Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 39
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar.
Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni
bænastund gefst þátttakendum kostur á
léttum hádegisverði. Samvera foreldra
ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsaln-
um.
Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir
10–12 ára kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að
samverustund lokinni.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara
starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er
stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11. Súpa
og brauð kl. 12. Brids kl. 13.
Laugarneskirkja. Nú er fullorðins-
fræðslunni lokið en kl. 21 er Þriðjudagur
með Þorvaldi. Lofgjörðarstund þar sem
Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undir-
leik Gunnars Gunnarssonar, en sóknar-
prestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbæna-
stund kl. 21.30 í umsjá Margrétar
Scheving, sálgæsluþjóns og hennar sam-
starfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.)
Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl.
16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir
velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag
kl. 10–12. Vorferð í Húsdýragarðinn. Grill-
um saman. Umsjón Elínborg Lárusdóttir.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað-
arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn-
umst, fræðumst. Kl. 16.15–17.15. STN-
starf fyrir 7–9 ára börn.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með
altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má
koma til sóknarprests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Kl.
11.15 leikfimi ÍAK. Unglingakór Digranes-
kirkju kl. 17–19. (Sjá nánar: www.digranes-
kirkja.is)
Fella- og Hólakirkja. Síðasta fjölskyldu-
stund (mömmumorgunn) vorannar í Fella-
og Hólakirkju. Förum á okkar bílum út í blá-
inn kl. 10.15 og komum til baka kl. 12.
Kvöldvaka fullorðinna í safnaðarheimilinu
kl. 20. Þorvaldur Halldórson leikur og syng-
ur og fleira til skemmtunar. Helgistund í
kirkjunni í lok kvöldvökunnar. Starf fyrir 11–
12 ára stúlkur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna,
spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitt-
hvað gott með kaffinu.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl.
9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kóræf-
ing kl. 19.45.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl.
10–12 í safnaðarheimilinu Borgum.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10–12. Kaffi og spjall.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl. 17.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á
vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safn-
aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spilað
og spjallað. Þorlákur sér um akstur fyrir þá
sem óska.
Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkjukrakkar í
Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl.
13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón
Þórdís djákni.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Kl. 10–12 foreldra-
morgunn. Ef veður leyfir göngum við niður
að gróðurhúsi og fáum að sjá hvernig rós-
irnar verða til. Allir mæti búnir eftir veðri
með barnavagn.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomn-
ir.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Glerárkirkja. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í
kirkjunni kl. 18.10.
Safnaðarstarf
✝ Sighvatur Jó-hannsson fæddist
í Reykjavík 30. apríl
1946. Hann lést á
heimili sínu Litla-
bæjarvör 13 í Bessa-
staðahreppi hinn 3.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Jóhann Jónas-
son, fyrrverandi for-
stjóri Grænmetis-
verslunar landbún-
aðarins, f. 2. mars
1912 í Öxney, og
Margrét Sigurðar-
dóttir húsfreyja, f. 3.
mars 1916 á Borgum á Skógar-
strönd. Systkini Sighvats eru:
Elín, f. 1943, Snorri, f. 1944,
Sturla, f. 1949, Jónas, f. 1951, og
Sigrún, f. 1952.
Árið 1975 kvæntist Sighvatur
eftirlifandi eiginkonu sinni Sig-
ríði Tryggvadóttur, f. 20. júlí
1951. Synir þeirra eru Þórarinn,
f. 1. maí 1971, og Þórður, f. 20.
maí 1978. Sambýliskona Þórarins
er Elísabet Sigtryggsdóttir, f. 15.
ágúst 1950. Fyrir átti Sighvatur
soninn Ingvar Örn,
f. 4. febrúar 1970,
með Hafdísi Ágústs-
dóttur, f. 7. desem-
ber 1948. Eiginkona
Ingvars er Kristín
Heiða Kristinsdótt-
ir, f. 25. mars 1964.
Þeirra börn eru
Melkorka, f. 1. febr-
úar 1989, og Krist-
inn, f. 24. júlí 1998.
Sighvatur ólst
upp á Bessastöðum
til tíu ára aldurs þar
sem Jóhann faðir
hans var bústjóri.
Eftir það flutti fjölskyldan í
Sveinskot í Bessastaðahreppi.
