Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 44

Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ CLAUDIO Ranieri, knatt- spyrnustjóri Chelsea, hefur beðið Ken Bates, stjórnarformann félags- ins, að sjá til þess að Gianfranco Zola, Ítalinn snjalli, verði áfram í herbúðum þess. Zola verður 37 ára í júlí en hann varð markahæsti leik- maður Chelsea á nýliðnu tímabili með 16 mörk og átti drjúgan þátt í að koma félaginu í Meistaradeild Evrópu. „Ég vona svo sannarlega að Zola verði um kyrrt. Hann er hreinn snillingur, það sýndi hann á síðustu 20 mínútunum gegn Liverpool. En ég ræð ekki yfir fjármálum Chelsea. Mitt verk er að ná því besta út úr hverjum leikmanni og ég er sérlega ánægður með að við skulum vera komnir á ný í Meist- aradeild Evrópu,“ sagði Ranieri. Zola hefur sjálfur ekki tekið ákvörðun um framhaldið hjá sér. „Ég myndi spila með Chelsea þótt liðið væri í 1. deild og það er ynd- islegt að við skulum vera komnir aftur í Meistaradeildina. Þótt ég hafi spilað þar áður hefur alltaf verið takmarkið að endurtaka þann leik. En ég vil ekki leiða hugann að nýjum samningi strax, nú vil ég að- eins njóta sigursins gegn Liverpool. Úrslitin í þeim leik hafa hins vegar ekkert að gera með þá ákvörðun sem ég á eftir að taka um fram- haldið,“ sagði Zola. Ranieri biður Bates að halda Zola FÓLK  BESIM Haxhiajdini, fyrrum leik- maður með Val og KR í knattspyrn- unni, gekk í gær til liðs við 1. deild- arlið Stjörnunnar. Besim, sem er 31 árs, er frá Júgóslavíu en hefur verið búsettur hér á landi um skeið og lék 11 leiki með Val í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum en spilaði ekk- ert á síðasta tímabili.  FORRÁÐAMENN enskra knatt- spyrnuliða í 1., 2. og 3. deild á Eng- landi eru afar ánægðir þar sem áhorfendur mættu vel á leiki lið- anna í vetur og hafa ekki verið jafn- margir frá því á sjötta áratug sl. aldar.  ALLS greiddi 14.871.981 sig inn á leiki í deildunum þremur og er það aukning um 150 þúsund áhorfendur og það mesta frá keppnistímabilinu 1964/1965. Að meðaltali kom 8.981 áhorfandi á leiki í deildunum þrem- ur og í 1. deild var aukningin 2% og hefur ekki verið meiri aukning frá því árið 1959.  REAL Madrid verður án Frakk- ans Claude Makalele þegar liðið leikur síðari leik sinn á móti Juv- entus í undanúrslitum Meistara- deildarinnar í Torínó annað kvöld. Makalele meiddist í leiknum við Huelva um helgina og hafa læknar Evrópumeistaranna útilokað að hann geti tekið þátt í leiknum.  ZINEDINE Zidane, Luiz Figo og Raúl hvíldu allir í leiknum við Huelva en meiðsl hafa verið að angra þessa snjöllu leikmenn. Zid- ane er ekki heill heilsu í baki, Figo hefur átt við nárameiðsl að stríða og Raúl er að jafna sig eftir botnlanga- aðgerð. Forráðamenn Madridar- liðsins binda vonir við að þeir geti tekið þátt í leiknum en Real Madrid vann fyrri viðureign liðanna, 2:1.  URS Meier frá Sviss verður dóm- ari í viðureign Juventus og Real Madrid annað kvöld en leik Mílanó- liðanna AC Milan og Inter sem fram fer á San Síró í kvöld dæmir Frakk- inn Gilles Veissiere.  JERMAIN Dafoe leikmaður West Ham United hefur óskað eftir því að verða settur á sölulista aðeins sólar- hring eftir liðið féll úr ensku úrvals- deildinni. Mörg lið hafa rennt hýr- um augum til þessa 20 ára gamla framherja, meðal annars ensku meistararnir í Manchester United.  ALAN Wright og Ian Taylor yf- irgefa Aston Villa í sumar en for- ráðamenn félagsins hafa ákveðið að samningar leikmannanna sem renna út í sumar verða ekki end- urnýjaðir. Wright er 31 árs gamall varnarmaður en Taylor er 34 ára og leikur í stöðu miðjumanns.  