Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 42
DAGBÓK
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Helgafell, Dettifoss,
Atlantic Peace og
Karma koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss, Fornax og
Víking komu í gær.
Karma kemur og fer í
dag. Silver Pearl og
Gerda María koma í
dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg
5, fataúthlutun þriðju-
daga kl. 16–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
bað, vinnustofa, leir-
list og jóga, kl. 10 og
kl. 11 enska, kl. 11
dans, kl. 13 vinnust.
og postulín, kl. 14
söngur.
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofa,
kl. 9–12.30 bókband
og öskjugerð, kl. 9.30
dans, kl. 10.30 leik-
fimi, kl. 13–16.30
handavinnu- og smíða-
stofur.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–9.45 leikfimi, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–
12 tréskurður, kl. 10–
11.30 sund, kl. 13–16
leirlist, kl. 14–15 dans.
Leikfimi og qigong.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 10
samverustund, kl. 14
félagsvist.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 op-
in handavinnustofan,
kl. 9–16 vefnaður, kl.
10–13 opin verslunin,
kl. 13.30 myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður, kl. 10–11
leikfimi, kl. 12.40
verslunarferð í Bónus,
kl. 13.15–13.45 bóka-
bíll.
Korpúlfar, Graf-
arvogi, Vatnsleikfimi
er í Grafarvogslaug
kl. 9.45.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Golf-
námskeiðið verður frá
26. maí til 4. júní kl.
13–14. Skráning í s.
525 8590 og 820 8571
eftir hádegi.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Vorferðin
verður farin 23. maí.
Lagt af stað frá Gjá-
bakka kl. 13 og Gull-
smára kl. 13.15, ekið
til Hveragerðis og
skoðuð sýningin „Vor
í Garðyrkjuskólanum“,
ekið niður Ölfusið að
Eyrarbakka að veit-
ingastaðnum „Hafið
bláa hafið“ við Óseyr-
arbrú og drukkið
kaffi, Strandarkirkja
skoðuð. Ekið til Her-
dísarvíkur. Á heimleið
er áætlað að koma við
í Krýsuvíkurkirkju og
Bláa húsinu. Áætluð
heimkoma kl.18.30 til
19.30 Skráningarlistar
liggja frammi í Gull-
smára s. 564 5260 og
Gjábakka 554 3400, til
fimmtud. 22. maí kl.
17.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Brids kl. 13, saumur
og biljard kl. 13.30.
Púttæfingar á Hrafn-
istuvelli kl. 14 til 16
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Skák kl. 13. Mið-
vikud.: Göngu-Hrólfar
ganga frá Glæsibæ kl.
10.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Vinnustofur
opnar frá kl. 9–16.30,
kl. 13 boccia, mánud.
26. maí verður farið í
heimsókn á handa-
vinnusýningu á Afla-
granda, lagt af stað
kl. 13.30. Skráning
hafin í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg
8. Kl. 9.30 silkimálun,
handavinnustofan op-
in, kl. 14 boccia og
ganga.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið frá kl. 9–17,
handavinnustofan opin
frá kl. 13–16. Sum-
arfagnaður verður
miðvikud. 21. maí kl.
14. Anna Sigríður frá
Manneldisráði ræðir
um hollustu og hreyf-
ingu. Steinunn Gísla-
dóttir les sumarljóð,
Þorvaldur Halldórsson
syngur, kaffihlaðborð.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun og
glerskurður, kl. 10
boccia, kl. 11 leikfimi,
kl. 12.15 verslunar-
ferð, kl. 13 myndlist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 boccia, kl. 13 helgi-
stund.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa
og tréskurður, kl. 10–
11 boccia.
Vesturgata 7. Kl.
9.15–16 bútasaumur
og postulínsmálun. kl.
9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 10.15–11.45
enska.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9.30 gler-
skurður og morg-
unstund, kl. 10 leik-
fimi, kl. 13 handmennt
og postulínsmálning,
kl. 13–14 félagsráð-
gjafi, kl. 14 félagsvist.
Bridsdeild FEBK,
Gjábakka. Brids í
kvöld kl. 19.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra.
Boccia-mót í bláa
salnum miðvikudaginn
21. maí kl. 8.30.
Í dag er þriðjudagur 20. maí,
140. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Gjaldið engum illt fyrir illt.
Stundið það sem fagurt er fyrir
sjónum allra manna.
(Rómv. 12, 18.)
Í Deiglunni birtist rit-stjórnarpistill, þar sem
lagðar eru til breytingar
á ráðherraliði Sjálfstæð-
isflokksins og tekið undir
með þeim, sem vilja Þor-
gerði Katrínu Gunn-
arsdóttur í ráðherrastól.
