Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 4

Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ráða annan til starfans voru að áliti dómsins illa grunduð og ómálefnaleg. Bærinn hélt því fram að meginástæða þess að annar var ráðinn, hafi verið sú að samsetning starfsreynslu viðkom- andi hafi fallið betur að hugmyndum félagsþjónustunnar um rekstur sam- býlisins. Að mati dómsins reyndi bærinn ekki að sýna fram á með hvaða hætti samsetning reynslu þess umsækjanda, sem ráðinn var, hafi fallið betur að hugmyndum um rekst- urinn. Ekkert kom fram í málinu um að starfsmenn bæjarins, sem höfðu með ráðninguna að gera, hefðu rætt hug- myndir sínar um reksturinn í starfs- viðtölum við Dofra Örn, leitað eftir af- stöðu hans til þeirra hugmynda og látið þess getið að um ólíkar og ósam- rýmanlegar hugmyndir væri að ræða. Fékk dómurinn því ekki séð hvaða HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt Kópavogsbæ til að greiða samkynhneigðum karlmanni, Dofra Erni Guðlaugssyni, 300 þúsund krón- ur í miskabætur fyrir að brjóta á hon- um jafnræðisreglu þegar honum var synjað um starf umsjónarmanns á til- sjónarsambýli fyrir unglingsdrengi. „Ég er mjög ánægður með niðurstöð- una og að dómurinn skuli viðurkenna að jafnræðisreglan hafi verið brotin,“ segir Dofri Örn við Morgunblaðið. „Við höfum ekki fordæmi fyrir því og þess vegna er ég mjög ánægður með að fordæmi skuli nú vera skapað.“ Talið var óumdeilt að Dofri hafði meiri menntun en tveir aðrir umsækj- endur um starfið, m.a. sérmenntun frá Danmörku í rekstri sambýla fyrir ungmenni með félagsleg vandamál. Sjónarmið í rökstuðningi Kópa- vogsbæjar fyrir þeirri ákvörðun að frambærilegu og málefnalegu sjónar- mið lágu að baki því mati bæjarins að hann yrði síður en hinir umsækjend- urnir tveir reiðubúnir til fullrar sam- vinnu og samstarfs. Að mati dómsins fólu ákveðin um- mæli félagsmálastjóra í sér fordóma í garð samkynhneigðra s.s. þau að um væri að ræða sólarhrings tilsjónar- sambýli fyrir drengi, sem eigi erfitt og þurfi „sérstakt trúnaðarsamband“ að ríkja milli þeirra og tilsjónar- manns, enda komi hann til með að þurfa að deila lífi sínu með viðkom- andi drengjum og því „ekki talið for- svaranlegt annað en að upplýsa um öll atriði sem máli geta skipt við þess- ar aðstæður“. Málið dæmdi Jónas Jóhannsson. Lögmaður Dofra Arnar var Hulda Rós Rúriksdóttir hdl. Lögmaður bæj- arins var Þórður Þórðarson hrl. Kópavogsbær dæmdur fyrir að brjóta jafnræðisreglu Sjónarmið bæjarins talin illa grunduð MIKIL rigning hefur verið aust- anlands undanfarið og hafa fuglar lent í hrakningum vegna þessa. Á Eskifirði fannst blautur og úrvinda múrsvölungur sem nú er kominn í vörslu Náttúrustofu Austurlands í Neskaupstað til aðhlynningar og verður honum sleppt þegar fuglinn braggast og veður lagast. Að sögn Berglindar Steinu Ingv- arsdóttur, líffræðings hjá Nátt- úrustofunni, er múrsvölungur af svölungarætt. Hann er evrópskur flækingsfugl sem er frekar sjald- gæfur hér við land. Hann líkist svöl- um í útliti en auðgreindur frá þeim á löngum vængjum, stuttu klofnu stéli, sótsvörtum lit og hvítri kverk. Múrsvölungar eru mjög hraðfleygir og sjást sjaldan nema á flugi. Í kuldatíð leita þeir skjóls, t.d. í mannvirkjum, og leggjast í dvala og dorma. Þá tók ungur smyrill sér far með Bjarti NK til lands aðfaranótt sunnudags. Fuglinn settist á skipið á Fæti, um 40 mílur frá landi, og var illa á sig kominn, blautur og hrak- inn. Óli Hans Gestsson, skipverji á Bjarti, veitti Smyrlinum húsaskjól þegar í land kom. Smyrillinn var óð- um að braggast í vistinni, búinn að snæða