Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT Bandaríkjaher hafi sigrað her Saddams Husseins fer því fjarri að hann sé verkefnalaus í Írak því að hann þarf að kljást við marga hættu- lega hópa sem Bandaríkjamenn vilja uppræta, halda í skefjum eða fá til samstarfs við sig. Á meðal þessara hópa eru sveitir skæruliða sem styðja klerkastjórnina í Íran, íslamskir öfga- menn sem tengjast hryðjaverkasam- tökunum al-Qaeda, stríðandi fylking- ar Kúrda og hópar glæpamanna. Nokkrir þessara hópa létu til sín taka áður en stjórn Saddams féll. Aðrir eru nýir, keppast nú um að fylla upp í valdatómarúmið í landinu og reyna að vinna almenning á sitt band með gylliboðum. Auðvelt er fyrir þessa hópa að verða sér úti um vopn sem stolið var úr vopnabúrum Írakshers og eru nú seld á svörtum markaði. Landa- mæraeftirlitið er mjög gloppótt og ógjörningur er því að koma í veg fyrir smygl frá grannríkjunum, einkum yf- ir landamærin að Íran sem eru nær 1.500 km löng. „Við getum ekki verið alls staðar í senn,“ sagði bandaríski majórinn Ro- bert Walter. Reynt að koma á klerkaveldi? Bandaríkjaher hefur einkum áhyggjur af Badr-hersveitunum, vopnuðum hópum Æðstaráðs ísl- ömsku byltingarinnar í Írak (SCIRI) sem er með bækistöðvar í Íran. Liðs- menn Badr-hersveitanna eru um 9.000 og vel vopnum búnir. Þeir börð- ust gegn stjórn Saddams en héldu sig til hlés þegar innrásarliðið steypti henni. Þeir hafa ekki ráðist á banda- ríska hermenn þótt SCIRI sé andvígt hernámsliðinu. Badr-hersveitirnar hafa hins vegar hert baráttu sína gegn Mujahedeen Khalq, írönskum skæruliðum í Írak sem berjast gegn klerkastjórninni í Íran. Mujahedeen Khalq er með um 6.000 liðsmenn sem byrjuðu að af- vopnast fyrr í mánuðinum eftir að Bandaríkjaher hótaði að tortíma þeim legðu þeir ekki niður vopn. Bandaríkjastjórn lítur á Mujahedeen Khalq sem hryðjuverkasamtök. Robin Leeds, bandarískur sér- fræðingur í öryggismálum, segir að SCIRI sé hættuleg hreyfing sem hafi það greinilega að markmiði að grafa undan hernámsliðinu. Hann telur að SCIRI og fleiri hreyfingar kunni að leika tveim skjöldum, taka þátt í því að mynda íraska bráðabirgðastjórn en reyna síðan að grafa undan henni til að komast til valda. Bandaríkjamenn óttast mest að SCIRI takist að afla sér mikils stuðn- ings meðal sjíta í Suður-Írak með að- stoð Írana og reyni að koma á klerka- veldi eins og í Íran. „Lýðræðinu stafar mest hætta af bókstafstrúar- mönnum, einkum þeim sem er stjórn- að frá Íran,“ sagði Leeds. Sjítar eru um 60% íbúa Íraks og voru kúgaðir á valdatíma Saddams. Þeir skiptast í margar fylkingar, nokkrar þeirra aðhyllast samstarf við hernámsliðið en aðrar eru andvígar því. Wahabítar seilast til áhrifa Bandaríkjamenn beina einnig at- hyglinni að wahabítum, íslömskum strangtrúarflokki súnníta sem Mu- hammad ibn Abd al-Wahab stofnaði á 18. öld. Boðskapur wahabíta byggist, auk Kóransins, eingöngu á elsta hluta súnna, þ.e. breytni og ummælum Mú- hameðs spámanns og fyrstu múslím- anna fyrir fjórtán öldum. Wahabítum var bannað að starfa í Írak á valdatíma Saddams og sér- fræðingar segja líklegt að þeir reyni að komast til áhrifa sem verndarar súnníta, sem hafa verið við völd í Írak frá því að konungsríki