Morgunblaðið - 20.05.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.05.2003, Qupperneq 38
HESTAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI HELSTU tíðindi helgarinnar voru þau að Olil Amble og Suðri frá Holtsmúla heilluðu dómarana á Gaddstaðaflötum upp úr skónum sem gáfu þeim heila 7,60 í fjór- gangi og bættu um betur í úrslit- unum og gáfu 8,01. Að öllum lík- indum er hér um að ræða hæstu einkunn sem gefin hefur verið í þessari grein. Telja ónefndir spekingar sig sjá þarna tilvon- andi heimsmeistara í fjórgangi yrði Suðra teflt þar fram. En Sigurður Sæmundsson, einn eigenda Suðra, þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar hann var inntur eftir því hvort klárinn færi í úrtökuna. Svarið var eitt stórt nei en hann sagði hinsvegar að stefnan yrði sett á Íslandsmótið og að því loknu færi hann í girðingu með hryssum. Þórður Þorgeirsson lét nokkuð að sér kveða fyrir austan. Hann hafði laumað sér á Ásdísi frá Lækjarbotnum í fjarveru Hafliða Halldórssonar og að sjálfsögðu þýddi það góðan sigur í töltinu en þó eftir spennandi keppni við Árna Pálsson á Teiti frá Teigi. Þá sigraði Þórður einnig í gæð- ingaskeiði á Kvisti frá Hvolsvelli og varð í öðru sæti í fimmgangi á Heri Dahl sem keppti á hinum drjúggóða Esjari frá Holtsmúla. Þá áttu Sigurbjörn Bárðarson og Húni frá Torfunesi nokkuð léttan dag í slaktaumatöltinu. Á Varmárbökkum var býsna góð þátttaka og þar var keppt í meistaraflokki þar sem Harð- armenn sigruðu í öllum greinum en því var öfugt farið í fyrsta flokki þar sem utanfélagsmenn sigruðu í öllum hringvallar- greinum. Nú eru dagar íþróttamótanna og voru meðal annars haldin tvö öflug mót um helgina hjá Geysi og Herði. Valdimar Kristinsson var á Varmárbökkum og fylgdist þar með gangi mála. Morgunblaðið/Vakri Kristján Magnússon, t.v., hefur löngum verið atkvæðamikill hjá Herði og sigraði nú m.a. bæði í tölti og fjórgangi á Hlökk frá Meiri-Tungu, næst honum er Ari á Adam, Sigurður á Hrafnari, Ragnhildur á Ösp og Játvarður á Spóa. Suðri frá Holts- múla yfir áttuna í fjórgangi Guðrún Stefánsdóttir hafði sigur í fjórgangi annars flokks á Varmárbökkum með jafnri og góðri sýningu í úrslitum á Sprota frá Bakkakoti. Opið mót Geysis haldið á Gaddstaðaflötum Opinn flokkur/tölt 1. Þórður Þorgeirsson, Andvara, á Ásdísi frá Lækjarbotnum, 7,07/7,30 2. Árni B. Pálsson, Fáki, á Teiti frá Teigi, 6,97/7,26 3. Haukur Tryggvason, Létti, á Hvin frá Holtsmúla, 6,70/7,18 Fjórgangur 1. Olil Amble, Sleipni, á Suðra frá Holts- múla, 7,60/8,01 2. Birna Káradóttir, Smára, á Kviku frá Egilsstaðakoti, 6,73/7,18 3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Kára frá Búlandi, 6,43/7,01 Slaktaumatölt 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Húna frá Torfunesi, 6,30/6,92 2. Agnar Stefánsson, Hring, á Hörpu frá Eystri-Hóli, 4,93/6,13 3. Heri D. Dahl, Geysi, á Esjari frá Holts- múla, 4,87/5,31 Fimmgangur 1. Heri D. Dahl, Geysi, á Esjari frá Holts- múla, 6,47/6,91 2. Þórður Þorgeirsson, Andvara, á Kvisti frá Hvolsvelli, 6,60/6,89 3. Eyjólfur Þorsteinsson, Sörla, á Súlu frá Hóli, 6,27/6,61 Gæðingaskeið 1. Þórður Þorgeirsson, Andvara, á Kvisti frá Hvolsvelli, 7,45 2. Sigurður