STEFAN Effenberg, knatt- spyrnumaður hjá Wolfsburg, segist vera með freistandi tilboð frá fé- lagsliði í Katar. Samningurinn er eins árs og segist Effenberg reikn- armeð að taka því og leggja skóna á hilluna að því loknu. ÍSLAND er í hópi þeirra átta ríkja sem fyrst hafa fengið blessun frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evr- ópu, vegna leyfiskerfisins svokallaða. Leyfishandbók KSÍ hefur verið vottuð af UEFA og því komin í fullt gildi. Hin löndin sem fengu samþykki í þessari fyrstu umferð voru Makedónía, Georgía, Litháen, Pólland, Írland, Rússland og Serbía- Svartfjallaland. KSÍ veitti sem kunnugt er öllum tíu liðum úrvalsdeildar karla keppnisleyfi fyrir árið 2003 í síðasta mánuði. Mörg þeirra þurfa að gera end- urbætur á aðstöðu sinni á allra næstu árum til að upp- fylla tilskildar kröfur. Grænt ljós frá UEFA til KSÍ Jón Arnar verður í tugþrautar-keppni í Götzis í Austurríki á svipuðum tíma og ég ákvað því að leyfa honum að einbeita sér heilum og óskiptum að því verkefni. Bæði á síðustu Smáþjóðaleikum og þar á undan reyndi Jón að samræma þessa tvo viðburði en það tókst ekki betur en svo að hann varð fyrir meiðslum sem töfðu hann lengi frá keppni. Það var því ákveðið að koma til móts við hann að þessu sinni. Í staðinn fá ung- ir efnilegir frjálsíþróttamenn tæki- færi á Smáþjóðaleikunum,“ sagði Guðmundur. „Jón Arnar hefur svo sannarlega skilað sínu í gegnum tíð- ina og því ekkert nema eðlilegt að komið sé til móts við hann að þessu sinni.“ Einar Karl Hjartarson, Íslands- methafi í hástökki, tekur heldur ekki þátt í Smáþjóðaleikunum þar sem hann er keppa á háskólameistara- móti Bandaríkjana sömu helgi og keppt verður á Möltu. Reiknað er hins vegar með að FH-ingarnir Silja Úlfarsdóttir og Jónas Hallgrímsson verði komin heim í tíma frá Banda- ríkjunum til þess að vera með í keppninni á Miðjarðarhafseyjunni. Landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum íþróttamönnum, keppn- isgreinar innan sviga. Silja Úlfarsdóttir, FH (100m/200m/400m/4x100m/4x400m). Sunna Gestsdóttir, UMSS, (100m/200m/langstökk /4x100m/4x400m). Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiða- bliki, (100gr./langstökk /4x100m/ 4x400m). Vigdís Guðjónsdóttir, HSK (spjótkast). Sigrún Fjeldsted, FH, (spjótkast). Halla Heimisdóttir, FH, (kringlu- kast). Reynir Logi Ólafsson, Ármanni (100/4x100). Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, (kringlukast/kúluvarp). Magnús Aron Hallgrímsson, Breiðabliki (kringlukast/kúluvarp). Sveinn Margeirsson, UMSS, (3000m hindrunarhlaup/5000m). Björgvin Víkingsson, FH, (400m/400mgr./4x400m). Jónas Hlynur Hallgrímsson, FH, þrístökk/langstökk/4x100m/ 4x400m). Martha Ernstdóttir, ÍR, (5000m/10000m). Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, (800m/1500m/5000m). Björn Margeirsson, Breiðabliki (800m/1500m/4x400m). Ragnar Frosti Frostason, UMSS, (400m/800m/4x100m/4x400m). Bjarni Traustason, FH, (100m/200m/lang- stökk/4x100m/4x400m). Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, (kringlukast/spjótkast). Rakel Tryggvadóttir, FH, (þrí- stökk). Vilborg Jóhannsdóttir, UMSS, (100m gr/4x100m/4x400m). Jón Arnar ekki með á Möltu GUÐMUNDUR Karlsson, landsliðsþjálfari, hefur valið tuttugu manna hóp frjálsíþróttamanna til þess að taka þátt í Smáþjóðaleik- unum á Möltu í byrjun næsta mánaðar. Af þeim eru ellefu konur og níu karlar. Athygli vekur að tugþrautarmaðurinn Jón Arnar Magn- ússon er ekki í landsliðinu að þessu sinni en langt er um liðið síðan hann tók ekki þátt í Smáþjóðaleikum. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að það ætti sér eðlilegar skýringar að Jón Arnar yrði ekki með. Morgunblaðið/Golli Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastarinn efnilegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.