Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 19
ÞAÐ varð uppi fótur og fit í Smára-
skóla í Kópavogi á dögunum þegar
7. bekkur R var kallaður á sal. Þar
var hverjum og einum nemenda af-
hent umslag með skjali í og spenntir
foreldrar þeirra fylgdust með á
meðan umslögin voru opnuð. Eftir
að hafa lesið sig í gegn um þó nokk-
urn texta á skjölunum rann upp ljós
fyrir krökkunum – þau voru á leið til
Kaupmannahafnar í helgarferð með
bekkjarsystkinum sínum.
Ferðin er verðlaun í keppni sem
Tóbaksvarnarnefnd efndi til meðal
7. og 8. bekkinga á landinu en inntak
hennar var fræðsla um skaðsemi
reykinga. Að sögn Önnu Lóu Ólafs-
dóttur, kennara sigurbekkjarins,
var keppnin tvískipt. Annars vegar
skrifaði hópurinn undir skjal þar
sem fram kom að hann væri reyk-
laus og hins vegar þurfti hópurinn
að útbúa einhvers konar efni sem
tengdist forvörnum.
„Við bjuggum til söngleik þar sem
við sömdum íslenska texta við fjögur
erlend lög sem við höfðum útvegað
okkur undirspil að,“ segir hún.
„Söngleikurinn fjallar góðu klíkuna
Englana sem á í kasti við vondu klík-
una Strompana en hún er að reyna
að fá einn úr góðu klíkunni til að
reykja. Góða klíkan nær honum hins
vegar aftur á sitt band þannig að hið
góða vinnur að lokum.“ Verkið var
tekið upp á myndband og geisladisk
og sent í keppnina auk handrits og
plakats sem krakkarnir útbjuggu
einnig. Þetta reyndist svo sigur-
stranglegasta verkefnið á landinu
þegar upp var staðið.
Ætla að versla á Strikinu
Verðlaunin í keppninni eru helg-
arferð fyrir allan bekkinn til Kaup-
mannahafnar en lagt verður upp 30.
maí næstkomandi. Anna Lóa segir
krakkana að vonum ákaflega
spennta fyrir ferðinni enda margir
þeirra aldrei hafa farið til útlanda
fyrr. „Þetta er mikil gleði og mikið
ævintýri fyrir tólf ára krakka að
vinna svona ferð til útlanda með öll-
um bekknum sínum,“ segir hún og
upplýsir að búið sé að skipuleggja
ferð í tívolí og á Dyrehavsbakken
þessa helgi.
„Svo ætlum við líka að leyfa þeim
að labba Strikið því þó þau séu ekki
nema tólf, þrettán ára þá spurðu þau
strax hvort þau fengju að versla.
Þannig leggjum við líka áherslu á að
þetta verði þeirra ferð.“
Hún segir keppnina og niðurstöð-
una hafa gert ótrúlega mikið fyrir
bekkinn enda séu allir krakkarnir
staðráðnir í að halda sig frá tóbak-
inu í framtíðinni. „Ég held að það sé
toppurinn á mínu starfi að sjá út-
komuna úr þessu,“ segir hún.
Reyklaus á leið til
Kaupmannahafnar
7. R klár í utanlandsferðina: Bekkjarkennarinn Anna Lóa stendur til vinstri við krakkaskarann en lengst til hægri
standa Elín Heiðberg Lýðsdóttir aðstoðarskólastjóri og Valgerður Snæland Jónsdóttir skólastjóri.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Það var ósvikin gleði í andlitum krakkanna þegar þeir gerðu sér grein fyr-
ir að þeir væru á leið til Kaupmannahafnar með félögum sínum.
Kópavogur
REKSTRARGJÖLD Garða-
bæjar á síðasta ári fóru 116
milljónir króna fram úr áætlun
en á móti hækkuðu skattekjur
um 73 milljónir króna. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í
ársreikningi bæjarins sem sam-
þykktur var á fimmtudag.
Segir í frétt frá Garðabæ að
stærstu skýringuna á auknum
rekstrargjöldum megi finna í
nýjum reglum um reikningaskil
sveitarfélaga en vegna þeirra sé
hluti þess kostnaðar, sem áætl-
aður var sem fjárfesting, færður
sem rekstrarkostnaður í árs-
reikningum. Þá hafi lífeyris-
skuldbindingar bæjarins hækk-
að um 20 milljónir. Alls námu
heildarrekstrartekjur bæjarins
2.627 milljónum króna og þar af
voru skatttekjur 2.193 milljónir.
Heildarrekstrargjöld voru 2.313
milljónir. Stærsti útgjaldaliður-
inn varlaunakostnaður sem nam
1.355 milljónum. Er rekstrar-
niðurstaða ársreikningsins já-
kvæð um 112 milljónir.
Kemur fram í fréttinni að
flestar stofnanir bæjarins hafi
haldið sig innan fjárhagsramm-
ans á árinu. Þá hafi skuldir á
hvern íbúa bæjarins ekki aukist
á milli ára.
