Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 33
tíð okkar í Arnarnesinu, kom Hauki
frændi syngjandi inn úr dyrunum til
að fá sér einn kaffibolla áður en hann
fór til vinnu. Og jafnvel þótt morg-
unninn væri ekkert sólbjartur, heldur
hreinlega rigning, þá söng hann samt!
Það voru kannski ekki allir heimilis-
menn jafnhressir Hauka svona
snemma dags, en fyrr en varði var
komið bros á alla við morgunverðar-
borðið. Dagurinn varð betri. Maður
var bara í sólskinsskapi það sem eftir
var dags. Svona var Hauki. Hann var
einhver lífsglaðasti maður sem við
höfum nokkru sinni kynnst. Og hann
hreif fólk með sér. Lagstúfur hér,
gamansaga þar, og hláturinn var svo
smitandi að maður réð ekkert við sig
og hreifst með.
Hauki, sem á sínum yngri árum var
einhver besti íþróttamaður í Evrópu,
var ekkert sérlega mikið fyrir að eyða
kröftum í óþarfa íþróttasprikl svona
síðustu fimmtíu ár ævinnar eða svo.
Hann var einu sinni spurður hvort
það kæmi aldrei yfir hann löngun til
að fara út að hlaupa eða hreyfa sig
núna á þessum tímum líkamsræktar
og eróbikks. Þá sagði Hauki: „Jú, það
kemur einstaka sinnum yfir mig. En
þá sest ég í stólinn, lygni aftur aug-
unum og það líður ljúflega hjá!“
Hauki tók daginn jafnan snemma og
geislaði hreinlega af orku og
skemmtilegheitum. Stundum hnippti
hann í mann og sagði: „Veistu, að ég
sef hreinlega ekki fyrir gáfum! Og ef
það gerist, að ég festi blund, hrekk ég
óðara upp aftur út af kröftum!“ Þessu
fylgdi síðan Haukahlátur.
Pabbi og Haukur voru óvenjulega
nánir bræður. Segja má að þeir hafi
nánast verið óaðskiljanlegir í næstum
þrjá aldarfjórðunga. Þeir bjuggu sér
heimili hlið við hlið í Arnarnesinu og
við nutum þess, krakkarnir, að hafa
þetta mikla nábýli við Hauk og Ellí og
stelpurnar þeirra. Á vissan hátt má
segja að við höfum verið svo lánsöm
að eiga tvo pabba og það eru ekki ýkj-
ur, að okkur þótti jafnvænt um
Hauka og okkur þykir um foreldra
okkar.
Það er afskaplega skrítin og tóm-
leg tilfinning núna, þegar Hauki er
búinn að kveðja okkur. Það var sjald-
an talað um annaðhvort Örn eða
Hauk. Þeir voru nánast eins og eitt.
„Brødrene Braun“ var nafnið, sem
þeir gáfu sér sjálfir. Þegar maður fer
að hugsa út í þetta þá er það nokkuð
merkilegt, að jafn sterkir karakterar
og þeir eru báðir, hvor í sínu lagi,
skuli jafnan hafa verið teknir sem ein
heild. Auðvitað spilar þar inn í að þeir
voru eineggja tvíburar, sem á yngri
árum voru svo líkir, að það var ekki
fyrir ókunnuga, eða ómannglögga, að
þekkja þá í sundur. Ekki hefur það
heldur dregið úr, að Clausenbræður
voru ekki bara líkir í útliti. Þeir voru
sannir vinir og félagar. Hins vegar
voru þeir á margan hátt ólíkir og alls
ekki alltaf sammála þótt skoðanir
þeirra væru eindregnar og lífssýn
þeirra sú sama. Það eina, sem kom í
veg fyrir, að þeir fæddust inn í Sjálf-
stæðisflokkinn, var sú staðreynd að
Sjálfstæðisflokkurinn var ekki stofn-
aður fyrr en tæpu ári eftir að þeir
fæddust.
Hann Haukur hafði mjög heil-
steypta og heilbrigða lífssýn. Hann
var frjálslyndur íhaldsmaður af
gamla skólanum. Hann var sjálfstæð-
ismaður af bestu gerð og það var síð-
ur en svo leyndarmál. Á hans tann-
læknastofu fengu framsóknarmenn
ekki deyfingu, sagði hann. Og hann
stóð við það. Stórvinur hans frá barn-
æsku, Steingrímur Hermannsson,
var til dæmis aldrei deyfður í stólnum
hjá Hauki. Þetta var reyndar með
samþykki beggja því Denni vildi aldr-
ei láta deyfa sig, en sagan er ekki
verri fyrir það. Það voru tveir forset-
ar Bandaríkjanna, sem Haukur hafði
mestar mætur á. Þetta voru þeir Nix-
on og Reagan. Svona í og með í
prakkaraskap varð hann sér úti um
ljósmyndir af forsetunum í banda-
ríska sendiráðinu. Myndirnar voru
settar upp á vegg á tannlæknastofu
hans í Drápuhlíðinni, og hefur þetta
örugglega komið ýmsum spánskt fyr-
ir sjónir. Hauki kærði sig að sjálf-
sögðu kollóttan um álit annarra í
þessum efnum, enda ekki vanur að
fara í felur með skoðanir sínar.
Clausenbræður voru náttúrulega
fyrst og fremst þekktir fyrir árangur
sinn í frjálsum íþróttum. Á þeim vett-
vangi voru þeir í hópi vaskra merk-
isbera ÍR. Raunar byrjuðu þeir feril
sinn í KR og hafa löngum sagt svo frá,
að þeir hafi verið í KR allt þar til þeir
fóru að hafa vit. Haukur og Örn fylgd-
ust að á sínum íþróttaferli og það mun
hafa verið svo, að þjálfari unglinga-
starfs KR hafði heitið hverjum þeim,
sem gæti gengið á höndum yfir allt
gólf KR-heimilisins túkalli í verðlaun.
Sjálfsagt hefur hann ekki búist við að
neinn þeirra drengja, sem á æfing-
unni voru, gæti unnið slíkt afrek.
Haukur gerði sér hins vegar lítið fyrir
og gekk yfir þvert og endilangt KR-
heimilið á höndum og var svo svikinn
um túkallinn. Clausenbræður sögðu
skilið við KR og kepptu ávallt undir
merkjum ÍR framvegis. Nokkrum ár-
um síðar, þegar Örn var beittur órétti
af hálfu íþróttayfirvalda, hættu þeir
bræður báðir keppni rétt liðlega tví-
tugir að aldri, þegar búnir að skipa
sér í sveit mestu afreksmanna álfunn-
ar. Það kom aldrei til greina að aðeins
annar tvíburinn hætti keppni, því
Haukur tók ekki annað í mál en að
standa með bróður sínum. „Brødrene
Braun“ stóðu alltaf saman, sem einn
maður.
Hann Hauki auðgaði líf allra
þeirra, sem voru svo heppnir að fá að
kynnast honum. Sjálfur var hann
lánsmaður en varla er það ofsagt að
hans stóra lán í lífinu var að kynnast
henni Ellí og eignast hana að lífsföru-
naut. Hauki hafði verið kvæntur áður,
en í Ellí fann hann einstaka mann-
eskju, sem varð hans sálufélagi og,
rétt eins og mamma okkar gagnvart
pabba, hafði hún húmor fyrir „Brødr-
ene Braun“. Þegar þeir sögðu „við“
þá þýddi það „við bræðurnir“. Þetta
var ekkert illa meint hjá þeim. Þeir
höfðu jú verið óaðskiljanlegir frá
fyrsta degi. Fyrir nokkrum árum
varð Hauki fyrir alvarlegum heilsu-
bresti og var ekki hugað líf um nokk-
urra mánaða skeið. Á einhvern ótrú-
legan hátt náði Hauki aftur nokkurri
heilsu með hjálp Guðs og góðra
manna, eða réttara sagt kvenna, því
þær mæðgur Ellí, Ragnheiður og
Þórunn viku ekki frá honum á sjúkra-
beðnum. Líkamlega náði hann sér
aldrei að fullu en andlega sló hann
ekki feilpúst. Þrátt fyrir að hafa legið
í dái um margra mánaða skeið var það
gamli góði Hauki sem vaknaði upp.
