Morgunblaðið - 20.05.2003, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG undirritaður íbúi í Dalabyggð
legg fram stjórnsýslukæru vegna
vinnubragða við fyrirhugaða sölu
Hitaveitu Dalabyggðar.
Samningar um söluna voru langt á
veg komnir áður en nokkur hafði
fengið umboð, hvorki sveitarstjórnar
né stjórnar hitaveitunnar, til samn-
ingaviðræðna. Keyrir þó um þver-
bak þegar sveitarstjóri sendir út
bréf með villandi upplýsingum sama
dag og haldinn var almennur fundur
um málefni hitaveitunnar. Í bréfi
sveitarstjóra eru menn óbeint lattir
til að mæta á fundinn, enda muni
fulltrúar meirihluta ekki mæta og
málið á frumstigi og þess vegna litlar
upplýsingar hægt að veita um málið.
Þrátt fyrir þetta letjandi bréf sveit-
arstjóra mæta um 90 manns á fund-
inn sem er nálægt annar hver full-
orðinn íbúi í Búðardal, en einnig fólk
úr sveitum. Á þeim fundi samþykktu
menn samhljóða ályktun þar sem
menn lýstu sig mótfallna sölunni og
vinnubrögðum við undirbúning söl-
unnar. Engu að síður ritar sveitar-
stjóri tveimur dögum seinna undir
fullgerðan samning (með hefðbundn-
um fyrirvara um samþykki sveitar-
stjórnar), en það er í hróplegu ósam-
ræmi við dreifibréfið 2 dögum áður,
þar sem því var haldið fram að málið
væri alls ekki hæft til kynningar.
Samningurinn hljóðar upp á um
135 milljóna kaupverð, en skuldir
eru tæplega 120 milljónir. Við það af-
skrifast mestur hluti hlutafjár sveit-
arfélagsins í hitaveituna, tæplega 70
milljónir, og önnur eins upphæð í
tengigjöldum, án þess að brýna
nauðsyn beri til. Afskrift sem nemur
nær milljón á hvert hús í bænum.
Þetta stórmál er síðan drifið í gegn
án kynningar og jafnvel með alvar-
legum rangfærslum. Rangfærslum
sem skaða traust manna á æðsta
embættismanni sveitarfélagsins.
Hvernig á að vera hægt að treysta
bréfum, sem koma frá sveitarstjóra í
framtíðinni? Þannig má segja að við
gífurlegt fjárhagstjón sem íbúar
sveitarfélagsins verða fyrir bætist
tilfinningalegt tjón þegar ofbeldi og
ósannindum er beitt til að drífa
stefnu meirihluta sveitarstjórnar í
gegn og stórskaða þannig eindrægni
og sátt í byggðarlaginu.
Þótt ríkisstjórn skipi aðeins
fulltrúar sitjandi meirihluta, þá
skipa sveitarstjórnir um land allt
bæði fulltrúar meiri- og minnihluta.
Víðast eru flest mál afgreidd í sátt.
Ef um ágreining er að ræða eru mál-
in rædd í sveitarstjórn og meirihluti
ræður og ber hina endanlegu
ábyrgð. Ef ekki verður tekið alvar-
lega á þessari kvörtun og málsatvik
rannsökuð, þá er hætt við að slæmt
fordæmi skapist, sem gæti skaðað
starfshætti sveitarstjórna bæði hér
og í öðrum byggðalögum.
SIGURÐUR GUNNARSSON,
læknir á Heilsugæslustöðinni í
Búðardal.
Stjórnsýslukæru
í Dalabyggð
Frá Sigurði Gunnarssyni
ÉG VIL gjarnan taka mér penna í
hönd á þessum tímamótum og benda
Samfylkingunni á það að styrkur
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
nær langt út fyrir höfuðborgarsvæð-
ið.
Landsmenn greiddu henni atkvæði
sitt og vildu sjá konu í forsetisráð-
herrastól, hún hefur sannað sig sem
borgarstjóri Reykjavíkur undanfarin
kjörtímabil og hún hefur gríðarlegt
fylgi á landsvísu.
Því miður kom hún inn í landsmálin
með stuttum fyrirvara en náði því þó
að hífa Samfylkinguna upp fyrir 30%
múrinn. Ef hún hefði haft meiri tíma
til að sýna sig sem verðugan fulltrúa í
forsætisráðherrastól geri ég ráð fyrir
að ekki hefði verið spurt að leikslok-
um.
Hún hefur nú fjögur ár til að ná
þeim árangri sem stefnt var að með
svo litlum fyrirvara. Því vil ég benda
Samfylkingunni á að hún verðskuldar
stöðu innan flokksins sem rödd henn-
ar heyrist frá svo að eftir verði tekið.
Það er ekki neitt áhlaupaverk að
koma sem forsætisráðherraefni og
vera kona með svo litlum fyrirvara
sem hún hafði en árangurinn var
samt gríðarlegur á landsvísu vegna
þess að hún hefur unnið sér virðingu
sem fulltrúi fólksins í landinu öllu.
Það er hægt að glopra meira fylgi
en þessu á fjórum árum og því tel ég
mikilvægt að Ingibjörgu verði gert
kleift að setja fingraför sín á næstu
fjórum árum á Samfylkinguna og
sýna að hún hafi styrk til þess að
valda því verkefni að vera næsti for-
sætisráðherra landsins. Nú hefur
Samfylkingin tíma til að þakka henni
þann mikla trúnað sem hún hefur
sýnt Samfylkingunni og traust með
verðugum sessi.
Ingibjörg hefur komið inn í lands-
málin sem ferskur sveipur hægrisinn-
aðs jafnaðarmanns með jafnrettis-
hugsjóninna að leiðarljósi sem hún
hefur sýnt svo ákveðið sem borgar-
stjóri Reykjavíkur.
Hún hefur tekið fylgið aðallega af
hægri væng stjórnmálanna þar sem
þau sjá nú annan valkost en gömlu
trénuðu lögmálin sem hefur vantað
allan jöfnuð í.
Hún hefur kjark og áræði til að
stjórna landinu og því þarf hún að
hafa verðugan sess innan Samfylk-
ingarinnar til að láta að sér kveða svo
eftir verði tekið. Ég hef trú á því að
Samfylkinginn sjái þetta í því ljósi
sem ég sé það.
BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON,
Asparfelli 12, Reykjavík.
Kveðja til
Samfylkingarinnar
Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni