Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 22

Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERKMENNTASKÓLA Austur- lands í Neskaupstað var slitið laug- ardaginn 17. maí í Egilsbúð. Alls út- skrifuðust 34 nemendur frá skólanum að þessu sinni, bæði af bóknáms- og verknámsbrautum. Fram kom í máli skólameistara, Helgu M. Steinson, við skólaslitin að á næsta skólaári hefst kennsla á starfsbraut áliðnaðar í samstarfi við álrisann Alcoa og munu tólf nemendur hefja nám við skólann á þeirri braut í haust. Þá kom einnig fram í máli Helgu að skólar í Nor- egi og Danmörku hafi óskað eftir samstarfi við Verkmenntaskólann um álfræðslu og er það samstarf hafið. Fjölmenni var við skólaslitin. Morgunblaðið/Ágúst Nýstúdentar Verkmenntaskóla Austurlands árið 2003. Alls útskrifuðust 34 nemendur frá skólanum að þessu sinni. Verkmenntaskóla Austurlands slitið Neskaupstaður ATVINNUUPPBYGGING í dreif- býli tengist á ríkan hátt ferðaþjón- ustu enda spáð mestum vexti innan þeirrar atvinnugreinar á komandi árum. Að tilstuðlan atvinnu- og ferðamálanefndar Snæfellsbæjar blása ferðaþjónustuaðilar til vorhá- tíðar helgina 23.-25. maí næstkom- andi undir heitinu Vor undir jökli, velkomin í Snæfellsbæ. Örvar Marteinsson, formaður at- vinnu- og ferðamálanefndar, veitti góðfúslega nánari upplýsingar um þessa vorhátíð. Hann sagði að nefnd- in hefði unnið að framgangi þessarar hugmyndar síðan í janúar og að und- irtektir hjá ferðaþjónustuaðilum hefðu verið sérlega góðar. Opið golfmót og gönguferðir Að sögn Örvars eru allir gististað- ir í bæjarfélaginu með tilboð á gist- ingu þessa helgi en jafnframt verður boðið upp á ýmislegt til afþreyingar. Á ýmsum bæjum í Staðarsveit gefst ferðamönnum kostur á að komast í snertingu við lömb og önnur húsdýr og verða bæirnir sérstaklega merkt- ir við þjóðveginn. Örvar sagði að golfarar gætu glaðst yfir því að golfvellirnir á Görð- um í Staðarsveit og í Ólafsvík væru opnir og á þeim síðarnefnda væri op- ið golfmót þessa helgi. Þeir sem eru gönguglaðir geta farið í gönguferðir undir leiðsögn Sæmundar Kristjáns- sonar á Rifi, Skúla Alexanderssonar á Hellissandi og Guðlaugs Berg- mann á Hellnum, sem allir fara í söguferðir um sín svæði. Kajakaleig- an verður staðsett á Breiðinni og Snjófell verður með jöklaferðir ef veður leyfir. Sjávarsafnið í Ólafsvík verður opið, svo og hestaleigur víðs vegar í bæjarfélaginu sem bjóða bæði reiðtúra og að teyma undir börnum. Að sjálfsögðu verða svo veitingahúsin í bæjarfélaginu með eitthvað gott á boðstólnum. Handverksmarkaður og Evróvisjón Sýningin „Krambúðarloftið“ opn- ar í Pakkhúsinu í Ólafsvík með harmonikkuleik að sögn Örvars og á neðstu hæð hússins opnar ljós- myndasýning Morgunblaðsins og Sjóminjasafnið á Hellissandi verður opið. Í félagsheimilinu á Arnarstapa verður handverksmarkaður á laug- ardeginum og ferðaþjónustuaðilar hafa ekki gleymt því að þetta er Evróvisjón-helgi. Örvar sagði að all- ir gististaðir í bæjarfélaginu byðu upp á sjónvarp í setustofu og þeir sem vilja vera í meiri stemmningu geta farið á veitingahúsið Svörtuloft á Hellissandi eða Gistiheimili Ólafs- víkur sem skartar breiðtjaldi. Vor undir Jökli Snæfellsbær TEKIN hefur verið fyrsta skóflu- stunga að safnaðarheimili við