Morgunblaðið - 23.05.2003, Side 11

Morgunblaðið - 23.05.2003, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 11 KENNSLA í iðjuþjálfunhófst við heilbrigðisdeildHáskólans á Akureyrihaustið 1997 og er þetta í þriðja sinn sem iðjuþjálfar braut- skrást frá háskólanum. Ekki er hægt að nema iðjuþjálfun annars staðar hér á landi og er því lögð á það áhersla að mennta iðjuþjálfa til fram- tíðarstarfa um land allt og búa þá undir að gegna margvíslegum störf- um sem tengjast iðjuþjálfun innan heilbrigðis- og félagsþjónustukerfis- ins, sem og að veita góða undirstöðu í stjórnun og skipulagningu þjónustu á þessu sviði. Meðal þeirra sem kynna lokaverk- efni eru Anna Kristrún Sigurpáls- dóttir og Harpa Guðmundsdóttir en verkefni þeirra heitir: Áhrifavaldar í bata geðsjúkra og er ransókn á upp- lifun geðsjúkra af eigin bataferli. Rannsóknin byggist á viðtölum við fólk sem náð hefur tökum á geðsjúk- dómi, en hún er hluti af stærri rann- sókn sem Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðumaður iðjuþjálfunar á geð- deild Landspítala - háskólasjúkra- húss og lektor við Háskólann á Ak- ureyri, vinnur að og fjallar um geðrækt geðsjúkra, áhrifavalda í bata. Vantaði rödd notenda Þær Anna Kristrún og Harpa sögðu að hvatinn að því að þær tóku þetta verkefni fyrir hafa verið, að þeim fannst vanta inn í umræðu um geðheilbrigðismál hvað notendur þjónustunnar höfðu að segja um hvað það væri sem hefði áhrif á bata þeirra. Notendarannsóknir af þessu tagi hafa rutt sér til rúms víða erlendis, en rannsóknir Elínar Ebbu og iðju- þjálfanemanna eru þær fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Elín Ebba sagði að niðurstöður slíkra notendarann- sókna hefðu haft áhrif á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustu í viðkomandi löndum, þjónustutilboð og einnig aukið fjölbreytni varðandi hlutverk geðsjúkra í samfélaginu. Þannig hafi þjónustan færst frá stofnunum út í samfélagið þar sem notendur eru virkir og taka þátt í að móta geðheil- brigðisþjónustuna. Fram kom í rann- sókn nemanna að þjónusta við geð- sjúka hér á landi fer að langmestu leyti fram innan hefðbundinna stofn- ana. Þjónusta við geðsjúka sé of stofnanamiðuð hér á landi t.d. í sam- anburði vð Bandaríkin og ýmis Evr- ópulönd. Þær stöllur benda á að lítið hafi verið skrifað um bataferli einstak- linga með geðsjúkdóma hér á landi þrátt fyrir að talið sé að allt að 50 þús- und einstaklingar eða 22% þjóðarinn- ar eigi við geðræna kvilla af ein- hverju tagi að stríða á hverjum tíma. Sú staðreynd hafi m.a. orðið til þess að þær gerðu rannsóknina, en mark- miðið var að kanna hvað helst hefði áhrif á bata geðsjúkra. Ábyrgð hefur áhrif á bata Í ljós kom að það sem helst hafði áhrif á bata sjúkinganna var að þeir fengu að bera ábyrgð á lífi sínu í stað þess að bíða eftir að batinn kæmi ut- anfrá. Eins hefði það að rækta sjálfan sig mikil áhrif, að hafa hlutverk og fá tækifæri til að taka þátt í samfélag- inu, að gefa af sér og hjálpa öðrum, stuðningur t.d. ættingja, vina og heil- brigðisstarfsfólks sem og einnig for- dómaleysi og rétt lyf. Eins kom fram að viðhorf heilbrigðisstarfsmanna skipti miklu, þ.e. þegar þeir gáfu af sér og höfðu trú á sjúklingunum og fóru þannig út fyrir hefðbundna starfsramma. „Fólkinu þótti mjög mikilsvert að starfsfólkið kæmi fram við sig af virð- ingu og liti á það sem jafningja. Því miður virðist stundum vera talað nið- ur til geðsjúkra og þeim ekki treyst til að bera ábyrgð, heldur vill starfs- fólkið vera nokkuð ráðandi,“sögðu nemarnir. Niðurstöðurnar er að þeirra sögnfyrsta skrefið í átt að