands sem ferðamenn. Aukinn áhugi væri á náttúru- tengdri ferðaþjónustu og Ítalir væru að gera sér betur grein fyrir hinni sérstæðu náttúru landsins. Eini annmarkinn á þessu væri að ekki væri beint flug allt árið á milli Íslands og Ítalíu, en sendiherrann sagðist vona að úr því rættist. Hann segist sjálfur alltaf ferðast eitthvað um Ísland þegar hann kemur hingað í embættiserindum og nýtur þá leiðsagnar ítalska ræð- ismannsins, Péturs Björnssonar, og eiginkonu hans, Guðrúnar Vil- hjálmsdóttur, sem voru með sendi- herrahjónunum í för á ferð þeirra um Snæfellsnesið. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Ítölsku ræðismannshjónin og ítölsku sendiherrahjónin á Íslandi. Ítalski sendi- herrann á Hellnum Hellnar NOKKUR hópur karla og kvenna kemur saman tvisv- ar á ári hverju og syngur og spilar fyrir íbúa á dval- arheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Eru þetta Rangæingar ýmist brott- fluttir eða búandi á svæðinu og leika þeir og syngja á ým- is hljóðfæri s.s. gítar, píanó og saxófón. Fólkið er á öll- um aldri og er markmiðið með þessu að gleðja og lífga upp á tilveruna hjá þeim sem eldri eru og eru aðal- lega spiluð lög sem vinsæl voru um miðja síðustu öld. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Hópurinn sem skemmtir á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Má hér m.a. sjá Guðjón Tómasson, Pálma Eyjólfsson, Grétar Þorsteinsson, Margréti Jónu Ísleifsdóttur, Sigurð Sigmundsson, Ísólf Gylfa Pálmason, Tómas Grétar og Jón Guðjónsson. Syngja og spila fyrir aldraða Rangárþing eystra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.