Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 55
VEÐUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 55
! "#$ %
#" & #'
!
)
)
)
"#
(
! ( ( "#
( "$%&&'(
" )'$
*+,(( " (+%
-%.,
(%# (
(
*
*
*
*
!
( )
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
+," " ## " --.#" !" #'" /"
#0 / 1
(& 1##--.#" !" #')
.#"!" (
&'/0 *,
!" #
$ " # %& '
(
' )( ' * + !+ )(
/0 ,1# (
23""--.#" , !& #'(
23 +#% 23 +#% 23 +#%
+4/!5 /
67%.,5 /
/%+4 ,((# /!%81!
.94+.
:%%/
:((((%;
<"()= 6+,+.
>( %&..)
4.
0 4! /" ##'
4.
"##"
40
0'/(4(
4/
40 /(4(
40
0 4! /" ##'
5!4 ##"
7//)"%
?+(./
%8 (,7@
7.*7.
(
(+*
./ ?87 6+ .
.
,5+
40
40 /(4(
5
"##"
4.
"##"
4.
4.
4/
9,
((
6A+7.
97A
"
+.+4!
B..&+,
97.+
?C
:+@ 3)A,7
.*7
4/
14.
4/
14.
4/
4/
4/
5!4
4.
%,*,%
#* %!"4.
4)#440 # #'(
+") . ## #'#
#! #(
%..%*,%
6/ 03 #0// #! *
#)40 "##"
#! #!" #)# ##
0 4!(+' 4# / (
9#5/%*,%D%*,%7,=(%*
+ "$ 3" "! !"
$ 4#5!4$ 44
#'# (+")
. ## #'#' "(
!,--
..,
..-
FRÉTTIR af dræmu áhorfi
á nýjustu þáttaröð Stranda-
glópa, eða Survivor, gefa til
kynna að bólan sem hefur
snúist í kringum raunveru-
leikasjónvarp sé farin að
hjaðna. Vinsældir Stranda-
glópa hafa verið ótrúlegar
og svipað efni er í fram-
leiðslu sem byggist á svip-
aðri hugmynd, þ.e. að horfa
á venjulega Jóna og Gunn-
ur takast á við einhver
vandamál fyrir opnum
tjöldum. Sá útgangspunkt-
ur virðist hitta áhorfendur
beint í hjartastað, eitthvað
er það sem heldur millj-
ónum manns límdum við
skjáinn, þar sem fylgst er
með léttklæddu fólki „af
götunni“ synda og svamla,
leggja sér skordýr til
munns, smíða kofa o.s.frv. á
milli þess sem fólkið arga-
þrasast hvað við annað,
myndar bandalög og leitar
leiða til að koma andstæð-
ingunum úr þáttunum.
Strandaglópar eru banda-
rísk framleiðsla og þegar frægð
þeirra hóf að vaxa var ljóst að búið
var að setja ný viðmið hvað sjón-
varpsmenningu varðar. Áherslan
var nú á hugmyndina, frekar en
vönduð vinnubrögð sem kristallast
ábyggilega best í þættinum Kjána-
prik. Þar er myndataka hrá – líkt
og um heimaupptöku sé að ræða –
og tilgangurinn er einfaldur.
Kjánaprikin reyna eftir megni að
gera sjálf sig og aðra að fíflum
með alls kyns uppátækjum. Hið
nýja draslsjónvarp er staðreynd.
Ég trúði því t.d. varla þegar ég
heyrði að það ætti að gera þáttinn
Piparsveininn. Í dag er hann hins
vegar staðreynd og hefur undirrit-
aður staðið sig að því að fylgjast
grannt með framvindunni þar.
Skýringin á vinsældum svona
þátta hlýtur að liggja sumpart í
því að fátt veit mannskepnan betra
en skemmtilega keppni. Einstak-
lingshyggjan er og sterk í Banda-
ríkjunum, „ég, ég, ég“ viðhorf ein-
kennandi, eitthvað sem kemur vel
upp á yfirborðið í Strandaglópum,
þætti sem snýst um það að koma
sjálfum sér áfram, hvað sem kost-
ar. Þessi dýrkun á villimannseðl-
inu er ógnvekjandi. Ónefndur
þáttaframleiðandi lét hafa það eft-
ir sér á dögunum að ef hann kæm-
ist upp með að myrða mann í
beinni, bara til þess að hækka
áhorfstölur, þá myndi hann gera
það!
Raunveruleikasjónvarpið hefur
orðið vinsælt vegna þess að áhorf-
endum er sagt að það sem sé að
gerast í þáttunum sé alvöru, þátt-
takendur séu venjulegt fólk sem sé
að bregðast við hinum og þessum
aðstæðum, rétt eins og ég og þú
myndum gera. Myndavélarnar séu
því í raun eins og flugur á vegg.
En ekki er allt sem sýnist og upp
komst um svik fyrir tveimur árum.
Áhættuleikarar voru fengnir til að
leika nokkur atriði fyrir fyrstu
þáttaröðina sem tekin var upp á
eyju einni í Malasíu. Þar hafið þið
það. Óraunverulegt raunveruleika-
sjónvarp! Og framleiðandinn,
Mark Burnett, svaraði um hæl:
„Mér gæti ekki verið meira sama.
Ég er enda að búa til frábært
sjónvarpsefni.“ Og þar með var
það orðið uppvíst að fyrst og
fremst snýst þetta um að búa til
efni sem selst – með hvaða ráðum
sem mönnum finnst fýsileg. Mér
fannst ég vera hálfgert kjánaprik
að láta gabba mig svona.
Strandaglóparnir voru nú síðast
í Amazon og Skjár einn sendi loka-
þáttinn út í gær. Eins og áður seg-
ir hefur þessi nýjasta þáttaröð
fengið dræmar viðtökur. Það vant-
aði eitthvað – straumarnir hjá
fólkinu voru neikvæðir og dæmið
gekk bara ekki upp. Í fyrsta skipti
var hópnum kynjaskipt, eitthvað
sem ég er sannfærður um að hafi
verið mistök. En kannski er form-
úlan bara orðin þreytt og það
þyrfti mögulega að stokka þetta
upp. Strandaglópar á Íslandi?
Satt og logið
Clay Jordan var strandaglópur í þarsíðustu
þáttaröð sem gerðist í Taílandi.
Ljósvakinn …
Arnar Eggert Thoroddsen
Á ÍSLANDI er listamaðurinn
Matthew Barney einkum þekktur
fyrir að vera unnusti og barns-
faðir söngkonunnar Bjarkar Guð-
mundsdóttur. En þess utan þykir
Barney vera með athyglisverðustu
samtímalistamönnum og hefur
hann skapað sér nafn með verkinu
Cremaster, sem er kvikmynd í
fimm hlutum og kallast heildin
The Cremaster Cycle. Viðfangs-
efni þessarar heimildamyndar er
einmitt það verk, en skúlptúrar og
innsetningar úr myndunum voru
til sýnis á Guggenheimsafninu fyr-
ir stuttu. Barney verður með sýn-
ingu í Nýlistasafninu næsta laug-
ardag.
Hringrás-
in eilífa
Morgunblaðið/Einar FalurMatthew Barney
Matthew Barney og Cremaster-
hringrásin verður sýnd kl. 23.10.
Sjónvarpið sýnir heimildamynd um Matthew Barney
ÚTVARP/SJÓNVARP