Kollurinn var í topplagi og húmorinn
á sínum stað. Fyrir vikið hafa börnin
okkar verið svo heppin að fá að kynn-
ast Hauka frænda, sem þau raunar
litu á sem auka-afann sinn í Blikanes-
inu. Söknuðurinn er sár hjá þeim
núna.
Ragnheiður og Þórunn sjá núna á
bak föður, sem sá ekki í sólina fyrir
þeim. Þær eru báðar miklar pabba-
stelpur, sem höfðu borið pabba sinn á
höndum sér í veikindum hans, rétt
eins og hann bar þær á höndum sér
þegar hann hafði fullt þrek. Þeirra
missir er mikill og við biðjum Guð að
gefa þeim styrk. Einnig viljum við
biðja Guð að styrkja Önnu Marie,
dóttur Hauka af fyrra hjónabandi,
sem bjó hjá Hauka og Ellí eftir að hún
missti móður sína, 15 ára gömul, svo
og syni hans Örn Friðrik og Hauk
Arreboe.
Mestur er þó missir Ellíar, sem
hefur alltaf staðið sem klettur við hlið
Hauka. Styrkur hennar, hlýja, og
hennar dásamlegi húmor hefur verið
ómetanlegur fyrir okkur öll á erfiðum
stundum. Við vitum, að það var líka
svo fyrir Hauka. Stundum fannst
okkur að við ættum að vera til staðar
fyrir hana en einhvern veginn var það
hún, sem sýndi styrkinn og fleytti
okkur í gegnum hlutina. Við biðjum
Guð að veita henni styrk í sorginni.
Það er skrítið að vera nú komin að
kveðjustund. Hugurinn leitar til baka
til allra litlu hlutanna, sem rifjast nú
upp, þegar Hauki er farinn frá okkur.
Það rifjast upp jól hjá okkur blönkum
í námi í útlöndum, þegar meðal jóla-
pakkanna að heiman leyndist lítið
umslag frá Hauka. Það rifjast upp
heimsóknir til Hauka og Ellí í Sviss.
Það rifjast upp skottúrar að Skafta-
felli eða Heklu til að taka myndir í fal-
legu veðri. Það rifjast upp morgnarn-
ir í eldhúsinu í Blikanesinu. Það er
ekki hægt að horfa á Nýárskonsert-
inn í Vínaróperunni í sjónvarpi án
þess að hugsa til Hauka frænda, þótt
Hansa hafi nú á sínum tíma talað um
„djöfulsins Vínarblut“, þegar henni
þótti nóg um! Vínarmúsík var í það
minnsta í algeru uppáhaldi hjá
Hauka, jú, og góðir bandarískir söng-
leikir.
„Oh What a Beautiful Morning, Oh
What a Beautiful Day. I’ve Got a
Wonderful Feeling, Everything’s
Going My Way!“ Þau eru mörg lögin,
sem koma upp í hugann núna, þegar
við kveðjum Hauka. Við sjáum Hauka
fyrir okkur við fallega sólarupprás,
syngjandi þetta fallega lag úr Okla-
homa. Hann er í góðum félagsskap,
þar sem hann er núna, því margir
góðir eru farnir á undan. Við mætum
seinna og tökum undir lagið.
Hugurinn er hjá Ellí, Ragnheiði og
Þórunni og öðrum þeim sem eiga sár-
ast um að binda núna. Minningin um
besta og skemmtilegasta frænda í
heimi lifir.
Kveðja, Óli, Budda og Hansa.