var stofnað þar við lok fyrri heimsstyrjaldar. Wahab- ítar eru enn áhrifamiklir í Sádi-Arab- íu þar sem strangtrúarflokkurinn var stofnaður. Hætta á átökum milli Kúrda Deilur Lýðræðisflokks Kúrdistans (KDP) og Föðurlandsfylkingar Kúrd- istans (PUK) og barátta þeirra um yf- irráð yfir olíuborginni Kirkuk gætu einnig leitt til átaka í Norður-Írak. Þegar hafa orðið nokkrar skærur milli flokkanna þótt leiðtogar þeirra séu í hópi þeirra sem búist er við að myndi kjarnann í íraskri bráða- birgðastjórn. Íraskir Kúrdar, sem eru um 3,5 milljónir, sættu kúgun stjórnar Sadd- ams en fengu hálfgildings sjálfstæði fyrir áratug vegna flugbanns sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu til að vernda þá. Nú er búist við að þeir krefjist verulegrar sjálfstjórnar í eig- in málum eftir að Írakar taka við stjórn landsins. Bandamenn al-Qaeda snúa aftur Saddam Hussein bauð íslamskri strangtrúarhreyfingu, Ansar al-Isl- am, að starfa í Írak gegn því að hún lofaði að berjast gegn Föðurlands- fylkingu Kúrdistans. Bandaríkja- stjórn segir að Ansar al-Islam tengist al-Qaeda og bandarískar sérsveitir hröktu liðsmenn hennar til Írans þeg- ar stríðið í Írak geisaði. Bandaríska leyniþjónustan telur að hundruð þeirra hafi snúið aftur til Íraks. Ansar al-Islam kom fram árið 2001. Á meðal liðsmanna hreyfingarinnar eru arabar frá ýmsum löndum og margir þeirra voru þjálfaðir í Afgan- istan á valdatíma talibana. Strang- trúarhreyfingin aðhyllist m.a. bann við því að konur afli sér menntunar eða starfi utan heimilisins, vill banna tónlist og sjónvarp og skylda karl- menn til að safna skeggi. Breytist Baath í glæpasamtök? Hinir ýmsu ættflokkar hafa einnig komið sér upp vopnuðum sveitum og á meðal annarra sem geta valdið her- námsliðinu vandræðum er hópur meintra hryðjaverkamanna frá Jem- en, arabískir sjálfboðaliðar sem fóru til Íraks í því skyni að berjast fyrir Saddam og glæpahópar sem komið hafa fram eftir fall hans. Robert Walter, fyrrnefndur majór, telur að forystumenn í flokki Sadd- ams, Baath-flokknum, – vel birgir af vopnum og peningum – myndi ný glæpasamtök. „Þeir voru í yfirstétt- inni, eru vanir forréttindum og mun- aði og vilja halda þeim lífsstíl,“ sagði hann. „Þeir hafa samböndin og skipu- lagið sem þarf til að mynda öflug glæpasamtök.“ Hætta getur stafað af fjölmörgum hópum í Írak Bagdad. AP. AP Íraskir sjítar á mótmælafundi gegn hernámsliðinu í Írak við mosku í Bagdad í gær. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælunum, hinum fjölmennustu í Írak til þessa, og þau fóru friðsamlega fram. Fyrir miðju á myndinni er mál- verk af Mohammad Sadiz al-Sadr, klerki sem var myrtur árið 1999 í Najaf, helgri borg sjíta. ’ Lýðræðinu stafarhætta af bókstafs- trúarmönnum, eink- um þeim sem stjórn- að er frá Íran. ‘ ÞÁTTTAKENDUR í Everest-mara- þoninu leggja af stað frá búðum sínum við rætur fjallsins í gær. Alls taka 39 manns frá Nepal, Indlandi, Kanada, Bandaríkjunum og fleiri löndum þátt í þessu maraþoni, en talið er að aldrei áður hafi slíkt hlaup farið fram svona hátt yfir sjávarmáli. Hlaupið er liður í há- tíðahöldum í tilefni af því að hálf öld er liðin síðan Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay urðu