Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 12

Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR samstæðu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf. nam 62 milljónum króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er 47% lækkun frá sama tímabili á síðasta ári en þá var hagnaðurinn 118 milljónir. Hagnaður SH fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 381 milljón á móti 428 millj- ónum árið áður. Hagnaður fyrir skatta var 110 milljónir en 184 milljónir á sama tíma árið áður. Veltufé SH frá rekstri nam 184 milljónum á tímabilinu janúar til mars á þessu ári en 210 milljónum á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs námu 12,9 milljörðum króna en 14,0 milljörðum á sama tímabili árið á undan og jafngildir það 8% lækkun. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að meðalgengi viðskipta- mynta samstæðunnar hafi hins vegar lækkað um 14,5% gagnvart íslensku krónunni og því hafi veltan aukist í erlendri mynt. Segir í tilkynningu SH að þótt miklar sveiflur íslensku krónunnar hafi einungis takmörkuð áhrif í formi gengismunar á erlendum lánum móðurfélagsins, hafi þær áhrif á allar erlendar rekstrarstærðir. Þannig aukist EBITDA-fram- legð nokkuð í erlendri mynt þótt hún dragist saman í krónum. Mest muni hins vegar um áhrif hlutdeildarfélaga á afkomu félagsins í saman- burði milli ára, sem nú séu neikvæð um 19 millj- ónir en voru jákvæð árið áður um 38 milljónir. Eignir SH voru 22,8 milljarðar í lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs, sem er rúmlega 3% lækkun frá áramótum. Á sama tíma lækkuðu eigna- og skuldamyntir samstæðunnar í íslensk- um krónum um 1–7% eftir myntum. Segir í til- kynningunni að frávik á einstökum liðum efna- hagsreiknings séu ekki veruleg nema hvað birgðir dragast saman en viðskiptakröfur aukast eins og búast hefði mátt við í lok ágæts sölu- tímabils. Fram kemur í tilkynningu SH að búist sé við að dótturfélag SH í Bandaríkjunum, Icelandic USA Inc., yfirtaki rekstur fyrirtækisins Ocean to Ocean Seafood Sales um næstu mánaðamót. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Virginíuríki í Bandaríkjunum og sérhæfir sig í sölu á frystri heitsjávarrækju. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam um 110 milljónum dala. Hagnaður SH dregst saman um tæpan helming milli ára ● BJARNI Sveinsson, stofnandi Sóma ehf., hefur selt meðeigendum sínum, Arnþóri Pálssyni sölustjóra og Alfreð Hjaltalín framkvæmdastjóra, 70% eignarhlut sinn í fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu segir að Arnþór og Alfreð hafi starfað hjá Sóma um árabil og verið meðeigendur Bjarna síðan 1993. „Þeir hafa þegar tekið við rekstri Sóma og mun Bjarni Sveinsson sitja áfram í stjórn fyrir- tækisins eftir söluna. Sómi er einn stærsti framleiðandi á samlokum og tengdum réttum hér á landi. Fyrirtækið var stofnað 1978 og er því 25 ára á þessu ári. Íslandsbanki veitti ráðgjöf við kaupin og annast fjármögnun, en kaupverð er trúnaðarmál.“ Sómi skiptir um eigendur ● HAGNAÐUR Lífs hf. á fyrsta fjórð- ungi þessa árs nam um 42 millj- ónum króna eftir skatta. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaður- inn um 80 milljónir. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld, EBITDA, var 56 milljónir eins og ár- ið áður, en hagnaður fyrir skatta var 62 milljónir í ár en 87 milljónir í fyrra. Tekjur Lífs á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu 2.028 milljónum króna, sem er tæplega 24% aukn- ing frá sama tímabili árið 2002. Í fyrsta sinn er nú dótturfélagið Ilsanta UAB í Litháen hluti af sam- stæðuuppgjöri Lífs og var velta Ilsanta á tímabilinu 75 milljónir króna. Aukning tekna á Íslandi á tímabilinu nam ríflega 19%. Tæplega 25 milljóna króna tap varð af rekstri Ilsanta á