Ólafur, Guðrún Sesselja og
Jóhanna Vigdís Arnarbörn.
Allt frá því að ég flutti frá Íslandi
fyrir níu árum, þá fimm ára gamall,
hef ég alltaf komið heim á sumrin. Ég
hef aðallega verið hjá ömmu og afa í
Blikanesi, og í næsta húsi bjuggu þau
Hauki frændi og Ellí, og frænkur
mínar Ragnheiður og Þórunn. Ég, og
svo seinna Dísa, systir mín, skrupp-
um á hverjum degi (stundum oft á
dag) yfir til þeirra. Við vorum alltaf
velkomin og það var alltaf skemmti-
legt að koma til þeirra. Ég naut þess
að sitja og rabba við Hauka um alla
mögulega hluti, hann var svo
skemmtilegur og hafði ákveðnar
skoðanir á málunum. Það skipti engu
máli þó að aldursmunurinn á milli
okkar væri sex áratugir – hann talaði
alltaf við mig eins og jafningja.
Hauki var alltaf í góðu skapi og
hafði þannig áhrif á umhverfi sitt að
allir urðu léttir og glaðir þar sem
hann var nálægt.
Hauki var minn góði vinur. Ég mun
alltaf sakna hans og þegar ég kem
heim núna verður það því miður til að
kveðja hann í síðasta sinn. Ég er
þakklátur fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að verja tíma með honum. Ég
mun segja yngri bræðrum mínum frá
hálf-afa okkar, honum Hauka, sem
var mikil hetja og riddari og vann all-
ar orrustur, nema þá síðustu, og eins
og sannur riddari barðist hann hetju-
lega til síðustu stundar.
Elsku Ellí, Ragnheiður og Þórunn,
við skulum reyna að brosa í gegnum
tárin.
Örn Ólafsson.
Það er ekki auðvelt að kveðja góð-
an vin í nokkrum minningarorðum,
vin sem maður hefur bundist svo
traustum og góðum böndum, frá
ærslafullum æskuárum og fram að
ellinni.
Það mun hafa verið vorið 1945 sem
sameiginlegur félagi okkar í ÍR fór
með mig á gamla góða Melavöllinn að
kynna fyrir mér það sem fram færi
bakvið bárujárnið. Sú för og árin þar
á eftir eru mér ógleymanleg og þar
kynntist ég mörgum af mínum bestu
vinum og kunningjum sem mér eru
kærir enn þann dag í dag. Þar á með-
al voru aðsópsmikir tvíburar sem
gustaði af svo ekki sé dýpra í árinni
tekið. Ekki var hægt að kynnast öðr-
um án þess að kynnast hinum, svo
samrýndir voru þeir eins og gjarnan
er með tvíbura.
Árin sem í hönd fóru á þessum ung-
lingsárum eru ógleymanleg bæði í
leik og í keppni á hinum ýmsu íþrótta-
mótum, bæði hér heima og erlendis
þó að hæst beri þátttöku okkar og
samveru á Ólympíuleikunum í Lond-
on 1948. Þegar alvara lífsins tók við af
þessum glöðu og áhyggjulausu árum
var þá ekkert um annað að ræða en
hætta leik, þó að bestu íþróttamenn
og síðar afreksmenn allstaðar í kring-
um okkur væru rétt að hefja sinn fer-
il. Svona var þetta bara, þó að breyt-
ingar hafi á orðið með tilkomu alls
konar styrkja, fjárhagslegra og á
annan hátt. Þegar íþróttaferli okkar
lauk hófst alvara lífsins fyrir alvöru.
Ég fór að byggja mér hús en Haukur
að gera við tennur fólks og Örn fór í
lögfræðina. Ekki rofnuðu tengsl okk-
ar samt, því við vorum nábúar, þeir á
Freyjugötu og ég á Mímisvegi. Of
langt mál er að rifja upp allt það
helsta sem brallað var.