Sighvatur hóf ungur störf hjá
Grænmetisverslun landbúnaðar-
ins og starfaði þar sem verkstjóri
og matsmaður um árabil. Síðustu
sextán árin starfaði hann sem
sendibílstjóri á Nýju sendibíla-
stöðinni og sat þar í stjórn til
nokkurra ára.
Útför Sighvats verður gerð frá
Bessastaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Eins og blóm án blaða
söngur án radda
skyggir dökkur fugl heiðríkjuna.
Vorið sem kom í gær,
er aftur orðið að vetri.
(Magnús Jóhannsson.)
Nýkominn heim úr vel heppnaðri
helgarferð í skjólinu þeirra Siggu
fyrir vestan. Þreyttur og sæll eftir
gleðistundir með sonum og skyld-
fólki. Leggur sig rétt sem snöggv-
ast. Vaknar ei meir. Þannig fór Sig-
hvatur tengdafaðir minn hljóðlega
og fyrirvaralaust brott úr þessum
heimi.
Svo sárt að sjá á eftir fólki allt of
fljótt. Svo sárt að hann fái ekki að
njóta alls sem eftir á að koma. Að
hann fái ekki að fylgjast með
barnabörnunum vaxa úr grasi. Að
hann fái ekki að verða gamall með
henni Siggu sinni. Að hann fái ekki
að fara fleiri ferðir vestur í skjólið í
Skorravík og skjótast í Hólminn.
En enginn má sköpum renna.
Að leiðarlokum þakka ég Sighvati
stutta en góða samfylgd og þá hlýju
og hjálpsemi sem hann sýndi mér
og mínum.
Megi honum farnast vel á nýjum
slóðum.
Kristín Heiða Kristinsdóttir.
Elsku frændi. Hvernig getur það
verið að þú sért farinn? Við höfum
svo oft talað um hversu ótrúlega
heppin við séum. Amma og afi á lífi
og allir afkomendur þeirra og þá
hverfur þú á brott svo fyrirvara-
laust. Á þessari stundu þakkar
maður fyrir þessi nánu fjölskyldu-
bönd.
Síðast þegar ég hitti þig varstu
svo hress og sagðir frá hesta-
mennsku þinni. Þú sagðist eiga
mynd af mömmu á hestbaki, það
þótti okkur nú frekar ótrúlegt.
Þegar þið bjugguð í kjallaranum
og ég átti að vera hjá ömmu og afa,
laumaði ég mér oft niður til ykkar.
Einu sinnu spurðir þú mig hvort ég
borðaði hvalkjöt, ég hélt nú ekki en
þú sagðir það nú lagi því að það
væri nautakjöt í matinn og auðvitað
var ég til í það og borðaði með
bestu lyst en svo kom í ljós að ég
borðaði hvalkjöt og fannst það bara
gott. Þú sagðir oft frá þessu enda
hafðirðu gaman af að stríða mér.
Þegar mamma og pabbi voru að
byggja týndist Eyrún oft og fannst
þá heima hjá ykkur, enda vildi hún
bara vera hjá ykkur Siggu og leika
við Gretti. Svo þegar Elva Eik
fæddist þá tókuð þið henni opnum
örmum og voruð alltaf tilbúin að
passa fyrir mig ef ég þurfti. Hún
segir að nú sért þú hjá Gretti og
spurði hvort þú værir ekki örugg-
lega í jakkafötum. Ég trúi því að
þið séuð nú saman og sitjið og fylg-
ist með okkur.
Guð blessi minningu þína og gefi
öllum aðstandendum styrk í sorg-
inni.
Andrea.
Elsku Sighvatur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hjartans þakkir fyrir alla hjálp-
semina, vináttuna og samleiðina á
liðnum árum.
Hvíl þú í friði.
Elsku Sigga, Þórarinn, Ella,
Þórður, Ingvar og aðrir aðstend-
endur, sendi ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð styrki
ykkur og huggi í framtíðinni.
Elísabet Svansdóttir og
fjölskylda.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum trega tár
í tilbeiðslu á Drottin hæða
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Við þökkum þér, kæri vinur,
samfylgdina.
Elsku Sigga, Þórarinn, Ella,
Þórður, Ingvar og fjölskylda, góður
guð styrki ykkur og blessi.
