Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERKMENNTASKÓLA Austur- lands í Neskaupstað var slitið laug- ardaginn 17. maí í Egilsbúð. Alls út- skrifuðust 34 nemendur frá skólanum að þessu sinni, bæði af bóknáms- og verknámsbrautum. Fram kom í máli skólameistara, Helgu M. Steinson, við skólaslitin að á næsta skólaári hefst kennsla á starfsbraut áliðnaðar í samstarfi við álrisann Alcoa og munu tólf nemendur hefja nám við skólann á þeirri braut í haust. Þá kom einnig fram í máli Helgu að skólar í Nor- egi og Danmörku hafi óskað eftir samstarfi við Verkmenntaskólann um álfræðslu og er það samstarf hafið. Fjölmenni var við skólaslitin. Morgunblaðið/Ágúst Nýstúdentar Verkmenntaskóla Austurlands árið 2003. Alls útskrifuðust 34 nemendur frá skólanum að þessu sinni. Verkmenntaskóla Austurlands slitið Neskaupstaður ATVINNUUPPBYGGING í dreif- býli tengist á ríkan hátt ferðaþjón- ustu enda spáð mestum vexti innan þeirrar atvinnugreinar á komandi árum. Að tilstuðlan atvinnu- og ferðamálanefndar Snæfellsbæjar blása ferðaþjónustuaðilar til vorhá- tíðar helgina 23.-25. maí næstkom- andi undir heitinu Vor undir jökli, velkomin í Snæfellsbæ. Örvar Marteinsson, formaður at- vinnu- og ferðamálanefndar, veitti góðfúslega nánari upplýsingar um þessa vorhátíð. Hann sagði að nefnd- in hefði unnið að framgangi þessarar hugmyndar síðan í janúar og að und- irtektir hjá ferðaþjónustuaðilum hefðu verið sérlega góðar. Opið golfmót og gönguferðir Að sögn Örvars eru allir gististað- ir í bæjarfélaginu með tilboð á gist- ingu þessa helgi en jafnframt verður boðið upp á ýmislegt til afþreyingar. Á ýmsum bæjum í Staðarsveit gefst ferðamönnum kostur á að komast í snertingu við lömb og önnur húsdýr og verða bæirnir sérstaklega merkt- ir við þjóðveginn. Örvar sagði að golfarar gætu glaðst yfir því að golfvellirnir á Görð- um í Staðarsveit og í Ólafsvík væru opnir og á þeim síðarnefnda væri op- ið golfmót þessa helgi. Þeir sem eru gönguglaðir geta farið í gönguferðir undir leiðsögn Sæmundar Kristjáns- sonar á Rifi, Skúla Alexanderssonar á Hellissandi og Guðlaugs Berg- mann á Hellnum, sem allir fara í söguferðir um sín svæði. Kajakaleig- an verður staðsett á Breiðinni og Snjófell verður með jöklaferðir ef veður leyfir. Sjávarsafnið í Ólafsvík verður opið, svo og hestaleigur víðs vegar í bæjarfélaginu sem bjóða bæði reiðtúra og að teyma undir börnum. Að sjálfsögðu verða svo veitingahúsin í bæjarfélaginu með eitthvað gott á boðstólnum. Handverksmarkaður og Evróvisjón Sýningin „Krambúðarloftið“ opn- ar í Pakkhúsinu í Ólafsvík með harmonikkuleik að sögn Örvars og á neðstu hæð hússins opnar ljós- myndasýning Morgunblaðsins og Sjóminjasafnið á Hellissandi verður opið. Í félagsheimilinu á Arnarstapa verður handverksmarkaður á laug- ardeginum og ferðaþjónustuaðilar hafa ekki gleymt því að þetta er Evróvisjón-helgi. Örvar sagði að all- ir gististaðir í bæjarfélaginu byðu upp á sjónvarp í setustofu og þeir sem vilja vera í meiri stemmningu geta farið á veitingahúsið Svörtuloft á Hellissandi eða Gistiheimili Ólafs- víkur sem skartar breiðtjaldi. Vor undir Jökli Snæfellsbær TEKIN hefur verið fyrsta skóflu- stunga að safnaðarheimili við Hvammstangakirkju. Lárus