því að auka þekkingu á bata og bataferli frá sjónarhorni notenda geðheil- brigðisþjónustunnar, „en með því að fá fram þeirra sjónarmið er mögu- leiki á að hafa áhrif á viðhorf almenn- ings til geðsjúkra og opna umræðu um að fjölbreyttari þjónusta þarf að vera í boði,“ segja þær. Flestir vilja bæta frammistöðuna Dagný Baldursdóttir, Kristjana Milla Snorradóttir og Sonja Stelly Gústafsdóttir gerðu sameiginlega rannsókn sem sneri að einstaklingum með áfengis- og vímuefnavanda. Með henni vildu þær m.a. greina þörf fyrir iðjuþjálfa á þessum starfsvettvangi, en fram til þessa hafa þeir ekki hasl- að sér völl innan þessa geira. Nem- arnir sendu spurningalista til fólks sem hafði verið á göngudeild SÁÁ, sem farið hafði í meðferð tvisvar sinnum eða oftar og verið óvirkir í að minnsta kosti tvo mánuði. Könnunin gekk m.a. út á að athuga hvað fólk tæki sér fyrir hendur daglega og hversu ánægt það væri með frammi- stöðu sína í þeim verkum. „Við vildum vita við hvað þessi hópur er að fást og hvort menn eru að gera það sem þeir vilja og telja mik- ilvægt,“ sögðu þær. Að sögn nemanna leiddi rannsókn- in í ljós að meirihluta svarenda fannst að þeir þyrftu að bæta frammistöðu sína að einhverju leyti við þá iðju sem þeir stunduðu og mörgum fannst þeir ekki taka þátt í athöfnum sem þeir töldu mikilvægar fyrir líf sitt. Nið- urstöðurnar gefa þannig til kynna að huga þurfi að færni þeirra einstak- linga sem átt hafa við áfengis- og vímuefnavanda að stríða til að koma í veg fyrir að þeir ánetjist aftur. Það virtist því ekki nægilegt að fólk væri edrú, því mörgum þótti sem þeir réðu ekki við margar þær kröfur sem dag- legt líf gerði til þeirra. Stúlkurnar benda á að sú meðferð, sem í boði er, sé markviss og henni fylgt eftir að vissu leyti með eftirmeðferð, en þeg- ar fólkið er á ný farið að taka þátt í samfélaginu finnist mörgum sem eitthvað vanti í líf sitt. Það megi því velta því fyrir sér hvort það sé nægi- legt markmið að vera edrú. Greini- lega megi lesa úr niðurstöðunum að margir í þessum hópi hafi lítið sjálfs- traust og þurfi á sjálfsstyrkingu að halda. Beina þurfi athyglinni að daglegu lífsmynstri þessa fólks og meta færni þess til ýmissa þátta daglegs lífs. Þannig megi ef til vill álykta að léleg færni og lélegt sjálfsmat geti haft áhrif á afturbata og spurning hvort fólk myndi ráða betur við líf sitt fengi það aðstoð í því umhverfi sem það þarf að takast á við. Þar gætu iðjuþjálfar komið til skjalanna og því nefna nemarnir að þjónusta þeirra gæti vel átt heima í þessum geira. Bjóða þurfi upp á fleiri valmöguleika en nú eru fyrir hendi, því mikið sé í húfi og miklir fjármunir árlega notaðar til að aðstoða fólk sem á við áfengis- og vímuefnavanda að etja. Engin tækifæri til að bæta færnina Helga Jóna Sigurðardóttir og Sandra Rún Björnsdóttir gerðu rannsókn meðal fanga á Litla- Hrauni, en þær höfðu áhuga á að at- huga hvernig iðjuþjálfar sem fagstétt gætu haft áhrif innan fangelsa. Í námi iðjuþjálfa er m.a. fjallað um á hvern hátt löng stofnanadvöl hefur áhrif á einstaklinga og skerðir færni þeirra. Stöllunum þótti áhugavert að hafa samband við einstaklinga sem sitja um lengri eða skemmri tíma í fangelsi og athuga þeirra mat á eigin færni. Fangarnir voru m.a. spurðir um hversu vel þeim þótti þeir vera und- irbúnir til að fara út í samfélagið aft- ur, m.a. með tilliti til sjálfsbjargar- getu, atvinnu, skóla, tómstunda og eins varðandi samskipti við fólk. Fangarnir voru beðnir að leggja mat á eigin færni varðandi þessa þætti. Fram kom að mikill meirihluti þeirra, eða 73%, hafði áhuga á að bæta færni