Sæmundsson, Geysi, á Rosta frá Ormsstöðum, 7,45 3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Neista frá Miðey, 7,42 Íslensk tvíkeppni Birna Káradóttir og Kvika, 131,24 Skeiðtvíkeppni Þórður Þorgeirsson og Kvistur, 148,8 Stigahæsti knapi Sigurbjörn Bárðarson, 302,57 2. Flokkur/tölt 1. Friðbergur Ólafsson, á Rómi frá Hala, 5,73/6,31 2. Smári Gunnarsson, Geysi, á Súperblesa frá Hellu, 5,73/6,30 3. Ida Bjurgren, Geysi, á Klæng frá Reykjavík, 5,53/6,28 Fjórgangur 1. Björk Svavarsdóttir, Geysi, á Gullmola frá Bólstað, 5,17/6,01 2. Nadine Semmler, Geysi, á Létti frá Lækjarbotnum, 5,90/5,93 3. María Svavarsdóttir, Geysi, á Orku frá Bólstað, 5,30/5,90 Ísl. tvík. Nadine Semmler og Léttir, 110,15 Stigah. kn. Nadine Semmler, 110,15 Ungmenni/tölt 1. Katla Gísladóttir, Geysi, á Viðju frá Neðra-Seli, 6,37 2. Freyja A. Gísladóttir, Sleipni, á Ási frá Ásvöllum, 6,33 3. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Fógeta frá Oddhóli, 6,17 Fjórgangur 1. Freyja A. Gísladóttir, Sleipni, á Ási frá Ásvelli, 6,20/6,57 2. Katla Gísladóttir, Geysi, á Prýði frá Leirubakka, 6,17/6,40 3. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Jökli frá Austvaðsholti, 6,20/6,39 Ísl. tvík. Freyja A. Gísladóttir og Ás, 122,81 Stigah. kn. Katla Gísladóttir, 122,96 Unglingar/tölt 1. Rósa Eiríksdóttir, Geysi, á Snæ frá Suð- urhlíð, 6,23/6,53 2. Sigrún A. Brynjarsdóttir, Sleipni, á Orku frá Selfossi, 6,10/6,27 3. Elín H. Sigurðardóttir, Geysi, á Hrafni frá Þverá, 5,73/6,20 Fjórgangur 1. Laufey Kristinsdóttir, Geysi, á Bragi frá Eyrarbakka, 6,23/6,66 2. Rósa Eiríksdóttir, Geysi, á Snæ frá Suð- urhlíð, 6,07/6,56 3. Elín H. Sigurðardóttir, Geysi, á Hrafni frá Þverá, 5,83/6,21 Fimmgangur 1. Elín H. Sigurðardóttir,Geysi, á Heklu frá Skarði, 5,17/5,89 2. Laufey G. Kristinsdóttir, Geysi, á Frosta frá Skarði, 4,60/5,45 3. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Flugari frá Hvítárholti, 4,77/4,61 Ísl. tvík. Rósa Eiríksdóttir og Snær,120,6 Stigah. kn. Elín H. Sigurðardóttir, 159,34 Börn/tölt 1. Hekla K. Kristinsdóttir, Geysi, á Össu frá Ölversholti, 6,10/6,49 2. Ragnheiður H. Ársælsdóttir, Geysi, á Glettu frá Bakkakoti, 5,67/6,43 3. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Hyl frá Oddhóli, 6,20/6,40 Fjórgangur 1. Hekla K. Kristinsdóttir, Geysi, á Össu frá Ölversholti, 6,37/6,47 2. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Hergli frá Oddhóli, 6,33/6,16 3. Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Geysi, á Tommu frá Hurðarbaki, 5,27/5,83 Ísl. tvík. Hekla K. Kristinsdóttir og Assa, 121,27 Stigah. kn. Sara Sigurbjörnsdóttir, 122,22 Opna EJS-mót Harðar haldið á Varmárbökkum Meistaraflokkur/tölt 1. Guðmar Þ. Pétursson, Herði, á Hreim frá Hofstöðum, 6,93/7,18 2. Sara Ástþórsdóttir, Fákur, á Þyrnirós frá Álfhólum, 6,87/6,88 3. Jón Styrmisson, Herði, á Gnótt frá Skollagróf, 6,60/6,77 Fjórgangur 1. Dagur Benónýsson, Herði, á Silfurtoppi frá Lækjarmóti, 6,70/7,15 2. Hugrún Jóhannsdóttir, Sleipni, á Spretti frá Glóru, 6,80/6,96 3. Guðmar Þ. Pétursson, Herði, á Hreimi frá Hofstöðum, 6,80/6,94 Fimmgangur 1. Barbara Meyer, Herði, á Þotu frá Skriðu, 6,07/6,58 2. Guðni Jónsson, Fáki, á Prúðu