Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
www.isb.is Vertu me› allt á hreinu!
Grei›slufljónusta
fyrir fyrirtæki
fyrir eftir
N‡jung
!
Allt einfaldara ...
ANNA Svavarsdóttir fjallgöngu-
kona, sem hefur nýlokið velheppn-
uðum leiðangri sínum á 6. hæsta
fjall heims, hið 8.201 metra háa
Cho Oyu í Himalayafjöllunum, er
lögð af stað til að klífa annan
Himalayatind, Shishapangma, og
byrjar uppgönguna á miðvikudag
eða fimmtudag. Takist henni að ná
tindinum verður hún fyrsti Íslend-
ingurinn til að klífa fjallið, og hafa
þá þrjú fjöll af þeim fjórtán fjöllum
í heiminum sem eru hærri en 8.000
metrar, fallið að fótum Íslendinga.
Shishapangma er 8.013 metra hátt
og lægst hinna 14 tinda yfir 8.000
metrum. Það var síðasta fjallið í 14
tinda röðinni sem klifið var á þeim
11 árum sem tók að klífa alla
tindana milli 1953 og 1964, en það
voru Kínverjar sem komust fyrstir
á Shishapangma 1964.
Velgengni Önnu hefur vakið
mikla athygli hér heima og hafa
hamingjuóskir birst á heimasíðu
Íslenska alpaklúbbsins, isalp.is,
auk frétta af leiðangri hennar.
Ljóst er að takist henni að sigra
Shishapangma, verður um eitt
mesta afrek íslenskrar fjallgöngu-
sögu að ræða.
Með sigri sínum á Cho Oyu varð
Anna fyrst íslenskra kvenna til að
klífa upp fyrir 8.000 metra og jafn-
framt fyrsta íslenska konan til að
klífa fjallið, en gamla hæðarmetið
átti Anna Lára Friðriksdóttir á
hinu 6.768 metra háa Huscaran í
Perú árið 1987.
Anna Svavarsdóttir er síðan
væntanleg til Íslands 10. júní.
Stefnir á
annan tind
yfir 8.000
metrum
MIKIÐ var um dýrðir í húsi Regn-
bogabarna, fjöldasamtaka gegn
einelti, í Hafnarfirði í gær þegar
landssöfnun samtakanna hófst með
formlegum hætti. Landssöfnunin
gengur undir nafninu „Draumur að
veruleika“ og stendur yfir frá 19.
maí til 9. júní. Stefán Karl Stef-
ánsson, formaður Regnbogabarna,
og Freyja Friðbjarnardóttir fram-
kvæmdastjóri kynntu dagskrá söfn-
unarinnar og markmið hennar.
Áhersla verður lögð á fyrirtæki
landsins og hófust úthringingar í
gær. Að sögn Freyju gefst almenn-
ingi einnig kostur á að hringja í
söfnunarsíma og styðja þannig við
bakið á Regnbogabörnum, en 1.000
krónur renna til söfnunarinnar við
hvert símtal. Söfnunin nær síðan
hámarki sínu um hvítasunnuhelg-
ina þegar félagar í körfuknattleiks-
deild Þórs ætla að dripla bolta
hringinn í kringum landið til stuðn-
ings við söfnunina. Verndari söfn-
unarinnar er Vigdís Finnboga-
dóttir.
Stefán Karl sagði að stofnkostn-
aður samtakanna væri mikill og því
þörf á landssöfnun til þess að þessi
viðamikla starfsemi geti farið fram.
Hann lagði áherslu á að starfsemin
ætti að laga sig að samfélaginu og
sagði það draum að mögulegt væri
að opna skrifstofur í Reykjavík, á
Akureyri, á Egilsstöðum og víðar.
Hann sagði þó markmiðin nú vera
þrjú. „Í fyrsta lagi að þjónustu-
miðstöð Regnbogabarna sem þjóni
öllu landinu verði að veruleika í
húsi stofnunarinnar í Hafnarfirði. Í
öðru lagi að hægt verði að ráða sér-
fræðinga til að byggja upp og móta
þá þjónustu sem helst ríður á að
hafa til taks fyrir þá sem á þurfa að
halda og loks að hægt verði að
koma á laggirnar víðtækri þjónustu
fyrir einstaklinga og hópa á land-
inu,“ lýsti Stefán Karl. Hann benti á
að ýmislegt fælist í þessari þjón-
ustu, til dæmis námskeið, fyr-
irlestrar, fræðslufundir, bóka- og
gagnasafn í þjónustumiðstöðinni,
útgáfa fræðsluefnis og fleira. Þá er
ætlunin að Regnbogabörn reki að-
gengilega og gagnvirka heimasíðu
þannig að þeir sem skrifi sig inn á
hana fái svör sérfræðinga og bætti
Stefán Karl við að samtökin hefðu
átt í viðræðum við sálfræðinga og
félagsfræðinga innan Háskóla Ís-
lands um sérfræðiráðgjöf.
Félag lesblindra
í sama húsnæði
Pétur Guðmundsson, fulltrúi
Körfuknattleikssambands Íslands,
kynnti ferð körfuknattleiksfélags
Þórs í kringum landið, en ferðin er
hluti landssöfnunarinnar og ætla
Þórsarar að dripla bolta á leiðinni.
Hann sagði að farið yrði í tveimur
fylkingum um hvítasunnuhelgina,
norður- og suðurleið, frá Egils-
stöðum til Reykjavíkur. Á nokkrum
viðkomustöðunum verða síðan
haldnar körfuboltahátíðir. Fyr-
irtæki geta stutt Regnbogabörn í
formi áheita á leikmennina.
