Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 45

Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 45 Fjórði Úrslitaleikur ESSO deildar karla í kvöld 13. maí kl. 20:00 Íþróttahúsinu V/ Austurberg FÓLK  JERMAIN Defoe hefur óskað eftir því að verða seldur frá West Ham sem á sunnudaginn féll úr ensku úrvalsdeildinni. Defoe ósk- aði eftir sölunni innan við sólar- hring eftir fallið. Hann er fyrsti leikmaður liðsins sem biður um sölu en væntanlega aðeins sá fyrsti því ljóst er að West Ham verður að draga verulega úr útgjöldum í kjölfar tekjutaps.  LES Ferdinand segir það ekki koma til greina að leggja knatt- spyrnuskóna á hilluna. Hann von- ast eftir að fá nýjan samning hjá West Ham í sumar þrátt fyrir að liðið hafi fallið niður um deild. Ferndinand er 36 ára gamall og skoraði annað tveggja marka West Ham í síðasta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Ferdinand lék áður með Totten- ham og fékk fá tækifæri þar á bæ.  HERMT er að tveir þjálfarar berjist nú um starf knattspyrnu- stjóra Fulham, þeir Klaus Topp- möller og George Burley.  GRAEME Souness segir að allt verði lagt í sölurnar til þess að halda Damien Duff innan herbúða Blackburn.  PAOLO di Canio hefur lýst yfir áhuga á að leika með Portsmouth á næstu leiktíð. Di Canio líkaði mjög að leika undir stjórn Harry Redknapp þegar hann stýrði West Ham á sínum tíma en Redknapp er nú með Portsmouth.  DAVID Elleray, einn af þekktari dómurunum í ensku úrvalsdeild- inni, hyggst leggja flautuna til hliðar nú í lok leiktíðarinnar.  CLAUDE Makelele getur ekki leikið með Real Madrid í dag þeg- ar liðið sækir Juventus heim í síð- ari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu. Makelele er meiddur.  NÝLEGA boðaði lyfjaeftirlit ÍSÍ sex körfuknattleiksmenn til lyfja- eftirlits í keppni. Um var að ræða leikmenn sem tóku þátt í úrslita- keppni Intersport-deildarinnar og 1. deildar kvenna. Niðurstöður liggja nú fyrir.  ENGIN lyf á bannlista fundust í sýnunum en þeir sem fóru í lyfja- próf voru Þorsteinn Húnfjörð (Njarðvík), Gunnar Einarsson Keflavík, Gregory Harris (Njarð- vík), Magnús Þór Gunnarsson Keflavík, Stefanía Helga Ás- mundsdóttir (Grindavík) og Krist- ín Arna Sigurðardóttir úr KR. MARCUS Allbäck, sænski landsliðsmaðurinn hjá Aston Villa, skorar á stjórn félagsins að sjá til þess að Jóhannes Karl Guðjónsson verði keyptur frá Real Betis. Allbäck sagði við net- miðilinn icbirmingham í gær að vonandi kæm- ust félögin að samkomulagi um kaupverð. „Ég veit að Villa vill halda honum, svo þetta ætti aðeins að vera spurning um ákveðna vinnu. Jóhannes lék vel í Leeds og það er í góðu lagi þegar eitt skot af tíu hjá honum hafnar í netinu. Það er ekki hægt að gagn- rýna hann fyrir að reyna þessi langskot, sér- staklega ekki þegar hann skorar mörk á borð við þetta,“ sagði Allbäck en Jóhannes gerði mark Villa í tapleik gegn Leeds á sunnudag, 3:1, með þrumuskoti af rúmlega 30 metra færi. Skorar á Villa að halda Jóhannesi JÓHANNES Karl Guðjónsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, sendi Mark Halsey dómara tóninn á heimasíðu félagsins eftir ósigurinn gegn Leeds, 3:1, í lokaumferð ensku úrvalsdeild- arinnar á sunnudaginn. Ian Harte skoraði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu á meðan leikmenn Villa voru að stilla upp varnarvegg. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Dómarinn sagði mér að fara aftar og sagði síðan leikmönnum Leeds að flýta sér að taka auka- spyrnuna. Þetta var ótrúlegt og mér finnst að enska knattspyrnu- sambandið ætti að skoða þetta mál,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes sendir dóm- ara tóninn Jóhannes Karl MAGNÚS Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr Breiðabliki, var aðeins einum metra frá lág- marksárangri til að öðlast þátt- tökurétt á HM í París í sumar þegar hann kastaði kringlunni 62,34 metra á kastmóti FH-inga á Kaplakrikavelli á sunnudag- inn. Þetta er besti árangur Magnúsar í þrjú ár, en lengst hefur hann kastað 63,09 metra. Magnús virðist í góðri æfingu um þessar mundir og til alls lík- legur í sumar því á laugardag- inn kastaði hann 60,37 metra á stigamóti FH í Kaplakrika. Magnús stefnir að því að taka þátt í heimsmeistaramótinu í París í ágúst byrjun í sumar. Til þess að tryggja sér farseðilinn þangað þarf hann að kasta 63,50 metra. Að sögn Vésteins Haf- steinssonar, þjálfara Magnúsar og Íslandsmeistara í kringlu- kasti, þá er árangur Magnúsar í góðu samræmi við það sem Magnús hefur verið að vinna í æfingum síðustu mánuði, en hann hefur nú náð fullum styrk eftir slæm hnémeiðsl sem hann varð hlaut fyrir tveimur árum. Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, varð í öðru sæti í kringlu- kastinu á kastmótinu í Hafn- arfirði, kastaði 54,75 metra sem er 12 sentímetrum lengra en á sama stað á laugardaginn. Þess má geta að Magnús og Óðinn æfa saman í Svíþjóð undir stjórn Vésteins. Magnús Aron nálgast HM-lágmark Morgunblaðið fékk Þorberg Að-alsteinsson, fyrrverandi lands- liðsþjálfara og núverandi þjálfara FH-inga, til að spá í spilin en Haukar unnu ótrúlegan létt- an sigur á heimavelli í fyrradag og tóku þar með forystu í einvíginu. „Ég sé ekki fyrir mér að bikarinn fari á loft á morgun (í kvöld). Ég tel að ÍR-ingar eigi fullt inni og ég spái því að þeir nái að knýja fram hreinan úrslitaleik. ÍR-ingar slepptu Haukum frá sér á sunnudag og gáfust hreinlega upp og voru greinilega farnir að hugsa um næsta leik. Það vill oft verða í svona baráttu,“ sagði Þorbergur. Hvað heldurðu að ÍR-ingar leggi aðaláherslu á að gera í leiknum? „Þeir hljóta að leggja mikið upp úr varnarleiknum og að fá sem flest mörk út úr hraðaupphlaupum og byrja hratt á miðjunni. Sóknarleik- urinn hefur verið einn helsti höfuð- verkurinn hjá liðinu í þessum leikjum á móti Haukum og lykilatriði að mínu mati er að þeir komi aga á sóknar- leikinn. Þeir verða að skilja á milli þess að geta hafið sóknir sínar hratt og að þurfa ekki að enda þær of fljótt. Ólafur Sigurjónsson, Einar Hólm- geirsson og Ingimundur Ingimund- arson verða að stilla saman strengi sína. Þeir hafa getuna og kunnáttuna en þurfa að hugsa um mikilvægi hverrar sóknar.“ Verður hörkuviðureign Heldurðu að það geti truflað leik Haukanna að titillinn er kannski inn- an seilingar hjá þeim? „Þeir hafa alltaf í bakhendinni að fá fimmta leikinn og eins og þeir hafa spilað heimaleikina til þessa verður kannski erfitt fyrir ÍR-inga að leggja þá að velli á Ásvöllum. Haukarnir vilja eflaust tryggja sér titilinn sem fyrst en mín tilfinning er sú að ÍR- ingar hafi betur í hörkuleik, líkt og þeir gerðu í öðrum leiknum. Það hef- ur komið í ljós í þessu einvígi að breiddin er meiri hjá Haukunum en ég tel samt að sigur þeirra á sunnu- dag sé ekki alveg marktækur. ÍR- ingar gerðu sig seka um ofboðslega marga feila í leiknum og fyrir vikið var leikurinn frekar auðveldur fyrir Haukana en ég tek það ekki af þeim að þeir léku vel.“ Haukar með meiri breidd Þorbergur segir erfitt að spá um framhaldið. Hann telur þó Haukana sigurstranglegri í einvíginu og metur stöðuna 60/40 þeim í vil. „Með heimavöllinn og meiri breidd tel ég að Haukar hafi þetta af en með sigri í kvöld er ég viss um að sjálfs- traustið eykst til muna hjá leikmönn- um ÍR. Ég trúi ekki öðru en ÍR-ing- arnir mæti eins og grenjandi ljón til leiks á heimavelli sínum og fyrir handboltaáhugamenn vona ég að til hreins oddaleiks komi. Það yrði gam- an að enda tímabilið á þann hátt.“ Morgunblaðið/Kristinn Dómarar hafa haft nóg að gera í úrslitarimmu Hauka og ÍR. Hér rekur Ólafur Haraldsson Haukamanninn Vigni Svavarsson af leikvelli í viðureign liðanna á Ásvöllum á sunnudaginn. Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari FH-inga, spáir í úrslitaeinvígi Hauka og ÍR „ÍR-ingar knýja fram hreinan úrslitaleik“ FJÓRÐI úrslitaleikur Hauka og ÍR um Íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik verður í Austurbergi í kvöld og þar geta úrslitin ráðist. Með sigri tryggja Haukar sér Íslandsmeistaratitilinn í þriða sinn á síðustu fjórum árum en fari ÍR-ingar með sigur af hólmi knýja þeir fram oddaleik á Ásvöllum á fimmtudagskvöld. Guðmundur Hilmarsson skrifar HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Ruud van Nistelrooy er ekki í mikl- um metum hjá forráðamönnum norska liðsins Stabæk þessa dagana en markið sem hann skoraði gegn Everton og tryggði Manchester United 2:1 sigur gerði það að verk- um að Stabæk fær ekki 30 millj. kr. greiðslu frá Everton. Sænski landsliðsmaðurinn Tobias Linderoth var seldur frá Stabæk til Everton s.l. sumar og í samningi hans er ákvæði sem tryggir Stabæk 30 millj. kr. ef liðið nær Evrópusæti en liðin í fimmta og sjötta sæti deild- arinnar leika í UEFA-keppninni. Ef Everton hefði lagt Manchester United að velli hefði liðið náð Evr- ópusæti en þess í stað verður það Blackburn sem leikur í UEFA- keppninni næsta haust, en liðið náði sjötta sætinu af Everton. Stabæk varð af 30 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.