Hvammstangakirkju. Lárus Jóns- son, formaður sóknarnefndar, flutti skýrslu um undirbúning og aðdrag- anda að þessu mikla verkefni. Sagði hann málið hafa verið í undirbúningi í nokkur ár. Arkitekt er Haraldur V. Haraldsson á Hvammstanga, en Ráðgarður sf hefur annast teikning- ar og ráðgjöf. Áætlaður heildarkostnaður bygg- ingarinnar er um fimmtíu milljónir króna. Fyrsti áfangi verksins er að steypa upp húsið og fullgera það að utan með frágenginni lóð. Safnaðar- heimilið verður áfast kirkjunni, en jafnframt verður gerð ný loftræsting fyrir alla bygginguna. Þessi áfangi er metinn þrjátíu milljónir króna og hefur verið samið við Tvo smiði ehf. á Hvammstanga um verkið. Er það þegar hafið og skal lokið í haust. Á síðustu misserum hafa safnast í byggingarsjóð um þrettán milljónir króna og einnig hefur verið lofað framlagi úr Jöfnunarsjóði sókna, tólf milljónum króna, sem greiðast á þremur árum. Þannig vantar enn fimm milljónir í þennan fram- kvæmdarhluta. Skóflustunguna tóku fjórir ein- staklingar úr Hvammstangasókn: Arna Rós Bragadóttir fyrir hönd barna, Bjarki Ragnarsson fyrir hönd ungmenna, Jóhannes R. Jóhannes- son fyrir hönd fullorðinna og Jenny Jóhannesdóttir fyrir hönd aldraðra. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson blessaði athöfnina. Ljósmynd/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Fjórir einstaklingar úr Hvammstangasókn tóku fyrstu skóflustunguna vegna byggingar safnaðarheimilisins. Bygging safnað- arheimilis hafin Hvammstangi ÞEGAR nýtt og glæsilegt tölvuver var tekið í notkun sl. haust í grunn- skólanum í Hveragerði opnaðist möguleiki á því að halda námskeið fyrir aðra en nemendur skólans. Nú á vordögum ákvað Búnaðarbank- inn í Hveragerði að bjóða eldri borgurum upp á námskeið í tölvu- fræði og upplýsingatækni. Leitað var til Grunnskólans um fram- kvæmd námskeiðsins og fékk Guðni Sigurður Óskarsson kennari nem- endur úr 8. bekk með sér og saman hafa þau upplýst eldra fólkið í bæn- um. Ánægja hefur einkennt andlit krakkanna og ekki síður fullorðna fólksins. Hugmyndir eru nú uppi meðal kennara í upplýsingamennt að gaman væri að gera þetta að ár- legu verkefni krakka í 8. bekk. „Hvað ungur temur gamall nemur“ Eldri borgarar á tölvu- námskeiði Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Kamilla Gylfadóttir, nemandi í 8. bekk, leiðbeinir Ólafi Steinssyni. ÞAÐ var framandi tónlist sem hljómaði í miðbæ Húsavíkur á dög- unum þegar nemendur úr Hafra- lækjarskóla í Aðaldal héldu þar tón- leika. Spiluðu þau á afrísk hljóðfæri, svokallaða marimbatónlist á þar til gerð hljóðfæri. Yfirskrift tónleikanna var „Okkar lífsgleði er þeirra lifibrauð“ og fóru þeir fram á Verbúðarþakinu gegnt Húsavíkurkirkju. Voru tónleikarnir haldnir í samstarfi við Rauða kross Íslands til styrktar börnum í Írak. Fjöldi fólks lagði leið sína á Verbúð- arþakið í blíðviðrinu þennan dag og hlustuðu á krakkana flytja þessa tónlist og ekki var annað að sjá og heyra að þeim líkaði hún vel. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Marimba-tónlist, ættuð frá Afríku, hljómaði á Húsavík á dögunum þegar nemendur úr Hafralækjarskóla héldu tónleika á Verbúðarþakinu. Framandi tónlist hljómaði á Húsavík Húsavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.