Ársreikningar sam-
þykktir í bæjarstjórn
Niðurstaða
rekstrar já-
kvæð um
112 milljónir
Garðabær
GERT er ráð fyrir að borgarráð muni
fjalla um nýtt deiliskipulag fyrir reit
sem afmarkast af Stakkahlíð, Boga-
hlíð og Hamrahlíð en skipulags- og
bygginganefnd Reykjavíkur sam-
þykkti á síðasta fundi sínum að aug-
lýsa skipulagið. Reiturinn hefur verið
umdeildur vegna fyrirhugaðrar bygg-
ingar fjölbýlishúss við Stakkahlíð 17
en úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingamála hefur í tvígang úr-
skurðað að stöðva skyldi fram-
kvæmdir vegna hússins.
Eins og Morgunblaðið hefur greint
frá voru framkvæmdir við niðurrif
eldra húss á lóðinni stöðvaðar í fyrra
sinnið á grundvelli þess að bygginga-
leyfi fyrir fjölbýlishúsinu var veitt áð-
ur en breyting á aðalskipulagi um-
rædds svæðis tók gildi. Brugðust
byggingayfirvöld við með því að aft-
urkalla leyfið en veita nýtt leyfi þegar
í stað enda hafði breytingin á aðal-
skipulaginu þá tekið gildi.
Íbúar í grennd við húsið kærðu þá
veitingu hins nýja byggingaleyfis til
úrskurðarnefndarinnar sem stöðvaði
framkvæmdir á ný á meðan hin nýja
kæra væri til meðferðar hjá henni.
Ekki er búið að úrskurða í því máli.
Nú er það hins vegar nýtt deili-
skipulag svæðisins sem er til umfjöll-
unar hjá borgaryfirvöldum. Að sögn
Helgu Bragadóttur, skipulagsfulltrúa
í Reykjavík, er ekki til gilt deiliskipu-
lag fyrir reitinn í heild sinni. Þar sem
fleira hangi á spýtunni en fjölbýlis-
húsið að Stakkahlíð 17 hafi þótt rétt
að vinna deiliskipulag fyr-
ir götureitinn í heild sinni.
Þannig standi til að
byggja tveggja deilda
leikskóla við Stakkahlíð
19 auk þess sem bílastæð-
um hjá Blindrafélaginu
syðst á reitnum verður
fjölgað.
Jákvæðar undirtektir
við leikskóla
Deiliskipulagið hefur
verið kynnt hagsmunaað-
ilum á svæðinu og að sögn
Helgu voru athugasemdir
sem bárust fyrst og fremst ítrekanir á
fyrri athugasemdum vegna nýbygg-
ingarinnar að Stakkahlíð 17. Að auki
hafi borist athugasemd varðandi
aukna umferð við nýja leikskólann.
„Verkfræðistofa hefur gefið það álit
sitt að þetta séu ekki teljandi áhrif
auk þess sem við höfum fengið mjög
jákvæðar undirtektir frá fólki með að
fá leikskóla þarna,“ segir Helga.
Umræddur leikskóli verður stað-
settur þar sem núverandi gæsluvöllur
er en verið er að leggja hann niður að
sögn Helgu. Sem fyrr segir verður
hann tveggja deilda og er áformað að
þar verði rými fyrir u.þ.b. 40 börn.
Við afgreiðslu skipulagsins hjá
skipulags- og bygginganefnd var til-
laga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um
að fresta skipulaginu þar til úrskurð-
að hefði verið í kærumálinu að
Stakkahlíð 17 felld. Segir í bókun
þeirra að það veki furðu að meirihlut-
inn ákveði að ganga frá deiliskipulagi
á svæðinu á sama tíma og niðurstaða
þess máls liggur ekki fyrir.
Bókuðu fulltrúar R-lista á móti að
þar sem ekki hefðu komið fram nein-
ar nýjar athugasemdir vegna upp-
byggingar á svæðinu hefði verið eðli-
legt framhald að auglýsa deiliskipu-
lag reitsins.
Hlíðar
Fyrirhugað er að byggja tveggja deilda leik-
skóla á þessum stað við Stakkahlíð þar sem
gæsluvöllur hefur verið starfræktur hingað til.
Morgunblaðið/Arnaldur
Samþykkt að auglýsa nýtt deili-
skipulag reits við Stakkahlíð
FJÓRIR aðilar í Garðabæ fengu á
miðvikudag afhenta afreksíþrótta-
styrki frá Garðabæ en styrkveitingin
er í samræmi við nýja afreksstefnu
Íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins
sem samþykkt var í mars sl.
Þeir sem hlutu styrkina voru Ottó
Sigurðsson kylfingur úr GKG, sem
hlaut 150.000 króna styrk vegna
góðra afreka og sem hvatningu til
frekari framfara að því er segir í
frétt frá Garðabæ.
Sindri Pálsson, skíðamaður úr
Breiðabliki, hlaut 200.000 króna
styrk til að standa undir kostnaði við
undirbúning þess að vinna sér rétt til
að taka þátt í Ólympíuleikunum í
Tórínó árið 2006.
Logi Laxdal hestaíþróttamaður
hlaut 100.000 krónur í styrk fyrir tit-
ilinn Íþróttamaður Garðabæjar árið
2002 og sem hvatningu til frekari
framfara.
Loks fékk Blakdeild Stjörnunnar
400.000 krónur í styrk sem viður-
kenningu fyrir frábæran árangur en
liðið vann til þriggja titla á sl. keppn-
istímabili.
Á myndinni má sjá styrkþega og
fulltrúa bæjarins við afhendingu
styrkjanna.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Styrkir úr afreksmannasjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.
Hlutu íþróttastyrki bæjarins
Garðabær