skinku og drekka vel af vatni og var bara nokkuð sáttur við sam- veru mannanna. Starfsmenn Nátt- úrustofunnar merktu og vigtuðu fuglinn áður en honum var sleppt út í frelsið. Múrsvölungur og smyrill í hrakningum Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Smyrillinn með fóstra sínum Óla Hans Gestssyni á Bjarti NK. Neskaupstað. Morgunblaðið. NOTENDUR fréttavefjar Morgunblaðsins, mbl.is, geta nú keypt tóna og tákn í GSM-síma. Í boði er mikið úrval eða yfir 4.000 hringitónar og 5.000 tákn. Lögð verður áhersla á að hafa alltaf það nýjasta í boði þannig að allir farsímanotendur geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Nær allar gerðir Nokia-síma taka við tónum og táknum auk nýrri gerða annarra símafram- leiðenda. Hægt er að velja tóna og tákn með því að smella á hnapp í hægra dálki á forsíðu frétta- vefjarins mbl.is eða með því að tengjast vefnum Fólkið og smella á hnapp efst í hægra horninu. Tónar og tákn í farsíma á mbl.is EKKI var lögð fram tillaga um fjár- framlög til einkarekinna grunnskóla af hálfu meirihluta Reykjavíkur- listans á fundi fræðsluráðs í gær. Næsti reglulegi fundur fræðsluráðs verður haldinn 2. júní og segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, að tillögur meirihlutans í málinu verði kynntar þá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði lögðu fram tillögu um að Reykjavíkurborg samþykkti að greiða sambærilegt fjármagn með hverjum reykvískum nemanda óháð því hvort hann gengi í einkarekinn skóla eða borgarrekinn en fulltrúar Reykjavíkurlistans vísuðu tillögunni frá. Slæmt að tillögur liggi ekki fyrir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur það vera alvarlegt mál hversu dregist hafi að taka á málefnum einkareknu grunnskólanna. Mjög slæmt sé fyrir skólana að málið sé dregið fram til 2. júní enda sé nú verið að vinna að því að ganga frá málum fyrir næsta vetur og tímasetningin því mjög óheppileg. Guðrún Ebba minnir á að á síðasta borgarstjórnarfundi hafi hún farið formlega fram á að menn notuðu síð- ustu helgi til þess að móta tillögur sem kynna hefði mátt í gær. Við þeirri ósk hafi því miður ekki verið orðið. Stefán Jón Hafstein segir að í kjöl- far þess að skýrsla embættismanna um stöðu skólanna var kynnt á síðasta reglulega fundi hafi hann óskað eftir viðbrögðum frá forstöðumönnum skólanna en þeim viðræðum sé ekki lokið. Á næsta reglulega fundi fræðsluráðs verði niðurstaða þeirra kynnt, sem og tillögur meirihlutans í málinu. Stefán segir það mikinn mis- skilning, eins og sumir hafa viljað láta í veðri vaka, að R-listinn hafi eitthvað á móti einkareknu skólunum. „Það stendur í starfsáætlun og stefnu- mörkun R-listans að einkaskólar hafi hlutverki að gegna og við höfum hækkað við þá framlögin ár frá ári undanfarin ár. Ég hef margoft lýst því yfir í borgarstjórn að við viljum tryggja framtíðarstöðu þessara skóla en ég hef einnig sagst vilja sjá fram fyrir í því hvert við stefnum með sam- starfið við þessa skóla í framtíðinni.“ Málefni einkarekinna grunnskóla voru rædd á fundi fræðsluráðs Kynna á tillögur um framlög eftir mánaðamót ÞAÐ var norðaustan hraglandi fyrstu ævidaga hryss- unnar sem fæddist norður í Kollafirði á Ströndum fyrr í maímánuði. Þarna er hún ásamt hryssunni Maí- stjörnu sem fæddist á svipuðum tíma í fyrra. Hjá hryssunum standa mæður þeirra sem vernda af- kvæmi sín. Hryssurnar láta vel að eiganda sínum, Sigurði Mar- inóssyni, þar sem þær leita skjóls í Nátthaganum. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Folald fætt á Ströndum Ströndum. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.