sína innan fangelsismúr- anna, en um helmingur þeirra taldi sig illa undirbúinn að fara út í sam- félagið á nýjan leik að lokinni afplán- un. Nemarnir segja rannsóknina gefa vísbendingar um að fangar séu ekki undirbúnir til að takast á við þá þætti sem nauðsynlegir eru til að taka virkan þátt í samfélaginu utan fangelsanna og að ef til vill eigi skert færni á þessum sviðum þátt í því að margir lenda fyrr eða síðar þar aftur. Flestir, eða 43% þeirra sem þátt tóku, sögðust vera illa búnir undir að fara út á vinnumarkað og vildu gjarn- an að þeir hefðu tækifæri til að bæta færni sína á því sviði áður en afplán- un lyki. Eins kom fram að þriðjungur fanganna taldi sig hafa litla getu til að sjá um sig almennt þegar út kæmi. Fangarnir töldu sig hafa fengið litla þjálfun og tækifæri til að læra og æfa sig í daglegri iðju innan fangelsisins. Þær Helga Jóna og Sandra Rún sögðu að rannsóknin bendi til að lítil endurhæfing fari fram í fangelsum landsins og finna þurfi fjölbreyttari leiðir til að taka á málum en nú er. „Það skortir nýja sýn, við sem fag- stétt getum komið með ný sjónarmið, m.a. varðandi endurhæfingu sem miðar að því að bæta færni fanganna til að takast á við daglegt líf utan múranna, en fram til þessa hafa iðju- þjálfar ekki starfað við fangelsi,“ segja þær. „Við teljum að farsælt sé að bjóða upp á fjölbreyttari leiðir en nú er, það eina sem föngum virðist bjóðast af fagfólki eru viðtöl. Það þyrfti að skoða betur hvað það er sem menn eiga í erfiðleikum með og aðstoða þá til að ná tökum á því. Greinilegt er að auka þarf færni þeirra og sjálfsbjarg- argetu, en með því er hugsanlegt að koma megi í veg fyrir endurtekin af- brot,“ sögðu þær Helga Jóna og Sandra Rún. Best að sameina ráðuneyti Elín Ebba, lektor í heilbrigðisdeild HA, benti á að rannsóknir iðjuþjálfa- nemanna sýndu, að taka þyrfti til hendinni í félags- og heilbrigðismál- um og að hennar viti væri best að sameina ráðuneyti heilbrigðis- og fé- lagsmála í eitt, en á þann hátt væri unnt að nýta ráðstöfunarfé þeirra betur en nú er gert. Þá benti Elín Ebba á að iðjuþjálfar væru til þess að gera ný stétt innan íslenska heil- brigðiskerfisins og þeir hefðu ekki enn átt þess kost að láta að sér kveða innan þess. Þekkingu þeirra mætti sem best nýta þegar unnið væri að stefnumótun í málaflokknum og kost- ir og gallar þjónustunnar skoðaðir, sem og hvaða úrræði stæðu eða ættu að standa til boða. „Til þess þurfa ráðamenn að hafa þor til að leita út fyrir ráðandi stéttir heilbrigðisgeirans. Það hefur sýnt sig að það er ekki auðvelt fyrir iðjuþjálfa sem fagstétt að koma að málaflokkn- um, þar sem aðrar stéttir sitja á fleti fyrir og gæta sinna hagsmuna,“ sagði Elín Ebba. Nemar í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri kynna lokaverkefni Ábyrgð geð- sjúkra hefur mest áhrif á bata maggath@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Nemar í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri ásamt kennara sínum. F.v. Sonja Stelly Gústafsdóttir, Sandra Rún Björnsdóttir, Helga Jóna Sigurðardóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Kristjana Milla Snorradóttir, Elín Ebba Ás- mundsdóttir kennari, Dagný Baldursdóttir og Anna Kristrún Sigurpálsdóttir. Nemar í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri kynna lokaverkefni í stofu L101 á Sólborg í dag, 23. maí, kl. 13 og um fjarfundabúnað í Odda, Háskóla Íslands. Margrét Þóra Þórs- dóttir kynnti sér nokkur verkefnanna og spjallaði við höfunda þeirra, sem og Elínu Ebbu Ásmundsdóttur lektor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.