Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Fasteignasala sölumaður Traust fasteignasala leitar að reyndum og dríf- andi sölumanni til starfa strax. Skilyrði: Reglusemi. Reynsla. Prúðmennska! Vinsamlega sendið fyrirspurn og uppl. í box@mbl.is merkt: „YV - 13714“. Norður-Hérað auglýsir eftirtalin störf Skólastjóra Tónskóla Norður-Héraðs. Kennara við grunnskólann Brúarási. Leikskólastjóra við leikskóla sem starfar í 9 mánuði á ári. Leikskólakennara í 70—80% starf. Upplýsingar gefur: Sveitarstjóri Norður-Héraðs, sími 471 2715, netfang nordurherad@eldhorn.is Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 25. maí. Staða aðstoðarskóla- meistara laus til umsóknar Staða aðstoðarskólameistara við Menntaskól- ann á Akureyri er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst 2003. Skólameistari ræður aðstoðar- skólameistara að höfðu samráði við skólanefnd til allt að fimm ára í senn. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skóla- meistara og vinnur með honum við daglega stjórn og rekstur skólans. Aðstoðarskólameist- ari skal uppfylla skilyrði í ákvæðum laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum framhaldsskólakennara. Hér með er auglýst eftir umsóknum um starf aðstoðarskólameistara við Menntaskólann á Akureyri. Ráðið verður til allt að fimm ára frá 1. ágúst 2003 að telja. Umsóknir skulu hafa borist undirrituðum á hádegi þriðjudag 11. júní nk. Menntaskólanum á Akureyri, 19. maí 2003 Tryggvi Gíslason. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA  www.nudd.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  1845208  ATVINNA mbl.is FASTEIGNIR mbl.is Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ✝ Gunnar KristinnAlfreðsson fædd- ist á Húsavík 3. júlí 1940. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut í Reykja- vík 8. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Alfreð Friðgeirsson, f. á Húsavík 14. júlí 1908, sjómaður, d. 26. jan- úar 1993, og Sólrún Jónasdóttir, f. á Síla- læk í Aðaldal í S-Þing. 5. febrúar 1910, húsmóðir, d. 11. október 1986. Bræður Gunnars eru Friðgeir Már, f. 3. mars 1938, og Friðjón, f. 7. mars 1949. Barnsmóðir Gunnars er Krist- jana Margrét Friðgeirsdóttir, f. í Ísafjarðarsýslu 21. ágúst 1950. For- eldrar hennar voru Friðgeir Ragn- ar Guðmundsson, f. á Ísafirði 1. ágúst 1925, d. 20. desember 2000, og Kristjana Magnea Rósmunds- dóttir, f. í Bolungarvík 4. septem- ber 1918, d. 1. nóvember 1964. Tinnu, f. 24. janúar 1988, Daða Hrafn, f. 24. maí 1990, og með eig- inkonu sinni Ágústu: Auðun Birg- isson, f. 28. janúar 1990, Bjarna Maron, f. 3. desember 1993, Ólaf Val, f. 30. september 1997, og Sig- urð Fannar, f. 6. júní 2002. Gunnar ólst upp á Húsavík fyrstu 16 árin, fluttist síðan ásamt foreldr- um og bræðrum til Reykjavíkur. Ungur stundaði hann knattspyrnu og fimleika. Í kringum 1960 byrjar hann að æfa lyftingar og er einn af frumkvöðlum og varð margfaldur Íslandsmeistari og átti Norður- landamet sem stóð í átta ár. Sigrúnu kynntist hann 1970. Þau giftust fimm árum síðar. Þau hófu búskap í Vestmannaeyjum. Þar vann hann ýmis störf ásamt því að stunda sjómennsku. Var lengi með trillu sem hann vann við í frístund- um og er hann seldi trilluna þá hellti hann sér út í að byggja sum- arbústað sem hann eyddi flestum fríum sínum í. Árið 1985 fluttu þau til Hafnar- fjarðar, fór hann fyrst í stað á sjó en síðan hóf hann störf hjá Jónum HF og starfaði þar í 12 ár. Síðustu sjö ár vann hann hjá Hagvögnum í Hafnarfirði. Útför Gunnars verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Gunnar og Kristjana eignuðust eina dóttur: Guðrúnu Magneu, f. 8. ágúst 1967, gift Gunn- ari Sigurðssyni, f. 24. desember 1959. Guð- rún á tvö börn úr fyrra sambandi: Báru Dís Guðjónsdóttur, f. 5 apríl 1989, og Bjarka Dag Guðjónsson, f. 19. febrúar 1991. Gunnar, maður Guðrúnar, á einn son: Atla Þór, f. 7. janúar 1983. Eiginkona Gunnars er Sigrún Sigurðar- dóttir, f. á Ísafirði 1. júlí 1944. For- eldrar hennar voru Sigurður Guð- mundur Líkafrónsson, f. 27. febrúar 1912, d. 26. október 1989, og Hallfríður Jóhannesdóttir, f. 10. september 1903, d. 11. október 1988. Sigrún á son frá fyrra sam- bandi: Sigurð Halldór Bjarnason, f. 15. janúar 1965, kvæntur Ágústu Árnadóttur, f. 17. nóvember 1971. Sigurður á fimm börn og einn fóst- urson, tvö úr fyrra samböndum: Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns með nokkrum orðum. Það er með söknuði sem ég kveð þig miklu fyrr en mig hafði grunað. Þegar ég sá þig í fyrsta sinn fór ég með dóttur þína á mótorhjóli, þangað sem þú varst að smíða sumarbústaðinn uppi í Eilífsdal. Ekki veit ég hvort þér leist nokkuð á mig komandi í hlað með dótturina aftan á hjólinu. En aldrei fékk ég annað en hlýju og velvilja frá þér og Sigrúnu. Þú varst þá að smíða bústaðinn sem varð þér svo kær, setja niður plöntur og skipuleggja lóðina. Það var með ólíkindum hvað þú varst duglegur að smíða og fara uppeftir með björg í bú. Ég veit að það er til eldiviður til margra ára í kamínuna úr öllu timbrinu sem þú varst búin að sanka að þér. Einnig verður lítið mál að stækka pallinn, því eitt er víst, ekki vantar timbrið. Nú þegar við erum tekin við bústaðnum sé ég hvað þú varst búin að leggja mikið á þig til að koma þessu upp, og hvað bústaðurinn er vel byggður. Og þegar frá leið og þú sást að þú varst að koma dótturinni út, þá varst þú oft tíður gestur hjá okkur hérna á Sléttahrauninu. Sjaldan leið sá dagur nú í seinni tíð að þú kæmir ekki við eða við heyrðum frá þér þegar ég var í landi. Þú starfaðir lengi vel við sjáv- arútveginn og varst í útgerð sjálfur þannig að þú iðaðir oft í skinninu að fá fréttir af sjónum þegar ég kom í land, þó oft á tíðum þú hafir nú ekki verið neitt sérstaklega ræðinn, komst kannski, settist í eldhúsið, fékkst kaffi, kveiktir í sígarettu sast í klukkutíma jafnvel án þess að segja mikið. En það skipti engu, ég get alla- vega þagað líka. Aldrei gleymi ég fyrstu jólunum. Þá færðir þú mér þennan líka fína strá kúrekahatt. Ekki man ég hvort ég setti hann nokkurn tíma upp, og ég held að Guðrún hafi nú látið þig heyra það með hattinn, reyndar rakst ég á hattinn uppi í bústað. Ekki veit ég hvernig hann komst þangað, og kannski set ég hann eitthvern tíma upp, en þú bættir það svo sannarlega upp á næstu jólum þá fékk ég þessa fínu skyrtu frá Armani sem þú hafðir keypt hjá Sævari ásamt flottu bindi, og núna nærri tíu árum seinna er ég ennþá að nota þessa skyrtu. Aldrei man ég eftir því að þú hafir verið neitt að kveinka þér, hvað þá í þessum veikindum þar sem þú varst sann- færður um að þú mundir komast yfir þau, en þegar ég kom af sjónum núna síðast sá ég að ekki var allt með felldu, þar sem þú komst ekki að heilsa upp á mig þegar ég kom. Og svo þegar ég heimsótti þig varst þú nú ekkert á þeim buxunum að fara á spítala, þeir væru ekki fyrir þig. En svona er þetta líf, enginn veit sína æv- ina fyrr en öll er. Þegar ég skoða myndirnar úr brúðkaupinu okkar Guðrúnar sést vel á þér hversu ánægður þú ert, hvort það er ánægja með tengdasoninn eða bara að koma dótturinni upp að alt- arinu veit ég svo sem ekki, en ég á eftir að sakna þín og ég verð að lofa þér að klára þetta litla sem var eftir uppi í bústað, viðhalda honum, og halda honum eins og þú vildir. Guð blessi minningu þína. Þinn tengdasonur Gunnar Sigurðsson. Langri baráttu við erfiðan sjúk- dóm er nú lokið hjá Gunnari Alfreðs- syni eða Gunna eins og hann var kall- aður af vinnufélögunum. Í meira en ár barðist Gunni hetjulega við krabbamein og gafst aldrei upp fyrr en hann kvaddi þennan heim 8. maí síðastliðinn. Gunni hafði starfað hjá okkur síð- an 1996 og var hann einn okkar traustustu starfsmanna. Alltaf mátti reiða sig á hann og ef við vorum í vandræðum með aukavaktir, þá var ekki vandamálið að fá Gunna til að bjarga því. Hann var hæglátur mað- ur, sem ávann sér traust vinnuveit- enda sinna og samstarfsfélaga. Um leið og við þökkum Gunna samfylgdina viljum við enda þetta á nokkrum orðum úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Við vottum eiginkonu hans Sig- rúnu, fjölskyldu og vinum dýpstu samúð okkar. Megi minningin um góðan dreng lifa í hjarta okkar og létta stundirnar á þessum erfiðu tím- um. Fyrir hönd Hagvagna hf., Hrafn Antonsson og Guðrún Gísladóttir. GUNNAR KRISTINN ALFREÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.