Dagskránni í gær lauk með söng
7. bekk HS úr Vogaskóla en bekk-
urinn bar sigur úr býtum í sam-
keppni 7. bekkja við eineltisklípum.
Verðlaunin eru brot úr degi með
Birgittu Haukdal og Evróvisjón-
hópnum þann 6. júní næstkomandi.
Bekkurinn hafði við þetta tilefni
samið lag sem þau tileinkuðu Birg-
ittu Haukdal.
Landssöfnun Regnbogabarna hófst í gær
Körfu-
bolta-
dripl í
kringum
landið
Morgunblaðið/Árni Torfason
7. bekkur HS úr Vogaskóla söng lag sem hann tileinkaði Birgittu Haukdal.
ÁTJÁN ára piltur var í gær
dæmdur í 18 mánaða fangelsi í
Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir
ítrekuð kynferðisbrot gegn 11 ára
gamalli frænku sinni og fyrir að
stinga pilt í bakið með hnífi á fót-
boltavelli við Háaleitisbraut í
Reykjavík.
Skýrsla var tekin af stúlkunni
fyrir dómi og skýrði hún svo frá að
frændi hennar gisti oft í viku á
heimili hennar. Tveir aðrir frænd-
ur hennar hefðu einnig gist þar.
Fyrir jólin 2001 hefðu hún og
ákærði verið ein heima og verið að
tuskast en upp úr því hefði hann
nauðgað henni.
Eftir hvatningu frá vinkonum
sínum leitaði stúlkan til lögreglu í
september árið 2002. Þá greindi
hún svo frá að frændi hennar hefði
a.m.k. 10 sinnum haft samræði við
hana, síðast kvöldið áður en þá
taldi hún að henni hefði verið gefið
svefnlyf en frændi hennar síðan
komið fram vilja sínum. Í eitt
skiptið hefðu samfarirnar verið
með samþykki hennar.
Í skýrslu félagsráðgjafa kemur
fram að kynferðisbrotin hafi haft
alvarlegar afleiðingar fyrir stúlk-
una, valdið mikilli vanlíðan og hún
verið í sjálfsvígshættu. Þá kenni
hún sér sjálf um eins og algengt sé
í slíkum málum.
Breytti framburði sínum
Í fyrstu neitaði pilturinn sök en
breytti síðan framburði sínum og
sagðist hafa haft samræði við
stúlkuna í 5–6 skipti með hennar
samþykki. Dómurinn taldi sannað
að pilturinn hefði haft við stúlkuna
samræði í 5–6 skipti en ekki a.m.k.
10 sinnum eins og hann var
ákærður fyrir. Var hann dæmdur
skv. ákvæðum 202. greinar al-
mennra hegningarlaga en þar seg-
ir „að hver sem hefur samræði eða
önnur kynferðismök við barn,
yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi
allt að 12 árum.“
Skilorðsbinding
kom ekki til greina
Pilturinn var einnig sakfelldur
fyrir stórfellda líkamsárás en hann
játaði að hafa stungið pilt í bakið
eftir að þeir höfðu rifist á fótbolta-
velli.
Við ákvörðun refsingar tók Val-
týr Stefánsson héraðsdómari m.a.
tillit til þess að pilturinn játaði
brot sín og ungs aldurs hans.
Einnig að svo virtist sem hann
hefði ekki alfarið átt upptökin að
líkamsárásinni sem hefði á hinn
bóginn getað valdið alvarlegum af-
leiðingum þó ekki hefði farið verr
en raun ber vitni. Varðani kyn-
ferðisbrotið var litið til þess að um
ítrekuð brot var að ræða og pilt-
urinn misnotaði aðstöðu sína. Ekki
kom til greina að skilorðsbinda
refsinguna. Auk fangelsisrefsing-
arinnar var pilturinn dæmdur til
að greiða frænku sinni 500.000
krónur í skaðabætur og piltinum
sem hann stakk um 280.000 krónur
í bætur.
Sigríður Jósefsdóttir saksóknari
flutti málið f.h. ríkissaksóknara en
Brynjólfur Eyvindsson hdl. var
skipaður verjandi. Réttargæslu-
maður stúlkunnar var Herdís
Hallmarsdóttir hdl.
Dæmdur fyrir ítrek-
uð kynferðisbrot
gegn 11 ára frænku
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við
brúargerð yfir Ólafsfjarðarós
vegna jarðganga um Tröllaskaga
til Siglufjarðar og vinna verktakar
nú við að ramma niður staura und-
ir brúna.
Göngin gegnum Tröllaskagann
verða alls 10,6 km löng og í tveim-
ur hlutum, annars vegar 3,7 km
göng á milli Siglufjarðar og Héð-
insfjarðar og hins vegar 6,9 km
göng á milli Héðinsfjarðar og
Ólafsfjarðar. Reiknað er með að
framkvæmdum verði lokið síðla
árs 2008 en leiðin milli Siglufjarð-
ar og Ólafsfjarðar verður þá 15 km
löng en er nú rúmir 60 km ef farið
er um Lágheiði.
Ný brú yfir
Ólafsfjarðará
Ljósmynd/Svavar Berg
Framkvæmdir eru hafnar við brúargerð yfir Ólafsfjarðarós vegna tilkomu
jarðganga til Héðinsfjarðar og Siglufjarðar. Verktakar eru byrjaðir að
ramma niður staura undir brúna.