Jóns- son, formaður sóknarnefndar, flutti skýrslu um undirbúning og aðdrag- anda að þessu mikla verkefni. Sagði hann málið hafa verið í undirbúningi í nokkur ár. Arkitekt er Haraldur V. Haraldsson á Hvammstanga, en Ráðgarður sf hefur annast teikning- ar og ráðgjöf. Áætlaður heildarkostnaður bygg- ingarinnar er um fimmtíu milljónir króna. Fyrsti áfangi verksins er að steypa upp húsið og fullgera það að utan með frágenginni lóð. Safnaðar- heimilið verður áfast kirkjunni, en jafnframt verður gerð ný loftræsting fyrir alla bygginguna. Þessi áfangi er metinn þrjátíu milljónir króna og hefur verið samið við Tvo smiði ehf. á Hvammstanga um verkið. Er það þegar hafið og skal lokið í haust. Á síðustu misserum hafa safnast í byggingarsjóð um þrettán milljónir króna og einnig hefur verið lofað framlagi úr Jöfnunarsjóði sókna, tólf milljónum króna, sem greiðast á þremur árum. Þannig vantar enn fimm milljónir í þennan fram- kvæmdarhluta. Skóflustunguna tóku fjórir ein- staklingar úr Hvammstangasókn: Arna Rós Bragadóttir fyrir hönd barna, Bjarki Ragnarsson fyrir hönd ungmenna, Jóhannes R. Jóhannes- son fyrir hönd fullorðinna og Jenny Jóhannesdóttir fyrir hönd aldraðra. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson blessaði athöfnina. Ljósmynd/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Fjórir einstaklingar úr Hvammstangasókn tóku fyrstu skóflustunguna vegna byggingar safnaðarheimilisins. Bygging safnað- arheimilis hafin Hvammstangi ÞEGAR nýtt og glæsilegt tölvuver var tekið í notkun sl. haust í grunn- skólanum í Hveragerði opnaðist möguleiki á því að halda námskeið fyrir aðra en nemendur skólans. Nú á vordögum ákvað Búnaðarbank- inn í Hveragerði að bjóða eldri borgurum upp á námskeið í tölvu- fræði og upplýsingatækni. Leitað var til Grunnskólans um fram- kvæmd námskeiðsins og fékk Guðni Sigurður Óskarsson kennari nem- endur úr 8. bekk með sér og saman hafa þau upplýst eldra fólkið í bæn- um. Ánægja hefur einkennt andlit krakkanna og ekki síður fullorðna fólksins. Hugmyndir eru nú uppi meðal kennara í upplýsingamennt að gaman væri að gera þetta að ár- legu verkefni krakka í 8. bekk. „Hvað ungur temur gamall nemur“ Eldri borgarar á tölvu- námskeiði Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Kamilla Gylfadóttir, nemandi í 8. bekk, leiðbeinir Ólafi Steinssyni. ÞAÐ var framandi tónlist sem hljómaði í miðbæ Húsavíkur á dög- unum þegar nemendur úr Hafra- lækjarskóla í Aðaldal héldu þar tón- leika. Spiluðu þau á afrísk hljóðfæri, svokallaða marimbatónlist á þar til gerð hljóðfæri. Yfirskrift tónleikanna var „Okkar lífsgleði er þeirra lifibrauð“ og fóru þeir fram á Verbúðarþakinu gegnt Húsavíkurkirkju. Voru tónleikarnir haldnir í samstarfi við Rauða kross Íslands til styrktar börnum í Írak. Fjöldi fólks lagði leið sína á Verbúð- arþakið í blíðviðrinu þennan dag og hlustuðu á krakkana flytja þessa tónlist og ekki var annað að sjá og heyra að þeim líkaði hún vel. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Marimba-tónlist, ættuð frá Afríku, hljómaði á Húsavík á dögunum þegar nemendur úr Hafralækjarskóla héldu tónleika á Verbúðarþakinu. Framandi tónlist hljómaði á Húsavík Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.