ársfjórð- ungnum. Áhrif Ilsanta á rekstrarnið- urstöðu Lífs eru neikvæð um 21 milljón. Segir í tilkynningu frá Lífi að áætlanir geri ráð fyrir hagnaði af rekstrinum á seinni hluta ársins. Eiginfjárhlutfall 22,5% Eigið fé Lífs hinn 31. mars síð- astliðinn nam 1.184 milljónum en var í ársbyrjun 1.193 milljónir. Þá er búið að taka tillit til lækkunar eigin fjár um 51 milljón vegna arð- greiðslu til hluthafa á árinu 2003. Eiginfjárhlutfall var 22,5% í lok tímabilsins og veltufé frá rekstri nam 33,5 milljónum. Segir í tilkynningu Lífs að af- koma af sölu og dreifingu neyt- endavara hafi valdið vonbrigðum á tímabilinu. Rekstur þess hluta starfseminnar hafi þegar verið end- urskipulagður og þær breytingar komnar til framkvæmda. Þá segir að unnið hafi verið að end- urskipulagningu rekstrar Ilsanta í Litháen og hafi félagið þegar opnað söluskrifstofur í Lettlandi og muni bráðlega hefja starfsemi í Eist- landi. Komist hafi verið að sam- komulagi við nokkur stór alþjóðleg félög á sviði lækningatækja, lyfja og neytendavara um sölu á vörum þeirra í Eystrasaltslöndunum. Und- irbúningur vegna sölu á nýjum vörum hafi gengið vel og sé reikn- að með að áhrifa þess fari að gæta í lok annars ársfjórðungs. Líf hf. hagnast um 42 milljónir ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 112,9 stig í apríl sl. óbreytt frá fyrra mánuði. Á sama tíma var samræmda vísitalan fyrir Ís- land, 125,3 stig og lækkaði um 0,1% frá mars. Frá apríl 2002 til jafnlengdar árið 2003 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 1,9% að meðaltali í ríkjum EES, 2,1% á evrusvæðinu og 1,9% á Íslandi. Í fréttatilkynningu frá Hagstofu Ís- lands kemur fram að mesta verð- bólga á evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á Ír- landi 4,4% og 3,7% í Portúgal. Verð- bólgan var minnst í Þýskalandi, 1,0% og í Austurríki, 1,2% Verðbólgan 1,9% á EES-svæðinu FJÓRIR íslenskir hönnuðir, Emma Axelsdóttir, Erla Sólveig Óskars- dóttir, Ólöf Jakobína Ernudóttir og Pétur B. Lúthersson, tóku þátt í Scandinavian Furniture Fair í Bella Center í Kaupmannahöfn dagana 7.–11. maí. Útflutningsráð Íslands skipulagði íslenska sýningarsvæðið undir heitinu Icelandic Designers. Emma sýndi nýjan fjölskyldu- einingarsófa MOSS, Erla Sólveig sýndi í fyrsta sinn alþjóðleg húsgögn sem voru upphaflega þróuð fyrir Al- þingi og Ríkissjónvarpið. Ólöf Jak- obína sýndi sófaborð sem nýtast jafnframt sem hirsla fyrir þá hluti sem fólk vill hafa við höndina án þess að vera sýnilegir uppi á borði. Pétur sýndi stóla fyrir skrifstofur og stofnanir og sófa og fundarstóla. Í fréttatilkynningu frá Útflutnings- ráði kemur fram, að aðkoma Út- flutningsráðs að þessari sýningu er liður í þeirri viðleitni að styðja við bakið á nýjum útflutningsgreinum og auka þannig fjölbreytni í útflutn- ingi Íslendinga. Húsgangasýningin í Bella Center er ein stærsta sýning sinnar tegundar á Norðurlöndum og er hún haldin árlega. Þar eru sýnd húsgögn fyrir heimili og skrifstofur auk sérstaks svæðis þar sem ungir hönnuðir kynna hugmyndir sínar. Fjórir íslenskir húsgagnahönnuðir sýndu hönnun sína í Kaupmanna- höfn nýverið. Íslenskir húsgagna- hönnuðir sýna erlendis TAP samstæðu Opinna kerfa Group hf., OKG, á fyrsta fjórðungi þessa árs, nam 39 milljónum króna, samanborið við um 8 milljóna króna hagnað árið áð- ur. Niðurfærsla vegna hlutabréfaeignar er nú 43 milljónir króna en var á sama tímabili í fyrra 53 milljónir króna, einkum vegna Columbus IT Partn- er A/S. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Samstæða Opin Kerfi Group hf. samanstendur af móðurfélaginu, Opin kerfi ehf., Opin Kerfi Sweden AB (eignarhaldsfélag Datapoint Svenska AB), Opin kerfi eignarhaldsfélag ehf., (Skýrr hf.), Tölvudreif- ing hf. og Enterprise Solutions A/S. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskrift- ir (EBITDA) var 115 milljónir króna en var 174 milljónir króna árið áður. Rekstrartekjur samstæð- unnar drógust saman um 7% milli tímabila og eru nú um 2.268 milljónir króna. Veltufé frá rekstri fyrir tímabilið er 81 milljón króna en var á sama tímabili í fyrra 108 milljónir króna. Í umfjöllun um uppgjörið í Morgunpunktum Kaupþings segir að uppgjörið sé slakt. Þar segir að lækkun EBITDA framlegðar úr 7,2% niður í 5,1% verði að teljast mikil vonbrigði og einnig segir varðandi niðurfærslu hlutabréfaeignar félagsins að slíkt sé orðið nokkuð fastur liður í upp- gjörum Opinna kerfa. „Á heildina litið er uppgjör félagsins slakt og und- ir væntingum Greiningardeildar. Umtalsverður tekjusamdráttur er á Íslandi og í Svíþjóð og lækk- andi EBITDA framlegð er nokkuð áhyggjuefni. Rekstur Skýrr virðist á hinn bóginn ganga ágæt- lega. Síðasta viðskiptagengi með hlutabréf Opinna kerfa Group var 20,3. Að mati Greiningardeildar hefur gengi á bréfum félagsins endurspeglað vænt- ingar um sókn félagsins inn á norrænan upplýsinga- tæknimarkað. Félagið keypti nýverið Virtus í Sví- þjóð og tvö smærri fyrirtæki í Danmörku og virðast þau kaup hafa verið vel heppnuð. Ljóst er hins vegar að félagið þarf að bæta afkomuna. Greiningardeild mun að öllum líkindum lækka afkomuspá félagsins fyrir yfirstandandi ár á næstunni.“ Uppfært verðmat Greiningardeild Íslandsbanka hefur uppfært verðmat sitt á Opnum kerfum í tilefni kaupanna á Virtus AB, og birt er sérstakt verðmat á Virtus AB á heimasíðu bankans. Greiningardeildin metur Opin kerfi á 22,1 en í gær var gengi félagsins um 20 í Kauphöll Íslands. Síðasta verðmatsgengi greiningardeildarinnar var 21,3 að því er fram kemur á heimasíðunni, og mælir deildin með kaupum á bréfum félagsins. „Niðurstaða verðmats á Virtus er 1.097 milljónir króna. Að teknu tilliti til skuldsetningar Opinna kerfa vegna kaupanna er verðmat félagsins með Virtus 5.919 milljónir króna,“ segir í frétt á heima- síðu Íslandsbanka. Opin kerfi tapa 39 millj- ónum á fyrsta fjórðungi SKRIFAÐ hefur verið undir samninga hjá Lánasýslu ríkisins í tengslum við útgáfu ríkis- skuldabréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Samkvæmt frétt frá Kauphöll Íslands er markmiðið með samn- ingunum að efla verðmyndun á eftirmarkaði og styrkja aðgang ríkissjóðs að lánsfé. Í tilkynningunni segir að frá 1. júní 2003 hafi sex aðilar heimild til að kalla sig „aðalmiðlara með ríkisskuldabréf“, Búnaðarbanki Íslands, Íslandsbanki, Kaupþing banki, Landsbanki Íslands, Spari- sjóðabanki Íslands og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. Samningurinn gildir frá 1. júní 2003 til 31. maí 2004. Þóknun til allra aðalmiðlara ríkisskulda- bréfa á samningstímanum verður 112 m.kr. og skiptist hún á aðal- miðlarana 6 í hlutfalli við mark- aðshlutdeild þeirra á frum- og eftirmarkaði ríkisskuldabréfa. Vakt með ríkisvíxla Sömuleiðis hefur verið skrifað undir samninga hjá Lánasýslu ríkisins í tengslum við útgáfu á 6 ríkisvíxlaflokkum og viðskipta- vakt þeirra á eftirmarkaði en markmið þeirra er sömuleiðis að efla verðmyndun á eftirmarkaði og styrkja aðgang ríkissjóðs að lánsfé. Frá 1. júlí 2003 hafa þrír aðilar heimild til að kalla sig „að- almiðlara með ríkisvíxla“, Ís- landsbanki, Landsbanki Íslands og Sparisjóðabanki Íslands. Samningur þessi tekur gildi 1. júlí og gildir fyrir næstu sex rík- isvíxlaútboð og viðskiptavakt á þessum sex flokkum frá útgáfu- degi til lokagjalddaga þeirra. Þóknun til allra aðalmiðlara rík- isvíxla á samningstímanum verð- ur 55 milljónir króna og skiptist hún á aðalmiðlarana þrjá í hlut- falli við markaðshlutdeild þeirra á frum- og eftirmarkaði ríkis- víxla. Aðgangur að lánsfé styrktur Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.