Lengi vel dáðist ég að Hauki vegna
íþróttaafreka hans og langaði mjög að
gera eins vel og hann. En maður má
ekki vanmeta sjálfan sig því þar kom
að hann vildi gera eins og ég, nefni-
lega að kvænast einni af heimasæt-
unum af Sóleyjargötu 11 og þar með
vorum við orðnir svilar.
Vegna tengsla minna við íþrótta-
félag Reykjavíkur er mér ljúft og
skylt að færa Hauki innilegustu þakk-
ir okkar fyrir hvað hann gerði og var
fyrir ÍR. Ferill hans á íþróttasviðinu
er ótrúlegur miðað við hvað ungur
hann var þegar hann náði sínum
bestu árangrum. Hann var einn besti
spretthlaupari Íslands, Norður-
landanna og Evrópu árin 1946–1951.
Setti unglingamet í öllum hlaupum
frá 80 m og upp í 400 metra, 200 m
grindahlaupi og boðhlaupum með ÍR,
Íslandsmet karla í 100, 200 og 400 m
hlaupum og 200 m grindahlaupi og
boðhlaupunum með ÍR og landsliðinu
árin 1947–1950.
Einn glæsilegast sigur hans og
ógleymanlegur þeim sem á horfðu,
var þegar hann varð Norðurlanda-
meistari í 200 m hlaupi þá aðeis 18
ára. Datt manni ekkert annað í hug
en þar færi berserkur. Ekki var
Haukur í náðinni hjá íþróttaforyst-
unni er valið var lið Íslands á Evr-
ópumótið í Brussel 1950, en þakkaði
fyrir sig með því að setja Íslandsmet
og Norðurlandamet í 200 m í Svíþjóð
um sama leyti (21,3 sem hefði dugað
til Evrópumeistaratitils). Það Norð-
urlandamet stóð á annan áratug og
sem Íslandsmet í nær þrjá áratugi.
Var í landsliði Íslands sem sigraði
Dani og Norðmenn í keppni í Noregi
1951. Keppti aðeins einu sinni í tug-
þraut og náði þá öðrum besta árangri
Íslendings frá upphafi. Tók þátt í Ól-
ympíuleikunum í London 1948, eins
og áður sagði. Haukur var traustur
bakhjarl ÍR-inga í áratugi. Hann
brást aldrei félagi sínu, Íþróttafélagi
Reykjavíkur, ÍR, þegar til hans var
leitað. Fyrir það og margt annars var
Haukur sæmdur heiðursorðum fé-
lagsins, sem lítils þakklætisvotts frá
félaginu. Nafn hans verður með
gullnu letri skráð í íþróttasögu Ísland
þegar hún verður rituð er fram líða
stundir.
Fyrir hönd stjórnar Íþróttafélags
Reykjavíkur og formannafélags ÍR
færi ég þér bestu þakkir fyrir traust
og tryggð við félagið í gegnum árin.
Elsku Elín, Ragnheiður og Þór-
unn, Guð veri með ykkur og kæri
„Addi bróðir“, missir þinn er mikill.
Haukur minn, far þú í friði.
Reynir Sigurðsson.
Haukur Clausen vinur minn er lát-
inn. Með honum er genginn afreks-
maður á alla lund. Ég átti því lífsláni
að fagna að fá að kynnast honum og
njóta vinskapar hans og hlýju sem
einkenndi allt hans far. Hæfileikar
hans sköruðu fram úr á öllum sviðum.
Hann var íþróttamaður á heimsmæli-
kvarða, afburða góður læknir og lista-
maður. Hann var fyrst og fremst
hjartahlýr og góður maður.
Ungur að árum gekk ég til hans á
tannlæknastofuna á Öldugötunni og
fylgdi honum þar til hann lét af störf-
um. Þrátt fyrir mikla líkamsburði var
hann fínhentur og varkár læknir.
Með léttri lund og frásagnargáfu sem
var honum einum gefin eyddi hann
kvíða og sársauka sem oft fylgja
heimsókn til tannlæknisins.