frá Kot- strönd, 6,00/6,52 3. Súsanna Ólafsdóttir, Herði, á Garpi frá Torfastöðum, 6,20/6,4 Ísl. tvík. Guðmar Þ. Pétursson, 134,54 Skeiðtvík. Guðni Jónsson, 136,3 Stigah. kn. Sigurður Sigurðarson, 244,15 1. Flokkur/tölt 1. Jón Ó. Guðmundsson, Andvara, á Brúnku frá Varmadal, 6,60/7,21 2. Hinrik Bragason, Fáki, á Þengli frá Kjarri, 6,40/6,94 3. Hjörtur Bergstað, Fáki, á Djákna frá Votmúla, 6,30/6,73 Fjórgangur 1. Sigurður Sigurðarson, Geysi, á Vin frá Minnivöllum, 6,60/7,19 2. Jón Ó. Guðmundsson, Andvara, á Brúnku frá Varmadal,6,40/6,75 3. Halldór Guðjónsson, Herði, á Vonanda frá Dallandi, 6,60/6,68 Fimmgangur 1. Páll Bragi Hólmarsson, Sleipni, á Brími frá Austurkoti, 6,00/6,77 2. Sölvi Sigurðarson, Herði, á Freyði frá Hafsteinsstöðum, 6,03/6,56 3. Jakob Lárusson, Herði, á Frægð frá Hól- um í Hjaltadal, 5,97/6,42 Ísl. tvík. Jón Ó. Guðmundsson, 122,46 Skeiðtvík. Sölvi Sigurðarson, 126,3 Stigah. kn. Sigurður Sigurðarson, 299,44 2. flokkur/tölt 1. Andrés P. Rúnarsson, Fáki, á Hróa frá Gamla Hrauni. 5,97/6,47 2. Hlynur Þórisson, Herði, á Krumma frá Vindheimum, 5,27/6,2 3. Anna B. Ólafsdóttir, Herði, á Skugga frá Kúskerpi, 4,77/5,97 Fjórgangur 1. Guðrún Stefánsdóttir; Herði, á Sprota fráBakkakoti, 5,73/6,15 2. Jón W. Bjarkason, Stíganda, á Draumi frá Egilsá, 5,27/5,87 3. Sveinbjörn Ragnarsson, Herði, á Hausta frá Nýjabæ, 5,13/5,75 Fimmgangur 1. Trille Kjeldsen, Fáki, á Kolskegg frá Garði, 6,03/5,79 2. Guðríður Gunnarsdóttir, Herði, á Gyðju frá Þúfu, 5,13/5,65 3. Guðmundur Björgvinsson, Herði, á Yrju frá Skálmholti, 4,97/5,54 Ísl. tvík. og stigah. kn. Hlynur Þórisson 105,98/105,98 Skeiðtvík. Trille Kjeldsen, 54,3 Ungmenni/tölt 1. Kristján Magnússon, Herði, á Hlökk frá Meiri-Tungu, 6,57/6,55 2. Gunnar Jónsson, Herði, á Dropa frá Sel- fossi, 5,33/6,26 3. Ari B. Jónsson, Herði, á Adam frá Götu, 5,77/6,17 Fjórgangur 1. Kristján Magnússon, Herði, á Hlökk frá Meiri-Tungu, 6,50/6,71 2. Ari B. Jónsson, Herði, á Adam frá Götu, 5,77/6,47 3. Sigurður S. Pálsson; Herði, á Hrafnari frá Hindisvík, 5,83/6,25 Fimmgangur 1. Játvarður J. Ingvarsson, Herði, á Nagla frá Árbæ, 5,77/5,79 2. Valdimar Bergstað, Fáki, á Nótt Ytri- Gegnishólum, 5,77/5,65 3. Sigurður S. Pálsson, Herði, á Haffa frá Samtúni, 5,57/5,54 Gæðingaskeið 1. Kristján Magnússon, Herði, á Eldi frá Valanesi, 7,12 2. Ragnar Tómasson, Fáki, á Dreka frá Syðra-Skörðugili, 3,13 3. Valdimar Bergstað, Fáki, á Nótt frá Ytri- Gegnishólum, 2,00 Ísl-, skeiðtvík. og Stigah. kn. Kristján Magnússon, 127,92/85,44/256,29 Unglingar/tölt 1. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Val frá Ólafsvík, 6,03/6,24 2. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Darra frá Akureyri, 5,90/6,23 3. Heiða R. Guðmundsdóttir, Mána, á Glampa frá Fjalli, 5,53/6,06 Fjórgangur 1. Linda R. Pétursd., Herði, á Val frá Ólafs- vík, 6,53/6,81 2. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Darra frá Akureyri, 6,27/6,49 3. Hreiðar Hauksson, Herði, á Fróða frá Hnjúki, 5,73/6,22 Ísl. tvík. og stigah. kn. Linda R. Pétursdóttir, 121,73 Börn/tölt 1. Teitur Árnason, Fáki, á Hrafni frá Ríp, 5,30/6,27 2. Arna Ý. Guðnadóttir, Fáki, á Dagfara frá Hvammi II. 5,70/6,16 3. Leó Hauksson, Herði, á Klakki frá Lax- árnesi, 5,50/5,91 Fjórgangur 1. Ragnar Tómasson, Fáki, á Perlu frá Bringu, 6,17/6,31 2. Edda H. Hinriksd., Fáki, á Bjarma frá Ytri-Hofdölum,5,47/6,08 3. Teitur Árnason, Fáki, á Erró frá Galta- nesi, 5,70/5,94 Ísl. tvík. og stigah. kn. Arna Ý. Guðnadóttir, 109,17 Jómfrúrbikarinn María G. Pétursdóttir Glæsilegasta par mótsins Linda R. Pétursdóttir og Valur frá Ólafsvík Úrslit ÞÁ HEFUR verið afráðið að úrtakan vegna vals á landsliði Íslands sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu fari fram í Glaðheimum í Kópa- vogi dagana 5. til 9. júní nk. Keppnin verður með sama sniði og verið hefur, það er tvöföld umferð. Einn frídagur verður milli umferða. Tekið er við skráningum á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga dagana 2. og 3. júní en einnig verður hægt að skrá í síma 514 4030. Skráningin kostar 5000 krón- ur á hverja grein og er hægt að greiða með greiðslukorti ef skráð er í gegnum síma. Úrtökumót fyrir HM í Dan- mörku 29.7.–3.8. 2003 Úrtakan hjá Gusti Í DAG hefst starfsemin á Sæðinga- stöðinni í Gunnarsholti þrátt fyrir erf- ið rekstrarskilyrði undanfarin ár. Nú sem áður verður Orri frá Þúfu, flaggskip íslenskra stóðhesta, notað- ur á stöðinni og verður sætt með hon- um alveg fram í miðjan júlí. Auk Orra verða tveir aðrir úrvals- hestar, þeir Glampi frá Vatnsleysu og Þristur frá Feti, á stöðinni frá og með deginum í dag. Þá verður þar einnig þriggja vetra mjög vel ættaður foli, Kjarni frá Þjóðólfshaga 3, en hann er undan Andvara frá Ey og Kringlu frá Kringlumýri. Þrátt fyrir ungan aldur var mikil ásókn í þennan fola á síðasta ári og komust þá færri að en vildu. Einnig var mjög mikil ásókn í Þrist frá Feti eftir landsmótið í fyrra og virðist mikill spenningur fyrir honum í ár. Eins og áður verður sætt alla daga og geta menn komið með hryssur til sæðinga í Gunnarsholt hvaða dag sem er á morgnana frá kl. 7 til 11. Verðið undir þrjá síðasttöldu hest- ana er 40 þúsund krónur undir Kjarna, 50 þúsund undir Þrist og 65 þúsund krónur undir Glampa. Innifal- ið í þessu verði er grunngjald á sæð- ingu og folatolli, en þar fyrir utan þurfa hryssueigendur að greiða dag- gjald vegna fóðrunar á hryssum en annar aukakostnaður, t.d. vegna frjó- semisvandamála, er undanskilinn. Ný tækni verður nú viðhöfð við sæðingarnar á stöðinni eins og áður hefur komið fram hér á hestasíðunni. Þessi aðferð býður upp á mun betri nýtingu á sæðinu sem byggist á því að hægt er að þynna sæðið meira út og þar með hægt að sæða mun fleiri hryssur úr hverjum skammti en áður var hægt. Páll Stefánsson, dýralækn- ir og forstöðumaður stöðvarinnar, vonast til að þessi aðferð muni einnig auka líkur á að hryssurnar fyljist og þar með skili stöðin hærri fyljunar- hlutfalli. Telur hann að þessi tækni muni án efa nýtast mörgum góðum hestum í framtíðinni. Sæðingar hefjast í Gunnarsholti í dag Ný tækni eykur afköst sæðinga verulega Morgunblaðið/Vakri Orri frá Þúfu er mættur á Sæðingastöðina í Gunnarsholti og er þegar byrj- að að tappa af honum eins og það er kallað og snemma í morgun átti að byrja að sæða hryssur með sæði úr honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.