Morgunblaðið - 20.05.2003, Page 45

Morgunblaðið - 20.05.2003, Page 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Veigar Páll Gunnarsson fagna sigurmarki Sigurðar fyrir KR. Morgunblaðið/Kristinn  AUÐUN Helgason lék allan leik- inn með Landskrona sem tapaði á heimavelli fyrir AIK, 1:2, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær- kvöld. Hjálmar Jónsson var hins- vegar ekki í leikmannahópi Gauta- borgar sem gerði jafntefli við Hammarby, 1:1, á útivelli.  ATLI Sveinn Þórarinsson gat ekki leikið með Örgryte vegna meiðsla þegar lið hans vann Örebro, 2:0, í sænsku úrvalsdeildinni í gær- kvöld.  JÓHANN Guðmundsson sem lék í marki Selfyssinga í handknattleik í vetur er genginn til liðs við ÍBV og hefur hann skrifað undir tveggja ára samning. Sebastian Alexand- ersson leysir Jóhann af hólmi í marki Selfyssinga en hann hefur verið ráðinn spilandi þjálfari Selfoss á næstu leiktíð.  MAGNÚS Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr Breiðabliki, kast- aði kringlunni 61,22 metra á vormóti UMSB í Borgarnesi um helgina. Þetta var þriðja mótið í röð á innan við viku þar sem Magnús Aron kast- ar kringlunni yfir 60 metra en hann náði því einnig á tveimur mótum hjá FH-ingum í Kaplakrika á dögunum.  JULIAN Róbert Duranona lék ekki með Wetzlar gegn Hamborg í þýsku 1. deildinni í handknattleik á sunnudaginn þar sem skammtíma- samningur hans við félagið er út- runninn. Duranona stendur ekki til boða nýr samningur hjá félaginu á næstu leiktíð og verður hann því að róa á önnur mið ætli hann sér að leika handknattleik.  GARETH Barry, leikmaður Aston Villa og fyrirliði enska U-21 árs landsliðsins, var í gær kallaður inn í enska A-landsliðshópinn þar sem Wayne Rooney, Everton, og Danny Murphy, Liverpool, eru meiddir. Englendingar mæta S-Afr- íkubúum í vináttuleik í vikunni en leikurinn er liður í undirbúningi þeirra fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni EM í næsta mánuði.  BARRY, sem á dögunum var út- nefndur leikmaður ársins hjá Aston Villa, hefur ekki fyrr verið valinn í landsliðshóp Sven Göran Erikssons en hann fékk að spreyta sig sex sinnum undir stjórn Kevins Keeg- an.  NORSKA meistaraliðinu Rosen- borg hefur gengið allt í haginn und- ir stjórn Danans Åge Hareide en hann tók sem kunnugt er við stjórn Rosenborg af Nils Arne Eggen eftir tímabilið í fyrra. Rosenborg hefur unnið sex fyrstu leiki sína í norsku úrvalsdeildinni, er með markatöluna 28:0 í tveimur bikarleikjum. Liðið hefur ekki beðið ósigur í 23 leikjum í röð undir stjórn Danans og sigur- leikirnir eru orðnir 18 í röð. FÓLK SKIPTAR skoðanir virðast vera á því hvort skrá eigi síðara mark Valsmanna á móti Grindvíkingum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Grindavík í fyrradag á Jóhann Hreiðarsson eða bróður hans, Sig- urbjörn. Jóhann skaut þá knettinum í átt að marki Grindvíkinga, boltinn hafði viðkomu í Sigurbirni og breytti um stefnu áður en hann hafnaði í netinu. Morgunblaðið skráði markið á Jóhann og það gerði sömuleiðis dómari leiksins, Jóhannes Val- geirsson, en sumir telja að markið eigi að skrá á Sigurbjörn þar sem knötturinn breytti greinilega um stefnu áður en hann lenti í netinu. „Við ræddum um þetta atvik við dómararnir inni í klefanum eftir leikinn og okkar niðurstaða var að skrá markið á Jóhann og eftir að hafa séð markið í sjónvarpinu er ég á því að það sé rétt. Stýrði boltanum ekki viljandi