Nú er allt útlit fyrir aðSjálfstæðisflokkur og
Framóknarflokkur end-
urnýi stjórnarsamstarf
sitt. Það er mikilvægt að
Sjálfstæðisflokkurinn
noti það tækifæri, sem
ríkisstjórnarþátttaka
býður, til þess að gefa
nýju fólki tækifæri til
þess að komast í fremstu
röð innan flokksins,“ seg-
ir Deiglan. „Nokkuð hef-
ur verið rætt um það að
Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir sé álitlegt ráð-
herraefni, þrátt fyrir að
hún hafi skipað fjórða
sæti á framboðslista
flokksins í Suðvest-
urkjördæmi.
Deiglan tekur heils
hugar undir þá skoðun.
Þorgerður Katrín er ekki
aðeins ákaflega öflugur
stjórnmálamaður heldur
er hún einnig af þeirri
kynslóð sem hingað til
hefur ekki verið nægilega
áberandi í forystu Sjálf-
stæðisflokksins. Ef flokk-
urinn gerir hana að ráð-
herra er ekki einasta
verið að gefa einum efni-
legasta stjórnmálamanni
þjóðarinnar tækifæri til
þess að byggja sig upp og
öðlast aukna ábyrgð held-
ur væri verið að senda
skýr skilaboð um að ung-
ar konur eigi möguleika á
að ná æðstu metorðum
innan stærsta stjórn-
málaflokks landsins.“
Áfram heldur Deiglan:„Augljósir hæfileikar
og vinsældir Þorgerðar
gera hana að afar heppi-
legum ráðherrakosti og
taka má tillit til þess að
við uppröðun á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi var
ekki viðhaft prófkjör.
Hefði Þorgerður Katrín
haft færi á að bjóða sig
fram í prófkjöri er mjög
líklegt að hún hefði lent
ofar á framboðslistanum
heldur en fjórða sæti.“
Deiglan segir að Sigríð-ur Anna Þórð-
ardóttir, formaður þing-
flokks Sjálfstæðis-
flokksins, myndi að sama
skapi sóma sér vel sem
ráðherra, en hún komi úr
sama kjördæmi og Þor-
gerður Katrín. „Að mati
Deiglunnar væri það
hyggilegra fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að velja
Þorgerði Katrínu, eink-
um og sér í lagi vegna
þess að flokkurinn hefur
ekki oft haft tækifæri til
að gera unga og öfluga
konu að ráðherra. Slík
ráðstöfun myndi líka
styrkja forystusveit
flokksins til lengri tíma
litið. Með þessu er á eng-
an hátt verið að gera lítið
úr hæfileikum Sigríðar
Önnu, en út frá hags-
munum flokksins til
lengri tíma, skipan for-
ystusveitar til framtíðar,
er Þorgerður Katrín
betri kostur,“ segir Deigl-
an.
STAKSTEINAR
Þorgerður Katrín og
ráðherrastóllinn
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er einn þeirra semendalaust kvartar yfir íslenskri
veðráttu og vill helst eyða sumar-
mánuðunum á fjarlægum ströndum
þar sem lofthitinn er viðunandi.
Á síðustu dögum hefur Víkverji
hins vegar ekki haft mörg tilefni til
að fussa og sveia yfir veðrinu. Þeg-
ar hann ók heim úr vinnu í gær
sýndi hitamælirinn í bílnum sextán
stiga hita. Víkverji þorir hins vegar
ekki enn að treysta því að einstakt
sumar sé í uppsiglingu. Þá þyrfti
hann jafnvel að ferðast innanlands.
x x x
KONA Víkverja hefur ósparthvatt Víkverja til slíkra ferða-
laga síðastliðin sumur en þær ferðir
hafa alla jafna orðið til að staðfesta
alla fordóma Víkverja. Eitt sumarið
lét hann þó undan og leigður var
forláta sumarbústaður á Suður-
landi. Þeir sem þar höfðu áður
dvalið rómuðu allir veðurblíðuna á
þessum slóðum og hugsaði Víkverji
sér gott til glóðarinnar að sitja í ró-
legheitum á sólpallinum með góða
bók og jafnvel kalt hvítvínsglas.
Þegar í bústaðinn var komið var
hins vegar fljótlega ljóst að ekki
yrði af slíku. Þetta var snemma í
ágúst en þrátt fyrir það birtist
skyndilega fyrsta haustlægðin með
tilheyrandi kulda, roki og rigningu.
Það var hreinlega ekki hundi út
sigandi, hvað þá kulvísum Víkverja
sem varð að láta sér nægja að horfa
á grillið út um gluggann. Á öðrum
degi var föggunum pakkað saman,
lítil börn voru með í för og ekki á
þau leggjandi að búa við slíkar að-
stæður. Nokkrum vikum síðar var
haldið til Flórída.
x x x
SUMARIÐ þar á eftir ákvað Vík-verji að forðast haustlægðirnar
og Suðurland og var því haldið
norður í land í júní. Þar tók hins
vegar ekki betra við þrátt fyrir að
Norðlendingar séu iðnir við að
dásama veðurblíðuna og stríða
Sunnlendingum með myndum af
hitamælinum Á Ráðhústorgi.