Svanur og Edda.
Manstu? Manstu allar góðu
stundirnar sem við áttum saman?
Ég man þær og mun aldrei gleyma
þeim. Við höfum búið hlið við hlið
óralengi. Fyrst var ég alltaf svo
hrædd við þig útaf skegginu en svo
þegar ég kynntist þér betur þá
varstu besta skinn.
Ég man þegar ég heimsótti ykk-
ur, þið voruð alltaf svo glöð að sjá
mig, þú varst oft að leggja kapal en
ég og Grettir lékum okkur saman
og þegar við vorum orðin þreytt þá
gáfuð þið mér eitthvað að narta í.
Við munum öll sakna hans Sighvats
okkar og votta ég ykkur samúð
mína.
Eyrún Eðvaldsdóttir.
SIGHVATUR
JÓHANNSSON
Foreldramorgnar
í Selfosskirkju
Á MORGUN, miðvikudaginn 14.
maí, kl. 11, heimsækir Björn Hjálm-
arsson barnalæknir okkur. Hann
mun meðal annars fjalla um bólu-
setningar og svara fyrirspurnum.
Allir foreldrar velkomnir.
Selfosskirkja.
EFTIR áramót hafa verið kvöld-
vökur fyrir fullorðna í safn-
aðarheimili kirkjunnar í samvinnu
við félagsstarf fullorðinna í Gerðu-
bergi. Síðasta kvöldvakan verður
þriðjudagskvöldið 13. maí og hefst
kl. 20 stundvíslega. Meðal gesta
verður hinn kunni söngvari Þor-
valdur Halldórsson sem mun syngja
nokkur lög og leika sjálfur undir.
Þá verður upplestur og fleiri atriði
á dagskránni. Kaffi og meðlæti er í
boði kirkjunnar. Dagskránni lýkur
um kl. 22 með stuttri kvöldandakt í
kirkjunni sem sr. Svavar Stef-
ánsson sóknarprestur sér um.
Allir fullorðnir eru hjartanlega
velkomnir á þessar kvöldvökur,
þær hafa notið vinsælda og verið
vel mætt á þær.
Sóknarnefndirnar.
Kvöldvaka Fella-
og Hólakirkju
Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson
Fella- og Hólakirkja.
Fleiri minningargreinar um Stef-
aníu Jónasdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr-
ar móður okkar og tengdamóður,
GUÐRÍÐAR SIGURBJARGAR (Lóu)
HJALTESTED,
hjúkrunarheimilinu Seljahlíð,
áður Karfavogi 43.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkr-
unarheimilinu Seljahlíð fyrir góða umönnun og hlýju.
Gunnar Hjaltested, Gyða Þorsteinsdóttir,
Stefán Bjarni Hjaltested, Margrét Pálsdóttir,
Kristján Björn Hjaltested.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
HÖGNA BJÖRNS JÓNSSONAR,
Keldulandi 3.
Málfríður Hadda Halldórsdóttir,
Esther Gerður Högnadóttir, Marteinn Karlsson,
Þórunn Högnadóttir, Brandur Gunnarsson,
Aron Högni, Hadda Rakel,
Tristan Þór, Magnea Rut,
Birgitta Líf, Birgir Þór.
sem var næstelst í stórum systkina-
hóp. Landsprófi lauk hún frá Héraðs-
skólanum á Laugum í Reykjadal og
stundaði síðan nám í Húsmæðraskól-
anum á Löngumýri.
Eftir að hún giftist bróður mínum,
sem var skólastjóri á Laugum, fylgd-
ist hún vel með skólastarfinu enda
var íbúð þeirra hjóna í sama húsi og
heimavist stúlkna og kennslustofur.
Árum saman var hún þannig í nánum
tengslum við nemendur og allt, sem
gerðist í hinum fjölmenna heimavist-
arskóla.
Stefanía hafði mikinn áhuga á ís-
lensku máli og næma tilfinningu fyrir
notkun þess, bæði í ræðu og riti. Hún
vandaði málfar sitt og vildi að aðrir
gerðu það líka. Mjög vel fylgdist hún
með námi barna sinna og hvatti þau
til dáða. Alla ævi lagði hún stund á að
auka margvíslega þekkingu sína,
þegar tækifæri gáfust.
Stefanía var mjög vel verki farin,
handlagin og afar snyrtileg í allri um-
gengni. Allur gróður í náttúrunni átti
hana að vini. Á unglingsárum tók hún
þátt í skógrækt á Þórðarstöðum í
Fnjóskadal, þar sem hún ólst upp frá
10 ára aldri. Þegar maður hennar
hætti skólastjórn á Laugum og þau
fluttu heim í Brautarhól í Svarfaðar-
dal, á bernskuheimili okkar systkina,
plantaði hún trjám í skjólbelti í land-
areigninni. Áður höfðu þau reyndar
dvalið á sumrin í Svarfaðardal en haft
bústjóra á vetrum til að annast
skepnurnar. Í garðinum við íbúðar-
húsið ræktaði hún blóm, grænmeti og
ber. Allan jarðargróður, ásamt öðr-
um afurðum búsins nýtti hún vel fyrir
heimilið. Hún var hagsýn og féll aldr-
ei verk úr hendi. Jafnvel þegar hún
kom í heimsókn og bjó á heimili mínu,
og ég var sjálf útivinnandi, naut garð-
urinn minn góðs af komu hennar. Af
bústofni þeirra hjóna hafði Stefanía
mesta ánægju af kindunum. Hún var
fjárglögg og mjög lagin við að hjálpa
ánum um sauðburðinn, ef þess gerð-
ist þörf. Hún hlynnti að og hjúkraði
lasburða lömbum og kom lífi í þau.
Þrátt fyrir nóg verkefni úti og inni
á heimilinu á Brautarhóli, tók hún
þátt í félagsmálum sveitarinnar. Í
mörg ár var hún í stjórn kvenfélags-
ins, gegndi þar gjaldkerastörfum. Ég
er þess fullviss, að það rækti hún af
kostgæfni. Það var háttur hennar,
þegar hún tók eitthvað að sér. Hún
söng í kirkjukórnum í nokkur ár og
hafði ánægju af, enda lagviss. Meðan
maður hennar var í sóknarnefnd
Vallasóknar, sá hún um hirðingu á
kirkjunni. Einnig sinnti hún mjög vel
um leiðin í kirkjugarðinum, þar sem
vandamenn okkar höfðu fengið
hinstu hvílu. Þeim leiðum, sem enga
eða litla umhirðu fengu, gleymdi hún
heldur ekki. Fyrir allt þetta átti hún
miklar þakkir skildar.
Stefanía var ekki fljót að kynnast
fólki. En hún var trúfastur vinur. Á
því varð engin breyting, þó að sam-
fundum fækkaði af ýmsum ástæðum.
Oft var gaman að taka upp sending-
arnar, sem bárust að heiman fyrir jól-
in. Þar lét hún fylgja gómsæt mat-
væli, sem hún hafði sjálf lagað og
vissi að okkur mágkonum hennar
bragðaðist vel. Þannig sýndi hún
hugulsemi á ýmsan hátt, og allt, sem
kom frá hennar hendi, var bæði gott
og afar hreinlegt.
Nú er skarð fyrir skildi heima á
Brautarhóli. Sauðburður er byrjaður
og engin Stefanía þar lengur til að
sinna þörfum bæði manna og skepna.
Líklega verður það hlutskipti yngsta
sonarins, sem enn er heima hjá föður
sínum, að annast ærnar, sem ekki
geta borið hjálparlaust. Eflaust reyn-
ir fjölskyldan líka að hugsa um garð-
inn og gróðurhúsið, sem reist var í
fyrra til að gleðja hana. Börn þeirra
hjóna eru dugleg og makarnir hjálp-
fúsir. Barnabörnin sakna áreiðanlega
ömmu, sem sinnti þeim af kostgæfni
og kenndi þeim margt. Erfiðast verð-
ur það bróður mínum, sem er aldinn
að árum, að takast á við það, sem
framtíðin ber í skauti sér. En ég veit,
að hér eftir sem hingað til mun hann
njóta aðstoðar barna sinna og
tengdabarna. Ég bið Guð að gefa
þeim öllum styrk á erfiðum stundum
og leggja líkn með þraut.
Lilja S. Kristjánsdóttir.
KIRKJUSTARF