í netið Ef við ætlum að túlka markið á þann veg að Sigurbjörn eigi það býst ég við að sjálfsmörkunum eigi eftir að rigna niður í allt sumar. Sigurbjörn stýrði boltanum ekki viljandi í netið heldur fékk hann skotið í sig. Ef Sigurbjörn hefði hins vegar teygt sig í átt eftir bolt- anum og hann breytt um stefnu þá horfði málið öðruvísi við,“ sagði Jóhannes Valgeirsson við Morgun- blaðið. Annað mark Vals skráist á Jóhann MEÐALAÐSÓKN á leiki fyrstu umferðar úrvals- deildarinnar í knattspyrnu var 1.306 áhorfendur á leik. Reyndar með fyrirvara um réttar tölur úr leik FH og ÍA sem ekki fengust stað- festar í Kaplakrika. Á síð- asta tímabili voru 996 áhorfendur að meðaltali á leik en fyrsta umferðin dregur alltaf að sér mun fleiri en ella. Í fyrra voru t.d. 1.402 áhorfendur að meðaltali á leik í fyrstu um- ferð, og árið 2001 voru þeir 1.380. Þrjú síðustu árin skera sig mjög úr hvað varðar aðsókn á fyrstu um- ferðina. Aðsókn langt yfir meðaltali Athygli vakti að Vesturbæingarhéldu sig aftarlega á vellinum til að byrja með og lögðu frekar áherslu á vörnina. „Við vinnum út frá ákveðnu skipulagi og það grunnskipulag verður að virka í hverjum leik en það er líka háð því hvernig mótherjarnir spila og hvern- ig við bregðumst þá við. Ástæðan fyrir því að við féllum aftarlega í fyrri hálfleik var einfaldlega sú að við vorum ekki á tánum og náðum ekki að vinna svæði svo að við þurft- um að gefa eftir og reyna síðan að vinna okkur inn í leikinn. Leikurinn þróaðist þannig því Þróttarar spiluðu vel og við þurftum að hafa okkur alla við – þurftum líka að verj- ast.“ Las ekki yfir mönnum sínum Willum Þór fór hamförum á hlið- arlínunni og rak sína menn áfram en hann sagðist ekki hafa látið þá heyra það í hálfleik. „Mér fannst ekki ástæða til að lesa duglega yfir mín- um mönnum í hálfleik, frekar að fara yfir ákveðna þætti, sérstaklega varð- andi sóknarleikinn. Menn voru strekktir í fyrri hálfleik og mark Þróttar var skellur en strákarnir eru tilbúnir að berjast í níutíu mínútur. Við vitum að það er feiknakraftur í okkar liði og við getum spilað í níutíu mínútur á fullri siglingu, við vitum um hraðann og keyrum á honum,“ sagði Willum Þór, ánægður með að sleppa með þrjú stig yfir lækinn. Erfitt fyrir hvaða lið sem er að koma hingað „Það er alltaf svolítið erfitt að ýta vagninum af stað og sagan segir að nýliðar berjast í samræmi við það. Það sást á leik Þórs og ÍA í fyrra og núna á leik Vals og Grindavíkur, sem var fín áminning fyrir okkur. Við þurftum því að búa okkur þannig undir leikinn. Þróttarar spiluðu feikivel, eru með fínt lið og sterka liðsheild. Þessir strákar gefa allt fyr- ir klúbbinn og áhorfendur þeirra eru frábærir svo það verður erfitt fyrir hvaða lið sem er að koma hingað,“ sagði Willum Þór Þórsson. KR-ingar halda því taki sínu á Þrótturum, sem aðeins hafa sigrað tvívegis í 23 viðureignum félaganna í efstu deild. Morgunblaðið/Kristinn Hallur Hallsson, miðjumaður Þróttar, hefur betur gegn Bjarka Gunnlaugssyni. Eftir Stefán Stefánsson Fengum góða aðvörun VIÐ áttum von á svona leik, kannski ekki að lenda strax undir en þar fengum við líka góða aðvörun,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Morgunblaðið eftir leikinn gegn Þrótti í gærkvöld. Hann var ánægður með að fá þrjú stig en hafði trú á sínum mönnum, sem knúðu fram sigur, 2:1, áður en yfir lauk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.