Það var alltaf skemmtilegt að vera í
námunda við Hauk. Á meðan faðir
minn leigði Þverá í Borgarfirði voru
Clausen-bræður alltaf við opnun ár-
innar. Þá var glatt á hjalla, sungið,
spilað og sagðar sögur. Veiðiáhuginn
var honum í blóð borinn og þegar
fyrsti laxinn lá silfurgljáandi á bakk-
anum var kátínan í hámarki. Þessar
stundir við Þverá eru ógleymanlegar.
Hvorki veður, vindur né veiðileysi
gátu skyggt á þá gleði sem ríkti í
kringum Hauk.
Eftir að ég flutti utan heimsótti
Haukur mig nær árlega. Við ókum
um fögur landsvæði Sviss og áttum
það sameiginlegt að heillast af lands-
laginu en gættum þess líka að far-
arskjótinn væri góður. Hlógum við oft
og innilega að bíladellunni sem hrjáði
okkur báða og ákváðum að leita ekki
lækninga við henni.
Haukur hafði næmt auga fyrir
fögru landslagi og endurspegluðust
þessir hæfileikar hans í þeim lista-
verkum sem hann lætur eftir sig.
Málverkin hans sem prýða heimili
mitt eru dýrmætar gjafir manns sem
sýndi mér traust, ást og umhyggju á
meðan ævi entist.
Á kveðjustundu er hugurinn hjá
fjölskyldu Hauks; Ellý, Ragnheiði og
Þórunni. Þau syrgja elskulegan eig-
inmann, föður og vin sem við öll vild-
um eiga. Guð blessi minningu Hauks
Clausen.
Jón Kjartansson.
„Haukur kvaddi klukkan hálfsjö.“
Þannig var mér tilkynnt andlát míns
góða vinar, Hauks Clausen, að kvöldi
fimmtudagsins fyrsta maí. Eftir mikil
veikindi kom andlát Hauks ekki á
óvart. Engu að síður skilur Haukur
eftir sig mikið skarð. Hann var þann-
ig maður.
Við Haukur kynntumst ungir við
Tjörnina. Þeir bræður, Haukur og
Örn, bjuggu í Vonarstrætinu og ég í
Tjarnargötunni. Við urðum félagar í
Röskum drengjum, lékum okkur á
Tjörninni og á Landakotstúninu þar
sem Haukur tók sín fyrstu skref í
spretthlaupum. Þar kom í ljós að efn-
ið var gott og keppnisskapið mikið.
Það var ekki síst skapið sem bar
Hauk oft til sigurs. Leiðir okkar lágu
síðan saman í Menntaskólanum í
Reykjavík. Þar vorum við bekkjar-
bræður í sex ár. Þessi æskukynni
okkar leiddu til ævilangrar vináttu,
sem aldrei bar skugga á.
Allt sem Haukur vildi gera gerði
hann með ágætum. Haukur var einn
fremsti íþróttamaður, sem við Íslend-
ingar höfum átt. Á þeim vettvangi var
hann þjóð sinni til sóma. Haukur var
mjög góður málari. Hygg ég, að það
hafi verið sú tómstundaiðja, sem hreif
hann mest. Sem tannlæknir var
Haukur frábær. Um þetta allt verður
eflaust fjallað vel af öðrum. Það, sem
ég met þó mest, eru okkar mörgu
samverustundir, ekki síst á okkar
yngri árum. Á kveðjustundu leita þær
minningar á hugann, minningar um
góðan dreng.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég vin minn, Hauk Clausen. Við
Edda vottum eiginkonu Hauks, Elínu
Thorarensen, börnum, Erni bróður
Hauks og öðrum aðstandendum okk-
ar dýpstu samúð.
Steingrímur Hermannsson.
Mjög góður vinur og félagi, Hauk-
ur Clausen, er látinn.
Hann átti í baráttu við erfið veik-
Haukur í viðbragði á Melavellinum.