fyrstir manna til að klífa á tind Everest, hæsta fjalls á jörðinni, en þangað komust þeir 29. maí 1953. Yfir maraþonhlauparana gnæfir Lingtren-tindur, en tindur Everest sést ekki frá neðstu búðum. Everest- maraþonið hafið AP IAIN Duncan Smith, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, sagði í blaðaviðtali sem birtist í gær að hann vildi að samtökin sem hann fer fyrir gerðust „flokkur fátæka fólksins“. Fram til þessa hefur Íhalds- flokkurinn breski einkum verið bendlaður við auðmagn og einkaframtak. Duncan Smith lét þessi orð falla í viðtali við dagblaðið Guardian. „Ég tel að vandi flokksins í gegnum tíð- ina hafi verið sá að hann hafi ekki spornað við því að vera einkum bendlaður við sérhagsmuni í huga kjósenda,“ sagði leiðtogi breskra íhaldsmanna. Kvaðst Duncan Smith hafa sótt heim mörg hverfi fátækra í Bretlandi á undanliðnum vikum. Kvað hann það hafa verið þroskandi reynslu og sagðist hafa þungar áhyggjur af því að fjöldi fólks skyldi þurfa að draga fram lífið við slíkar aðstæður. „Nú við upphaf 21. aldarinnar er skelfilegt til þess að hugsa að okkur hefur frekar miðað aftur á bak en fram á við að ýmsu leyti,“ sagði Duncan Smith. Sagðist hann telja að í mörgum fátækrahverfum stór- borga væri sjálft límið í samfélaginu að hverfa. Það væri ógnvænleg til- hugsun. „Ég vil að flokkur okkar verði flokkur fátæka fólksins,“ bætti hann við. Aðspurður sagðist hann þó ekki telja að fátækt yrði upprætt með því að auka tekjujöfnun í landinu. Aukin hagsæld almennings væri áhrifa- mesta tækið í því viðfangi. Duncan Smith lýsti yfir því að stjórn Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, hefði ekki tekist að minnka bilið á milli ríkra og fátækra í Bretlandi á þeim sex árum sem hún hefði verið við völd. „Ástandið hefur ekki batn- að að neinu leyti.“ Iain Duncan Smith varð leiðtogi Íhaldsflokksins eftir ósigur hans í þingkosningunum árið 2001. Fyrr í mánuðinum bætti flokkurinn við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosn- ingum í Bretlandi. Duncan Smith nýtur á hinn bóginn mun minni per- sónuvinsælda en Tony Blair, ef marka má skoðanakannanir. Tals- maður leiðtoga Íhaldsflokksins á vettvangi innanlandsmála, Oliver Letwin, sagði nýlega að „krafta- verk“ þyrfti að koma til ætluðu íhaldsmenn sér að fara með sigur af hólmi í næstu þingkosningum. Íhalds- menn biðla til fátækra Lundúnum. AP. Iain Duncan Smith ALÞJÓÐLEGA fjölmiðlastofnunin (IPI), alþjóðleg samtök ritstjóra, stjórnenda fjölmiðla og þekktra blaðamanna, hefur aflýst ráðstefnu samtakanna sem halda átti í Kenýa dagana 1.–4. júní nk. að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að stjórnvöld bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum höfðu varað þegna sína við „yfirvofandi“ hryðjuverkum gegn útlendingum og flugáhöfnum auk þess sem breska flugfélagið Brit- ish Airways hefur aflýst öllu flugi til og frá Kenýa. Þannig taldi IPI ekki skynsamlegt að halda ráðstefnuna í ljósi þess að samtökin gætu ekki ábyrgst öryggi þátttakenda. IPI vonast til að geta haldið ráð- stefnu ársins 2003 annars staðar í heiminum í september og í Kenýa í nánustu framtíð. Ráðstefnu IPI aflýst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.