Það var hins vegar ekki norð-
lensk veðurblíða sem tók á móti
Víkverja og fjölskyldu heldur ísköld
norðanátt. Þegar komið var í
Dimmuborgir var orðið ansi kalt og
byrjað að rigna. Engu að síður var
ákveðið að halda að Dettifossi enda
búið að lofa ungum konum að sýna
þeim þennan mikilfenglega foss.
Hitinn hélt samt áfram að lækka og
þegar loks var komið að Dettifossi
hafði rigningin breyst í slyddu.
Endaði ferðin á því að Víkverji varð
að bera grátandi dætur sínar yfir
hraunið í átt að bifreiðinni.
x x x
ÞRÁTT fyrir þetta er áfram rættum ferðir innanlands á heimili
Víkverja og eins og sumarið hefur
farið af stað verður sífellt erfiðara
fyrir Víkverja að finna afsakanir.
Ef ekki byrjar að snjóa fljótlega á
hann sér líklega ekki undankomu
auðið.
Morgunblaðið/Kristján
Tapað/fundið
Kippa fundin
Í BANKASTRÆTI fannst
lyklakippa með fjórum
lyklum hinn 17. maí sl.
Upplýsingar má fá í síma
551 3602.
Kippa í óskilum
LYKLAKIPPA fannst við
Sundlaugaveg fyrir viku.
Sá sem telur sig eiga kipp-
una má hringja í Ólaf í síma
892 9013.
Silfurlitað
hjól tapaðist
SILFURLITAÐ reiðhjól
af gerðinni G-Force var
tekið ófrjálsri hendi í vest-
urbænum í liðinni viku.
Þess er sárt saknað af eig-
andanum og eru þeir sem
vita um afdrif hjólsins
beðnir að hringja í 551 6591
eða hafa samband við
næstu lögreglustöð.
Dýrahald
Íslenskir hvolpar
TVO yndislega og fallega 5
mánaða íslenska hvolpa
vantar góð heimili. Þeir
sem geta tekið þá að sér
geta hringt í síma 567 4020
og 899 2067.
Tveir blíðir
TVEIR blíðir kassavanir
kettlingar fást gefins á gott
heimili. Annar er svartur
en hinn svartur og hvítur.
Góðhjartaðir dýravinir sem
vilja taka þá að sér hringi í
síma 865 5178.
Sérlega sætir
GEFINS eru 5 kettlingar.
Þeir eru kassavanir og góð-
ir og ferlega sætir. Einn er
svartur með hvítar tær en
hinir gulbröndóttir. Þeir
sem vilja taka að sér þessar
rosalegu kelirófur mega
hafa samband í síma
661 1920.
Dúlli týndur
HANN Dúlli týndist frá
Tunguvegi miðvikudaginn
14. maí. Hann er síðhærður
köttur, með hvítan og
svartan feld og nokkuð
stærri en hann virðist á
myndinni.
Hans er afskaplega sárt
saknað og eru þeir sem vita
um ferðir hans beðnir að
hringja í 697 8663 eða
692 9273.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 mang, 4 þegjandaleg, 7
ganga, 8 tákn, 9 tek, 11
stillt, 13 dauði, 14 hygg-
ur, 15 haf, 17 tunnan, 20
samtenging, 22 dreggjar,
23 dulin gremja, 24
valska, 25 kaka.
LÓÐRÉTT
1 skaut, 2 lagfæring, 3
spilið, 4 tölustafur, 5
braka, 6 hæð, 10 upp-
lagið, 12 hreinn, 13 yf-
irbragð, 15 sýgur, 16
óhræsi, 18 sonur, 19
híma, 20 erta, 21 tómt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 fagurkeri, 8 grund, 9 lúður, 10 und, 11 rætur,
13 afræð, 15 þjórs, 18 argur, 21 ull, 22 gjall, 23 vappa, 24
fagurgali.
Lóðrétt: 2 alurt, 3 undur, 4 kulda, 5 ræður, 6 agar, 7
fríð, 12 urr, 14 fær, 15 þæga,16 óraga, 17 sultu, 18 alveg,
19 gepil, 20 róar.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Þekkir þú fólkið?
ÞESSAR myndir voru í eigu konu ættaðrar úr Land-
sveit í Rangárvallasýslu, en hún bjó í Reykjavík frá
1915 til 1945. Þeir sem kunna að þekkja fólkið eru
beðnir að hafa samband við Gunnar Guðmundsson,
Freyvangi 15, 850 Hellu, eða í síma 487 5098.